Morgunblaðið - 22.06.2007, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 22.06.2007, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2007 9 25 ml. www.stilling.is // stilling@stilling.is Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur | Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður Draupnisgata 1, 600 Akureyri | Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000 Upplifðu Ísland með Thule ferðavörum Ferðabox verð frá 24.900,- G C IA LM AN N AT EN G SL -G R EY C O M M U N IC AT IO N S IN TE R N AT IO N AL Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.mazdabrimborg.is mazdabrimborg.is Skoðaðunýjasta pallbílinnfráMazda. MazdaBT-50.Smelltu ámazdabrimborg.is. Gerðugóðkaup. KomduíBrimborg. VertuMazda. NýrMazda Mazda BT-50 4x4 DoubleCab. Verð frá 2.890.000 kr.* *Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar. Smelltu á FRÖNSKU bílasmiðjurnar Renault hafa ákveðið að stofnsetja eigið dótturfyrirtæki til sölu og dreifing- ar framleiðslu sinnar, varahluta og annarrar eftirþjónustu við kaupend- ur í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku frá og með næstu ára- mótum. Renault hyggst verja 10 milljón- um evra til fjárfestinga við að koma Renault Nordic á fót. Segist fyr- irtækið vera að leggja upp í „sögu- lega sókn“ með bíla sína inn á Norðurlöndin. Takmarkið er að auka hlutdeild Renault á norrænum markaði fyrir fólksbíla og létta sendibíla úr 4% árið 2006 í 7% 2013. Höfuðstöðvar norræna dótturfyr- irtækisins verða í Stokkhólmi og af um 165 manna starfsliði verða um 100 þar. Útstöðvar verða svo í Hels- inki, Kaupmannahöfn og Ósló. Að öðru leyti verður engin breyting á núverandi umboðakerfi Renault í löndunum fjórum. Á heimamarkaði í Frakklandi hyggst Renault hins vegar stokka upp sölukerfi sitt, sem er í eigu dótturfyrirtækisins REAgroup. Það er að fullu í eigu Renault en verður að hluta til selt sjálfstæðum fjár- festum, að sögn franska viðskipta- blaðsins Les Echos. Tilgangurinn er að tryggja hagnað bílafyrirtæk- isins þrátt fyrir tapaða markaðs- hlutdeild. REAgroup á ennfremur hluta sölufyrirtækja Renault í Bret- landi. Stofnun Renault Nordic er hluti af markmiðasetningu sem gengur út á að Renault selji 800.000 fleiri bíla árið 2009 en árið 2005. Á Norð- urlöndunum mun Renault bjóða upp á 25 ný módel undir merkjum Renault og Dacia á næstu árum, þar af 13 á næsta ári, þar á meðal Megane-bíl sem brúkar lífrænt E85-eldsneyti. Verða þessir bílar sérstaklega útbúnir til að þola hið kalda loftslag norðursins. Renault blæs til sókn- ar á Norðurlöndum EKKI vantar fjölbreytnina þegar kemur að aukahlutum og ýmsum smáhlutum sem bíladellufólk get- ur keypt sér en stundum er kannski farið of langt í dellunni. Nú hefur fyrirtæki eitt hafið framleiðslu á hringum og gifting- arhringum sem eru sérstakir fyr- ir þær sakir einar að það eru þekkt dekkjamynstur frá sport- bíla-, jeppa- eða mótorhjóla- dekkjum á hringunum. Að biðja sinnar heittelskuðu með hringum af þessu tagi yrði vissulega til marks um bílaáhuga viðkomandi. Það er þó ekki beint líklegt að bónorðinu verði tekið játandi ef hringar af þessu tagi eru dregnir upp á sama tíma og það er borið fram. Framleiðandi hringanna heldur því fram að hringarnir séu ætl- aðir til að minna þann sem þá ber á að hann hafi ástríðu fyrir bílum og má velta því fyrir sér hvort bitur reynsla hönnuðarins af hjónabandi hafi skilað sér í þess- ari óvenjulegu hönnun hans. Hringarnir gætu þó vel höfðað til þeirra sem vilja einfaldlega hafa skemmtilegan skartgrip á fingri sem minnir þá á bíladelluna og fyrir þá sem eru þannig þenkj- andi má segja frá því að hring- arnir fást í silfri, 10-18 karata gulli í hvítu eða gulu, palladíum og platínu. Platínuhringur er dýr- astur og kostar eitt stykki af stærstu gerð um 3700 dollara eða um 230 þúsund íslenskar krónur. Ódýrustu hringarnir úr silfri kosta hinsvegar frá 7 þúsund krónum. Með þessu dekki giftist ég þér TENGLAR .............................................. http://www.tirerings.com/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.