Morgunblaðið - 05.07.2007, Page 4

Morgunblaðið - 05.07.2007, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Teddy Sher-ingham, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, leik- maður með Tott- enham, Man- chester United og síðast West Ham, gekk í gær til liðs við Colchester, sem leikur í ensku 1. deildinni. Því er hugsanlegt að Sheringham leiki gegn 19 ára syni sínum, Charlie, á næstu leiktíð, en sá spilar með Crystal Palace. Þessi lit- ríki leikmaður, sem er 41 árs, gerði eins árs samning.    West Ham hefur samþykkt aðselja miðvallarleikmanninn Nigel Reo-Coker til Aston Villa á átta millj. punda. Reo-Coker, sem er fyrirliði enska 21 árs landsliðsins, mun fara í læknisskoðun á Villa Park í dag og ef allt gengur að óskum skrifar hann undir samning við liðið til 2011.    Claudio Pizarro, framherjiChelsea og fyrirliði landsliðs Perú, tryggði Perúmönnum sæti í 8 liða úrslitum í Suður-Ameríku keppninni í knattspyrnu er hann skoraði bæði mörk Perú gegn Bóli- víu, 2:2. Þá gerðu Úrúgvæ og Vene- súela markalaust jafntefli og eru bæði komin í 8 liða úrslitin.    Körfuknattleiksmaðurinn Milo-jica Zekovic er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Skallagríms. Frá þessu er greint á heimasíðu félags- ins. Zekovic er framherji og hefur leikið með Hetti og Tindastóli. Zeko- vic skoraði 18 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð með Stólunum. Auk þess er ljóst að Bandaríkjamaðurinn Darrel Flake verður áfram í Borg- arnesi.    Skallagrímur réði á dögunum nýj-an þjálfara í stað Vals Ingi- mundarsonar sem er hættur. Heitir hann Kenneth Webb og er enginn aukvissi í körfubolta. Var um tíma leikmaður hjá New Jersey Nets í NBA deildinni og hefur þjálfað bæði í Noregi og Danmörku.    Ólafur Stef-ánsson mun taka þátt í kveðjuleik hjá Stefani Kretzschmar sem haldinn verð- ur í Bördelands- hallen í Magde- burg þann 14. þessa mánaðar. Þar mun lið Magde- burg í dag leika gegn úrvalsliði Kretzschmars og verður Ólafur liðs- maður í því liði. Kretzchmar hóf feril sinn hjá Blau-Weiss Berlin árið 1991. Þaðan fór hann til Gummersbach og síðan til Magdeburg árið 1996. Hann hefur unnið flesta þá titla sem í boði og var tvívegis kjörinn handknatt- leiksmaður ársins, 1994 og 1995. Fólk folk@mbl.is Leikurinn hófst rólega en á 3. mín- útu var Christian Christiansen ná- lægt því að komast einn í gegn en hann var hindraður ólöglega af Pétri Marteinssyni sem hefði vel getað fengið rautt spjald fyrir það en hann slapp með gult. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleik en hættulegustu mark- tilraunina átti Jóhann Þórhallsson, framherji KR, þegar hann var ná- lægt því að skalla knöttinn í netið, stuttu fyrir leikhlé. Eftir hlé var um margt sama staða uppi á teningnum. Fylkismenn kannski ívið meira með boltann en sköpuðu lítið líkt og KR-ingar. Á 62. mínútu átti sér stað annað umdeilanlegt atvik. Þá var Haukur Ingi Guðnason kominn inn í vítateig KR-inga og lék boltanum fram hjá varnarmanni en var felldur, að því er virtist. Dómari leiksins lét hins veg- ar leikinn halda áfram. Stuttu fyrir leikslok voru Fylkis- menn svo nálægt því að stela sigr- inum þegar fyrirgjöf frá vinstri kanti barst inn á markteig en Christiansen náði ekki að koma boltanum í netið. KR-ingar misstu svo Pétur út af þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir að handleika knöttinn, og verður hann því í banni í bikar- leiknum gegn Val. „Vissum að KR-ingar myndu verjast aftarlega“ „Miðað við hvernig leikurinn spil- aðist eru þetta sanngjörn úrslit en ég er ekki sáttur því við ætluðum að sigra hérna á heimavelli. Við héldum boltanum ágætlega innan liðsins en ógnuðum markinu lítið, notuðum of margar sendingar og boltinn gekk hægt milli manna,“ sagði Haukur Ingi Guðnason, fyrirliði Fylkis- manna, en liðið hefur aðeins skorað sjö mörk í Landsbankadeildinni í sumar, líkt og KR-ingar. KR hefur hins vegar fengið á sig 15 mörk í sumar og í leiknum gegn Fylki reyndi liðið að stoppa í þau göt sem verið hafa á vörninni. Haukur Ingi var óhress með að Fylkisliðið næði ekki að bregðast betur við því. „Við vissum að KR-ingarnir myndu verjast aftarlega og eftir að hafa byrjað ágætlega drógu þeir sig til baka enda hafa þeir fengið mörg mörk á sig í sumar. Það var erfitt að draga þá framar en við hefðum endr- um og sinnum mátt keyra hraðar á þá þegar við fengum boltann. Það hefur verið okkar Akkilesar- hæll í sumar að ná ekki að skora og við erum að reyna að ráða bót á því. Það gekk ekki í dag og við þurfum að leita leiða til að bæta ástandið,“ sagði Haukur Ingi. „Vörnin orðin miklu betri“ Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði KR, virtist ágætlega sáttur við lyktir leiksins. „Ég er fyrst og fremst ánægður með varnarleikinn sem mér fannst agaður og góður, en við hefðum mátt fá meira út úr sókn- arleiknum og nýta eitthvað af öllum þeim fyrirgjöfum sem við áttum í þessum leik. Varnarleikurinn er í mikilli fram- för frá því sem hefur verið í sumar og loksins héldum við markinu hreinu, sem er að sjálfsögðu mjög jákvætt.“ KR-ingar eiga erfiðan leik gegn Valsmönnum í 16 liða úrslitum VISA-bikarsins á þriðjudag og verða án Gunnlaugs, sem fékk að líta sitt fjórða gula spjald í sumar gegn Frömurum á dögunum, sem og Pét- urs Marteinssonar eins og áður seg- ir. Það er augljóslega vont mál fyrir KR að vera án beggja miðvarða sinna en Gunnlaugur segist rólegur yfir því. „Það koma menn fyrir okkur og við munum stilla upp sterku 11 manna liði. Við erum með breiðan hóp og mannskap til að leysa þetta, en auðvitað er það bagalegt að við skulum báðir vera fjarverandi.“ Enginn einn leikmaður átti fram- úrskarandi leik í gærkvöld, en varnir liðanna stóðu vel fyrir sínu. Í liði Fylkismanna voru miðverðirnir sterkir og bæði Víðir Leifsson og Peter Gravesen voru mikið í boltan- um án þess þó að skapa hættu frekar en aðrir. KR-liðið var vel samstillt í varn- arleik sínum og stóð hinn ungi Ás- geir Örn Ólafsson sig með stakri prýði á miðjunni, í sínum fyrsta deildarleik fyrir meistaraflokk liðs- ins. Guðmundur Reynir, vinstri bak- vörður liðsins, stóð einnig vel fyrir sínu, var hreyfanlegur fram á við og lokaði vel á vængspilið hægra megin hjá Fylkisliðinu. Allt í allt má segja að niðurtaðan í leiknum sé sanngjörn. Bæði lið hafa eflaust ætlast eftir meiru úr leiknum en hvorugt þeirra sýndi það með af- gerandi hætti. Varnartaktar voru allsráðandi í Árbænum Morgunblaðið/ÞÖK Atgangur Danski framherjinn Christian Christiansen, Fylki, í baráttu við Gunnlaug Jónsson, fyrirliða KR. ÞEIR áhorfendur sem lögðu leið sína í Árbæinn í gærkvöld og von- uðust eftir skemmtilegum sókn- arbolta fengu ekkert fyrir sinn snúð þegar lið KR og Fylkis áttust við í Landsbankadeild karla í knatt- spyrnu. Engin mörk voru skoruð og þó að oft sjáist skemmtileg tilþrif í slíkum leikjum voru fá slík sýnd í þessum leik. Áhersla á varnarleik frá aftasta til fremsta manns virtist mikil og leikmenn liðanna voru oft- ast fremur silalegir í sínum sókn- araðgerðum. Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is STEFÁN Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Lyn í Noregi, mun á allra næstu dögum ganga til liðs við danska liðið Bröndby. „Við skulum segja að þetta mjakist allt í rétta átt. Félögin eru búin að ná samkomulagi og ég er að skoða þetta,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta er á loka- stigi, en auðvitað er ekkert öruggt fyrr en búið er að skrifa und- ir. En það eru yfirgnæfandi líkur á að ég fari til Bröndby,“ sagði Stefán sem er 27 ára og hefur verið í atvinnumennsku meira og minna frá því hann var sextán ára. Í gær var haft eftir Steven Lustü, leikmanni Silkeborgar, sem lék með Stefáni hjá Lyn, að Íslendingurinn myndi styrkja danska liðið mikið. „Hann er hávaxinn og með mikla yfirferð á vellinum. Hann er líkamlega sterkur og ágengur í leik sínum, fer vel með bolta og gefur góðar sendingar. Bröndby fær góðan leikmann ef það fær Stefán og hann mun styrkja liðið mikið,“ sagði Lustü við danskan netmiðil í gær. Á leið til Bröndby ÍSLAND hafnaði í 13.-14. sæti í höggleiknum í Evrópukeppni landsliða í golfi sem fram fer í Skotlandi. Átta efstu liðin munu leika um sigurinn í holukeppni. Ísland mun leika í holukeppni um 9.-16. sæti á mótinu. Liðin eru skipuð sex kylfingum sem allir léku 36 holur í höggleiknum. Reynslumesti maður liðsins, Örn Ævar Hjartarson, GS, lék best Íslendinganna í gær á 75 höggum eða fjórum yfir pari sem sýnir glögglega að íslensku kylfingarnir voru nokkuð frá sínu besta. Örn lék fyrri hring- inn á 77 höggum. Fyrri keppnisdaginn átti hinn ungi Kristján Þór Einarsson úr GKJ, besta skorið þegar hann lék á 73 höggum eða tveimur yfir pari. Hann var hins vegar heillum horfinn í gær og var á 82 höggum. Íslandsmeistarinn Sigmundur Einar Másson, GKG, fann sig ekki og var á 75 og 79 höggum. Nýliðinn Sigur- þór Jónsson, GK, var á 77 og 79, Ólafur Loftsson, NK, á 74 og 80, og loks Stefán Stefánsson á 82 og 77. Vonbrigði á EM „Ég er mjög sáttur við að halda markinu hreinu enn einu sinni og við höndluðum vel allt sem á okkur dundi. Við verðum vissu- lega að bæta sóknarleikinn okkar og ná að skora mörk en það var engu að síður Fylkisliðið sem fékk langbestu færin í þess- um leik.“ Þannig mat Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkismanna, leik liðsins við KR í Árbænum í gærkvöld. Umdeilt atvik átti sér stað í upphafi leiksins þegar Pétur Marteinsson, varnarmaður KR, togaði framherja Fylkis niður. Brot sem að margra mati verðskuldaði rautt spjald. „Það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef að þeir hefðu misst mann út af strax á þriðju mínútu, án þess þó að ég vilji ræða dómgæsluna eitthvað sérstaklega, en maður veit aldrei ná- kvæmlega hvaða áhrif slíkt hefur. Við ætluðum að vinna þennan leik vegna þess að við erum betri, eins og sást í leiknum, en við náum einfaldlega ekki að skora þó gæðin séu vissulega til staðar í hópnum,“ sagði Leifur. „Erum betri en KR“ FYLKIR: Kristján Valdimarsson David Hannah Víðir Leifsson Andrés Már Jóhannesson KR: Guðmundur R. Gunnarsson Eggert Rafn Einarsson Ásgeir Örn Ólafsson Kristinn J. Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.