Morgunblaðið - 29.08.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.08.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Sofðu rótt, elsku frændi. Tinna Ósk og Hekla Rún. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Foersom/ þýðing: Sveinb. Egilss.) Góða nótt, elsku vinur. Kristín Björnsdóttir og Magni Jónsson. HINSTA KVEÐJA ✝ Tjörvi FreyrFreysson fædd- ist í Reykjavík 22. mars 2005. Hann andaðist á barna- spítala Hringsins þriðjudaginn 21. ágúst sl. Foreldrar Tjörva Freys eru Elfa Hrönn Valdimars- dóttir fædd í Reykjavík 12. 4. 1978 og Freyr Frið- riksson fæddur í Vestmannaeyjum 19. 6. 1976. Bróðir Tjörva er Valdimar Freyr Freysson fæddur 16. 10. 2003. Foreldrar Elfu eru Guðrún Björnsdóttir fædd í Reykjavík 12. 9. 1946 og Valdimar Samúelsson fæddur í Skotlandi 30. 4. 1942. Foreldrar Freys eru A. Dóra Har- aldsdóttir fædd í Reykjvík 26. 6. 1949 og Friðrik Ingi Óskarsson fæddur í Vestmannaeyjum 16. 2. 1948. Tjörvi greindist með illkynja sjúkdóm 1. sept- ember árið 2006, þá aðeins 17 mánaða gamall. Í kjölfar greiningarinnar tók við mikil og ströng lyfjameðferð á Barnaspítala Hringsins. Eftir hana fór hann utan til Svíþjóðar í mikla aðgerð, há- skammta-lyfja- meðferðir, fékk hreinan merg og þriggja vikna geislameðferð. Eftir að heim var komið í mars 2007 tók við vítam- ínmeðferð. Í byrjun sumars kom í ljós að krabbameinið var komið aftur í Tjörva og fljótlega eftir það tók við hörð lyfjameðferð. Við endur- komu krabbameinsins í þessu til- viki er engin lækning enn fundin og því var ljóst í hvað stefndi. Útför Tjörva verður gerð frá Árbæjarkirkju í Reyjavík í dag og hefst athöfnin kl. 15:00. Elsku Tjörvi, litli engillinn minn. Ég trúi ekki að við fáum aldrei að hafa þig með okkur framar. Mig lang- ar svo til að vakna af þessum vonda draumi og kúra hjá þér, þér fannst svo gott að kúra í mömmu koti. Hefði ég vitað að þetta var síðasta nóttin okkar saman, hefði ég gert margt öðruvísi. Hefði haldið þér í faðmi mér alla nóttina, knúsað þig og kysst. Mig langar að heyra rödd þína og hlátur, sjá þig leika við bróður þinn sem saknar þín svo og þekkir ekki lífið án þín. Þetta er allt sárt og ósanngjarnt, margar spurningar en fátt um svör. Bara á föstudaginn fyrir rúmri viku varstu svo hress og kátur, en krabb- inn er fljótur að snúa sér. Við vissum innst inni í hvað stefndi, en þetta gerðist of snöggt. Við reyn- um að hugga okkur við það að núna líður þér vel, hleypur um aftur og leikur þér í himnaríki. Ekkert for- eldri vill horfa á barnið sitt kveljast, þú valdir akkúrat rétta tímann fyrir þig, held ég. Við erum auðvitað sátt við ákvörðun þína, en samt er þetta endalaust erfitt, söknuðurinn er svo mikill og mér finnst hann bara aukast. Við reynum að halda okkur upp- teknum. Við ætlum að gera trjálund í bústaðnum tileinkaðan þér. Kannski verður þar skógur einn daginn. Amma og afi í sveitinni ætla að til- einka þér lóð og allir sem vilja ætla 1. september, þegar akkúrat ár er liðið frá því að þú greindist, að hittast fyrir austan með tré og planta. Þú varst alltaf kátur þótt lífið væri þér erfitt. Þegar þú byrjaðir fyrst í meðferð léstu það ekki hafa nein áhrif á þig. Hljópst um alla spítalagangana og við sveitt á eftir þér með lyfja- stöngina þína. Ég vildi oft þá, að þú myndir aðeins horfa á teiknimynd og slaka á en nei, það var ekki í þínum orðaforða. Svo elskaðir þú að fara á leikstofuna til hennar Gróu þinnar. Hún var ein af fáum sem fengu að halda á þér og hvíla mömmu og pabba aðeins. Þú varst að byrja að fá mátt- inn aftur í höndina og varst svo stolt- ur. Og þegar við hjálpuðum þér að hoppa um á annarri, varstu svo kátur og montinn að það skríkti í þér. Þú varst svo mikill orkubolti og við eig- um yndislegar minningar um þig sem við geymum í hjarta okkar. Þetta hefur verið erfiður kafli í lífi okkar, og oft langaði mig í smáfrí. En núna langar mig það ekki lengur. Ég kann ekki að lifa án þín, en hann Gagga þinn heldur mömmu og pabba við efnið og við hjálpumst að í gegn- um þetta. Ég elska þig svo mikið og hlakka til að koma til þín einn daginn. Núna kvíði ég að a.m.k. ekki því að eldast, því þú bíður okkar. Ég kem samt ekki strax. Ég vona bara að við lærum að lifa með þessum söknuði. Þín mamma. Elsku sonur. Það er með miklum söknuði sem ég skrifa þessar línur til þín. Söknuður- inn liggur fyrst og fremst í þessu hversdagslega, en það eitt að heyra þig ekki kalla pabbi, mamma og Gagga framar, fær mig til að gráta og hugsa um þennan einstaka persónu- leika sem að þú hafðir að geyma. Allt frá fyrsta degi þínum í þessu lífi var það fallega brosið þitt og fal- legu augun þín sem einkenndu þig og persónu þína. Þú heillaðir okkur mömmu þína og Valdimar bróður þinn upp úr skónum og um leið og þú hafðir vit og getu til að tjá þig, ein- faldaðir þú bara orðin með því að segja „Gagga“ í staðinn fyrir Valdi- mar, „Ba“ sem þýddi að drekka o.s.frv. Já, Tjörvi minn, þú varst og verður alltaf hetja í mínum augum og ber þessi kraftur og seigla í þér óhjá- kvæmilega vott um það. Þegar þú varst í gifsinu á haustmánuðum 2005, þú hreinlega dróst þig áfram bæði með því að skríða eða hreinlega standa í gifsið með því að styðja þig við eitthvað á meðan. Þarna varstu aðeins 8 mánaða og nýlega búinn að fá fyrsta skerfinn af lífinu. Þessi dugnaður og baráttuvilji kom svo aft- ur í ljós fyrir ári síðan þegar þú greindist með krabbameinið en þá sýndir þú aftur hvers þú varst megn- ugur, þrátt fyrir að vera að berjast við eitt erfiðasta krabbamein sem finnst í börnum. Við vitum það vel, elsku sonur, að sú barátta var erfið, en dugnaðurinn og krafturinn sem þú sýndir í þeirri baráttu er í raun efni í heila bók. Þrátt fyrir mikil veikindi og tölu- verða sjúkrahúslegu gafst okkur fjöl- skyldunni stundum tími til að gera ýmislegt skemmtilegt og bera ófáar ferðirnar austur í sumarbústað vott um það. Um leið og við mamma þín nefndum sumarbústað eða sveitina svaraðir þú alltaf „amma doa“ sem þýddi amma Dóra, „kisa“ sem þýddi köttur eða „muu“ sem þýddi kýrnar í sveitinni en þær voru einmitt margar góðar ferðirnar sem við feðgarnir átt- um saman í fjósið í Bollakoti á laugar- dags- eða sunnudagsmorgnum gagn- gert til að skoða kýrnar og önnur dýr sem tengjast sveitasælunni. Það eru ótalmargar minningar um þig, elsku sonur, sem munu lifa um ókomna framtíð og ég held að maður verði aldrei sáttur við þá staðreynd að þú sért farinn frá okkur en við vissum sem var að þessi krabbi var erfiður viðureignar og kallið að ofan hlyti að koma fyrr en varði. Ég veit það, elsku Tjörvi Freyr, að Guð al- máttugur hefur tekið vel á móti þér og þú kvelst ekki meira. Hér á jörðu niðri erum við mamma þín ásamt Valdimari bróður þínum fyllt ein- hverju tómarúmi sem sjálfsagt eng- inn getur fyllt í, en það máttu vita, kæri sonur, að þú verður ætíð okkar hjartastað og minningin um þig varir að eilífðu. Guð geymi þig og varðveiti. Pabbi. Elsku Tjörvi, litli engillinn minn. Elsku Tjörvi Freyr. Litla hetjan sem fékkst ekki lengri dvöl á þessari jörðu. Þessi tími sem við fengum með þér er okkur dýrmætur og lærdóms- ríkur. Núna ertu laus við allar þján- ingar sem á þig voru lagðar, elsku drengurinn minn. Freyr minn og Elfa mín, hann Tjörvi ykkar hefði ekki getað fengið betri foreldra, þið hafið staðið ykkur ótrúlega vel í þessari baráttu. Hlúið hvort að öðru og litla geislanum ykk- ar honum Valdimari Frey, eða Gagga eins og Tjörvi bróðir hans kallaði hann. Ég bið um styrk handa ykkur í þessari miklu sorg. Starfsfólki 22 E á Barnaspítala Hringsins þakka ég allan stuðning. Þið eruð einstök. Mér er sem leggi ég lófann á litla höfuðið þitt biðjandi Guð að geyma gullfallega barnið mitt. (Heine.) Elsku Tjörvi minn, við sjáumst síð- ar. Saknaðarkveðja, Amma Dóra og Einar. Tjörvi okkar féll frá hinn 21. ágúst sl. Nú er ekki lengur von á að sjá bros hans aftur og skemmtileg hljóð sem hann notaði til að tjá sig og ákveðnar bendingar sem hann hafði, sem allir skildu. Hann var samt farinn að geta sagt orð og orð og stutt í að hann færi að tala enda orðinn tveggja ára. Hvers er að minnast? Jú, hann skildi eftir margar minningar þótt ungur væri. Það fyrsta sem kemur huga minn er hetjudáð. Tjörvi barðist við ofur- eflið í eitt ár eða helming af lífi sínu og verð ég að segja að hann hafi varla látið höfuð síga og meiri reisn hef ég ekki séð hjá ungu barni. Þetta var umtalað bæði hér og á spítölum í Sví- þjóð hve styrkur, ákveðni en samt ró hans var mikil. Það eru ekki margir sem fá nafnið Tjörvi og er ég farinn að trúa því að það hafi ekki verið tilviljun ein að hann var skírður Tjörvi, en það nafn kemur aðeins fram á stórmennum í Íslendingasögunum, þá sérstaklega prestum. Síðustu nótt Tjörva heima hjá sér fengum við að passa hann og vildi hann þá bara vera þétt að ömmu sinni og svaf og kúrði eins og hann væri að reyna að halda sér frá að vera tekinn í burt. Morguninn eftir mætti hann í reglubundna skoðun með foreldrum sínum og ekkert vitað þá nema allt væri með felldu. Til- kynning kom frá læknum eftir skoð- unina að mannlegri baráttu væri hætt og þá var eins og Tjörvi hefði ákveðið sjálfur för sína þaðan í frá en innan við hálftíma síðar sofnaði Tjörvi í sinni ró og óhræddur í fangi móður sinnar. Hann játaði sig sigr- aðan í þessu lífi. Tjörvi lifir áfram í minningu okkar allra, og foreldrar hans og stóri bróð- ir þar sem sorgin er mest hafa ákveð- ið að gera skógarrjóður og lund fyrir gesti og gangandi til minningar um barnið sitt. Tjörvalundur mun ekki gleymast og saga og hetjudáð lítils manns mun lifa eins og hjá fornköpp- um okkar. Já, og ekki á óviðeigandi stað. Fljótshlíðinni. Þar átti fjöl- skyldan sínar bestu stundir með Tjörva. Elsku Elfa, Freyr og Valdimar. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við ykkar mikla missi. Afi og amma í Kleifarási. Í dag er jarðsunginn lítill afastrák- ur, Tjörvi Freyr Freysson, aðeins rúmlega tveggja ára. Tjörvi greindist með krabbamein 1 september 2006.Tjörvi hafði þá eig- inleika að vera alltaf glaður og ljúfur hvað sem á gekk, þó svo að hann væri sárþjáður var alltaf stutt í brosið. Það er lítið hægt að segja um svo lít- inn en yndislegan dreng, afi grætur þig sárt, elsku vinur, en þú varst svo fallegur í litlu kistunni þinni. Elsku börnin mín, þið hafið staðið ykkur eins og hetjur og ég dáist að ykkar persónuleikum. Megi góður Guð styrkja ykkur og varðveita á þessum erfiðu tímum. Afi Friðrik. Elsku Elfa, Freyr og Valdimar Freyr. Hvað er hægt að segja þegar lítill yndislegur drengur fellur frá? Ég sá þetta ljóð í gestabókinni ykkar og mér finnst það vera svo lýs- andi. Í glugganum er ljós og það lýsir. Inn í dimma nótt, eins og lítill engill. Ég horfi þangað inn og ég óska. Að allt væri þar, eins og það var áður. Elsku Tjörvi Freyr, við eigum sem betur fer margar fallegar minningar um þig sem við munum alltaf geta huggað okkur við. Og sérstaklega mun ég halda upp á þá stuttu stund sem við áttum með mömmu þinni, Valdimar Frey og frændsystkinum fyrir rétt rúmri viku. Þar sem þið þrír þú, Valdimar og Breki – stóru grall- araspóarnir voruð að leika ykkur með prumpublöðruna. Á meðan tvíbur- arnir átu kleinuna þína. Ekki hvarfl- aði að mér að það yrði síðasta skiptið sem við sæjumst. Elsku systir, mágur og frændi, megi guð gefa ykkur áframhaldandi styrk til að takast á við það sem fram- undan er. Hulda, Ragnar, Breki, Tindur Helgi og Guðrún Embla. Lítill drengur ljós og fagur hefur nú kvatt þennan heim. Við minnumst Tjörva Freys með bjarta brosið sitt og fallegu bláu augun sín, drengs sem var alltaf kátur og með gott skap. Við minnumst líka ótal samverustunda þar sem bræðrabörnin fjögur léku sér saman enda öll á sama aldri og aldrei rólegheit þar sem þau voru saman komin. Þessar minningar eru dýrmætar og þökkum við fyrir þess- ar stundir og varðveitum í hjarta okkar. Elsku Freyr, Elfa og Valdimar Freyr. Orð eru fátækleg á stundu sem þessari og sefa ekki sorgina en við yljum okkur við minningarnar um yndislegan dreng. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur úr skýjum, ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgrímur Pétursson.) Blessuð sé minning Tjörva Freys. Óskar Sveinn, Sigrún og börn. Elsku Tjörvi. Ég veit ekki hvað er hægt að segja yfir svo miklum missi. Þú barðist hetjulega í gegnum þennan mikla sjúkdóm en því miður hafði sjúkdóm- urinn yfirhöndina. Ég veit þó að þú þjáist ekki lengur og ert komin til himna þar sem þér líður vel. Þú ert án efa fallegasti engillinn á himnum með ljósu lokkana þína og brosir niður til mömmu, pabba og Valdimars þar sem þú verndar þau og fylgir þeim. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig en ég mun alltaf eiga mínar ljúfu minningar um þig og geyma þær á sérstökum stað í hjarta mínu. Það var alltaf gaman að koma og heimsækja þig því þú tókst alltaf á móti mér með þínu ómótstæðilega brosi og kallaðir á mig. Það var ekki annað hægt en að brosa með þér því brosið var svo bjart og allt andlitið ljómaði. Þetta var alltof stuttur tími sem þú varst hjá okkur en ég þakka fyrir hverja einustu mínútu sem ég fékk til að kynnast þér og vera með þér. Þín verður sárt saknað. Elsku Elfa, Freyr og Valdimar, það er ekki mikið hægt að segja þeg- ar missirinn er svo stór en þið munuð ávallt eiga hugljúfar minningar um yndislega drenginn ykkar. Þið eruð í bænum mínum. En elsku hjartans Tjörvi minn, ég kveð þig nú, sem er án efa eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að gera. Ég get ekki skilið af hverju við feng- um ekki meiri tíma með þér. En Guð tekur snemma þá sem hann elskar sem segir okkur bara hversu einstak- ur þú varst. Þín stóra frænka Edda Hrund. Fallegur drengur fæðist í þennan heim og hjúfrar sig í öruggum faðmi foreldra sinna. Stoltur bróðir skopp- ar í kring – spenntur og glaður yfir fæðingu litla bróður. Fallegur dreng- ur hjúfrar sig enn í faðmi foreldra sinna, orðinn svo veikur, og kveður þennan heim. Rétt rúmlega tveggja ára gamall. Fyrir rétt tæpu ári síðan greindist Tjörvi Freyr Freysson ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA INDRIÐADÓTTIR dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist sunnudaginn 26. ágúst. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 31. ágúst kl. 14. Indriði M. Albertsson, Helga St. Sveinbjörnsdóttir, Ingibjörg Sólmundardóttir, Rósa Kristín Albertsdóttir, Gunnar Hafsteinsson, Helga Þórný Albertsdóttir, Sturlaugur L. Gíslason og ömmubörn. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GEORG ST. SCHEVING skipstjóri, Grandavegi 47, Reykjavík, andaðist á Droplaugarstöðum 27. ágúst. Anna Hannesdóttir Scheving, Jóhanna Scheving, Vilberg Margeirsson, Stefán Georgsson, Berglind Scheving, Sigurbjörn Vilhjálmsson, barnabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.