Morgunblaðið - 27.08.2007, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.08.2007, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is Ég fór í gönguferð um hverfið mitt fyrirnokkrum dögum. Ég var rétt kominnokkrar húslengdir, áleiðis að næstahorni, þegar ég þurfti að víkja mér undan reiðum manni sem sló til mín með hnef- anum og reyndi að hrifsa af mér myndavélina mína. Og þegar ég beygði fyrir horn og inn í næstu götu sveif að mér annar samborgari minn og hellti úr skálum reiði sinnar yfir mig vegna þessarar sömu myndavélar, sem þó er ósköp venjuleg – alveg eins og þær sem ferðamennirnir brúka. Slíkt líkamlegt áreiti gagnvart mér í mínu nærumhverfi heyrir þó sem betur fer til und- antekninga. En bara vegna þess að ég hef alla jafna vit á því að fara ekki út á tilteknum tímum sólarhringsins. Rétt eins og allflestir grannar mínir. Ég bý í 101. Þarf tæpast að nefna það. Í póstfangi sem orðið er að samnefnara fyrir sam- tímann á Íslandi; póstfangi sem bæði er búið að skrifa um bók og búa til kvikmynd um. Vegna þess hvar ég bý hef ég vanist tilhugs- uninni um það að dópsali noti tröppurnar hjá mér (bakatil í afgirtum garði) til að selja vöru sína. Ég heyrði í sölumanninum fyrir utan gluggann minn, í u.þ.b. metra fjarlægð og lét sem ekkert væri til að baka mér ekki vandræði. Mér fannst einna helst forvitnilegt hvert gagnverðið á gramminu væri. Ég kippi mér ekki upp við það þótt fólk kasti af sér vatni yfir blómabeðin mín því rigningin skolar því í burtu. Varð reyndar um að sjá virðulega jafnöldru mína ganga örna sinna í garðinum hjá mér á meðan vinkona hennar stóð hjá til að halda á veskinu hennar. En ég tíni upp sprautunálar, bjórdósir, glös, smokka, sígar- ettustubba, matarleifar, bréfarusl og fleira af lóðinni eins og ekkert sé – spúla ælupollana í burtu. Ég er orðin svo sjóuð að ég lít varla undan við innkaupin á laugardagsmorgnum þegar ég sé fuglana gogga í álíka ókræsilega polla á göt- unum. Ég hef vaknað við stunur velklæddrar konu sem braust inn í geymsluna mína og dó þar ölvunardauða, og skemmt mér yfir tilhugsuninni um það hvernig upplitið á henni hafi verið þegar lögreglan skilaði handtöskunni sem hún gleymdi daginn eftir. Mér finnst eðlilegt að læsa hliðinu að garðinum mínum og álasa sjálfri mér fyrir að hafa ekki endurnýjað lásinn eftir að hann bilaði. Reiði bærði þó á sér þegar dimitterandi mennta- skólanemar spörkuðu þannig í nýmálaðar þak- rennurnar á mínu virðulega hundrað ára gamla húsi að þær eru ónýtar. Sömuleiðis varð ég ill – og reyndar líka skelkuð – þegar ég stóð í eldhús- inu um miðnæturbilið og horfði í vantrú á hóp jakkafataklæddra manna taka upp kústskaft fyr- ir utan og hlaupa af stað með það rétt eins og um burtreiðar á tímum Hróa hattar væri að ræða og reka síðan í gegnum rúðuna á borðstofunni minni. Sem var reyndar líka hundrað ára gömul og úr rándýru handblásnu gleri. Og ég varð sleg- in þegar sonur minn grillaði hamborgara fyrir vini sína í garðinum á blíðviðrisdegi í fyrrasumar. Á meðan foreldrarnir brugðu sér í kvöldgöngu í kringum tjörnina bar að fólk sem vildi komast í „partíið“. Ungmennin lokuðu hliðinu inn í garð- inn en óboðnu gestirnir létu ekki segjast, spörk- uðu því upp (enn einni hundrað ára gamalli völ- undarsmíði úr járni sem þurfti að gera við) kýldu unga stúlku í andlitið og pilt í brjóstið. Lögreglan kom reyndar tilkölluð en þótti ekki taka því að skrifa skýrslu því ólátabelgirnir höfðu þegar skallað mann og nefbrotið á Skólavörðustíg sem vildi ekki leyfa þeim að kyssa kærustuna sína. Það þótti m.ö.o. nóg á ófriðarseggina að sinni. Þau málalok unnu þó ekki á óróa minnar fjöl- skyldu. Undanfarið ár hef ég tekið því – að því er mér finnst sjálfri – með aðdáunarverðri rósemd þótt þrisvar sinnum hafi verið ráðist á bílinn minn með hnífi og einu sinni brotin í honum rúða. Þrjár heimsóknir á sprautuverkstæði og ein vegna rúðunnar á rúmu ári eru bara hversdags- viðburðir í mínu hverfi segir lögreglan, þetta er víst alltaf að gerast. Og auðvitað hringi ég bara í lögregluna til að fá skýrsluna fyrir trygging- arfélagið því lögreglan gerir ekkert í málum á borð við þessi – það er víst alveg tilgangslaust. Mér finnst óhugsandi annað en að vera sjálfs- ábyrgðarlaus með bílinn minn, og lét mig hafa það að punga út fé fyrir hellulögn á stóran hluta flatarinnar í annars litlum garðinum mínum til að koma bílnum í skjól um helgar. Það er nefnilega svo þreytandi fyrir vinnandi fólk að vera alltaf með bílinn sinn á verkstæði. Kostnaður af skemmdarverkum á mínum eigum í miðborginni undanfarið ár nemur um líklega um tólf til fjór- tán hundruð þúsundum – hundrað þúsundum á mánuði. En ég er vel tryggð og reyni að velta mér ekki of mikið upp úr veseninu. Ofangreint er þó bara mín persónulega reynsla, að sjálfsögðu. Reynsla eins íbúa, í einu húsi við eina elstu götu borgarinnar, sem kennd er við sjálfan landnámsmanninn Ingólf. Það stæl- ir þó í mér bakuggann þegar ég heyri að ég er ekki ein um reynslu af þessu tagi. Nágrannakona mín ein spurði mig á förnum vegi í liðinni viku hvort ég svæfi við opinn glugga. Ég sagðist gera það virka daga en ekki um helgar. „Ég líka“, svaraði hún, eins og það væri sjálfsagt mál að fá ekki ferskt loft um helgar. Við ræddum líka um notkun á eyrnatöppum, sem ég get t.d. ekki not- að, en hún segir reynast sér mjög vel. Eiginlega alltof vel, því hún hefur tvisvar lent í því að ókunnir menn spenni upp hjá henni gluggana og komi óboðnir inn til hennar án þess að hún heyri til þeirra – annan fann hún í rúminu sínu. Ég velti því fyrir mér hvort hún myndi heyra í reyk- skynjara ef kviknaði í hjá henni, en lét það vera að spyrja. Ég las líka í Morgunblaðinu sl. fimmtudag að granni minn neðar úr götunni hefði verið kýldur þegar hann spurði mann sem var að pissa á húsið hans hvað hann væri að gera. Svo heyrði ég í enn annarri grannkonu minni í hverfinu 101 sem býr á vetrum í miðborg Parísar en á sumrin í bakhúsi við Laugaveginn. Hún sagði mér að sjálf milljónaborg hins ljúfa lífs væri hreint og beint friðsæl miðað við Reykjavík. Samt skemmtir fólk sér víst ágætlega í París – þótt ótrúlegt megi virðast. Fyrir fimm eða sex árum var, að hennar sögn, bannað í París að leika tónlist eftir miðnætti á krám og klúbbum í allri borginni. „Meira að segja á einum frægasta djassklúbbi Parísarborgar New Morning, er hætt að spila klukkan tólf. Þeir sem vilja skemmta sér fram eftir nóttu taka leigubíla á næturklúbba“, útskýrði hún. Klúbbarnir eru þar sem þeir trufla engan, hljóðeinangraðir og þann- ig frá þeim gengið að af þeim er hvorki hávaða- mengun né umhverfisspjöll. Parísarbúar sömdu sig að þessum nýju reglum án sögulegra átaka. „Fólk fer bara fyrr út á lífið. Íbúar í París láta nefnilega ekki vaða yfir sig eins og hér, þar sem þeir eru eins og hvert annað aukaatriði. Í flestum löndum væri það sem dynur á fólki hér í mið- borginni álitið vera brot á mannréttindum og friðhelgi heimilisins“, sagði hún. Ég fékk líka staðfestingu frá íbúa í miðborg Berlínar um að þar giltu áþekkar reglur; barir í miðborginni loka skömmu eftir miðnætti og þá taka við nætur- klúbbar sem staðsettir eru utan íbúabyggðar. Og til að klykkja út með enn einni sögu af lang- þreyttu fólki í 101; ég frétti af rótgrónum mið- borgaríbúum – í þriðja ættlið – sem velta því fyr- ir sér að færa gamla, fallega og nýuppgerða fjölskylduhúsið af grunninum sem það hefur staðið á í rösk hundrað ár, í rólegra hverfi og fá síðan byggingarverktaka til að byggja atvinnu- húsnæði á miðborgarlóðinni fyrir sig. Reyndar hef ég heyrt af tveimur fjölskyldum sem eru með áform af þessu tagi. Þegar ég flutti í hverfið mitt fyrir tíu árum síð- an var ég mun næmari fyrir umhverfi mínu. Ég tók mannlífið meira inn á mig og hélt til að mynda að það væri verið að nauðga eða mis- þyrma fólki sem öskraði. Frá þessum fyrstu ár- um minnist ég sérstaklega barnungrar stúlku s d g þ f s h þ i Þ þ þ ó l „ ö n e i m f s u v þ h v O k e g a a m s f s a s h f s M a þ f b m m e s s h l r e d g h Gönguferð Menningarnótt „Fólk sem kann sig í sínum Kringlu samlega fram af sér beislinu í bænum á nóttunni og SVARA FULLUM HÁLSI Áhrifamenn í Bandaríkjunumhafa að undanförnu haldiðuppi töluverðri gagnrýni á Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks. Maliki hefur svarað þeim full- um hálsi eins og vera ber. Það er ekki ráðamanna í Bandaríkjunum að ákveða hver skuli vera forsætisráð- herra Íraks. Eitt það bezta, sem Bandaríkja- menn hafa gert í Írak er að tryggja að þar færu fram lýðræðislegar kosn- ingar til þings Íraka. Það tókst og á grundvelli þeirra kosningaúrslita var mynduð ríkisstjórn í Írak. Bandaríkjamenn geta ekki ákveðið að Maliki, sem myndaði ríkisstjórn í Írak að loknum þingkosningunum láti af embætti forsætisráðherra, þótt þeir telji að hann hafi náð takmörk- uðum árangri í störfum sínum. Það er þingið í Írak, sem getur tekið þá ákvörðun en ekki Bandaríkjamenn. Fyrir nokkrum vikum vakti Bush, Bandaríkjaforseti, athygli á þessari staðreynd. Hann benti á að Banda- ríkjamenn gætu ekki sett af lýðræð- islega kjörna ríkisstjórn í Írak. Í þessum efnum talar forsetinn af meira viti en ýmsir andstæðingar hans. Það voru Bandaríkjamenn, sem tryggðu framgang lýðræðis í Írak og nú sitja þeir uppi með afleiðingar þess, hvort sem þeim líkar betur eða ver. Bush hefur sagt ýmislegt fleira af viti að undanförnu eins og m.a. var rakið í fréttaskýringu í Morgun- blaðinu í gær. Forsetinn hefur vakið athygli á því, að brottför Bandaríkja- manna frá Írak væri erfiðleikum bundin. Í því sambandi hefur hann minnt á hvað gerðist, þegar Banda- ríkjamenn yfirgáfu Víetnam. Hver urðu örlög þeirra Víetnama, sem studdu Bandaríkjamenn í stríðinu þar? Þeir urðu að sjálfsögðu fyrir barðinu á þeim, sem tóku völdin og margir þeirra flúðu land. Það ber í sjálfu sér að fagna því, að Bush rifjar þetta upp. Bandaríkja- menn hafa yfirleitt ekki haft áhyggj- ur af örlögum þeirra, sem hafa stutt þá í átökum á borð við þau, sem fóru fram í Víetnam og fara nú fram í Írak. Hið sama mun óhjákvæmilega ger- ast í Írak, þegar Bandaríkjamenn fara þaðan. Það er hins vegar gott til þess að vita, að Bandaríkjaforseti gerir sér grein fyrir þessu og að honum stend- ur ekki á sama. Sá stjórnmálamaður Víetnama, sem studdi Bandaríkja- menn bezt þar í landi, Ngo Dinh Diem, var drepinn eftir að CIA hafði gefið grænt ljós á að honum yrði fórn- að. Bandaríkjamenn hafa fórnað mörgum bandamönnum sínum víða um heim. Það verður fróðlegt að sjá, hvort Maliki verður að lokum fórnað og þá hvernig. Fyrir Bandaríkjamenn sjálfa er þetta grundvallaratriði. Þeir munu enga bandamenn eiga eftir ef það verður lýðum ljóst, að þeim er fórnað, þegar hagsmunir Bandaríkjamanna krefjast þess að svo verði gert. ÓRÓI Í MYANMAR Í fyrsta skipti í mörg ár hafa komiðfram vísbendingar um, að ekki sé allt sem sýnist í Myanmar, sem áður var kallað Burma. Síðustu daga hafa borizt fréttir af átökum á götum helztu borgar landsins vegna mikillar hækkunar á eldsneytisverði. Herfor- ingjastjórnin, sem ríkt hefur í landinu í áratugi hefur barið uppreisnina nið- ur og fangelsað helztu leiðtoga henn- ar. Þó stóðu átökin í nokkra daga. Samhliða þessum fréttum hafa bor- izt vísbendingar um, að fleiri hópar andófsmanna séu orðnir til en þeir sem slegið hafa skjaldborg um Aung San Suu Kyi, helzta leiðtoga stjórn- arandstöðunnar í landinu, sem verið hefur í stofufangelsi um langt árabil. Þessir nýju hópar eiga rætur sínar í stúdentauppreisn fyrir tveimur ára- tugum. Óróinn í Myanmar hefur vakið at- hygli víða um heim, þó sérstaklega í Bretlandi vegna gamalla tengsla Bretlands og Myanmar en einnig í Bandaríkjunum, þar sem einhverjir andófshópar eru starfandi. Herforingjunum í Myanmar hefur tekizt að einangra landið og loka því. Stórveldin hafa ekki svo mikla hagsmuni af breyttu stjórnarfari í Myanmar, að þau sinni landinu og málefnum þess að nokkru ráði. Að vísu eru refsiaðgerðir í gangi en þær eru taldar hafa lítil áhrif m.a. vegna þess, að Evrópuþjóðir taki takmark- aðan þátt í þeim. Herforingjarnir eru yfirleitt lítið menntaðir og þekkja lítið veröldina utan landamæra Myanmar. Þeir hugsa um það eitt að halda völdum. Stundum hefur verið sagt, að Sam- einuðu þjóðirnar eigi ekki að reyna að hafa áhrif á stærstu deilumál á milli þjóða svo sem í Mið-Austurlöndum en að samtökin eigi að geta haft áhrif á öðrum svæðum, þar sem hagsmunir stórveldanna eru ekki jafn miklir. Sameinuðu þjóðunum hefur hins vegar orðið lítt ágengt í Myanmar, sem væntanlega er til marks um, að möguleikar samtakanna til þess að hafa einhver áhrif eru mjög takmark- aðir. Vestrænu stórveldin mundu vafa- laust vakna upp af löngum dvala í sambandi við málefni Myanmar, ef í ljós kæmi að Kínverjar væru að seil- ast þar til áhrifa, sem vel getur gerzt. Þá mundu Bandaríkjamenn sennilega telja, að hagsmunum þeirra væri ógn- að. En svo er auðvitað spurning, hvað Vesturlandaþjóðum koma málefni Myanmar við. Hafi menn áhyggjur af því, að lítil og ljót herforingjaklíka hafi lagt undir sig eitt Asíuríkjanna sé eðlilegast að nágrannaríkin láti sig málefni þessa ríkis einhverju varða. Óróinn, sem hefur brotizt fram síð- ustu daga vegna verðhækkunar á benzíni bendir hins vegar til að undir niðri kraumi óánægja og löngun til uppreisnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.