Morgunblaðið - 13.07.2007, Page 6

Morgunblaðið - 13.07.2007, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ bílar Hönnunarstefna ChrisBangle hefur tryggtBMW mikla sölu hin síð-ustu ár en hönnun hans hefur tryggt frískleika BMW svo um munar og var engin vanþörf á eftir heldur hversdagslega bíla í lok níunda áratugarins. Fáir bílar fanga stefnu Bangle eins vel og BMW Z4 og er hinn nýi M Coupé, þakútgáfa Z4-bílsins, einnig efstur í fæðukeðj- unni ef svo mætti segja þar sem M Coupé er án efa mesti harð- kjarnabíllinn sem BMW framleiðir í dag. Bílablaðið fékk á dögunum slíkan bíl til reynsluaksturs og gat tekið hann, nokkurn veginn, til kostanna í sól og blíðu. Síðasta M-sexan M Coupé er útbúin sex strokka línuvél og er að öllum líkindum síð- asti M-bíllinn frá BMW sem mun fást með sexunni, um sinn í það minnsta því næsti M3 mun verða V8 og líklegt er að í framtíðinni muni V8-vélar einnig prýða arftaka Z4. Vélin skilar 343 hestöflum úr 3,2 lítrum af rúmmáli og nær bíllinn 100 km/klst á aðeins fimm sekúndum sem er síður en svo slæmt fyrir bíl í þessum flokki – reyndar bara nokk- uð gott. M coupé fæst auk þess að- eins með beinskiptingu og er reynd- ar almennt frekar strípaður enda ætlaður sem akstursbíll. Þó má nefna að bíllinn er að sjálfsögðu útbúin Xenon-ljósabúnaði, leið- sögukerfi, leðursætum og rafmagn knýr flest sem hægt er að knýja með rafmagni. Þó má nefna atriði sem vantar eins og lyklalaust að- gengi og bluetooth-tengingu en slík- ur búnaður mætti gjarnan vera staðalbúnaður í bílum í þessum verðflokki. Z4 M Coupé er ætlað að taka slagin við Porsche Cayman S og munu kaupendur líklega taka valið með hliðsjón af útliti bílanna enda eru þeir mjög ólíkir, Cayman öllu hefðbundnari en M Coupé heldur óvenjulegri. BMW Z4 M Coupé hefur flest það, ef ekki allt, sem þarf til að tryggja skemmtilegan akstur. Það fyrsta sem þarf til þess er drif á aft- urhjólin og svo koma ekki síður mik- ilvæg atriði eins og jöfn þyngd- ardreifing, mjög góð fjöðrun, góðar bremsur og frábær vél. Í blönduna hefur svo verið bætt, að hætti BMW, góðum sex gíra beinskiptum gírkassa sem hefur mjög stutt á milli gíra. Gírstöngin fer afskaplega vel í hendi en gírskiptingin og svo næmi stýrisins er punkturinn yfir i- ið því með þessum verkfærum er hægt að nýta sér bestu eiginleika bílsins. Því miður var prófunarbíllinn á röngum dekkjum, vetrardekkjum í breiddinni 225/45 18 allan hringinn, en bíllinn ætti að vera á 255/40 18 að aftan og auðvitað helst á vönduðum sumardekkjum og munar um minna. Áhersla á akstur Einföld breyting sem þessi hefur mikil áhrif á aksturseiginleika bíls- ins og færir til dæmis allt jafnvægi bílsins til þar sem gripið að aftan er mun minna en ella. Það var því nauðsynlegt að reyna að gera sér í hugarlund eiginleika bílsins án dekkjanna og sem betur fer ljómaði bíllinn þrátt fyrir þennan galla. Bíllinn er vel stífur í akstri en þó mun mýkri í glímu sinni við holur og Langt húdd fullt af hestöflum Morgunblaðið/Frikki Sérstakur BMW M Coupé er líklega eitt helsta stolt Chris Bangle en línur bílsins sækja mikið til eldloga þar sem mjúkar línur og skörp horn koma saman. Afl Í húddinu er 3,2 lítra 6 strokka línuvél sem skilar 343 hestöflum og það án aðstoðar túrbínu. Aflið fæst því á afskaplega mjúkann og not- endavænan máta við inngjöf. REYNSLUAKSTUR BMW Z4 M Coupé Ingvar Örn Ingvarsson J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA „HveR nenniR að Hanga Í bænUM á SUMRin?“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.