Morgunblaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.08.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Tim Donaghyfyrrum dóm- ari í NBA-deild- inni í körfuknatt- leik í Banda- ríkjunum hefur játað í tveimur ákæruatriðum í máli sem höfðað var gegn honum þar sem hann er grunaður um að hafa hagrætt úrslitum í leikjum sem hann dæmdi sjálfur. Donaghy á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm en hann veðjaði sjálfur háum upp- hæðum á úrslit leikja sem hann dæmdi sjálfur í NBA-deildinni. Dómur verður kveðinn upp í málinu hinn 9. nóvember en málið hefur vakið mikla athygli vestanhafs enda ekki á hverjum degi sem dómari ját- ar slíka hluti.    Pat Riley þjálf-ari NBA- liðsins Miami Heat hefur sagt að hann ætli sér að vera í eldlín- unni á hliðar- línunni í 2-3 ár til viðbótar. Riley er jafnframt forseti liðsins en hann hefur fagnað sigri í 1.195 leikjum sem þjálfari og er hann þriðji sigursælasti þjálfari deildarinnar frá upphafi. Aðeins Lenny Wilkens (1.332 og Don Nel- son (1.232) hafa fleiri sigurleiki að baki.    Íslenska landsliðið í körfuknattleikleikur landsleik gegn Georgíu miðvikudaginn 29. ágúst í Laugar- dalshöll en um er að ræða riðla- keppni Evrópumóts landsliða. Meðal leikmanna landsliðs Georgíu má nefna miðherjann Zaza Pachulia sem leikur með Atlanta Hawks í NBA-deildinni. Pachulia er mið- herji, 2,10 m á hæð, og á síðustu leik- tíð skoraði hann m.a. 25 stig og tók 10 fráköst í leik gegn meistaraliði San Antonio Spurs.    Úrvalsdeildarlið Grindavíkur íkörfuknattleik kvenna hefur samið við bakvörðinn Joana Skiba og mun hún leika með liðinu á næstu leiktíð. Skiba er með bandarískt og pólskt ríkisfang og geta Grindvík- ingar því fengið til sín bandarískan miðherja. Skiba, sem lék með Bryant University í fyrra, er ætlað að fylla skarðið sem Hildur Sigurð- ardóttir skildi eftir sig en hún ætlar að leika með KR á næstu leiktíð. Fólk sport@mbl.is margir körfu- og handboltamenn að æfa frjálsar. Ég ætlaði bara að bæta hraðann og snerpuna hjá mér, en fljótlega eftir að ég mætti á mína fyrstu æfingu gerði ég mér grein fyrir að ég væri ekki mikið hægari en þeir bestu á Íslandi. Þannig sá ég að þetta ætti miklu betur við mig heldur en karfan, því maður er búinn að streða þar í tólf ár en nær svo svona skjótum frama í hlaupunum,“ sagði Trausti. Hann náði þriðja sæti í 400 metra hlaupi í nýafstaðinni bikarkeppni, og hljóp jafnframt lokasprettinn í 1.000 metra boðhlaupinu, sem FH hafði sigur í, eftir að hafa æft frjálsar í að- eins rúmt ár. „Körfuboltaæfingarnar eru samt mjög góður grunnur, hopp- in þar hafa gert manni mjög gott, en að einhverju leyti er þetta náttúru- lega meðfætt,“ sagði Trausti. „Hélt fyrst að ég myndi deyja“ Hann glímdi við erfið veikindi síð- astliðinn vetur. „Planið var að vera í körfubolta á veturna og í frjálsum á sumrin, en fljótlega eftir að við urð- um bikarmeistarar í vetur veiktist ég illa, fékk gollurshúsbólgu, sem lýsir sér þannig að einhver vöðvahimna í kringum hjartað bólgnar út. Ég hélt bara fyrst að ég væri að deyja og vissi ekkert hvað var í gangi. Ég var reyndar farinn að finna fyrir þessu stuttu fyrir úrslitaleikinn, en dreif mig samt á æfingar til að vera í leik- mannahópnum, en var svo frá alveg í þrjá eða fjóra mánuði og þá var tíma- bilið búið í körfunni. Eins og staðan er í dag, og miðað við hvað mér gengur vel í frjálsum, sé ég svo ekki fram á að byrja aftur í körfubolta, því ég held ég eigi mér meiri framtíð í frjálsum. Maður hefði haldið að eintóm hlaup og sprettir væru hundleiðinleg en þetta er bara svo gaman,“ sagði Trausti. Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta var bara eins og einhver tískubylgja því allt í einu hófu fjöl- Fæddur bikarmeistari TRAUSTI Stefánsson, 22 ára gam- all íþróttamaður, náði um helgina þeim fádæma góða árangri að verða bikarmeistari í frjálsum íþróttum, með liði sínu FH, á sama tíma og hann er bikarmeistari í körfuknattleik með ÍR. Hann hóf að æfa frjálsar síðasta sumar til þess að bæta snerpuna, en sú ákvörðun vatt heldur betur upp á sig. „Sé ekki fram á að fara aftur í körfubolta,“ segir Trausti Stefánsson, sem varð bikarmeistari í körfuknattleik og síðan bikarmeistari í frjálsíþróttum Morgunblaðið/Kristinn Tvöfaldur bikarmeistari Trausti Stefánsson með stóru bikarana tvo sem hans lið, ÍR í körfuboltanum og FH í frjálsum, hafa unnið í ár. GOLFÍÞRÓTTIN er sú íþrótt sem vaxið hefur mest á undanförnum árum á Íslandi. Golf er önnur fjöl- mennasta íþróttagreinin á Íslandi en aðeins fótbolti er með fleiri iðk- endur á sínum snærum, og geta þeir sem halda um spottana hjá Golfsambandi Íslands verið ánægð- ir með þróun mála undanfarin miss- eri. Mótahald GSÍ hefur verið með hefðbundnum hætti undanfarin ár þar sem að Kaupþingsmótaröðin hefur verið hryggsúlan í keppnis- haldinu. Íslandsmótið í höggleik er að sjálfsögðu hápunkturinn á tíma- bilinu en Íslandsmótið í holukeppni hefur ekki náð þeim vinsældum sem búist var við í fyrstu. Sveitakeppnin er að mati flestra kylfinga langskemmtilegasta mótið sem þeir taka þátt í á hverju ári. Í sveitakeppninni keppa golfklúbb- arnir sín á milli í þriggja daga keppni, sem er deildaskipt, og keppnisfyrirkomulagið er holu- keppni - líkt og í Ryderkeppninni. Ég velti því fyrir mér hvort það gæti verið heillaskref fyrir golf- íþróttina að auka vægi „liðsheildar- innar“ í mótahaldinu. Þar legg ég til að tekin verði upp deildakeppni þar sem leikið yrði einu sinni í viku. Alvöruleikir á milli sterkustu klúbba landsins þar sem leikið yrði til skiptis á heima- og útivelli líkt og við þekkjum úr öðrum íþróttagreinum. Efsta deild karla er í dag skipuð 8 liðum, líkt og 2. og 3. deild. Ég sé fyrir mér að það gæti vel gengið upp að leikin yrði tvöföld umferð yfir keppnis- tímabilið í efstu deild. Úrslit úr þeim leikjum myndu ekki hafa end- anleg áhrif á lokastöðuna á Íslands- mótinu, en gætu raðað liðum í efri og neðri hluta deildarinnar. Ég tel að best væri að leikið yrði um sjálf- an Íslandsmeistaratitilinn á einni helgi eins og gert er í dag. Hægt er að útfæra „úrslitahelgina“ með ýmsum hætti og sjálfsagt eru til ótalmargar leiðir að settu marki. Aðalatriðið er að „liðakeppni“ yfir keppnistímabilið myndi auka um- fjöllun um golfíþróttina. Golfið yrði sýnilegra og slík keppni ætti ekki að raska mótahaldi afrekskylfinga nema að litlu leyti. Gríðarleg samkeppni er um stöð- ur í bestu sveitum landsins og með fleiri leikjum ætti að opnast mögu- leiki fyrir að taka inn fleiri kylfinga sem tækju þátt. Í sveitakeppninni, eins og hún er leikin í dag, eru yfir- leitt 8 kylfingar valdir í sveitina en aðeins 6 fá að leika í hverjum leik. Með deildakeppni yfir allt keppnis- tímabilið yrði nauðsynlegt að hafa breiðan hóp afrekskylfinga til þess að geta fyllt í þau skörð sem í þarf að fylla. Ég veit að einhver umræða hefur verið um slíka deildakeppni í röðum afrekskylfinga og vonandi verður þessum möguleika velt upp hjá Golfsambandinu á allra næstu vikum. Alvöru deildakeppni í golfi? Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sóknargolf Kylfingarnir Nína Björk Geirsdóttir og Katrín Dögg Hilmars- dóttir úr Kili eru meistarar í 1. deild kvenna með sveit Mosfellinga. Á VELLINUM Sigurður Elvar Þórólfsson seth@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.