Morgunblaðið - 22.09.2007, Side 1
laugardagur 22. 9. 2007
íþróttir mbl.isíþróttir
FH-ingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á morgun >> 2
BIKARÚRSLIT KVENNA
OLGA FÆRSETH, FYRIRLIÐI KR, LÉK SINN FYRSTA
BIKARÚRSLITALEIK MEÐ KEFLAVÍK FYRIR 16 ÁRUM >> 4
Eftir Víði Sigurðsson
vs@mbl.is
Fulltrúar Vals og Fram settust að
samningaborðinu í gær, eftir að ljóst
varð að niðurstaða í málinu fengist
ekki fyrir dómstólum á næstunni.
Framarar hafa frá því um miðjan júlí
neitað að samþykkja félagskipti Sig-
fúsar og hafnað tveimur tilboðum
Valsmanna.
Á þriðjudaginn kemur rennur út
frestur til að tilkynna liðsskipan fyrir
Meistaradeild Evrópu og útlit var
fyrir að Sigfús Páll myndi missa af
leikjum Vals þar, ásamt meiru af Ís-
landsmótinu, en hann var að sjálf-
sögðu ekki með í tveimur fyrstu leikj-
unum, gegn Haukum og Stjörnunni,
sem Íslandsmeistarar Vals töpuðu.
Valsmenn óskuðu eftir því við Hér-
aðsdóm Reykjavíkur fyrir skömmu
að matsmaður á hans vegum myndi
meta sanngjarnt félagaskiptagjald
Sigfúsar. Valsmenn höfðu boðið
Fram 1.500 þúsund krónur en Fram-
arar munu hafa farið fram á ríflega
tvöfalda þá upphæð.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var niðurstaða matsmanns-
ins sú að Val bæri að greiða 2,7 millj-
ónir króna fyrir Sigfús Pál og félögin
munu hafa orðið ásátt um þá upphæð
í gærkvöld.
Svartsýnni í dag en
nokkru sinni fyrr
„Mér leið satt að segja mjög illa
fyrr í dag og held að einmitt þá hafi
ég verið svartsýnni á lausn í málinu
en nokkru sinni fyrr. Það leit út fyrir
að ég myndi missa alveg af sex frá-
bærum leikjum í Meistaradeildinni,
ásamt öðrum leikjum Vals á næst-
unni. Svo var mér tilkynnt rétt áðan
að málið væri leyst og ég er heldur
betur sáttur og get ekki beðið eftir
því að komast á fyrstu æfinguna hjá
Val á morgun,“ sagði Sigfús Páll við
Morgunblaðið í gærkvöld, rétt eftir
að hann fékk tíðindin af niðurstöðu
viðræðnanna.
Eins og fram kom í viðtali við Sig-
fús Pál í Morgunblaðinu fyrir
skömmu hefur hann æft uppá eigin
spýtur síðan um miðjan júlí, þegar
hann tók þá ákvörðun að ganga til liðs
við Valsmenn.
„Þetta hefur verið leiðinlegur tími
en nú er hann að baki og ég get ein-
beitt mér að því að sýna mig og sanna
á æfingunum hjá Val,“ sagði Sigfús
Páll Sigfússon, sem lék sína fyrstu A-
landsleiki fyrir Íslands hönd síðasta
vetur.
Sáttum náð um Sigfús Pál
Morgunblaðið/Kristinn
Valsmaður Sigfús Páll Sigfússon í leik með Fram gegn Val á síðasta tímabili. Nú getur hann klæðst Valsbún-
ingnum eftir að félögin náðu samkomulagi um félagaskiptaverð hans í gærkvöld.
VALUR og Fram komust í gær-
kvöld að samkomulagi um fé-
lagaskipti handknattleiksmannsins
Sigfúsar Páls Sigfússonar úr Fram
yfir í Val. Hann getur því byrjað að
æfa með Valsmönnum í dag og
verður gjaldgengur með þeim í
næsta leik í úrvalsdeildinni sem er
gegn Aftureldingu á þriðjudags-
kvöldið. Hann getur jafnframt spil-
að með Valsmönnum þegar þeir
mæta Gummersbach í fyrsta leik
sínum í Meistaradeild Evrópu
næsta föstudagskvöld.
Valur og Fram komust að samkomulagi Valur greiðir um 2,7 milljónir fyrir Sigfús Pál Sigfús-
son Sest niður í gær þegar ljóst varð að niðurstaða fengist ekki fyrir dómstólum á næstunni
STEFÁN Gíslason,
landsliðsmaður í
knattspyrnu, verður
fyrirliði danska liðsins
Bröndby þegar liðið
tekur á móti nágrönn-
um sínum í FC Kö-
benhavn í dönsku úr-
valsdeildinni á
morgun. Bæði Stefán
og félagi hans á miðj-
unni, Svíinn Samuel Holmén,
mæta þar sterkum miðju-
mönnum FC Köbenhavn í
fyrsta sinn og er bú-
ist við skemmtilegri
rimmu miðjumanna
liðanna.
„Það er mikill
heiður að vera fyrir-
liði, sérstaklega í
stóru félagi eins og
Bröndby. Mér finnst
ég stöðugt falla bet-
ur að liðinu og
hlakka mikið til þessa nágran-
naslags. Það verður gaman að
kljást við miðjumenn þeirra,“
segir Stefán á heimasíðu fé-
lagsins.
Per Nielsen er venjulega
fyrirliði Bröndby, en hann
verður fjarri góðu gamni þeg-
ar nágrannaliðin leiða saman
hesta sína.
Tom Köhlert þjálfari segir
eðlilegt að velja Stefán þegar
Nielsen er fjarverandi. „Hann
er leiðtogi, bæði í leikjum og á
æfingum. Ég er því ekki í
nokkrum vafa um að þetta er
gott val,“ sagði þjálfarinn.
Stefán tekur við fyrir-
liðabandinu hjá Bröndby
Stefán Gíslason
ÍÞRÓTTAFÉLAG stúdenta,
eina félagið sem hefur átt lið í
efstu deild kvenna í körfu-
knattleik allt frá byrjun, hefur
dregið lið sitt úr keppni og
verður ekki með á Íslands-
mótinu í vetur. Flestir leik-
manna ÍS eru gengnir til liðs
við Val, sem ætlaði að senda
lið í 1. deildina í vetur og vera
með á Íslandsmótinu í fyrsta
skipti í ellefu ár, en hefur nú
þegið boð KKÍ um að taka
sæti í úrvalsdeildinni.
Deildin verður þó ekki full-
skipuð, með átta liðum eins og
fyrirhugað var, þar sem
Breiðablik hætti við þátttöku í
deildinni fyrr í sumar og verð-
ur í staðinn með lið í 1. deild.
Liðin sjö sem leika í úrvals-
deild kvenna í vetur eru því
Haukar, Keflavík, Grindavík,
Hamar, Fjölnir, KR og Valur.
ÍS hefur verið með á Ís-
landsmóti kvenna allt frá
byrjun, árið 1981, en þá voru
aðeins þrjú lið með, ÍS, KR og
ÍR. Stúdínur, eins og lið
þeirra var jafnan kallað, urðu
Íslandsmeistarar 1984 og
1991 og bikarmeistarar 1991
og 2003. Þá urðu þær deild-
armeistarar árið 2002 en töp-
uðu síðan í úrslitum Íslands-
mótsins og höfnuðu í öðru
sæti, rétt eins og árið 2004.
Síðasta vetur höfnuðu
Stúdínur í fjórða sæti af sex
liðum og töpuðu fyrir Hauk-
um í undanúrslitunum um Ís-
landsmeistaratitilinn.
Valur í stað Íþróttafélags
stúdenta í kvennakörfu