Morgunblaðið - 27.08.2007, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 27.08.2007, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 21 UMRÆÐAN Á LIÐNUM dögum hafa af mjög sorglegu tilefni verið skrif hér í Morgunblaðinu um sálfræðiþjónustu við fanga á Litla Hrauni. Þar dvelja að jafnaði um 70 menn, allmargir þeirra í mörg ár, sumir koma þangað ítrekað, finna ekki leið út í samfélagið aftur. Í heild dvelja í íslensk- um fangelsum rúmlega eitt hundrað manns. Þó ekki sé gert lítið úr mikilvægi refsivist- ar þá skiptir betrun fanganna ekki minna máli. Það er því brýnt hagsmuna- mál íslenskra fanga, aðstandenda þeirra og samfélagsins alls, að refsi- tíminn sé vel nýttur til þess. Lyk- ilatriði er að byggja markvisst upp þann mannauð sem þarna er og búa fangana þannig undir ábyrgt, heil- brigt og farsælt líf utan fangels- isveggjanna. Þar kemur margt til: Mannúðleg framkoma, sál- fræðiþjónusta, meðferð gegn notk- un fíkniefna og menntun meðan á fangelsisdvöl stendur, sérúrræði fyrir unga fanga og þá sem eiga við mjög erfið andleg vandamál að stríða. Síðan ekki síst mark- viss stuðningur þegar út kemur: Aðstoð við að útvega húsnæði og atvinnu, koma fjár- málum í skikk sé þess þörf, halda áfram skólagöngu sé þess kostur og taka upp eðlileg sambönd við vini og fjölskyldur. Við erum svo lánsöm að hér eru færri í fang- elsum en víðast annars staðar. Rannsóknir benda til að mannúðleg meðferð í fangelsum stuðli að því að menn verða síður brotlegir aftur (Economist 27. júlí s.l.). Heilbrigð skynsemi segir okk- ur að auknir menntunarmöguleikar og stuðningur þegar út kemur stuðli að því sama. Ég veit eftir að hafa sl. sumar unnið við afleysingar á Litla Hrauni, að samskipti fanga og fangavarða þar byggjast á gagn- kvæmri vinsemd og virðingu og út frá þeim þætti megi segja að með- ferð íslenskra fanga sé mannúðleg. En aðra þætti má bæta, einkum menntunarmöguleika og margs konar andlegan- og félagslegan stuðning. Í skrifum Morgunblaðsins hefur komið fram að áhugi Alþingis á mál- efnum fanga sé takmarkaður. Þessu þarf að breyta. Það eru stjórn- málamenn sem eru ábyrgir fyrir stefnu okkar í fangelsismálum, þurfa að kynna sér hana og láta sig hana varða. En það er ekki bara við stjórn- málamenn að sakast. Fangar eiga sér færri opinbera málsvara, en margir aðrir hópar sem erfitt eiga. Á Litla Hrauni starfar þó félag fanga, Afstaða, sem vinnur mik- ilvægt starf. Ekki eru mér vitanlega starfandi neins konar hollvina- eða aðstandendasamtök sem styðja fanga eða gæta hagsmuna þeirra. Úr því þarf að bæta. Fjárfestum í fólkinu Starfandi eru tvær nefndir um málefni íslenskra fanga. Önnur á vegum menntamálaráðuneytis um menntunarmöguleika þeirra, hin á vegum dómsmálaráðherra um fram- tíðarskipan fangelsismála. Ráð- herrar þessara málaflokka þurfa að knýja á um að þær ljúki sínu starfi og að niðurstöður þeirra fái um- ræðu í samfélaginu og farið verði í að framkvæma það sem sátt næst um. Hlusta þarf vel á sjónarmið fanganna sjálfra og fangavarða, en þeir þekkja best hvar skórinn kreppir í okkar fangelsismálum. Í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar stendur: „Fylgja þarf eftir áætl- unum um uppbyggingu fangelsa.“ Mín tillaga í því sambandi er að við einbeitum okkur að fjárfestingum í því fólki sem er svo ógæfusamt að lenda í fangelsum. Alltaf má bæta húsnæði og víst er að sumt þar er löngu úrelt, en aðalatriðið er fólkið sem þarna dvelur og starfar. Það á að vera í forgangi fjárfestinga og framfara í okkar fangelsismálum. Fangar á Íslandi Bolli Thoroddsen skrifar um málefni fanga » Framfarir í fangels-ismálum hér á landi eiga að beinast að fjár- festingum í fólki. Bolli Thoroddsen Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, en starf- aði sem sumarafleysingamaður á Litla-Hrauni í sumar. Í FRÉTTAVIÐTALI fyrir nokkr- um dögum lýsti Jón G. Hauksson, rit- stjóri Frjálsrar verslunar, á mynd- rænan og lifandi hátt hve gríðarmikill hagnaður Kaupþings banka hefði verið á síðasta ári í þjóðhagslegu samhengi. Ritstjórinn minnti á hve dýr Kárahnjúkavirkjun hefði verið og sagði hagnaðinn slaga í helminginn af henni, heil sjö Héðins- fjarðargöng, hálft álver á Reyðarfirði og marg- falt árlegt framlag til vegamála í landinu! Hagnaður Kaup- þings banka nam á síð- asta ári tæpum 47 millj- örðum króna eftir skatta. Síðan þessar tölur voru birtar hafa himinháar hagn- aðartölur annarra stór- fyrirtækja litið dagsins ljós, svo og tölur um skattgreiðslur stjórnend- anna sem endurspegla ofurlaun þeirra. Þá má ekki gleyma að nefna kaup Kaupþings banka á hollenska bankanum NIBC fyrir 267 milljarða. Auðvelt að komast yfir eignir samfélagsins Í umfjöllun sinni um þessi efni er engu líkara en að ýmsir fjölmiðlar líti svo á að samfélagið sé nánast allt komið á framfæri auðmanna og vilja þeir þá gleyma því að auðurinn er frá samfélaginu kominn; þannig er líf- eyrissparnaður launafólks t.a.m orð- inn drjúgur hluti af fjárfesting- arkapitali heimsins. Það er hins vegar ekki sá þáttur sem ég vildi gera að umræðuefni hér heldur hitt, hve auðvelt það er stóreignafólki að komast yfir þær samfélagslegu eignir sem stjórnmálamenn setja á markað. Athygli vakti þegar ríkisstjórnin ákvað að selja 15,2% eignarhlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja fyrr á þessu ári að slegið var á það af þeirra hálfu að hlutinn mætti selja á um 2,5 milljarða króna. Fjárfestar voru hins vegar tilbúnir að borga 7,6 milljarða. Þetta seg- ir okkur tvennt. Í fyrsta lagi að fjárfestar telja sig geta grætt vel á samfélagslegri grunn- þjónustu. Arðtölurnar nú segja okkur líka hitt að þeir hafa til ráðstöf- unar nánast ótakmark- aða fjármuni. Ef þeir hafa peninginn ekki í vasa þá taka þeir hann einfaldlega að láni, vitandi að þeir koma til með að hafa neytandann í greipum sínum og geta náð lánsfjármagninu inn með tíð og tíma fái þeir eignarhaldið í sínar hendur. Þetta geta þeir gert í krafti fákeppni sem alls staðar einkennir þennan einkavædda markað. Sjálfstæðisflokkur stýrir einkavæðingunni Þær ríkisstjórnir sem við höfum búið við undanfarinn rúman hálfan annan áratug, undir forystu Sjálf- stæðisflokksins, hafa haft einkavæð- ingu á dagskrá. Vatnið, rafmagnið og heilbrigðisþjónustan eru smám sam- an að færast upp á einkavæðing- arfæribandið. Það er greinilega freistandi fyrir ríkisstjórnir að selja verðmætar eignir og ná þannig inn fjármunum. Samstarfsaðilar Sjálf- stæðisflokksins hafa bognað undan þessari freistingu. Til hins er þá ekki horft að einvörðungu er það selt sem arðvænlegt er og að salan fer aðeins einu sinni fram! Eftir söluna er við- komandi rekstur kominn í hendur einkaaðila sem þá njóta arðsins. Þeg- ar þetta hefur gerst lýtur starfsemin ekki lengur lýðræðislegri stjórn held- ur duttlungum markaðarins. Og hverjir skyldu þeir duttlungar vera? Ábyrgðin eftir sem áður hjá samfélaginu Fjárfestar á markaði horfa til arð- seminnar með hliðsjón af öðrum möguleikum í boði hverju sinni. Þeir hafa ekki til að bera þá nauðsynlegu kjölfestu sem starfsemi almanna- þjónustunnar þarf á að halda. Þegar markaðsvædd grunnþjónustufyr- irtæki lenda í vandræðum eru fjár- festarnir hlaupnir og hið opinbera verður að hlaupa undir bagga. Um það má nefna mörg dæmi, m.a. frá Bretlandi þegar British Energy, sem heldur utan um fjórðung af breska raforkumarkaðnum, lenti í kröggum og eins frá Frakklandi þegar hluta- bréf í vatnsveitusamsteypunni Vi- vendi Universal höfðu fallið um 80% vegna fjárglæfra eigenda. Össur og Ríó Tintó Iðnaðarráðherra, Össur Skarphéð- insson, hefur réttilega bent á slæmt orðspor Ríó Tintó sem nú seilist til áhrifa í áliðnaði, einnig á Íslandi. Sagðist iðnaðarráðherra ekki hafa áhuga á að fá slíka aðila hingað til lands. Vandinn er sá að íslenskur ráð- herra hefur ekkert um það að segja hvort fyrirtæki á borð við Río Tintó eignast Hitaveitu Suðurnesja, Landsvirkjun eða önnur orkufyr- irtæki sem á annað borð eru sett á markað. Þetta alþjóðlega eðli mark- aðsvæðingarinnar kom mér einnig í hug þegar Árni Sigfússon, bæj- arstjóri í Reykjanesbæ, kvaðst hrif- inn af framtíðarsýn Geysis Green Energy, þess vegna vildi hann að það fyrirtæki kæmi að eignarhaldi Hita- veitu Suðurnesja. Hvernig sem á málin er litið þá er það afar örlagaríkt að selja frá okkur stofnanir og fyrirtæki sem sinna grunnþjónustu í samfélaginu. Þar með afsölum við okkur þjónustu sem byggir á traustum grunni samfélags- legrar ábyrgðar. Einnig skerðum við lýðræðisleg áhrif þótt ábyrgðin verði áfram okkar – samfélagsins – ef í harðbakkann slær. Sú hefur orðið raunin bæði í bankakreppum og þeg- ar að grunnþjónustu samfélagsins sverfur. Þá hleypur hið opinbera undir bagga. Og eitt er víst og það kennir reynslan: Ekkert er fjár- málamönnum auðveldara en að gleypa almannaþjónustuna ef hún á annað borð er sett á markað. Milljarðagróði – Hvaða lærdóm má draga? Ögmundur Jónasson skrifar um markaðsvæðingu »Ekkert er fjár-málamönnum auð- veldara en að gleypa al- mannaþjónustuna ef hún á annað borð er sett á markað. Ögmundur Jónasson Höfundur er alþingismaður. LAUGARDAGINN 25. ágúst næst- komandi verða merk tímamót þegar kennslufræði- og lýðheilsudeild Há- skólans í Reykjavík útskrifar fyrstu lýðheilsufræðingana sem hlotið hafa menntun sína hér á landi. Með þessum áfanga er brotið blað í sögu lýðheilsu á Íslandi og mun hann að öllum líkindum valda straum- hvörfum í þeim fjöl- mörgu og fjölbreyttu málaflokkum sem falla undir lýðheilsu. Á undanförnum ára- tugum hefur þjóðfélagið verið að þróast og hafa ýmsar menningar- og félagslegar breytingar haft áhrif á líf fólksins í landinu. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að örar þjóð- félagsbreytingar koma oft niður á félagslegri einingu samfélagsins sem endurspeglast í al- mennri líðan og hegðun fólks og því er mikilvægt, sem aldrei fyrr, að huga að þessum þáttum. Lýðheilsa er hugtak yfir almennt heilsufar þjóðfélagshóps eða þjóðar. Segja má að hún grundvallist á sam- félagslegri og sameiginlegri ábyrgð á því að bæta heilbrigði, lengja líf og auka lífsgæði fólks í víðum skilningi. Lýðheilsa byggist á samstarfi margra fræðigreina, s.s. félagsfræði, heilbrigð- isgreina, faraldsfræði, sálfræði, kynja- fræði, líffræði og stjórnmálafræði. Hún byggist á vísindalegum grunni og notkun fjölþættra aðferða við rann- sóknir sem eru grunnurinn að hnit- miðuðu og vel heppnuðu forvarnar- og heilsueflingarstarfi í þágu þjóðarinnar. Með þetta í huga hófst undirbún- ingur að uppbyggingu háskólanáms og rannsóknastarfs á sviði lýðheilsu hjá Háskólanum í Reykjavík í samvinnu við bestu erlendu háskóla á þessu sviði, þeirra á meðal Columbia og Penn State í Bandaríkjunum. Náms- brautinni var ýtt úr vör haustið 2005. Boðið er upp á tvær námsgráður á lýð- heilsusviði, annars vegar MPH í lýð- heilsufræðum og hins vegar MEd. í lýðheilsu- og kennslufræðum. MPH veitir góða innsýn í stjórnun og stefnumótun lýðheilsu, rannsóknir og mat á árangri verkefna með áherslu á þætti sem hafa áhrif á heilsu og lífsgæði allra þjóðfélagshópa. Nám- ið opnar til að mynda möguleika á að vinna að skipulagi og framkvæmd verkefna á sviði lýðheilsu á vettvangi heilbrigðis- og félagsþjónustu, sveit- arstjórna, hjá einkafyrirtækjum og í skólum. MEd. leggur sérstaka áherslu á þá þætti sem hafa áhrif á heilsu og velferð barna og ungmenna og veitir námið lögvernduð réttindi til að starfa sem kennari innan grunn- og framhaldsskóla á Íslandi. Námið er rannsókna- miðað, byggt á gagn- reyndum aðferðum lýð- heilsu og lögð er áhersla á samstarf við bæði inn- lenda og erlenda sam- starfsaðila við verkefna- vinnu og kennslu. Verkefnavinna og náms- mat byggist á raunhæf- um verkefnum og vís- indalegum aðferðum. Í því tilliti njóta nem- endur deildarinnar m.a. góðs af nánu samstarfi skólans við fyrirtækið Rannsóknir og grein- ingu ehf., sem er í Há- skólanum í Reykjavík, en fyrirtækið sérhæfir sig í rannsóknum á sviði lýð- heilsu. Til að fólk geti gert sér betur grein fyrir þeim fjölbreyttu verkefnum og verkþáttum sem sinna þarf innan lýð- heilsu svo vel sé er ekki úr vegi að líta á tæki sem hefur reynst sérlega vel í tengslum við skipulagningu og fram- kvæmd ýmiss konar lýðheilsuaðgerða um allan heim. Þetta tæki er þróað af Larry Cohen hjá Lýðheilsustofn- uninni í Oakland í Bandaríkjunum (Prevention Institute) og kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1983. Á frum- málinu nefnist það „Spectrum of Pre- vention“ sem gæti útlagst á íslensku sem „Litróf forvarna“: 1) Styrkja og auka þekkingu, getu og hæfni einstaklinga til að koma í veg fyrir veikindi eða meiðsli og stuðla að eigin öryggi. 2) Stuðla að fræðslu til samfélagsins og hópa innan þess og styrkja þá til heilbrigðis og öryggis. 3) Mennta og upplýsa þá sem leið- beina og stuðla að hæfni og þekkingu annarra. 4) Sameina og hlúa að samböndum og tengslum hópa og einstaklinga, auka mátt þeirra og slagkraft svo hægt sé að ná metnaðarfyllri mark- miðum og hafa meiri áhrif. 5) Hafa áhrif á starfsreglur stofnana og móta gildi sem bæta heilbrigði og öryggi. 6) Hafa áhrif á lög og reglugerðir í þjóðfélaginu sem leitt geta til bætts heilbrigðis og öryggis. Af þessu má sjá að það eru fjölmörg og krefjandi verkefni sem bíða þessara tilvonandi lýðheilsufræðinga og ann- arra er starfa nú þegar innan lýð- heilsustéttarinnar á Íslandi. Til að tengja þessa aðila enn frekar saman var stofnað, að frumkvæði meist- aranema í lýðheilsu í Háskólanum í Reykjavík, „Félag íslenskra lýðheilsu- fræðinga“ í byrjun júnímánaðar. Meg- inmarkmið félagsins eru að auka skiln- ing á mikilvægi sérfræðiþekkingar í lýðheilsu, efla samstarf, samheldni og fagleg tengsl milli lýðheilsufræðinga og að koma á samvinnu við innlenda og erlenda aðila er starfa að lýðheilsu- málum. Lýðheilsa þarf að vera hluti af al- mennri umræðu um þjóðfélagsmál og sem flestar hliðar hennar ræddar á þeim vettvangi. Stuðla þarf að þróun og rannsóknum á sviði lýðheilsu, beit- ingu viðurkenndra aðferða við mat á árangri verkefna og síðast en ekki síst að vekja athygli almennings á mögu- leikum til að hafa áhrif á eigið heil- brigði og leiðir til heilsueflingar. Lýðheilsa í Háskól- anum í Reykjavík Ólöf Kristín Sívertsen skrifar um útskrift fyrstu lýðheilsu- fræðinganna frá kennslufræði- og lýðheilsudeild HR og um hlutverk þeirra Ólöf Kristín Sívertsen » Lýðheilsa erhugtak yfir almennt heilsu- far þjóðfélags- hóps eða þjóðar. Höfundur útskrifast með MPH-gráðu frá kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík í ágúst 2007. MORGUNBLAÐIÐ er með í notkun móttökukerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttavefjarins mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvu- pósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Móttökukerfi aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.