Morgunblaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.07.2007, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MATVÖRUVERÐ Á ÍSLANDI Ein af ástæðum þess, að fyrr-verandi ríkisstjórn tókákvörðun um að lækka vöru- gjöld og virðisaukaskatt á matvælum, var megn og vaxandi óánægja al- mennings á Íslandi með að matvæla- verð hér væri langtum hærra en í ná- lægum löndum. Hagstofa Íslands hefur nú staðfest að reiði almennings af þessum sökum var ekki ástæðulaus. Í evrópskri könnun, sem gerð var á verði mat- væla, áfengis og tóbaks vorið 2006, var matvælaverð hæst á Íslandi á þeim tíma. Þá var matvælaverð hér 61% hærra en að meðaltali í þeim 25 ríkjum, sem þá voru aðilar að Evr- ópusambandinu. Í Noregi var verðlag 56% hærra, í Danmörku 39% hærra en í Svíþjóð og Finnlandi tæpum 20% hærra. Hagstofan bendir á, að verð á mat- vælum hafi lækkað um 2,7% frá árinu 2006 til maí 2007 en gengi íslenzku krónunnar hafi hækkað um 3,2% á sama tíma. Jafnframt segir Hagstof- an að miðað við þessar forsendur ásamt verð- og gengisþróun í hinum löndunum hafi hlutfallslegt verðlag á Íslandi verið heldur lægra í maí 2007 eða 57% hærra en að meðaltali í 25 ríkjum Evrópusambandsins. Þessi verðmunur er auðvitað óþol- andi fyrir fólk hér. Síðustu daga hefur verðkönnun á vegum Alþýðusambands Íslands vak- ið nokkra athygli og deilur. Sú könn- un bendir til þess að lækkun á vöru- gjöldum og virðisaukaskatti skili sér ekki til neytenda með þeim hætti, sem búast mátti við og gera mátti kröfu um. Viðskiptaaðilar hafa tekið þessa könnun óstinnt upp og borið brigður á hana án þess þó að færa rök fyrir þeim staðhæfingum. Í þessum efnum skiptir ekki máli fyrir neyt- andann, hvort hækkunin kemur fram hjá birgjum eða í smásölu. Aðalatrið- ið er að það er óviðunandi ef mismun- urinn vegna lækkaðra skatta og ann- arra gjalda fer í vasa viðskiptaaðila en ekki neytenda eins og til stóð. Nú hefur Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra tilkynnt, að hann muni taka þetta mál til skoðunar síð- ar í þessum mánuði með þátttöku allra aðila, sem hlut eiga að máli. Því frumkvæði ráðherrans ber að fagna. Stundum er sagt að neytendur á Íslandi láti bjóða sér hvað sem er. En veruleikinn er sá, að neytendur eiga ekki margra kosta völ. Þeir geta ekki ekið yfir næstu landamæri í leit að lægra vöruverði. Þeir eiga í raun allt undir því, að gagnkvæmt traust ríki á milli þeirra og viðskiptaaðila, hvort sem það er á þessu sviði eða öðrum. Væntanlega mun viðskiptaráð- herra standa að skoðun þessa máls á þann veg, að ekki verði um deilt, og þá verða þeir aðilar, sem hlut eiga að máli, að bregðast við eins og efni máls og rök segja til um. Ríkisstjórnin getur ekki látið það gerast, að lækkun, sem fyrri ríkis- stjórn tók ákvörðun um, skili sér ekki til þeirra, sem hún var ætluð. TIL UMHUGSUNAR Spár, um að skortur kunni að verðaá olíu innan fimm ára, hafa vakið töluverða athygli, alla vega á Vest- urlöndum og vafalaust víðar. Ef marka má þessar spár má gera ráð fyrir, að alveg ný viðhorf skapist á næstu árum í sambandi við orku- gjafa. Þannig má gera ráð fyrir að aðrir orkugjafar verði verðmætari en þeir eru nú, gangi þessar spár eftir. Í því sambandi hlýtur sú spurning að vakna, hvort við Íslendingar verð- um ekki að endurskoða sýn okkar á orkumarkaðinn í ljósi breyttra við- horfa. Fyrir rúmum áratug leituðum við eftir fjárfestum, sem vildu nýta möguleika okkar til orkuframleiðslu. Nú er svo komið að þeir, sem leita eft- ir orku til kaups, sækja stíft á okkar mið. Hvers vegna? Væntanlega vegna þess, að þeir gera sér grein fyrir að markaðurinn er að þrengjast. Það eru ekki eins mörg tækifæri og áður fyrir orkukaupendur. En um leið fleiri fyrir orkuseljendur. Þetta þýðir, að möguleikar okkar til að selja þá orku, sem við erum til- búnir til að framleiða dýrara verði en hingað til, hljóta að vera að aukast. Þess vegna er tilefni til að staldra við. Við þurfum að hugsa um og ræða orkumál okkar í víðara samhengi en við höfum gert. Við höfum fyrst og fremst rætt um orkuframleiðslu í samhengi við deilur hér innanlands um hversu langt við eigum að ganga í að nýta þá möguleika, sem eru til staðar. Og við höfum fyrst og fremst rætt um stórsölu á orku til álfram- leiðenda. En hvað þýðir hugsanlegur alvar- legur skortur á olíu um allan heim? Þýðir hann ekki, að þeir, sem þurfa á orku að halda, leiti víðar en áður? Er ekki hugsanlegt að við getum innan 10 ára selt raforku til allt annarra þarfa en við gerum í dag og fyrir hærra verð? Er nokkurt vit í að binda framtíðar orkuframleiðslu okkar í samningum til margra áratuga? Hér skal ekkert fullyrt um þetta efni, en vísbendingar eru um að það sé skynsamlegt af núverandi ríkis- stjórn að taka orkusölumál okkar til nýrrar umhugsunar og endurskoðun- ar í samhengi við alþjóðlega þróun í orkumálum en ekki bara út frá sjón- arhorni umhverfisverndar hér heima fyrir. Það væri verðugt verkefni fyrir nýjan iðnaðarráðherra að setja starfshóp í að afla upplýsinga um framtíðarhorfur í orkuöflunarmálum umheimsins og setja okkar stöðu í orkuframleiðslu á næstu árum og áratugum í samhengi við þá þróun. Á grundvelli slíkrar upplýsingasöfnun- ar væri svo hægt að efna til umræðna um þessi málefni hér heima fyrir á nýjum grundvelli. Það er eiginlega ekkert vit í öðru en taka þessi mál upp til umræðu í þessu samhengi. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ef þú hefur einlægan brotavilja, sem stendur tilþess að svindla á fiskveiðistjórnunarkerfinu, þáheld ég að þú veljir síst þá leið að flytja út ígámum, það er svo auðvelt að grípa þig þar. Ég held að það sé auðveldara að reyna að leynast framhjá vigt, fara með fiskinn inn í hús að næturlagi eða fikta í ísprósentunni. Kjarni málsins er sá að það eru flestar leið- ir auðveldari en gámafiskurinn, ég held að hann sé lang- erfiðastur í sannleika sagt. Agnes [Bragadóttir] klikkaði svolítið á þessu,“ segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Hann segir að eitt sinn hafi hann spurt starfsmann Fiskistofu að því hvar hann héldi að mest svindl væri stundað. „Það sem þeir héldu að væri algengast er fikt með ísprósentuna, það er hversu mikill ís er í karinu.“ Spurður um brottkastið segir Sigurgeir það sennilega rétt hjá Agnesi að brottkastið sé fyrst og fremst hjá þeim sem lítinn kvóta eiga. Þar sé hvatinn mestur til þess að hámarka þau verðmæti sem mönnum eru fengin í hendur. „Þetta getur borgað sig upp að ákveðnu marki, en ef menn eru sæmilega kvótastæðir gera þeir þetta ekki, þeir eru þegar búnir að drepa fiskinn og eyða olíu og veið- arfærum í drápið. Ég vil trúa því að brottkastið sé minna hjá stærri útgerðum en þar sem eigandinn er um borð og getur stjórnað öllu.“ Sigurgeir segir erfitt að festa hendur á því hversu mik- ið brottkast sé stundað og hið sama gildi í raun um allar þær svindlaðferðir sem nefndar eru í grein Agnesar Bragadóttur. „Ég get sagt þér skemmilega sögu. Ég er Snæfellingur, fæddur á Arnarstapa og hef sótt sjó frá Ólafsvík og Hellissandi. Þegar ég tala við Vestmanna- eyinga segja þeir mér að ofboðslegt brottkast sé stundað fyrir vestan. Svo þegar maður talar við fólkið hér í Eyjum og spyr það hvar kvótasvinlið sé helst stundað þá benda þeir á Suðurnesjamenn sem landi gríðarlega miklu fram hjá vigt. Þegar maður hitti Suðurnejsamann og spyr hann sömu spurningar fullyrðir hann að svindlið sé ofboðslegt í gámaútflutningnum í Vestmannaeyjum. Það er alveg fullt af svona sögum og ég held að það sé auðvelt að koma á einhvern stað og fá menn úr greininni til að tala illa um kollega sína. Þetta er hluti af okkar vanda. Menn eru allt- af að naga í hælinn hver á öðrum,“ segir Sigurgeir. „En það er ofboðslega þreytandi að sitja undir stöð- ugum ásökunum um að vera glæpamaður, eins og gefið er í skyn í grein Agnesar Bragadóttur og Kompásþáttunum um kvótamálin. Í verslunum er 1-2% rýrnun og ég held að það sé ekki fjarri lagi að hið sama eigi við í sjávarútveg- inum. Þú kallar samt ekki alla sem koma í verslun, eða starfsmenn hennar, stórþjófa eða ræningja. Það er bara alltaf misjafn sauður í mörgu fé og við verðum að treysta því að yfirvöld hafi hendur í hári þeirra,“ segir Sigurgeir að lokum. Athyglinni beint frá hinum raunverulega vanda Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva, segir að gámaútflutningur á ferskum fiski sé Vest- mannaeyingum gríðarlega mikilvægur. Frá árinu 1984 hafi ferskur fiskur verið fluttur til Bretlands og meg- inlandsins og útflutningurinn vaxið mjög hratt í Eyjum, þar sem Vestmannaeyjahöfn er síðasta stopp flutn- ingaskipa áður en þau halda til Evrópu. „Gámaútflutn- ingur er einfaldlega enn einn kosturinn sem menn hafa til þess að skapa verðmæti úr þessu sjávarfangi og ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við eigum að nýta okkar markaði. Það er mjög eðlilegt að Agnes taki púlsinn á lands- byggðinni í tengslum við fyrirsjáanlegan samdrátt í þorskafla. Síðan tekur hún gámaútflutningin út og fjallar nær eingöngu um hann í einni grein. Þetta var afar óheppileg umfjöllun, svo vægt sé til orða tekið, og manni finnst að í greininni blandist saman gamlar og nýjar sög- ur um kvótasvindl, sem jafnvel stafa frá mönnum sem eru farnir úr greininni. Þessi greinaflokkur lenti á hliðinni og keyrði út af með þessari umfjöllun, enda hefur ekki verið sjáanlegt framhald á skrifum hennar um sjávarútvegsmál í kjölfarið,“ segir Arnar. Með greininni hafi athyglin verið dregin frá þeim vanda sem íslenskur sjávarútvegur stend- ur frammi fyrir; gríðarlegum aflasamdrætti í þorski og þeim vandamálum sem honum fylgja. „Það sem manni sárnar mest við skrif Agnesar er að þetta snertir alla þá sem vinna við sjávarútveg, það er að segja, með greininni er gefið í skyn að menn í sjávar- útvegi séu almennt ekki nógu trúverðugir. Auðvitað leynist eittvað inn á milli sem ekki er í lagi í öllum at- vinnugreinum og ég efast ekkert um að það hlýtur að eiga við um okkur eins og aðra. Ég hef ekki nokkra ástæðu til að ætla að menn stundi eitthvert svind í sambandi við gá- maútflutning, en hann þarf sitt eftirlit eins og hvað annað, það verður að hafa það á hreinu,“ segir Arnar. „Ímynd sjávarútvegsins hlýtur að bíða hnekki við svona skrif í þetta virtu blaði og af þetta öflugum blaðamanni. Skrifin minntu mig bara á Kompásþáttinn um kvótakerf- ið, þótt þau væru ekki alveg jafnslæm. Mér fannst greina- flokkurinn eiga fullan rétt á sér, en að dra sérstaklega út og gera tortryggilegt, það leggja greinaflokkinn,“ segir Arnar að lok Flökkusögurnar hluti af sjómennsku Þórður Rafn Sigurðsson er í hópi þeirra ú sem hófu að selja ferskan fisk í gámum á aði. Árið 1984 fór flutningaskipið Fjallfoss sínar til Vestmannaeyja og flytja ferskan ar á Bretlandseyjum og á meginlandinu. „Það er enginn hér sem svindlar með k flutningi. Ef þetta stórkostlega svindl á að með þorskinn, hvar er þá allur þessi ufsi s fluttur út? Þessi tegundatilfærsla er í rau og gámaútflutningur er einhver vitlausast ur getur valið, ef maður vill stunda kvótas Þórður. „Hvert einast hal er skráð í aflad skráum við það í sérstaka bók hjá okkur. „Afar óhep Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum þvertaka fyrir að kvótasvindl eigi sér stað í útflutningi á gámafiski. Friðrik Ársælsson hélt til Eyja og skegg- ræddi málin við þá. Ísaður Gámaútflutningur ísfisks er Vestm L& 8  M N    4 O 8 8& L>88 O C !8&     89   .    <5  9    83   8 + 8  : ,*  B,C  H22@C21 H221C20 A& > ?& ?& ?& A & > &A  ?&?  &A & & ? &?  ?&>? ?& ?& &? ?&> &A ?&> & &> Arnar Sigurmundsson Þ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.