Morgunblaðið - 27.08.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 2007 33
SVÍINN Jens Lekman er snjall
lagahöfundur og einstaklega hnytt-
inn textasmiður. Þegar honum tekst
best upp fær hann áhorfendur sína
til að lifa sig af krafti inn í ævintýra-
legar (en jafnframt hversdagslegar)
sögurnar sem hann syngur. Hann
getur með öðrum orðum verið sann-
kallað sjarmatröll og auðveldlega
eignað sér heilan sal af fólki ofan af
sviði. Þetta sannaðist til að mynda
með eftirminnilegum hætti á tón-
leikum hans á Airwaves-hátíðinni í
fyrra. En eitthvað brást Jens boga-
listin síðastliðinn föstudag. Hann var
vandræðalegur á sviðinu, og tókst
aldrei að ná almennilega til áhorf-
enda eins og undirritaður hefur séð
hann gera áður í tvígang. Þar fyrir
utan var hljómsveitin heldur lítið
æfð og flutningur ekki beinlínis þétt-
ur.
Helstu trixin voru öll á sínum stað:
lúðrasveitin sem gerði óforvarandis
vart við sig aftast í salnum; sagan af
Nínu sem laug því að foreldrum sín-
um að hún væri trúlofuð Jens til að
hylma yfir samkynhneigð sína,
sænska útgáfan af „Maple Leaves“,
loforð um persónuleg óskalög að tón-
leikum loknum; en þetta small ein-
faldlega ekki hjá Jens þetta kvöld –
hann var bara ekki í stuði og það sem
er venjulega heillandi virkaði bara
æft og óspennandi þetta kvöld.
Kannski var það vegna þess að
hann var ekki búinn undir tónleika
færeysku sveitarinnar Budam sem
lék á undan honum – það var und-
irritaður alltént ekki. „Balthazar and
the Angel“ var fyrsta lagið (eða leik-
þátturinn, eða revían …) sem Bu-
dam lék og það fór ekki á milli mála
að það væri eitthvað mjög sérstakt
framundan. Leikræn tilþrif söngv-
arans voru svo mikil og mögnuð að
ég spurði sessunaut minn hvort hann
væri á einhvern hátt hreyfihamlaður
eða með taugasjúkdóm. Annað kom
á daginn, hér var einfaldlega kominn
söngvari eða sögumaður sem fann
líkamlega fyrir hverju einasta orði.
Hann var blanda af Lou Reed, Tom
Waits, þul í Ríkisútvarpinu og sjóuð-
um sviðsleikara – kannski Pálma
Gestssyni – og áhrifin voru eftir því.
Magnað.
Það spillti ekki fyrir að meðan
Budam þræddi sig gegnum lagalist-
ann hóf að rökkva í Reykjavík, og í
húsi sem er með glerveggjum á allar
hliðar eru áhrif ljósaskiptanna gríð-
arleg. Og eins og það væri ekki næg-
ur hrifauki þá buldi regnið á þaki
hússins. Það var sannast sagna engu
líkara en að guðirnir hefðu leikið
með í laginu „Gabriel’s Song“ sem
sagði af dauða sjö ára drengs. Meðan
Budam lýsti tilfinningum móð-
urinnar – „Sophie clenched her boy
and kissed his cold, cold lips/ The
tears came crashing just like a river“
– skall regnið á þaki glerskálans af
sífellt meiri krafti, alveg eins og tár
móðurinnar streymdu sífellt stríðar.
En Budam var líka hress. Sveitin
brá sér oft í austur-evrópska þjóð-
lagasveiflu af miklum krafti, fékk
áhorfendur til að klappa og blístra
með, og erótíkin átti sér líka stað á
tónleikunum í langorðum og berorð-
um óði til kvenna. Budam fór raunar
í gegnum allt litróf tilfinninganna –
sorg, ást, losti, ótti, og gleði áttu sér
öll stað á þessum frábæru tónleikum
sem munu vafalaust seint hverfa við-
stöddum úr minni. Orðið „tónleikar“
nær reyndar alls ekki utan um
gjörninginn sem fram fór á sviðinu.
Þetta var í sem allra fæstum orðum
ógleymanleg upplifun.
Skandinavísk sjarmatröll
Atli Bollason
TÓNLIST
Reyfi, Norræn menningarhátíð –
Ólöf Arnalds, Budam og
Jens Lekman
Budam: Jens Lekman: Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lekman „Hann var vandræðalegur á sviðinu, og tókst aldrei að ná almenni-
lega til áhorfenda eins og undirritaður hefur séð hann gera áður í tvígang,“
segir m.a í dómnum um tónleikana.
UNDIRGREIN hrollvekjunnar,
„slasher-myndin“, fær snöggsoðna
umfjöllun í heimildarmynd sem
segir sögu hennar frá upphafi til
dagsins í dag. Viðfangsefnið vekur
oftar en ekki viðbjóð hjá undirrit-
uðum (sem hefur kallað myndirnar
blóðhrolla, óskað er hér með eftir
betra nafni), en hvað sem því við-
víkur þá er myndin hans Bohusz
óvænt skemmtun, fyndinn og fróð-
legur ófögnuður.
Fyrstu slasher-myndirnar telur
kvikmyndagerðarmaðurinn vera
þær Peeping Tom eftir Englend-
inginn Michael Powell og Psycho,
eitt magnaðasta meistaraverk
Hitchcocks. Báðar voru frum-
sýndar 1960, og er Going to Pieces
tileinkuð minningu Josephs Steff-
ano, höfundar handrits þeirrar síð-
arnefndu. Hún innihélt helstu ein-
kenni greinarinnar, ótta, spennu,
sjúklegan óhugnað; það blikaði á
eggvopn og blóðstraumurinn úr
helsærðu, kvenkyns fórnarlambi
litaði sturtubotninn. Sígildar hryll-
ingstónsmíðar Bernards Hermann
gáfu minni spámönnum tóninn, eft-
irlíkingarnar óma enn í dag þegar
slík verk eiga í hlut.
Bohusz fetar sig áfram á hálum
blóðvellinum með viðkomu í kunn-
ustu verkunum, kenndum við
Föstudaginn 13., Martröð við Álm-
stræti – Nightmare on Elm Street
og ekki síst Hrekkjavöku – Hallo-
ween. Höfundar á borð við Wes
Craven, John Carpenter og Sean
S. Cunningham eru kynntir til
leiks, og bæði gagn og gaman að
heyra þá og sjá. Viðkunnanlegasta
fólk yfirhöfuð en hugmyndaflugið
greinilega í litlu samræmi við ytra
borðið.
Höfundur reynir að finna ástæð-
urnar fyrir umtalsverðri hylli al-
mennings á ófélegu viðfangsefni og
kafa undir yfirborðið í leit að sam-
svörun við þjóðfélagsástandið á
hverjum tíma. Hann reynir að út-
skýra kosti blóðhrollvekjanna og
þróun fram til suddalegra daga
Hostels og Saw, og finna þeim stað
í siðmenntuðu samfélagi. Sú leit er
yfirborðskennd en athyglisverð og,
merkilegt nokk, ótrúlega fyndin,
og eykur á umtalsverða fjölbreytni
vel heppnaðrar og samansettrar
hátíðar. Upp úr dreyranum stend-
ur brellumeistarinn snjalli, Tom
Savini, dverghagur og hug-
myndaríkur hefur hann sett hroll
að hryllingsmyndagestum oftar en
flestir aðrir.
Stál og hnífar og
sturtubotnar
KVIKMYNDIR
Regnboginn: Bíódagar Græna
ljóssins
Heimildarmynd. Leikstjóri: Mike Bohusz.
88 mín. Bandaríkin 2006.
Going to Pieces: The Rise and
Fall of the Slasher Film
Hostel Bohusz útskýrir kosti blóð-
hrollanna og þróun fram til sudda-
legra daga Hostels og Saw.
Sæbjörn Valdimarsson
eeeee
- LIB, TOPP5.IS
eeee
- S.V, MBL
NÝJASTA MEISTARAVERK
PIXAR OG DISNEYHLJÓÐ OG MYND
SÝND M
EÐ ÍSLE
NSKU
OG ENS
KU TAL
I
GETUR ROTTA ORÐIÐ
MEISTARAKOKKUR Í FÍNUM VEITINGASTAÐ?
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR TOY STORY, FINDING NEMO, THE
INCREDIBLES OG CARS KEMUR SKEMMTILEGASTA MYND ÁRSINS.
/ KEFLAVÍK / SELFOSSI SÍMI: 482 3007
ASTRÓPÍA kl. 8 - 10 LEYFÐ
THE BOURNE ULTIMATUM kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára
ASTRÓPÍA kl. 7 - 9 LEYFÐ
RUSH HOUR 3 kl. 7 - 9 B.i. 12 ára
FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS
ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
THE TRANSFORMERS kl. 10:15 B.i. 10 ára
/ AKUREYRI
WWW.SAMBIO.IS
eeee
Morgunblaðið
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
48.000
GESTIR
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
ÞEIRRA STRÍÐ. OKKAR HEIMUR
eee
F.G.G. - FBL
V.I.J. – Blaðið
FRÁ MICHAEL BAY OG STEVEN SPIELBERG