Morgunblaðið - 29.08.2007, Page 29

Morgunblaðið - 29.08.2007, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2007 29 Tjörvi með krabbamein. Heimurinn hrundi við þau tíðindi og óttinn greip um sig hjá foreldrum og fjölskyldu. Fljótlega kom þó í ljós að Tjörvi litli bjó yfir miklum styrk, hann ætlaði sér að komast í gegnum þessi veik- indi. Bjartsýnin tók við hjá okkur og var hverjum áfanga í rétta átt fagnað. Undir niðri leyndist þó óttinn, því við vissum hversu illvígur sjúkdómurinn er. Rétt þremur mánuðum eftir lok þeirrar ströngu meðferðar sem Tjörvi fór í kom annar skellur. Tjörvi greindist á ný og batahorfur voru slæmar. Áfallið var ólýsanlegt. Við tók erfiður mánuður þar sem Tjörvi var mikið veikur. Hvert áfallið tók við af öðru. Við héldum í vonina eftir fremsta megni. Tjörvi átti að vinna þessa baráttu eins og þá fyrri. Elfa og Freyr stóðu vaktina með syni sínum allar stundir og sinntu einnig Valdimar stóra bróður af mik- illi natni og ástúð. Báðir fengu þeir alla þá umhyggju og ást sem foreldr- ar geta veitt börnum sínum. Enn og aftur náði Tjörvi að sýna styrk sinn. Hann komst út af spít- alanum í júlí þrátt fyrir hin miklu veikindi sem höfðu hrjáð hann og við tók yndislegur mánuður þar sem fjöl- skyldan var sameinuð. Hann gat leik- ið sér við Valdimar og frændsystkin sín og notið umhyggju foreldra sinna. Í Fljótshlíðinni áttu þau sínar bestu stundir. Stundir sem í dag gefa for- eldrunum dýrmætar minningar um fallegan og góðan dreng. Tjörvi var bjartur og fallegur drengur, brosmildur grallari. Við eig- um margar og góðar minningar um hann þrátt fyrir ungan aldur. Þegar Tjörvi var aðeins nokkurra mánaða var gaman að sjá þegar Valdimar setti á svið einhvern leik til að fá bróður sinn til að hlæja. Hann hafði fallegan hlátur. Aftur þegar hann var sem veikastur í stuttu leyfi heima þá hló hann sínum fallega dillandi hlátri í fanginu á mömmu sinni þegar Valdi- mar hljóp um á bossanum. Ekkert gladdi okkur meira en að heyra hann hlæja á þessum tíma eins veikburða og hann var. Augnablikið þegar okkur var sagt að Tjörvi væri látinn mun aldrei gleymast. Vonin hafði verið svo sterk. Eftir alla þá baráttu sem hafði verið háð, eftir allan þann styrk sem Tjörvi hafði sýnt, sigraði krabbameinið að lokum. Það var sem Tjörvi hefði ákveðið að nú væri hann þreyttur og vildi fá hvíld. Við reynum að hugga okkur við að nú er hann verkjalaus og getur geng- ið á ný og leikið sér eins og öll börn eiga að fá að gera. Við munum ávallt halda minningu hans á lofti og segja frændsystkinum hans hversu ein- stakur hann hafi verið. Sem hann var. Við munum hlúa að foreldrum hans og bróður sem hafa misst svo mikið. Elsku Elfa systir, Freyr og Valdi- mar. Hugur okkar er hjá ykkur. Megið þið finna styrk til að takast á við þennan mikla missi og þessa miklu sorg. Elsku Tjörvi, sofðu rótt. Harpa, Ómar og synir. Þegar ég kvaddi Elfu og Tjörva Frey í síðustu heimsókn fékk ég hefð- bundinn Tjörvakoss við útidyrnar, koss með miklu magni af slefi og af- göngum af skinkubrauðinu sem hann hafði nýlokið við að borða. Eins og alltaf var hann glaður að fá gesti og brosti sínu fallega og geislandi brosi til mín um leið og hann horfði áhuga- samur á Latabæ í sjónvarpinu. Tjörvi fær einhverra hluta vegna ekki að taka þátt í lífinu með foreldrum sín- um og stóra bróður en fær þess í stað öðruvísi hlutverk annars staðar. Hann var þrátt fyrir þessi örlög sín heppinn strákur sem fékk rúm tvö ár hjá foreldrum sem börðust með hon- um í hverju skrefi og stigu aldrei feil- spor í umönnun hans. Foreldrum sem alltaf höfðu hagsmuni þeirra bræðra að leiðarljósi. Við fjölskyldan munum minnast litlu hetjunnar sem var alltaf svo dug- legur og fór nánast allt á þrjóskunni, litlu hetjunnar sem grýtti endurnar þegar hann var búinn með brauðið. Ég sendi elsku Elfu minni, Frey og Valdimar og öllum öðrum sem elsk- uðu Tjörva Frey mínar innilegustu samúðarkveðjur. Júlía. Skömmu fyrir fjölskylduferð til Ítalíu kom höggið og nú eftir árs bar- áttu er Tjörvi allur og stórt skarð höggvið í samhentan barnabarnahóp- inn. Tjörvi sýndi af sér mikið baráttu- þrek og einstakt skaplyndi þegar hann mætti brosandi og jafnvel klappandi á barnaspítalann þrátt fyr- ir að hafa farið þar í erfiðar meðferð- ir. Tjörvi stóð af sér hverja hríðina og atlöguna á fætur annarri en alltaf reis hann upp, hvort sem var til að koma í afmæli í sumar eða fara með fjöl- skyldunni í bústaðinn í Fljótshlíð til að sýna okkur að þar er ennþá að finna alvöru hetjur. Á sunnudag fyrir viku hittum við Tjörva síðast og okk- ur varð á orði hvað hann leit vel út, útitekinn með blik og glampa í aug- um. Tjörvi skilur eftir í hjörtum okk- ar, brostinn streng, gullið spor og stórar spurningar um réttæti og ranglæti heimsins. Gæfa eða ógæfa? Það var gæfa að fá að kynnast honum Tjörva og í minningarlundi í Fljóts- hlíðinni munum við rækta minningu hans. Við vottum Elfu, Frey og Valdi- mar Frey okkar dýpstu samúð. Hulda Brá, Andri Snær og Jón Pétur Magnabörn og fjölskyldur þeirra. Elsku Tjörvi Freyr. Við þökkum þér fyrir samfylgdina. Við höfum fylgst með þínu stutta ævi- skeiði frá upphafi, ánægjulegum stundum jafnt sem erfiðum. Það var sannur heiður að fá að kynnast hetju eins og þér. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Elsku Elfa, Freyr, Valdimar og aðrir aðstandendur. Við sendum ykk- ur okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum og biðjum Guð að styrkja ykkur. „Marsbumbu“-mömmur og -börn. Elsku Tjörvi Freyr. Við kveðjum þig í dag, litli engillinn okkar með brosið í augunum. Þú barðist svo hetjulega við þenn- an illvíga sjúkdóm og allir dáðust að kraftinum í litla víkingnum. Þú ert litla hetjan okkar og minn- ing þín verður ljós í lífi okkar allra og þá einkum foreldra þinna og stóra bróður. Mamma og pabbi börðust með þér allan tímann og sýndu svo mikinn kraft og dugnað og erum við svo óendanlega stolt af þeim. Við kveðjum þig með bæninni sem við biðjum með börnunum okkar og hugsum til fallegasta engilsins á himninum. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús, mæti. Guð geymi þig, elsku vinur. Elsku Elfa, Freyr og Valdimar, hugur okkar og bænir eru hjá ykk- ur, kæru vinir. Megi guð veita ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Ykkar vinir, Hulda og Erlendur, Sigríður Lára og Ólafur, Birna og Sigurður, Linda og Eggert, Arnþrúður og Sindri, Erla og Bára. Kæri Tjörvi okkar. Mann setur hljóðan. Hér sit ég og reyni að festa á blað minningarorð um elskulegan ungan dreng sem var okkur öllum svo kær og við munum aldrei gleyma. Sorgin er svört, sár og dimm, og krefst þess að horfst sé í augu við hana. Á svona stundum spyr maður sig um tilgang lífs og dauða. Fyrir rétt tæpu ári síðan hringdi pabbi þinn í mig og tilkynnti mér um þann alvarlega sjúkdóm sem nú hef- ur borið þig ofurliði. Þig þennan táp- mikla og fjöruga dreng. Mikið var á þig lagt, ungi vinur. Það ótrúlega bar- áttuþrek sem þú bjóst yfir mun alltaf búa okkur í minni. Ávallt var stutt í brosið þitt. Sama hve veikur þú varst. Á stundum stóð stríð þitt tæpt, og virtist sem það væri tapað, en þú komst öllum alltaf á óvart. Nú hefur okkar æðri máttur ákveðið að lina þínar þjáningar. En við erum ekki tilbúin. Við snúum vanganum við þessari köldu kvöl. Ekkert er í heimi hér eldra og ófrumlegra en andlát lít- ils barns. Við þökkum fyrir að hafa kynnst þér, elsku vinur, og fengið að taka þátt í gleði þinni og sorgum. Nú komið er að kveðjustund, baráttu þinni er lokið. Nú ertu kominn á stað þar sem engin þjáning er. Minning þín, Tjörvi, er ljós í lífi okkar. Elsku Freysi, Elfa og Valdimar Freyr. Missir ykkar er svo stór, eng- in orð duga til að lýsa hluttekningu okkar. Þau eru hreinlega ekki til. Maður getur vart tjáð sig með eigin orðum um baráttu ykkar litlu fjöl- skyldu undanfarið ár, og þann missi sem þið nú standið frammi fyrir. Engin orð eru nógu stór, ekkert fær þessu breytt. Hann var ykkar suður, ykkar vestur, norður og austur Hann var ykkar vinnuvika, og sunnudagshvíld Hann var ykkar hádegi og miðnætti Tal ykkar og söngur (H. S. Auden.) Vottum við öllum þeim sem nú syrgja þennan góða dreng innilega samúð og óskum þess að sárin grói. Minning okkar um þig, Tjörvi, mun búa í hjarta okkar um alla framtíð. Far þú í friði, kæri vinur. Bjarni Árnason og börn. Við viljum minnast lítillar hetju sem kvaddi þennan heim á fyrstu æviskeiðum lífs síns. Tjörvi Freyr var einstaklega kraftmikill og skemmtilegur lítill drengur og með eindæmum fallegur. Hann gaf stóra bróður sem hann leit svo mikið upp til ekkert eftir í leik og starfi. Það voru sláandi tíðindi sem við fengum fyrir rétt tæpu ári síðan þeg- ar Tjörvi Freyr greindist með alvar- legan sjúkdóm. Við tók löng og ströng meðferð þar sem hann sýndi gífurlegt baráttuþrek og dugnað sem hann átti ekki langt að sækja frá for- eldrum sínum sem eru einstaklega vel gert fólk. Elsku Elfa og Freyr, þið hafið sýnt ótrúlegt þrek og æðruleysi í þessari miklu raun sem á ykkur er lögð. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni (Sigurður Jónsson frá Prestshólum) Megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Við vottum ykkur og Valdimari Frey okkar dýpstu samúðarkveðjur. Þórhildur og Óli Hrafn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem með hlýhug, nærveru og samúðarkveðjum heiðruðu minningu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Eyrargötu 12, Eyrarbakka, sem lést mánudaginn 6. ágúst. Magnús Þórarinsson, Sigurður G. Sigurjónsson, Eva Andersen, Guðmundur Magnússon, María E. Bjarnadóttir, Ingvar Magnússon, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, sonur, bróðir, mágur og tengdasonur, KRISTJÁN SVERRISSON, Garðavegi 6, Hnífsdal, lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði föstudaginn 24. ágúst. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 31. ágúst kl. 13.00. Anna Valgerður Einarsdóttir, Annetta Rut Kristjánsdóttir, Ásgeir Kristjánsson, Eva Margrét Kristjánsdóttir, Linda Marín Kristjánsdóttir, Ísak Þór Kristjánsson, Berglind Kristjánsdóttir, Guðný W. Ásgeirsdóttir, Sverrir Þorsteinsson, Ásgeir Sverrisson, Unnur P. Stefánsdóttir, Anna Karen Sverrisdóttir, Rakel Sverrisdóttir, Ríkharður Sverrisson, Auður Pétursdóttir, Árni Árnason, Lára Jónsdóttir, Margrét Haukdal Marvinsdóttir, Einar E. Magnússon. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem með hlýhug og samúðarkveðjum heiðruðu minningu ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, GEIRS VALBERGS GUÐNASONAR, Ph. D. matvælaiðnfræðings, 1274 Brooklawn Road, Atlanta, GA 30319. Ásbjörg Húnfjörð, Gary Valberg Guðnason, Amanda Mullins Guðnason, Linda Denise Guðnason og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA SIGRÚN ÓSKARSDÓTTIR, áður til heimilis á Skógtjörn, Álftanesi, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 22. ágúst, verður jarðsungin frá Bessastaðakirkju föstudaginn 31. ágúst kl. 13:30. Auðbjörg Eggertsdóttir, Sigurður Eggertsson, Klemenz Eggertsson, Erla Stringer og fjölskyldur. ✝ Ástkær faðir okkar, GUÐMUNDUR J. KRISTJÁNSSON veggfóðrara- og dúklagningameistari, Bakkagerði 12, Reykjavík, sem andaðist miðvikudaginn 22. ágúst á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 31. ágúst kl. 13.00. Guðni Guðmundsson, Guðný Hákonardóttir, Örn Guðmundsson, Svava Eiríksdóttir, Áslaug Guðmundsdóttir, Þorvarður Jón Guðmundsson, Þórlaug Guðmundsdóttir, Baldvin G. Heimisson, Albert Guðmundsson, Ingibjörg Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.