Morgunblaðið - 27.08.2007, Side 8

Morgunblaðið - 27.08.2007, Side 8
8 MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Nei, nei, jú, jú, ég má víst moka, nei, jú, ég má víst moka. VEÐUR ÍMorgunblaðinu í gær var skýrtfrá því að Hæstiréttur hefði skil- að inn umsögnum um hæfi og hæfni umsækjenda um lausa dómarastöðu við Hæstarétt. Dómsmálaráðherra staðfesti við Morgunblaðið að slík umsögn hefði borizt.     Að því er framkom í frétt Morgunblaðsins telur meirihluti réttarins að þrír umsækjendur séu hæfastir. Tveir dómarar skila séráliti og telja að rétturinn hafi enga heimild til að raða umsækjendum í hæfn- isröð og telja alla umsækjendur hæfa. Einn dómari telur að fjórði umsækjandinn sé jafnhæfur og hin- ir þrír.     Samkvæmt texta laganna á Hæsti-réttur að veita umsögn um hæfi og hæfni umsækjenda. Í lögunum segir ekki að rétturinn eigi að raða umsækjendum í röð eftir því hver eða hverjir séu hæfastir að mati réttarins.     Hvað gerist nú ef Björn Bjarnasondómsmálaráðherra tæki upp á því að endursenda bréf dómaranna og óskaði eftir því, að umsögnin yrði í samræmi við íslenzk lög?     Er ekki nauðsynlegt að draga lín-una einhvers staðar og er betra tækifæri til þess en einmitt nú þeg- ar rétturinn fjallar um nýja um- sækjendur?     Það er svo önnur saga, að Morg-unblaðið hefur lýst þeirri skoð- un, að þessu fyrirkomulagi eigi að breyta. Dómararnir sjálfir eigi ekki að fjalla um eftirmann þess, sem lætur af störfum.     Sendir Björn svona bréf?? STAKSTEINAR Björn Bjarnason Verður bréfið endursent? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                   *(!  + ,- .  & / 0    + -      !!"##$          12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (   %     ! !  &! &       :  *$;< !!                 !" !#   $  *! $$ ; *! ' ( ) !  !( !    * =2 =! =2 =! =2 ') #"!+ #$ ,!-"#.   <>; ?         =       % &       '      (& '    )   *+!", '    - -. '         / !* 6 2  )  0+1,    22    . 3  1+!0    &        !" !#   4   /0"" ! !11  #"!  !2   !+ #$ 3'45 @4 @*=5A BC *D./C=5A BC ,5E0D ).C & & 3 3 & &  & & & & %&  & & & & & &  & & 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3                    Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Páll Vilhjálmsson | 26. ágúst 2007 Óhreint mjöl? Fyrir rúmri viku seldi Straumur – Burðarás eigin bréf með 400 milljón króna afslætti til óþekkts kaupanda. Talsmaður Björgólfs- feðga, sem eiga meirihluta í Straumi – Burðarás, útskýrði söl- una með því að hún væri til út- lendra fagfjárfesta og ætluð að styrkja bankann á alþjóðavísu. Útlendir fagfjárfestar hafa ekki fyrir sið að dylja fjárfestingar sín- ar... Það vekur því grunsemdir að ekki sé allt með felldu við þessa sölu. Meira: pallvil.blog.is TómasHa | 26. ágúst 2007 Dýr lággjalda- flugfélög Ég fékk ansi hreint mögnuð viðbrögð við fyrri pistlinum mínum, þar sem ég benti á að ekki væri allt sem sýndist varðandi lág- gjaldaflugfélög. Verð á flugmiðum hefur lækkað og Ice- landair hefur aðlagast þeirri sam- keppni sem er á markaðnum, það er hins vegar ekki bara einu flugfélagi að þakka. Hins vegar hefur Iceland Express hækkað miðana verulega og oft og tíðum er mun dýrara að fljúga með þeim. Meira: tomasha.blog.is Anna Karen | 26. ágúst 2007 Englar og prinsessur Ég trúi þessu varla sjálf en ég ætla að bera saman tvær frægar prinsessur. Þetta eru þær Díana prinsessan af Wales og Marta Lovísa, dóttir Noregskonungs. Ég skrifaði einu sinni smá umhugs- unarpistil um Díönudýrkun og þá fékk sumt fólk á tilfinninguna að ég væri eitthvað á móti Díönu sem slíkri, en það er alls ekki rétt því að ég er bara hlutlaus um hana, einsog flest annað kóngafólk. Konungs- ættin á Tonga-eyjum er samt í mestu uppáhaldi ef ég verð að velja. Meira: halkatla.blog.is Andrés Magnússon | 26. ágúst 2007 Einelti er stórt orð Ég hef lítillega fylgst með deilunum í kring- um Q-bar, enda bý ég við Ingólfsstræti og er þar að auki áhugamað- ur um skemmtanalíf í miðbænum. Ég er raunar fyrrverandi atvinnumaður á þeim vettvangi, því ég var meðal eig- enda Kaffibarsins um hríð og þekki vel þann núning, sem getur orðið milli veitingastaða og íbúa. Erna Valdís Valdimarsdóttir gekk við hér á heimilinu um liðna helgi og bauð okkur að skrifa undir mótmæli sín, en við afþökkuðum það reyndar; við höfum ekki ama af Q-bar um- fram aðra veitingastaði hér í bæn- um. Auðvitað er erilsamt hér í ná- grenninu um helgar: hróp og vondur söngur, ill umgengni og annað það álag, sem fylgir skemmtanalífinu. Mér var hins vegar fullkunnugt um það þegar ég flutti í miðbæinn og þarf að sýna því umburðarlyndi. All- ir staðir hafa sína kosti og ókosti og mér finnst kostirnir veigameiri en ókostirnir. Einhverjir eru á öðru máli og þess vegna búa þeir annars staðar. Þannig virkar þetta nú, svona almennt, en það þýðir ekki að fólk eigi bara að láta hvað sem er yf- ir sig ganga hér í miðbænum, að veitingamenn geti farið sínu fram án ábyrgðar og yppt öxlum þegar ná- grannarnir ærast. Ég skil þess vegna afstöðu Ernu mætavel, hún býr fast við Q-bar og hefur verulegt ónæði af, sem ekki hefur minnkað eftir að reyk- ingabannið var sett á. Það veldur auknu rápi, pallurinn fyrir utan er stappfullur af fólki, og þar að auki er talsvert rennerí frá staðnum yfir í port þarna bak við, en það er við bakdyrnar hjá Ernu. Þar sinna gest- irnir alls kyns erindum. Ekki síst er þó ónæðið af völdum hávaða frá Q-bar, en hann hefur aukist til muna frá fyrri tíð. Meðan Ari í Ögri var rekinn þarna var þar afdrep peysukomma og misupp- rennandi skálda, þar sem Leonard Cohen hljómaði ekki ýkja hátt. Þeg- ar Q-bar var settur á laggirnar var því aldeilis breytt, nýtt hljómflutn- ingskerfi sett upp og beinlínis gum- að af því að nú yrði allt sett í botn. Síðan hefur dunað tónlist á fullu blasti fram undir morgun … Meira: Meira: andres.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR BJARNI Viðar Jónsson úr SÍH varð Íslandsmeistari í skeet á fyrsta mótinu sem haldið var á nýjum skotvelli Skotfélags Reykjavíkur í Álfsnesi. Bjarni varð meistari eftir bráðabana við Örn Valdimarsson úr SÍH. Hákon Juhlin Þorsteinsson úr SÍH varð Íslandsmeistari ung- linga og A-lið SÍH varð Íslands- meistari í liðakeppni. Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag landsins og var áður með útivöll í Leirdal. Félagið hefur verið án keppnisvallar utanhúss í sjö ár þar til nú er Íslandsmeistara- mótið var haldið um helgina. Fyrri umferð mótsins fór fram á laugar- daginn var og gekk vel, þrátt fyrir strekking á svæðinu. Tafist hefur að opna svæðið fyrir almennar æfingar og keppnir því krafist var jarðvegsfyllingar á blý- mengunarsvæði. Heilbrigðisyfir- völd veittu undanþágu vegna Ís- landsmótsins, að því er fram kemur á heimasíðu SR. Morgunblaðið/ÞÖK Keppt á nýjum velli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.