Morgunblaðið - 22.06.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 22.06.2007, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ bílar A udi hefur nýverið kynnt aðra kynslóð sportbíls- ins TT og er hann kominn í sölu hjá Heklu, umboðsaðila Audi. Bíllinn var tekinn til kostanna sl. helgi og uppfyllti hann allar væntingar, sem voru þó nægar fyr- ir. Audi TT er boðinn með tveimur vélargerðum, 2 lítra túrbóvél og er þá framhjóladrifinn og 3,2 lítra, sex strokka vél og er þá fjórhjóladrif- inn. Þeim fyrrnefnda var prufuekið og öll 200 hestöflin nýtt til hins ýtr- asta. Vinur ökumanns Stærri vélin skilar 250 hestöflum en báðir koma þeir sjálfskiptir 6 gíra, en má beinskipta með S-tronic skiptingu Audi. Audi TT reyndist sannur sportbíll, ótrúlegt afl, magn- aðir aksturseiginleikar og öndvert við margan sportbílinn, einstaklega auðveldur í akstri og verður strax vinur ökumanns. Einstök hönnun Hönnun Audi á TT bílnum er aðdáunarverð, þótt skiptar skoðanir séu um hvort nýi bíllinn sé fallegri en forveri hans. Helst heyrist gagn- rýni á afturendann en framhlutinn er óumdeilanlega fríður. Bíllinn hef- ur stækkað á alla kanta, er 13,7 cm lengri og 7,8 cm breiðari. Mjög erf- itt er að setja út á nokkuð í útfærslu Algjör akstursánægja Morgunblaðið/Kristinn Breyttur Útlit Audi TT er talsvert breytt frá fyrstu kynslóð bílsins. Straumlínur Vindskeiðin kemur upp við 120 km hraða. Haganleiki Fallegt mælaborð og allt á réttum stað. REYNSLUAKSTUR Audi TT Finnur Orri Thorlacius J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA „HveR nenniR að Hanga Í bænUM á SUMRin?“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.