Morgunblaðið - 29.08.2007, Side 4

Morgunblaðið - 29.08.2007, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is VATNSBORÐ Hálslóns er nú komið í tæpra 620 metra hæð yfir sjávar- borði og þá eru aðeins fimm metrar eftir í ætlaða hæð þess. Stærð lónsins er um 50 ferkílómetrar en það verður 57 ferkílómetrar þegar það verður komið í fulla stærð. Lónið er hins veg- ar líklega búið að ná fullri lengd, að sögn Sigurðar Arnalds, upplýsinga- fulltrúa Kárahnjúkavirkjunar. „Við erum að halda hækkun lónsins í skefjum með því að hafa botnrásina opna að hálfu. Við reynum að stemma þetta af þannig að lónið fyllist ekki al- veg fyrr en undir lok september eða í október,“ segir Sigurður en með því að veita Jökulsá á Dal í botnrás undir stífluna geta aðstandendur fram- kvæmdarinnar stjórnað því hversu hratt fyllist í lónið. „Ástæða þess að við hægjum á fyllingu lónsins er sú að við erum ennþá að vinna neðst í yf- irfallsrennunni og verðum að því fram í byrjun október. Út af fyrir sig gætum við notað rennuna en við stemmum þetta þannig af að lónið verði bara fullt akkúrat í vetrarbyrj- un. Þannig höfum við borð fyrir báru til að vinna í þessari frágangsvinnu.“ Minni leki en reiknað var með Yfirfallsrennan umrædda á að sögn Sigurðar að taka við vatni þegar Hálslón er fullt. „Þetta er steypt renna sem nær alveg frá stíflunni og niður hlíðina og fram á gilbarminn. Þaðan verður svo tignarlegur foss of- an í gljúfrið. Við erum núna að steypa kantinn við gljúfurbarminn á þessari rennu.“ Áætlanir gera þó ekki ráð fyrir að yfirfallsrennan verði notuð fyrr en næsta sumar. Sigurður segir að við fyllingu Háls- lóns hafi komið í ljós að stóra stíflan, Kárahnjúkastífla, hafi staðið sig af- skaplega vel. Nánast engar hreyfing- ar hafi orðið og leki sé lítill, miklu minni en reiknað var með. Vel greinilegt Sé horft niður til jarðar utan úr geimi líkist Hálslón nú Lagarfljóti talsvert eins og sjá má á þessari gervihnattamynd. Myndin er tekin í fyrradag af gervihnetti Bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA).                          Hálslón orðið fimmtíu ferkílómetrar að stærð Í HNOTSKURN »Landsvirkjun á að byrja aðafhenda Alcoa rafmagn í álverið á Reyðarfirði í októ- ber. »Boranir vegna Jökuls-árveituganga, austan Snæ- fells, hafa gengið mjög vel og raunar settu bormenn nýtt heimsmet sl. fimmtudag. Veit- an verður þó ekki tekin í notk- un fyrr en næsta sumar, að sögn Sigurðar Arnalds. „Þangað til dugar okkur vatn- ið úr Hálslóni.“ Lónið mun fyllast alveg nú í haust LÚÐVÍK Gizur- arson hefur feng- ið það staðfest með mannerfða- fræðilegri rann- sókn að hann er sonur Hermanns Jónassonar. Hef- ur Lúðvík reynt að fá þetta stað- fest fyrir dóm- stólum í málaferlum sem nú hafa staðið um þrjú ár. Lúðvík fékk niðurstöður rann- sóknarinnar í hendur í gær en þær voru unnar úr lífsýnum úr móður hans, Hermanni Jónassyni og Lúð- vík sjálfum. Samkvæmt niðurstöð- unni eru 99,9% líkur á að Hermann Jónasson hafi verið faðir Lúðvíks. Erfiðlega gekk fyrir Lúðvík að fá það fram með dómi að framkvæma ætti rannsóknina en m.a. hafnaði Hæstiréttur að slík rannsókn skyldi fara fram nema Lúðvík leiddi að því líkur að Hermann væri faðir hans. Dóra Lúðvíks- dóttir sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að málið væri mikill léttir fyrir föður sinn og alla fjölskyld- una en málið hefði staðið yfir í um þrjú ár og fjölskyldan hefði viljað að ætterni þeirra lægi á hreinu. Munu dóm- stólar þurfa að staðfesta niðurstöð- una til að hún hljóti formlegt gildi. Í fréttatilkynningu frá Lúðvík sjálfum kemur fram að niðurstaðan hafi ekki komið honum á óvart. Hún hafi verið staðfesting á því sem móðir hans hefði sagt honum alla tíð. Kemur þar fram að hann gleðjist yfir því að málinu sé nú að ljúka. „Ég er óendanlega þakklátur öllum þeim sem hafa stutt í mig í þessum málarekstri,“ segir í til- kynningunni. Hermann var faðir Lúðvíks Niðurstaða mannerfðafræðilegrar rannsóknar barst Lúðvík í gær Lúðvík Gizurarson Hermann Jónasson Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is MARGIR hlaupagikkir unnu það af- rek á dögunum að hlaupa tíu kíló- metra í Reykjavíkurmaraþoni. Hlaupari einn vakti þó meiri athygli en flestir og ráku áhorfendur upp stór augu þegar hann átti leið hjá. Sparibaukurinn og mörgæsin Georg lagði að baki 10 kílómetra til styrktar góðu málefni, en hann var knúinn áfram af öflugum starfsmanni Glitnis, Jóni Inga Árnasyni. Uppátækið vakti verðskuldaða athygli og söfnuðust áheit í samræmi við það þó svo til- kynnt væri á elleftu stundu. Jón Ingi ánafnaði Barnaspítala Hringsins féð, ríflega 350.000 krónur sem söfnuðust með 120 áheitum á innan við sólarhring, en allt í allt fékk Barnaspítalinn um tvær og hálfa milljón króna í sinn hlut. Hlutur Jóns Inga í því er því talsverður. Var ekki í neinum skóm Aðspurður segir Jón Ingi að hlaup- ið hafi verið mjög erfitt. Hann er eng- inn aukvisi og hefur tvisvar áður hlaupið heilt maraþon. „Hitinn var erfiðastur, búningurinn andar ekki neitt. Það kemst ekkert loft inn í hann svo ég var bara á stuttbuxum og sokkaleistum undir búningnum. Ég gat ekki verið í skóm út af búningnum og var því í tvöföldum sokkum í stað- inn. Svo var ég með vatnspoka á bak- inu, og rör yfir öxlina til að drekka í gegnum,“ segir Jón Ingi, sem svitn- aði gríðarlega í búningnum og fékk miklar blöðrur á fæturna. Að sögn drakk hann um átta lítra af vökva á meðan á hlaupinu stóð en léttist engu að síður um tvö kíló. Þannig svitnaði hann og andaði frá sér um 10 lítrum af vökva. Jón Ingi mælir ekki sér- staklega með þessari upplifun við aðra, en efaðist þó aldrei um að hann kæmist í mark. Hann fór hægt yfir og segir um hálftíma hafa farið í mynda- tökur með börnum og fjölskyldum á leiðinni. „Ég gaf mér fyrirfram að þetta væri ekki erfiðara en að hlaupa maraþon. En þetta var bara allt öðru- vísi. Maraþonið er erfiðara fyrir vöðva og liðamót en við þetta svitnaði ég mun meira og þetta var verra fyrir lappirnar,“ segir Jón Ingi. Hljóp af sér tíu lítra af svita Ljósmynd/Jón Ingi Árnason Sárfættur Hér sést Jón Ingi koma í mark eftir allt erfiðið. Barnaspítalinn varð þar með 350.000 krónum ríkari. DR. Páll S. Hreinsson, pró- fessor og deildar- forseti lagadeild- ar Háskóla Íslands, hefur samkvæmt til- lögu Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkju- málaráðherra, verið skipaður dómari við Hæsta- rétt frá og með 1. september næst- komandi. Hæstiréttur hafði metið Pál og tvo aðra umsækjendur, þá Viðar Má Matthíasson og Þorgeir Örlygsson, hæfasta í starfið. Auk þeirra sótti Sigríður Ingvarsdóttir um stöðuna. Páll verður yngsti dómari Hæsta- réttar en hann er fæddur 1963. Hann hefur verið forseti lagadeildar Háskóla Íslands frá árinu 2005 en það sama ár lauk hann doktorsnámi frá deildinni. Doktorsverkefni hans var á sviði stjórnsýsluréttar en hann stundaði framhaldsnám á því sviði við Hafnarháskóla á árunum 1990- 1991. Hann varð prófessor í lögum við Háskóla íslands árið 1999 og dósent árið 1997. Hann var settur umboðsmaður Alþingis í tíu málum á árunum 1997-1999 og aðstoðar- maður umboðsmanns frá 1991-1997. Skipaður í Hæstarétt Páll Hreinsson ÞÓRÐUR Magnússon, stjórnarmað- ur í Torfusamtökunum, segir ekki rétt að unnið hafi verið innan ramma deiliskipulags frá 2002 vegna Laug- arvegar 4-6 eins og skipulagsstjóri láti liggja að í viðtali í Morgun- blaðinu. Þórður bendir á að tvisvar hafi verið sótt um breytingar á deili- skipulaginu frá 2002 til að koma fyrir meira byggingarmagni á lóðinni. Í bæði skiptin hafi breytingunum ver- ið mótmælt harðlega og fyrir ári hafi t.d. 15 manns mótmælt. Allir hafi tekið fram að þeir væru mjög ósáttir við niðurrif húsanna og til vara hafi þeir tekið fram að ekki væri rétt að auka byggingarmagnið á lóðinni. Á þessum tíma hafi Reykja- víkurborg kosið að líta framhjá öllum þessum mótmælum og sent bréf til baka þar sem fram hafi komið að bú- ið væri að samþykkja niðurrif. Bréfin væru því ekki tekin gild. Þórður segir að Reykjavíkurborg láti að því liggja að Húsafriðunar- nefnd eigi ekkert með það að vera að mótmæla niðurrifinu núna. Hann bendir á að Reykjavíkurborg hafi ekki gert athugasemd við það á sín- um tíma þegar Húsafriðunarnefnd hafi sagt að hún væri ekki sátt við niðurrif eins margra húsa við Lauga- veg og stefnt hafi verið að. Í ljósi mikils þrýstings og margra reita hafi hún þó viljað fá að sjá hvernig málin þróuðust. Á því stigi málsins hafi hún ekki viljað leggjast alfarið gegn öllum framkvæmdunum, 25 framhúsum við Laugaveg og samtals um 60 hús- um. Þáverandi meirihluti borgarinnar hafi líka lagt út frá þessum orðum og sagt ljóst að ekki yrði byggt þarna fyrr en fullkomin sátt næðist um ný- byggingu. Núna, þegar fram komi hjá borgaryfirvöldum að málið sé frágengið, sé sagt að þessi afgreiðsla Húsafriðunarnefndar hafi verið röng á sínum tíma. Hafi svo verið hafi Reykjavíkur- borg átt að gera athugasemd við hana á sínum tíma. Ekki staðið rétt að málum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.