Morgunblaðið - 29.08.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.08.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2007 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Fyrirlestrar og fundir OA-samtökin | Gula húsið, Tjarnar- götu 20, Reykjavík. OA-fundur alla miðvikudaga kl. 20.15-21.15. Tekið er á móti nýliðum kl. 19.45. Allir velkomnir, það má koma of seint. Frístundir og námskeið Gigtarfélag Íslands | Haustnámskeið hefjast miðvikudaginn 4. september. Boðið er upp á námskeið í stafagöngu, alhliða leikfimi fyrir konur og karla, jóga og stott-pilates. Rólegt umhverfi og faglærðir kennarar. Nánari upplýs- ingar í síma 530 3600. Fréttir og tilkynningar Kópavogsdeild Rauða kross Íslands | Sjálfboðaliðahópur prjónar ung- barnaföt fyrir börn í neyð. Hópurinn hittist í sjálfboðamiðstöðinni Hamra- borg 11, 29. ágúst kl. 16-18. Á staðnum verða prjónar, garn og gott fólk sem lætur gott af sér leiða. Velkomið er að taka með sér eigið prjónadót. Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 9.30, handav. kl. 8-16.30, smíði/útskurður kl. 9-16.30, heilsugæsla kl. 10-11.30. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofan að Gullsmára 9 er opin mánu- daga og miðvikudaga kl. 10-11.30, s. 554 1226. Skrifstofa FEBK að Gjá- bakka er opin á miðvikudögum kl. 13- 14, s. 554 3438. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Farið verður í berjaferð fimmtudaginn 6. september. Brottför frá Gullsmára kl. 13 og Gjábakka kl. 13.15. Leitað verður berja í Hvalfirði og nágr. Eigið nesti. Verði veður óhag- stætt til berjatínslu verður farið í óvissuferð „út í bláinn“. Skráning í fé- lagsmiðstöðvunum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10. Kveðjuhóf verður haldið til heiðurs Stefaníu Björns- dóttur í dag, miðvikudag 29. ágúst, kl. 16, þar sem hún lætur af störfum hjá félaginu 1. sept. nk. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, leiðbeinandi við kl. 10-17. Hádegisverður kl. 11.40. Félags- vist kl. 13. Viðtalstími FEBK kl. 13-14. Bobb kl. 17. Kynningarfundur um fyr- irhugaða starfsemi í vetur verður á morgun, fimmtudag 30. ágúst, kl. 14. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 9 vefnaður og ganga. Kl. 11.40 hádegis- verður. Kl. 13 brids, konur. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð- un, almenn handavinna, fótaaðgerð, morgunkaffi/dagblöð, hádegisverður, spiladagur, kaffi. Skráning á nám- skeiðin í vetur hafin, bókband, vefn- aður, myndlist, bútasaumur, kertagerð, leikfimi, jóga/kinesiologi o.fl. Upplýs- ingar í síma 535 2760. .Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Brids í Garðabergi kl. 13-16, skráning í leikfimi og önnur námskeið hafin. Skráningarblöð liggja frammi í Garða- bergi. Opið kl. 13-16. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Skráning stendur yfir í ferð til Strandarkirkju, (Jónatansferð), laug- ardaginn 1. september. Lagt af stað frá Hlaðhömrum kl. 13. Skráning í síma 586 8014 e. hádegi og s. 692 0814. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30 m.a. fjölbreytt handavinna og tréútskurður. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.30. Spilasalur opinn frá hádegi. Helgistund á morgun kl. 10.30, umsj. Ragnhildur Ásgeirsd. djákni. Fimmtud. 6. sept. kl. 13 byrjar myndlist. S. 575 7720. Hraunsel | Félagsmiðtöðin opnuð kl. 9, Píla kl. 13.30. Hæðargarður 31 | Starfið er opið öll- um. Skráning stendur yfir. Haustfagn- aður í dag kl. 14-16. Kynning og hátíð- legt með kaffinu. Kíktu við og kynntu þér tilboð vetrarins. S. 568 3132 as- dis.skuladottir@reykjavik.is Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur frá heilsugæslunni kl. 10.30. Leikfimi fyrir byrjendur kl. 10.30, leikfimi í salnum, Janick leið- beinir kl. 11. Verslunarferð í Bónus kl. 12. Handverks- og bókastofa kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Norðurbrún 1 | Félagsvist miðviku- daga kl. 14. Allir velkomnir. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9-12 aðstoð v/böðun. Kl. 10-12 sund. Kl. 11.45-12.45 hádegis- verður. Kl. 12.15-14 verslunarferð í Bónus Holtagörðum. Kl. 13-14 videó/ spurt og spjallað. Kl. 14.30-15.45 kaffi- veitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Morgun- stund kl. 9.30, handavinnustofan opin og allir velkomnir verslunarferð kl. 12.30. Söngur og dans kl. 14, allir vel- komnir, hvar sem þeir búa. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17-20.30. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í síma 858 7282. Kvöldbænir kl. 20. Allir velkomnir. Bessastaðasókn | Foreldramorgunn í Holtakoti kl. 10-12. Foreldrar ungra barna á Álftanesi velkomnir. Púttæf- ingar eldri borgara eru á púttvellinum við Haukshús kl. 13-15. Eldri borgarar á Álftanesi velkomnir. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Máls- verður í safnaðarheimili eftir stundina. Innritun fermingarbarna vorsins 2008 kl. 16 í safnaðarheimili. Dómkirkjan | Hádegisbænastund mið- vikudaga kl. 12.10-12.30. Léttur hádeg- isverður á kirkjuloftinu á eftir. Bænar- efnum má koma á framfæri í s. 520 9700 eða með tölvupósti til domkirkjan@domkirkjan.is. Allir vel- komnir. Háteigskirkja | Kvöldbænir lesnar kl. 18 og beðið fyrir sjúkum og þeim sem eiga erfitt. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Á miðvikudögum kl. 11, súpa og brauð á eftir. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Bæna- stund miðvikudaga kl. 12. Matur í lok stundarinnar. Allir eru velkomnir. Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut 58-60. Samkoma í kvöld 29. ágúst kl. 20. „Leitið Drottins“. Ræðumaður er sr. Jakob Hjálmarsson. Ragnar Gunn- arsson segir fréttir frá Asíu. Kaffi eftir samkomuna. Allir eru velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 10 foreldra- morgunn í umsjá sr. Hildar Eirar Bolla- dóttur. Kl. 10.30 gönguhópurinn Sólar- megin leggur upp frá kirkjudyrum. Kl. 14.30 kirkjuprakkarar mæta til leiks á sinn fyrsta fund á nýju starfsári. (1.-4. bekkur). Umsjón hafa prestar og kirkjuvörður. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Beðið fyrir sjúkum og bágstöddum. Messan tekur um 20 mínútur. Hægt er að koma fyrirbænarefnum til prest- anna með tölvupósti, símtali eða skrif- lega við upphaf messunnar. Vídalínskirkja Garðasókn | Foreldra- morgunn kl. 10-12.30. Heitt á könn- unni. 70ára afmæli. Í dag, 29ágúst, er Ragnar Þ. Magnússon, fyrrverandi verkstjóri úr Grindavík, sjö- tugur. Hann verður að heiman á afmælisdaginn sinn. dagbók Í dag er miðvikudagur 29. ágúst, 241. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Hann sagði: „Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt." (Mk. 4, 24.) Jafnréttisstofa efnir til ráðstefnuá morgun, fimmtudag, undir yf-irskriftinni Karlar til ábyrgðar.Ráðstefnan er haldin sem liður í verkefninu Evrópuár jafnra tækifæra. Ingólfur V. Gíslason er sviðsstjóri hjá Jafnréttisstofu: „Umfjöllunarefni ráð- stefnunnar er ofbeldi karla á heimilum og meðferðarúrræði sem nú stendur aftur til boða á Íslandi eftir nokkurra ára hlé,“ útskýrir Ingólfur. Á árunum 1998 til 2001 var starfrækt tilraunaverkefni þar sem körlum sem beittu ofbeldi á heimilum var boðin val- kvæð viðtals- og hópmeðferð. „Nið- urstöður rannsóknar sem kynnt verður á ráðstefnunni sýna að meðferðin virð- ist skila töluverðum árangri. Þeir karl- ar sem nýttu sér meðferðarúrræðið voru ánægðir með aðstoðina og þótti hún hafa mikil áhrif til batnaðar. Svör sambýliskvenna þeirra sýndu fram á verulega minnkun heimilisofbeldis og mikla aukningu í gæðum daglegs lífs,“ segir Ingólfur. Ráðstefnan hefst með ávarpi Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra. „Því næst mun Marius Råkil sál- fræðingur frá Noregi segja frá samskonar framtaki þar í landi og fara yfir 20 ára reynslu samtakanna Al- ternativ til vold af því að aðstoða karla (og raunar konur líka) við að hætta of- beldisbeitingu. Á grundvelli sinnar víð- tæku reynslu mun hann einnig leitast við að svara þeirri spurningu af hverju karlar beiti ofbeldi í nánum sam- böndum,“ segir Ingólfur. Einnig mun dr. Berglind Guðmunds- dóttir sálfræðingur fjalla um þjónustu Áfallamiðstöðvar slysa, ofbeldis og hamfara við þolendur heimilisofbeldis. Rannveig Þórisdóttir deildarstjóri áætlanadeildar Lögreglustjóra höf- uðborgarsvæðisins ræðir um upplýs- ingar um heimilisofbeldi úr gögnum lögreglu. Síðastir taka til máls Einar Gylfi Jónsson og Andrés Ragnarsson og segja frá verkefninu Karlar til ábyrgðar og niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á árangri meðferð- arúrræðisins. Ráðstefna morgundagsins er haldin í Kornhlöðunni, Lækjarbrekku, frá 13 til 16. Ráðstefnan er öllum opin og að- gangur ókeypis, en æskilegt er að skrá þátttöku á jafnretti@jafnretti.is. Forvarnir | Ráðstefna um meðferðarúrræði vegna heimilisofbeldis Karlar til ábyrgðar  Ingólfur V. Gíslason fæddist í Reykjavík 1956. Hann lauk stúd- entsprófi frá MK 1976, BA-gráðu í stjórnmálafræði fráHÍ 1981 og doktorsgráðu í fé- lagsfræði frá Há- skólanum í Lundi 1990. Ingólfur starf- aði hjá Máli og menningu og vann síðar að ritun sögu Iðju, félags verk- smiðjufólks. Hann hóf störf hjá Skrif- stofu jafnréttismála árið 1995. Ing- ólfur býr með Björk Óttarsdóttur leikskólak. og eiga þau þrjú börn. LESTARSTARFSMAÐUR í Norður-Kóreu bíður hér eftir að neðanjarðarlest komi í Pyon- gyang. Honum virðist leiðast nokkuð biðin enda líklega ekki skemmtilegt að vinna neðan- jarðar allan daginn í loftinu frá lestunum og fólkinu sem treðst þar um á álagatímum. Beðið eftir lestinni Reuters ÞEGAR viðburður er skráður í Stað og stund birtist tilkynn- ingin á netinu um leið og ýtt hefur verið á hnappinn „stað- festa“. Skrásetjari getur nýtt sér þann möguleika að nota leiðréttingaforritið Púkann til að lesa textann yfir og gera nauðsynlegar breytingar sé þess þörf. Hver tilkynning er aðeins birt einu sinni í Morg- unblaðinu. Bent er á að hægt er að skrá atburði í liðina fé- lagsstarf og kirkjustarf tvo mánuði fram í tímann. Allur texti sem birtist í Morgunblaðinu er prófarka- lesinn. Skráning í Stað og stund MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynn- ingar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið dagbok@mbl.is eða í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. ARKITEKTAFÉLAG Íslands efnir til Íslensku byggingarlista- verðlaunanna sem verða afhent í fyrsta sinn 20. október næstkom- andi. Þyrping hf., þróunarfélag á sviði skipulagsmála og mann- virkjagerðar, er bakhjarl verð- launanna sem áætlað er að veita annað hvert ár. Í fréttatilkynningu segir að til álita komi verkefni á íslenskri grundu; mannvirki, skipulag og ritverk um íslenska byggingarlist sem lokið hefur verið við frá árs- byrjun 2005 eða síðar. Vegna skipulagsverkefna er miðað við dagsetningu á samþykki skipu- lagsyfirvalda. Miðað er við útgáfu- dag eða birtingu ritverka og hug- verka. Skilafrestur rennur út miðviku- daginn 12. september. Valnefnd skipuð þremur arkitektum mun velja um tug verkefna sem kynnt verða á sýningu sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum 20. október. Við sama tækifæri verða Íslensku byggingarlistaverðlaunin 2007 af- hent fyrir eitt þessara verkefna. Auk sýningarinnar verða útvöld- um verkefnum gerð skil í sýning- arbók sem kemur út sama dag. Vonir bundnar við verðlaunin Allir geta tilnefnt verk til verð- launanna og er almenningur hvattur til að senda inn tilnefn- ingar. Arkitektar og hönnuðir geta tilnefnt bæði eigin verk og annarra. Stjórn Arkitektafélags- ins hefur sent félagsmönnum bréf og hvatt þá til að bregðast vel við framtakinu. Forsvarsmenn sveit- arfélaga og forstöðumenn stofn- ana sem standa að mann- virkjagerð og skipulagi hafa einnig verið hvattir til að tilnefna verk. Albína Thordarson, formaður Arkitektafélags Íslands, segir miklar vonir bundnar við Ís- lensku byggingarlistaverðlaunin. „Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á góðri byggingar- list í landinu. Það er lofsvert framtak hjá Þyrpingu að veita þessu metnaðarfulla verkefni, sem Arkitektafélagið hefur lengi haft hug á, framgang. Ég geri ráð fyrir að margir taki þátt með því að tilnefna eigin verk eða annarra og á von á því að verðlaunin festi sig í sessi sem reglubundinn við- burður í íslensku menningarlífi.“ Verkefnisstjórn Íslensku byggingarlistaverðlaunanna skipa Sigríður Magnúsdóttir úr stjórn Arkitektafélags Íslands, Sólveig Berg Björnsdóttir, arki- tekt FAÍ, og Harpa Þorláks- dóttir, markaðs- og sölustjóri Þyrpingar. Eyðublað vegna tilnefninga og ítarlegar upplýsingar um Ís- lensku byggingarlistaverðlaunin er að finna á vefsíðu Arkitekta- félags Íslands, www.ai.is. Byggingarlistaverðlaunin verða afhent í fyrsta sinn Arkitektúr G. Oddur Víðisson, framkvæmdastjóri Þyrpingar, og Albína Thordarson, formað- ur Arkitektafélags Íslands. PRÓFESSOR í taugavísindum og í heilbrigðisverkfræði heldur fyr- irlestur í Háskólanum í Reykjavík þann föstudaginn 31. ágúst nk. Reza Shadmehr PhD er prófessor við Johns Hopkins University í Baltimore í Bandaríkjunum. „Shadmehr er mikilsvirtur vísindamaður og hefur birt hátt í 60 greinar í helstu vísindaritum og skrifað fjölda bókakafla auk þess að hafa ritað kennslubók í verkfræði. Eitt af áherslusviðum hans er stjórn hreyfinga og gerð stærðfræðilegra líkana af þeim þar sem samhliða er beitt rannsóknaraðferðum verkfræði og lífvísinda,“ segir í frétt frá HR. Fyrirlestur um taugavísindi í HR FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.