Morgunblaðið - 29.08.2007, Síða 20

Morgunblaðið - 29.08.2007, Síða 20
heilsa 20 MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta skref nýnema inn íókunnugan heim framhalds-skólans markar byrjun spennandi og krefjandi tíma. Um er að ræða nokkur af erfiðustu en jafnframt eftirminnilegustu árum ævinnar. Kvíðinn sem þið finnið hugsanlega fyrir við tilhugsunina um að unglingurinn ykkar sé að byrja í framhaldsskóla er ekkert í samanburði við það sem hann er sjálfsagt að upplifa sjálfur. Skyndi- lega fer hann úr hópi þeirra elstu úr grunnskóla yfir í hlutverk óreynds nýnema sem þekkir lítið til nýja umhverfisins. Hér eru nokkur ráð um hvernig hægt er að gera gott úr flóknu tímabili í lífi ung- lingsins:  Náið sáttum um sanngjarnar viðmiðunarreglur Unglingar eru tilbúnir að taka við sífellt meiri ábyrgð, en samt er ekki hægt að ætlast til þess að þeir geti tekið allar ákvarðanir um hvað sé í lagi og hvað ekki. Setjist saman og ræðið opinskátt um hvaða vænt- ingar þið hafið til komandi skólaárs hvað varðar ábyrgð heima fyrir, úti- vistartíma, námið og annað sem ykkur finnst mikilvægt. Verið tilbú- in að hlusta á skoðanir unglingsins á þessu og taka tillit til þeirra. Best er ræða málin með yfirvegun, spyrja spurninga og forðast boð- hátt. Þegar þið hafið á þennan hátt náð sáttum um sanngjörn mörk og ábyrgðir verðið þið rólegri og á sama tíma hafið þið sýnt unglingn- um að hann getur haft áhrif á um- hverfi sitt með uppbyggilegum sam- tölum og samvinnu.  Verið til staðar og bjóðið stuðning Hafið í huga að unglingurinn mun kannski vera stressaður og pirraður fyrstu vikurnar í framhaldsskólan- um. Það er margt sem getur haft skapbresti og mislyndi í för með sér enda er unglingurinn að upplifa margþættar breytingar í lífinu á skömmum tíma. Líkt og þegar þið finnið fyrir streitu út af vinnu má vera að unglingurinn finni fyrir höf- uðverkjum, magaverkjum og sí- þreytu vegna álagsins í nýja um- hverfinu. Unglingurinn þarf tíma og rúm til að átta sig á hlutunum. Ver- ið því þolinmóð og sýnið biðlund. Unglingar þurfa að vita að for- eldrar eða forráðamenn styðja ákvarðanir þeirra. Það má vera að fyrstu vikurnar eða mánuðir verða þeim erfiðir félagslega og þess vegna er ekki ólíklegt að það verði freistandi að prufa eitthvað nýtt til að finna viðeigandi eða „réttu“ sjálfsmyndina. Svo framarlega sem þetta nýja er hvorki þeim né öðrum skaðlegt er um að gera að vera skilningsrík.  Bjóðið upp á heilsusamlegar aðstæður Rétt mataræði, regluleg hreyfing og nægilegur svefn eru öll lyk- ilatriði á unglingsárunum. Sextán ára unglingar þurfa a.m.k. 8½ klukkutíma svefn en helst 9 tíma. Líkaminn (og ekki síst heilinn) er að breytast mikið og því eru svefn og gott mataræði mikilvægt. Sjáið til þess að unglingurinn hafi aðgang að hollum morgunmat áður en hann heldur af stað að morgni og ræðið um holla matarvalkosti í hádeginu. Sælgæti og gos úti í sjoppu ættu t.d. ekki að vera helstu orkulind- irnar. Ef unglingurinn stunda ekki íþróttir utan skóla gæti verið gott að bjóða upp samverustundir um helgar sem hafa í för með sér hreyfingu.  Slakið á taumnum, en ekki sleppa Unglingar á framhaldsskólaaldri þurfa í auknum mæli að taka mikil- vægar ákvarðanir og axla aukna ábyrgð. En það er ekki þar með sagt að þeir séu orðnir fullorðnir og hafi þar með þroska til að takast á við allan þann þrýsting og álag sem þessu fylgir. Fullvissið unglinginn um að þið séuð til staðar þegar hann þarf á að halda en jafnframt að honum sé gefið svigrúm þegar hann vill og þarf að taka á málunum upp á eigin spýtur. Það getur reynt á að vera foreldri unglings og sérstaklega ef fram- haldsskólinn reynist yfirþyrmandi reynsla fyrir hann. Reynið að njóta góðu tímana saman og verið til staðar þegar syrtir í álinn. Þol- inmæði og skilningur geta skilað miklu á komandi mánuðum.  Átta atriði til umhugsunar 1. Gott er að sýna skólanum áhuga og að kynnast aðstæðum. Umsjón- arkennarar eru mikilvægir tengilið- ir við skólann og foreldrafundir bjóða upp á tækifæri til að kynnast öðrum foreldrum. 2. Ræðið saman um þær breytingar sem fylgja nýjum skóla og bendið á þá aðstoð sem er til staðar í skól- anum, t.d. hjá námsráðgjafa, kenn- urum, forvarnafulltrúa, hjúkr- unarfræðingum, o.fl. 3. Hefur unglingurinn öruggar og þægilegar leiðir til að komast til og frá skóla? 4. Mikilvægt er að gefa unglingum rými til að þróa sitt félagslíf. 5. Hvetjið unglinginn til að taka þátt í íþróttum og uppbyggilegum tómstundum. 6. Hefur unglingurinn góða og hljóðláta aðstöðu til heimanáms? Markmiðið er að unglingurinn temji sér góða námsvana upp á eigin spýtur, en stundum þarf að hag- ræða aðeins til að það náist. 7. Það þarf ekki að vera slæmt að unglingur vinni fáeinar klukku- stundir á viku með skólanum, en það hefur sýnt sig að of mikil vinna getur haft neikvæð áhrif á námsárangurinn. 8. Gleymið ekki að hugsa einnig um ykkur sjálf. Foreldrar eru helstu fyrirmyndir barna sinna. Er unglingurinn að byrja í framhaldsskóla? Morgunblaðið/G.Rúnar Í skólanum Rétt mataræði, regluleg hreyfing og nægilegur svefn eru öll lykilatriði á unglingsárunum. Þessir MR- ingar sýna fimi þar sem þeir klifra í þar til gerðum grindum en það er þáttur í leikfimisiðkun nemenda skólans. Héðinn Svarfdal Björnsson, verkefnis- stjóri fræðslumála hjá Lýðheilsustöð hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð Foreldrar geta nú látið bólusetjabörn sín gegn sýkingu sem veldurkröftugri niðurgangspest. Bólu-setningin er ekki hluti af almennri heilsuvernd barna hér á landi en hægt er að fá hana gegn lyfseðli frá lækni. Yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins segir afleiðingar sjúkdómsins ekki það alvarlegar hér á landi að þörf sé á almennum bólusetn- ingum vegna hans. Lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline sendi frá sér fréttatilkynningu í liðinni viku þar sem sagt var frá nýju bóluefni á þess veg- um, Rotarix, sem verndar ungbörn gegn niðurgangspestum af völdum svokallaðra rótaveira. Ekki er um hefðbundið stungulyf að ræða heldur lyfsseðilsskylda mixtúru sem tekin er inn, tvisvar sinnum með nokk- urra vikna millibili. Stöku innlagnir Að sögn Þórólfs Guðnasonar, yfirlæknis á sóttvarnasviði Landlæknisembættsins, veld- ur rótaveira slæmum niðurgangi hjá ungum börnum. „Krakkarnir verða dálítið veikir, fá niðurgang, kasta upp og fá hita. Þessi sýk- ing getur verið mjög alvarleg í löndum þar sem heilbrigðiskerfið er ekki nógu gott og næringarástand barnanna er slæmt. Talið er að um hálf milljón einstaklinga í heim- inum öllum látist af völdum rótaveirusýk- ingar en þeir eru aðallega í Afríku og öðr- um vanþróuðum löndum. Í Evrópu allri er talað um 100 dauðsföll á ári út af þessari veiru og í Bandaríkjunum í kringum 50 dauðsföll. Það eru þá aðallega einstaklingar sem eru veikir fyrir eða búa við slæma heil- brigðisþjónustu.“ Hann segir sýkinguna vissulega þekkta hér á landi en hún sé ekki skæð. „Sam- kvæmt reynslu okkar á Barnaspítala Hringsins er þetta ekki alvarleg sýking hér á Íslandi. Það helgast kannski af því að hér er aðgengi að heilbrigðisþjónustunni mjög gott svo það er brugðist mjög skjótt við. Börnin geta orðið svolítið veik og stundum þarf að leggja þau inn en við teljum ekki brýnt að hefja almenna bólusetningu hér gegn þessari veiru af þeim sökum. Það eru ýmis önnur bóluefni sem jafnvel væri brýnna að taka upp en þetta.“ Ekki tilkynningarskyldur sjúkdómur Engar tölur eru til um það hversu margir sýkjast árlega hérlendis af veirunni enda er sjúkdómurinn ekki tilkynningar- eða skrán- ingarskyldur. Margir sjúklinganna koma heldur aldrei undir læknishendur heldur ná sér af eigin rammleik. Í Bandaríkjunum eru börn hins vegar almennt bólusett gegn rótaveirum að sögn Þórólfs. „Árið 1998 var sett bóluefni gegn rótaveirum á markaðinn í Bandaríkjunum en þá komu í ljós ákveðnar aukaverkanir. Það leiddi til þess að lyfið var tekið af markaði. Eftir það hafa menn verið svolítið hikandi að byrja með þetta efni aft- ur.“ Hann bendir á að efnið sem um er að ræða núna sé hins vegar nýtt af nálinni, sem og annað bóluefni við sama sjúkdómi frá lyfjafyrirtækinu Merck. Aðspurður segir Þórólfur ekki ástæðu til að hvetja til þess að ákveðnir einstaklingar séu bólusettir gegn rótaveirum umfram aðra að svo stöddu. ben@mbl.is Valkvætt bóluefni gegn niðurgangs- pest hjá börnum Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sýking Rótaveirur valda slæmri niðurgangspest hjá ungum börnum. Foreldrar geta nú óskað eftir því að börn þeirra fái nýtt bóluefni gegn niðurgangspest. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir forvitn- aðist um afstöðu Landlæknisembættisins til bólusetninganna. „Þessi sýking getur verið mjög alvarleg í löndum þar sem heilbrigðiskerfið er ekki nógu gott og næringar- ástand barnanna er slæmt.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.