Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Bresk stjórnvöld hafa slegist í lið
með fjölda stofnana og samtaka og
mæla með því að skrikvörn verði
staðalbúnaður allra bíla.
Í rannsókn á vegum stjórnarinn-
ar kom í ljós, að bílar búnir skrik-
vörn koma 25% sjaldnar við sögu
banaslysa en bílar sem ekki voru
búnir þessum öryggisbúnaði.
Dregin er sú ályktun af rann-
sókninni, að 380 mannslíf hefðu
bjargast á ári væru allir bílar á
götum Bretlandi búnir skrikvörn.
Með sama móti hefðu alvarlega
slösuðum fækkað um 1.100 og lítt
meiddum um 6.300.
Í ljósi niðurstöðu skýrslu um
rannsóknina hefur Stephen La-
dyman, sem fer með samgöngu-
öryggismál í bresku stjórninni,
beinlínis hvatt kaupendur nýrra
bíla að velja sér aðeins bíl með
skrikvörn.
„Ég hvet einnig bílaframleiðend-
ur til að setja þennan mikilvæga
öryggisbúnað í alla bíla – hann er
ekki dýr og getur gert vegina
miklu öruggari en nú er,“ sagði
Ladyman.
Fyrir röskum mánuði hratt
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins úr vör herferð þar sem
hvatt er til þess að skrikvörn verði
staðalbúnaður í öllum bílum.
Skrikvörn gæti
fækkað banaslysum
Fyrsti fólksbíllinn sem fer í almenna
umferð á Íslandi og knúinn er með
vetnisrafala var afhentur Lands-
virkjun og Orkuveitu Reykjavíkur í
fyrradag. Er bíllinn af tegundinni
Mercedes Benz A-Class og er leigð-
ur af bílaframleiðandanum Daim-
lerChrysler. Friðrik Sophusson, for-
stjóri Landsvirkjunar, og
Guðmundur Þóroddsson, forstjóri
Orkuveitu Reykjavíkur, tóku við
bílnum við hátíðlega athöfn fyrir
framan Perluna. Um er að ræða
fyrsta skrefið í svokölluðu SMART-
H2-verkefni Íslenskrar NýOrku
og VistOrku, en í því verkefni
verður vetnisbílum fjölgað jafnt og
þétt á næstu þremur árum. Fram til
1. ágúst verða starfsmenn í þjálfun
og rekstri og viðhaldi vetnisbílsins
en síðan fer hann í almennan rekst-
ur sem þjónustubíll.
Nýi vetnisbíllinn tekur vetni á
vetnistöðinni á Grjóthálsi þar sem
það er unnið úr vatni með rafmagni-
.Viðbragðstíminn úr núlli í hundrað
km/klst er 14 sekúndur og hægt er
að aka honum á allt að 140km/klst.
Fyrsti vetn-
isfólksbíllinn
kominn til
landsins
Morgunblaðið/G.Rúnar
Vetnisvæðing Markmið Íslenskrar NýOrku er að fjölga vetnisbílum á Ís-
landi í minnst 30 fyrir árið 2010 en líklegt er að þeir verða jafnvel fleiri.
HENRIK Fisker er hönnuður sem lætur drauma sína og
annarra rætast og ber hann til dæmis ábyrgð á nokkrum
best heppnuðu bílum síðustu ára, bílum eins og BMW
Z8, Aston Martin DB9 og V8 Vantage. Fisker og við-
skipta félaga hans Bernard Koehler þótti hinsvegar ekki
nóg að hanna fyrir aðra framleiðendur heldur fannst
þeim tími til komin að koma sínu eigin vörumerki á
markað og þannig koma draumum sínum fullkomlega til
skila. Þannig hófst saga Fisker Coachbuilding í Kali-
forníu fyrir 2 árum og nú hefur fyrsti Fisker-bíllinn verið
framleiddur, seldur og afhentur.
Byggður á BMW M6
Fisker Latigo CS V10 er byggður á BMW M6-bílnum
og hefur hann fengið nýja yfirbyggingu, hannaða af
Fisker, ásamt nýrri innréttingu og ýmsum endurbótum
á vélbúnaði og fjöðrun sem skilar sér í bíl sem er töluvert
áhugaverðari og jafnframt miklu dýrari en BMW M6.
Bíllinn er útbúinn V10 verðlaunavélinni frá BMW en
með nokkrum breytingum hefur tekist að auka aflið úr
507 hestöflum sem flestum þykir nú nokkuð ríflegt í
hvorki meira né minna en 648 hestöfl.
Árangurinn er hröðun frá 0-100 km/klst á aðeins rétt
rúmum 4 sekúndum og bíll sem er rúmlega þrisvar sinn-
um dýrari en BMW M6.
Útlit Fisker-bíla þykir geysilega vel heppnað sem
fyrri hönnun Fisker og hafa bílarnir hvarvetna vakið at-
hygli þar sem þeir hafa verið sýndir.
Aðeins verða framleidd 150 eintök af Fisker Latigo en
eftir það mun taka við ný hönnun frá Fisker sem á að
tryggja frískleika merkisins og gera það einstakt.
Sjaldgæfur Fisker Latigo CS V10 er byggður á BMW M6 en þónokkru öflugri eða 648 hestöfl. Bíllinn verður að-
eins framleiddur í 150 eintökum og kostar þrisvar sinnum meira en BMW M6.
Vagnasmiðurinn Fisker
selur fyrstu bílana
TENGLAR
.......................................................................
http://fiskercb.com/
N1 BÍLAÞJÓNUSTA SÆKTU UM VIÐSKIPTA- OGSAFNKORT Á WWW.N1.IS
ER BÍLLINN
KLÁR Í FRÍIÐ?
ALLT A
Ð
10% A
FSLÁTT
UR!
Safnko
rtshafa
r fá 3%
afslátt
í form
i punk
ta.
Viðskip
takorts
hafar f
á 7% a
fslátt,
auk 3%
í form
i Safnk
orts-
punkta
– sam
tals
10% af
slátt.
Láttu smyrja bílinn og athuga hjólbarðana hjá Hjól-
barðaþjónustu N1 og farðu áhyggjulaus í sumarfríið.
Réttarhálsi 2, Rvík, hjólbarða- og smurþjónusta 587 5588
Fellsmúla 24, Rvík, hjólbarðaþjónusta 530 5700
Fellsmúla 24, Rvík, smurþjónusta 530 5710
Ægisíðu 102, Rvík, hjólbarða- og smurþjónusta 552 3470
Langatanga 1a, Mosfellsbæ, hjólbarða- og smurþj. 566 8188
Reykjavíkurvegi 56, Hafnarfirði, hjólbarðaþjónusta 555 1538
Dalbraut 14, Akranesi, hjólbarðaþjónusta 431 1777
Tryggvabraut, Akureyri, smurþjónusta 462 1080