Morgunblaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is „ÉG held að Hallgrímur lýsi vel til- finningum þeirra sem eru krist- innar trúar á öllum tímum, ekki bara þeim sem hann var uppi á. Hann hafði djúpt innsæi í mannlegt eðli,“ segir Íslandsvinurinn og sálmaskáldið Johan Klein sem þýtt hefur Passíusálmana og gefið út á bók ásamt nótum. Bókina nefnir hann „Í skugga kross þíns“. Hann hefur lagt sig fram um að kynna sálmana í hollenskum kirkjum við góðar undirtektir. „Þegar skáldið syngur um gyðinga og Rómverja á tímum Jesú Krists, þá vísar það bæði til tilveru fólksins sem uppi var á 17. öld jafnt sem núna. Sálm- arnir eru í raun tímalausir.“ Passíusálmarnir hafa verið þýdd- ir á nokkur tungumál á undan- förnum árum eins og ensku, þýsku, dönsku, norsku, ungversku og ítölsku en þetta mun vera í fyrsta sinn sem nótur fylgja þýðingunni. „Hollendingar eru söngmenn góðir og ég fékk í lið með mér David de Jong, sem útsetti sálmana fyrir kóra. Þeir voru fyrst sungnir í þessum útsetningum í hollenskum kirkjum í kyrruviku árið 2006.“ Klein lagðist í rannsóknir til þess að finna uppruna íslensku laganna sem sungin eru við sálmana og komst að því að þrjú þeirra eru hollensk. „Þau höfðu vitanlega breyst í munnlegri geymd en í bók- inni hef ég bæði upprunalegu lögin og íslensku útgáfuna,“ segir hol- lenska sálmaskáldið sem er hvergi nærri hætt í útgáfumálunum á ís- lensku. ,,Nú er í undirbúningi geisladiskur sem áætlað er að komi út árið 2008, þar sem valdir Pass- íusálmar verða sungnir á hol- lensku. Vonandi verður hann bara tvöfaldur,“ segir hann að endingu og brosir. „Lýsir vel tilfinningum þeirra sem eru kristinnar trúar“ Morgunblaðið/RAX Ánægðir Johan Klein og Sigurbjörn Einarsson biskup voru ánægðir með hollenska þýðingu Passíusálmanna. Þýddi Passíusálm- ana á hollensku og gaf út með nótum ÞEIR SEM reka skemmtistaðinn Café Victor brugðust ekki við tilmælum slökkviliðs og lögreglu um úrbætur á lyklalæstum neyðarútgangi fyrr en í gærmorgun, þrátt fyrir að hafa fengið þrjár munnlegar viðvaranir og eina skriflega. Framkvæmdastjóri Café Victor sagði að gleymst hefði að taka hurðina úr lás um helgina. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá eftirlitsferð lög- reglu og slökkviliðs á veitinga- og skemmtistaði um helgina, en hún leiddi í ljós að víða er pottur brotinn þeg- ar brunavarnir eru annars vegar. Á fjórum stöðum voru gerðar alvarlegar athugasemdir þar sem flóttaleiðir voru mjög torfærar og á einum þeirra var t.a.m. neyðarút- gangi læst með lykli. Hjá forvarnasviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fengust þær upplýsingar að um ítrekað brot væri að ræða en hinn 18. september sendi starfsmaður forvarna- sviðs erindi til framkvæmdastjóra Café Victor þar sem bent var á að í vettvangsskoðun 13. september sl. hefði hið sama komið í ljós. „Þar sem um ítrekað brot er að ræða verður gripið til viðeigandi aðgerða ef ekki hefur verið úr bætt við næstu skoðun slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins,“ segir m.a. í erindinu. Um miðjan ágúst sl. gerði slökkvilið einnig athuga- semd við neyðarútganginn og gefin voru munnleg fyr- irmæli um að skipta um lás. Eftirlitsmennirnir voru á ferð aðfaranótt föstudags og laugardags og þrátt fyrir að gera athugasemdir við rekstraraðila vegnar neyðarútgangsins barst lögreglu tilkynning á sunnudagskvöld um að dyrnar væru enn læstar. Voru lögreglumenn því sendir á staðinn og við- vörunin ítrekuð. Í gærmorgun voru gerðar úrbætur sem tryggja að hægt sé að komast út. Steinþór Hilmarsson, varðstjóri og rannsóknarlög- reglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekkert lát verði á eftirliti með veitingastöðum í fram- tíðinni og tjáði Steinþór veitingamönnum það um helgina. „Þetta er komið til að vera og það verður fylgst með öllum svona hlutum í framtíðinni. Þessir hlutir verða að vera í lagi, enda geta verið á milli fimm og átta hundr- uð manns inni á einum skemmtistað og þeir verða að vera öruggir um að geta komist út í neyðartilvikum.“ Ítrekað hafa verið gerðar athugasemdir  Úrbætur voru gerðar á neyðarútgangi í gærmorgun Ljósmynd/SHS Útgangur Þröngur gangur er að neyðarútganginum á Café Victor sem reyndist læstur um helgina. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur staðfest að Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli (IGS), dótt- urfélag Icelandair, hafi brotið gegn samkeppnislögum og að álögð sekt samkeppnisyfirvalda sé í samræmi við alvarleg brot félagsins. Í mars á síðasta ári komst Samkeppniseft- irlitið að þeirri niðurstöðu að IGS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína við afgreiðslu farþega- flugvéla. Var félaginu gert að greiða stjórnvaldssekt upp á 60 milljónir króna. Í tilkynningu frá Samkeppniseft- irlitinu kemur fram að fyrirtækið braut 11. gr. samkeppnislaga þegar það gerði 10 einkakaupasamninga við flugfélög sem lenda á Keflavík- urflugvelli og með því að gera flug- félaginu LTU samkeppnishamlandi tilboð. Gert að greiða 60 milljónir SÍFELLT fjölgar þeim ökumönnum sem lögreglan hefur handtekið fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér afbrotatölfræði ágúst- mánaðar fyrir landið allt og kemur þar m.a. fram að í liðnum ágúst voru 98 bílstjórar teknir við akstur undir áhrifum slíkra efna. Í maí voru 32 teknir fyrir sams konar brot en fjöldi þeirra hefur stigvaxið síðan þá. Hafa 392 slík brot verið skráð það sem af er þessu ári. Umferðarlagabrotum hefur í heild fjölgað um rúm 20% sé miðað við ágúst í fyrra en þar af hefur hraðakstursbrotum fjölgað um 35%. Skráðum umferðarlagabrotum fjölgaði mest á Snæfellsnesi á milli ára en það má skýra með nýjum hraðamyndavélum þar. Enn fleiri aka í fíkniefnavímu HANN var bíræfinn þjófurinn sem stal um hábjartan dag tækjum og búnaði úr lögreglubíl í Borgarnesi um helgina. Maðurinn sá hins vegar að sér um síðir og skildi tækin eftir utan við lögreglustöðina í Kópa- vogi. Maðurinn var farþegi í bíl félaga síns, sem lögreglan í Borgarnesi hafði afskipti af. Var sá ökumaður handtekinn og færður á stöð en far- þeginn var frjáls ferða sinna. Mikið annríki var á þessum tíma hjá lög- reglunni, sem hafði tekið annan ökumann fyrir ölvunar- og fíkni- efnaakstur þá rétt áður. Tveir lög- reglumenn voru á vakt og þurftu þeir að yfirheyra mennina og gera leit í bílunum. Að sögn lögregl- unnar eru fleiri grunaðir um að hafa verið í vitorði með þeim sem stal tækjunum. Vitað er hver mað- urinn er og verður hann yfirheyrð- ur þegar til hans næst. Stal frá lögreglu en skilaði aftur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.