Morgunblaðið - 25.09.2007, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
SAMNINGUR Reykjavíkurborgar
og ríkisins um lóð Kleppsspítalans
er runninn út og standa viðræður
yfir um framtíðarnýtingu á þessu
u.þ.b. 10 hektara svæði, sem er í
eigu Faxaflóahafna. Ekki stendur
þó annað til en að Landspítalanum
muni áfram standa til boða að reka
þar starfsemi Kleppsspítala eins og
verið hefur en hluti landsvæðisins
verður væntanlega nýttur til ann-
ars. Ríkið greiddi Reykjavík árlega
1. kr í leigu fyrir lóðina í 100 ár.
Árið 1905 samdi bæjarstjórinn í
Reykjavík við ríkið um leigu á
landi Klepps til 100 ára um að þar
yrði rekið sjúkrahús fyrir geð-
sjúka. „Þetta svæði hefur tekið
ýmsum breytingum í áranna rás og
nú blasir við að lóðarleigusamn-
ingur sem gerður var á sínum tíma
er runninn út,“ segir Gísli Gíslason,
hafnastjóri Faxaflóahafna.
„Við höfum átt viðræður við for-
stöðumenn Landspítala um hvaða
framtíðarstarfsemi þeir hyggjast
hafa á svæðinu. Það liggur ekki
fyrir hvernig þeir hyggjast nýta
svæðið. Það stendur ekki annað til
af hálfu Faxaflóahafna en að bjóða
þeim áframhaldandi not af stærst-
um hluta svæðisins. Eftir sem áður
er áhugi á því að ramma þetta
svæði betur inn og semja þá við
ríkið um framtíðarafnot þess af því
sem þeir þurfa. Það gæti orðið ei-
lítið minna svæði en þeir hafa í
dag.“
Svæðið er fyrst og fremst nýtt í
beinum tengslum við spítalann en
þar eru einnig gamlir starfs-
mannabústaðir sem eru í frekar lé-
legu ástandi og munu ekki vera
mikið notaðir, að sögn Gísla.
Að mati forráðamanna Faxaflóa-
hafna er kominn tími til að menn
setjist niður og skipuleggi svæðið
til lengri framtíðar litið.
„Í dag liggur ekki fyrir nein
stefna um landnýtingu eða hvernig
menn ætla að nýta þær fasteignir
sem þarna eru fyrir utan spítalann
sjálfan,“ segir Gísli.
Mjög verðmætt land
Landsvæðið er mjög verðmætt
og segir Gísli augljóst að ef afnot
þess væru frjáls væri þarna um
gríðarleg verðmæti að ræða. „En
segja má að verðmætin verði að
vissu leyti takmörkuð þegar fallist
er á að það verði notað undir starf-
semi ríkisins að einhverju leyti.
Það er vilji til þess að semja við rík-
ið um það en línan þarf líka að vera
skýr af hálfu ríkisins um hvernig á
að standa að verki,“ segir hann.
Skv. upphaflegum leigusamningi
greiddi ríkið eina krónu á ári í
leigu í heila öld vegna Kleppsspít-
alalóðarinnar. „Þetta hefur verið
mjög hagkvæmur samningur af
hálfu ríkisins,“ segir Gísli. „En frá
2005 hefur ekkert verið borgað af
þessu þannig að starfsemin er
þarna í boði Faxaflóahafna. Á því
þarf að verða breyting þannig að
það séu eðlileg viðskiptasjónarmið
sem gilda á milli fyrirtækisins og
ríkisins í því efni,“ segir hann.
Viðræður um framtíðarnýt-
ingu á lóð Kleppsspítalans
Áfram spítali Leigusamningur Reykjavíkurborgar og ríkisins um lóð Kleppsspítalans er runninn út.
Ríkið greiddi ár-
lega 1 kr. í 100 ár
Í HNOTSKURN
»Land Kleppsspítala er99.417 fermetrar.
»Kleppsspítali varð 100 áraí maí sl.
»Lóðarleigusamningur ríkisins og Reykjavík-
urborgar frá 1905 er runninn
út.
»Landspítalanum munáfram standa til boða að
veita geðheilbrigðisþjónustu á
Kleppsspítala.
FASTEIGNAVERÐ mun haldast
hátt og ekkert sem bendir til þess að
það muni lækka, allra síst verð á vel
staðsettum góðum fasteignum, að
mati Ingibjargar Þórðardóttur, for-
manns Félags fasteignasala (FF).
„Það hefur sýnt sig á liðnum árum
að fasteignakaup eru góð fjárfesting
og þeir sem hafa lagt sitt í fasteignir
hafa fengið ríflega ávöxtun,“ sagði
Ingibjörg. Hún sagði að fasteigna-
salan hefði verið ágæt í haust.
„Ég heyri ekki fasteignasala bera
sig illa yfir samdrætti í fasteigna-
sölu,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði
söluna góða í grónum hverfum og
eins í nýjum hverfum. „Það hefur
t.d. gengið mjög vel að selja á Völl-
unum í Hafnarfirði og allt að mestu
leyti selt þar. Íslendingum hefur
fjölgað og við erum orðin á fjórða
hundrað þúsund. Það verður að hýsa
allt þetta fólk. Eins er íbúum í hverri
íbúð alltaf að fækka og vísitölufjöl-
skyldan að minnka. Einstaklingar
búa lengur einir og fólk eignast
börnin seinna.“
Ingibjörg sagði að nýir Íslending-
ar keyptu íbúðarhúsnæði í síauknum
mæli. Þeir fara nokkuð öðruvísi að
en þeir sem eru fæddir hér og upp-
aldir. Nýbúarnir sætta sig við að búa
þrengra en landinn og kaupa fremur
í hverfum höfuðborgarsvæðisins þar
sem fermetraverðið er lágt en þar
sem það er hátt. „Mikið af því fólki
sem kemur hingað til að vinna kem-
ur með tvær hendur tómar. En það
hefur staðið í skilum og er mjög ráð-
deildarsamt í fjárfestingum,“ sagði
Ingibjörg.
Kaupendahópurinn er mjög breið-
ur og bilið breitt milli dýrasta og
ódýrasta íbúðarhúsnæðis. Ingibjörg
sagði ekki óalgengt að einbýlishús á
allt að 200 milljónir kæmu á markað
og seldust. Mest væri þó spurt eftir
4-5 herbergja íbúðum og taldi hún
að algengasta íbúðaverð væri á
bilinu 25 til 40 milljónir.
Ingibjörg sagði að haustið legðist
ágætlega í sig og hún bæri engan
kvíðboga fyrir framtíðinni í fast-
eignaviðskiptum. „Það er mikið
byggt og uppgangur bæði í bygging-
ariðnaði og sölu fasteigna. Ég get
ekki séð að það sé neinu að kvíða.“
Fasteignaverð mun
haldast áfram hátt
Formaður Félags fasteignasala kvíðir ekki framtíðinni
Morgunblaðið/Árni Torfason
Fasteignaviðskipti Íbúðarhúsnæði hefur selst vel, bæði í grónum hverfum
og nýjum, að sögn Ingibjargar Þórðardóttur, formanns FF.
FJÖLDI kvart-
ana barst Lög-
reglunni á Sel-
fossi frá öku-
mönnum á
Suðurlandsvegi
vegna sands sem
fauk á bíla þeirra
frá malarflutn-
ingabílum. Var
töluvert hvasst á
þessum slóðum í
gær. Brást lögreglan við með því að
beina þeim tilmælum til flutn-
ingabílstjóra við malarnámurnar á
svæðinu að nota ábreiður líkt og
skylt er samkvæmt lögum. Ekki
urðu allir við tilmælunum og stöðv-
aði lögreglan því, bæði á Selfossi og
höfuðborgarsvæðinu, nokkra bíla
sem ekki breiddu yfir farminn og
kærðu þá.
Átak gegn
ábreiðuleysi
Flutningar Sandur
fauk af bílum í gær.
„ÉG HARMA þessa frétt, sem er til-
hæfulaus með öllu,“ segir Valtýr
Sigurðsson, forstjóri Fangelsis-
málastofnunar, um fréttaflutning
DV af láti fanga á Litla-Hrauni. Í
mánudagsútgáfu DV hefur blaðið
eftir heimildarmanni sínum í fang-
elsinu að líklegt sé talið að mað-
urinn hafi svipt sig lífi með því að
taka of stóran skammt af lyfjum.
Þetta segir Valtýr alrangt.
Maðurinn, sem var á fertugs-
aldri, fannst í klefa sínum á laug-
ardagsmorgun. Í tilkynningu frá
Afstöðu – félagi fanga kemur fram
að ekkert bendi til þess að mað-
urinn hafi tekið eigið líf og sam-
kvæmt upplýsingum sem félagið
hefur var um hjartaáfall að ræða.
Valtýr staðfestir að enginn grunur
leiki á að um sjálfsvíg hafi verið að
ræða. Dánarorsök liggur hins veg-
ar ekki fyrir. Hann segist harma at-
burðinn og vottar aðstandendum
mannsins samúð sína.
Maðurinn hafði dvalið á Litla-
Hrauni í tæp tíu ár og hafði á þeim
tíma eignast stóran félagahóp, bæði
í röðum fanga og fangavarða, að
því er kemur fram í tilkynningu frá
Afstöðu.
Þetta er annað dauðsfallið í fang-
elsinu á rúmum mánuði.
Ekkert bendir
til sjálfsvígs
FRÁ OG með 10. október mun Ice-
landair Cargo hefja nýtt vikulegt
fraktflug milli Keflavíkur og Stokk-
hólms en flogið verður alla mið-
vikudaga. Frá Keflavík er áætlað
að fljúga með lifandi hross og ann-
an útflutning auk fraktar frá
Bandaríkjunum. Frá Stokkhólmi er
áætlaður almennur innflutningur
til Íslands en meginuppistaða frakt-
ar verður þó áframflutningur í
flugkerfi Icelandair Cargo
Fraktflug til Stokkhólms