Morgunblaðið - 25.09.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 261. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is
FRJÁLST FIKT
ALLT GETUR GERST Í SAMSTARFI
DJASSMANNSINS OG DÍVUNNAR >> 15
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
EKKI hefur mikið farið fyrir undir-
búningi að lagningu Sundabrautar að
undanförnu og fer ekki á milli mála að
nokkurrar óþreyju er farið að gæta hjá
forsvarsmönnum Faxaflóahafna, sem
boðist hafa til að annast verkið. Mat á
umhverfisáhrifum beggja áfanga
framkvæmdarinnar stendur nú yfir.
Í mars sl. sendi stjórn Faxaflóa-
hafna bréf til forsætisráðherra og
samgönguráðherra þar sem Faxa-
flóahafnir bjóðast til að taka að sér að
leggja Sundabraut í einum áfanga. Í
framhaldinu voru forsvarsmenn
Faxaflóahafna boðaðir á fund for-
sætisráðherra og fleiri ráðherra og
var ákveðið að skipa nefnd með
fulltrúum fjármálaráðuneytis, sam-
gönguráðuneytis og hafnarstjórnar.
„Þar er málið statt núna og satt að
segja hefur ekki nægilega mikið gerst
í þessu á þessu kjörtímabili. Okkar til-
boð stendur ennþá en mér finnst ekki
hafa verið nægilega mikill gangur í
þessu,“ segir Björn Ingi Hrafnsson,
formaður stjórnar Faxaflóahafna. „Á
þessum fundi kom skýrt fram af hálfu
ríkisvaldsins mikill áhugi á þessu
máli. Boltinn er hjá samgönguyfir-
völdum.“
Unnið hefur verið að rannsókna-
borunum og jarðfræðirannsóknum að
undanförnu vegna mögulegra jarð-
ganga og er allri útivinnu lokið á
þessu sumri. Endanleg skýrsla er
væntanleg á næstunni, að sögn Jóns
Rögnvaldssonar vegamálastjóra. Þá
er verkfræðistofa að fara nánar yfir
kostnaðarhlið verksins. Spurður um
boð Faxaflóahafna segist Jón ekki
vita hvar það mál stendur. Gísli Gísla-
son, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sem
á sæti í starfshópnum segir hópinn
hafa komið nokkrum sinnum saman
og þar sé verið að ýta verkefninu
áfram „en nokkrum veigamiklum
spurningum er ósvarað,“ segir Gísli.
„Þá er alveg ljóst að af hálfu ríkisins
þarf að liggja fyrir skýr stefna um
með hvaða hætti þeir vilji ráðast í
framkvæmdina sjálfa,“ segir hann.
„Það stendur sem við höfum áður
sagt að við erum tilbúnir að koma
áfram að verkefninu en til þess að það
megi fá frekari framgang þarf að
höggva á ýmsa hnúta og taka ákvarð-
anir.“
Höggva
þarf á
hnúta
Faxaflóahafnir bíða
svars við boði um
gerð Sundabrautar
GANGNAMENN á Landmannaafrétti lentu í
óvenjumikilli snjókomu að þessu sinni, að sögn
Kristins Guðnasonar fjallkóngs.
„Það snjóaði allan laugardaginn hjá okkur.
Farið var aftur á svæði sem verst gekk að
smala og fannst talsvert af fé. Þó vantar nú með
meira móti fé af fjalli. Farið verður í eftirleit á
afréttinum fyrstu helgina í október.
Það var mjög dimmt og vont að leita. Svo var
snjórinn það mikill að það var erfitt að reka féð.
Bæði var snjórinn djúpur og frostlítið svo hlóðst
í ullina,“ sagði Kristinn.
Morgunblaðið/RAX
Smalamennska í snjókomu
Má bjóða þér
sæti? >> 37
Leikhúsin í landinu
SÞ. AFP. | Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban
Ki-moon, hrósaði í gær búddamunkum og -nunnum í
Búrma fyrir að berjast gegn herforingjastjórninni með
friðsamlegum mótmælum. Jafnframt varaði hann her-
foringjana eindregið við að beita vopnavaldi.
Um 100.000 manns tóku í gær þátt í mótmælum munk-
anna og stuðningsmanna andófshetjunnar Aung San
Suu Kyi sem er í stofufangelsi í Rangoon. George W.
Bush Bandaríkjaforseti mun í dag kynna hertar refsiað-
gerðir gegn herforingjastjórninni í ræðu á allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna. Vesturveldin hafa á síðari
árum beitt ýmsum refsiaðgerðum gegn stjórninni en Kína og Indland graf-
ið undan þeim með því að auka enn viðskipti sín við Búrma sem er ríkt af
ýmsum náttúrauðlindum, þ. á m. olíu og gasi. | 22
Hertar aðgerðir
gegn herforingjum
Aung San Suu Kyi
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
UNDIRBÚNINGUR að ungbarnadeildum fyrir
0–3 ára börn við leikskóla í Reykjavík er vel á veg
kominn. Er m.a. uppi sú hugmynd að einn leikskóli
í hverju hverfi borgarinnar hafi slíka deild. Verður
framkvæmdaáætlun vegna þessa kynnt með fjár-
hagsáætlun borgarinnar nú í haust. Verða slíkar
deildir valkostur við dagforeldrakerfið en borgin
ætlar sér að semja við dagforeldra og setja þak á
verðskrá þeirra sem í dag er frjáls. Í samningnum
mun að auki felast bætt þjónusta við dagforeldra.
Er vonast til þess að með samningunum fjölgi dag-
foreldrum.
Í bókun fulltrúa Samfylkingar á fundi leikskóla-
„Engin töfralausn til“
Fjölga þarf plássum á leikskólum í Reykjavík um a.m.k. 850 með ungbarna-
deildum sem eru í undirbúningi Setja á þak á gjaldskrá dagforeldra í borginni
ráðs í síðustu viku kemur fram að fjölga þyrfti
leikskólaplássum um 850 ef taka ætti inn á leik-
skóla öll börn sem eru orðin eins árs í september
ár hvert.
250 börn, 18 mánaða og eldri, bíða nú þegar eftir
leikskólaplássi í borginni. 150 stöður á leikskól-
unum eru enn ómannaðar. Það verður hins vegar
fátt um svör þegar spurt er hvernig manna eigi
nýju ungbarnadeildirnar. „Það er engin töfralausn
til,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður
leikskólaráðs.
Vegna manneklunnar hafa fleiri útlendingar
verið fengnir til starfa á leikskólum. Er sú krafa
gerð að fólk hafi ákveðna kunnáttu í íslensku.
„Okkur finnst auðvitað slæmt að eiga þessi
pláss í leikskólunum, en við getum ekki nýtt þau,“
segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri
menntasviðs. „Við höfum aðstöðuna en okkur
vantar fólk.“
Í HNOTSKURN
»181 barn sem er hjá dagforeldri er fætt2005 eða fyrr og því orðið tveggja ára
eða að nálgast þann aldur.
»Yfir 900 börn 8–18 mánaða eru nú þeg-ar á leikskólum í Reykjavík eða hjá dag-
foreldrum. Um 1.400 börn fæðast í borginni
ár hvert.
Verðþak á dagforeldra | 6