Morgunblaðið - 25.09.2007, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
DRÖG að samningum við dagfor-
eldra í Reykjavík, þar sem m.a.
verður sett þak á gjaldskrá þeirra,
verða kynnt fyrir dagforeldrum í
borginni fljótlega. Nú er gjaldskrá
þeirra frjáls en borgin greiðir nið-
ur verð til foreldra. Með samning-
unum verður m.a. lögð áhersla á
stuðning við dagforeldra, að þeir
geti nálgast faglega aðstoð, t.d.
sálfræðinga og félagsráðgjafa.
Dagforeldrum verður í sjálfsvald
sett hvort þeir gera samning við
borgina eða ekki. Er vonast til að
dagforeldrum fjölgi með þessari
breytingu. Í undirbúningi er að
auki að koma á fót ungbarnadeild-
um við leikskóla borgarinnar og
m.a. hugmynd um að einn leikskóli
í hverju hverfi sérhæfi sig í þjón-
ustu við börn á aldrinum 0-3 ára. Í
bókun fulltrúa Samfylkingar í leik-
skólaráði frá síðasta fundi ráðsins
kemur fram að fjölga þurfi pláss-
um á leikskólum um 850 vegna
þessa. Hugmyndin er að dagfor-
eldrar verði í framtíðinni valkostur
við ungbarnadeildirnar.
Dagforeldrar valkostur
„Í samningsdrögunum eru ýmis
ákvæði til að auka faglega vinnu
dagforeldra, skerpa á vinnureglum
og til að koma til móts við þá ein-
angrun sem starfinu fylgir,“ segir
Fanný Gunnarsdóttir, varaformað-
ur leikskólaráðs Reykjavíkur.
Samningsdrögin hafa verið unnin í
samstarfshópi sem fulltrúar meiri-
og minnihluta leikskólaráðs eiga
sæti í sem og t.d. fulltrúi frá
Barnavist, félagi dagforeldra, og
starfsmenn leikskólasviðs. „Hóp-
urinn vinnur að því að ákveða
sanngjarnt þak, sem tæki þá mið
af gjaldskrá yngstu barna í leik-
skólum [á ungbarnadeildum],“ seg-
ir Fanný. Enn er því óljóst hvert
þakið verður þar sem útfærsla á
ungbarnadeildunum liggur ekki
ljós fyrir. Það er hins vegar stefna
meirihlutans í borginni að deild-
unum verði komið á laggirnar áður
en kjörtímabilið er úti.
Í Morgunblaðinu í gær kom
fram að dæmi væru um að for-
eldrar þyrftu að greiða um 60 þús-
und krónur fyrir vistun barns hjá
dagforeldri. Reykjavíkurborg
hækkaði niðurgreiðslur sínar
vegna dagforeldravistunar um síð-
ustu áramót og eru þær nú rúm-
lega 31 þúsund kr. mánaðarlega
fyrir hjón og sambýlisfólk og um
49 þúsund kr. fyrir einstæða for-
eldra og námsmenn. Fanný segir
erfitt að bera saman verðskrár
dagforeldra þar sem þeir veiti mis-
munandi þjónustu. En hvernig
sem á það sé litið megi segja að 60
þúsund krónur á mánuði verði að
teljast hátt gjald fyrir unga for-
eldra. „Hins vegar er það þannig
að við búum við að leikskólagjöld
eru mjög lág,“ bendir hún á.
18% fleiri vistunarstundir
Dagforeldrar fylgja að jafnaði
vísitölu við verðlagningu sína.
Önnur laun í þjóðfélaginu hafa
hækkað undanfarin misseri og
sömuleiðis gjaldskrár dagforeldra.
Um 160-170 dagforeldrar eru
starfandi á höfuðborgarsvæðinu og
mega þeir að hámarki hafa fimm
börn í vistun. Það getur því varla
talist að dagforeldrar séu að
græða á tá og fingri.
Spurð hvort til greina komi að
hækka niðurgreiðslur til foreldra
sem eru með börn hjá dagfor-
eldrum svarar Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir, formaður leikskóla-
ráðs: „Við hækkuðum niður-
greiðsluna mjög mikið um síðustu
áramót. Og sú hækkun hefur með-
al annars haft þau áhrif að
vistundarstundum hjá dagforeldr-
um hefur fjölgað um 18%.“ Hún
telur að sú fjölgun skýrist ekki af
því að flöskuháls hafi myndast í
kerfinu þar sem erfitt er að koma
ungum börnum inn á leikskólana.
Fjöldi barna hjá dagforeldrum í
Reykjavík er nú 887. Flest þeirra
eru fædd á árinu 2006 eða 656,
fimmtíu börn eru fædd árið 2007.
Það þýðir að 181 barn er fætt árið
2005 eða fyrr og er því a.m.k.
tveggja ára eða að nálgast þann
aldur. Helst vantar dagforeldra í
Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ.
„Dagforeldrum hefur ekki fjölg-
að mikið, þeir eru hins vegar að
bjóða foreldrum betri þjónustu,
m.a. lengri vistunartíma,“ segir
Þorbjörg Helga. „Ég ætla ekki að
gera lítið úr því að álag á dagfor-
eldra er gríðarlegt vegna vandans
á leikskólunum. En við þurfum að
hugsa okkur vel um áður en við
hækkum niðurgreiðsluna enn frek-
ar. Það þarf að minnsta kosti að
huga að því að bæði hið opinbera
og fjölskyldurnar taki þátt í þess-
um kostnaði í ljósi manneklunnar
sem nú er á leikskólunum.“
Mikil hreyfing
Rofað hefur til í mannaráðning-
um á leikskólum undanfarnar vik-
ur. Hins vegar er starfsmanna-
velta ennþá mjög mikil. Árlega eru
ráðnir um 700 nýir starfsmenn á
leikskólana. Starfsmannavelta var
um 26% á síðasta ári, mest hjá
ófaglærðum starfsmönnum (35,1%)
en mun minni hjá leikskólakenn-
urum (9,7%).
5.321 barn er nú skráð í leik-
skóla í Reykjavík. Erfiðast gengur
að fullmanna leikskóla í nýjustu
hverfum borgarinnar, þ.e. Grafar-
holti og Norðlingaholti.
Fátt verður um svör hjá borg-
inni þegar spurt er hvernig manna
eigi nýjar ungbarnadeildir þegar
manneklan á leikskólunum er þeg-
ar gríðarlega mikil. Starfsmenn
vantar nú í um 150 stöðugildi og
250 börn 18 mánaða og eldri bíða
eftir plássi á leikskóla. „Ef allt
væri eðlilegt þá væru þessi 250
börn komin inn á leikskóla núna,“
segir Ragnhildur Erla Bjarnadótt-
ir, sviðsstjóri menntasviðs, en
bendir á að ástandið hafi batnað
mikið undanfarnar tvær vikur er
100 börn, 18 mánaða og eldri, sem
voru á biðlista eftir plássi, voru
tekin inn á leikskóla. „Það hefur
verið erfiðara að manna leik-
skólana nú í haust en síðasta
haust. Á þessum tíma í fyrra vor-
um við búin að ráða fleiri, þá vant-
aði okkur um 100 manns en núna
vantar um 150.“
Launakröfum mætt
„Þetta er auðvitað stórt vanda-
mál og á þessu er augljóslega eng-
in töfralausn,“ segir Þorbjörg
Helga um mönnunarvandann.
Samráðshópur borgarstjóra hefur
skoðað ýmsar hugmyndir en þær
snúa m.a. að því að leysa vanda-
málið til langs tíma litið, m.a. hef-
ur verið óskað eftir því að fjölga
nemum í leikskólakennaranámi. Þá
hefur átak verið gert í að auglýsa
eftir fólki.
Hins vegar er það mat flestra að
lítill áhugi á leikskólastarfinu sem
slíku skýri ekki mannekluna held-
ur launin. „Ég tel að það þurfi að
fara í eðlisbreytingar á þessu dag-
vistunar- og menntakerfi til að
mæta launakröfum og til að geta
keppt um gott starfsfólk á mark-
aði,“ segir Þorbjörg Helga.
Margir vilja ungbarnadeildir
Á fyrirhugðum ungbarnadeild-
um verður gjaldskráin hærri en á
öðrum deildum leikskólanna þar
sem þjónusta við ung börn er dýr-
ari en við eldri. Starfshópurinn
sem vinnur að verkefninu á að
ljúka störfum í október og skilar
þá skýrslu til leikskólaráðs. Fram-
kvæmdaáætlun vegna ungbarna-
deildanna verður svo lögð fram
jafnhliða fjárhagsáætlun næsta árs
nú í haust.
Nú þegar eru rúmlega 900 börn
á aldrinum 8-18 mánaða á leik-
skólum í Reykjavík eða hjá dagfor-
eldrum. Hildur Skarphéðinsdóttir,
skrifstofustjóri leikskólaskrifstofu
Reykjavíkurborgar, segir mikinn
áhuga hjá leikskólum að opna ung-
barnadeildir. Þegar sé mikil þekk-
ing og reynsla á mörgum leik-
skólum í þjónustu við þennan hóp.
Verðþak á dagforeldra
Í undirbúningi að koma á ungbarnadeildum fyrir 0-3 ára börn við leikskóla Reykjavíkur Fjölga
þarf plássum um 850 vegna þessa „Engin töfralausn til,“ segir borgin um mönnunarvandann
Ljósmynd/SCANPIX
„SÍÐASTLIÐINN föstudag afgreiddi Kaupmannahafn-
arborg fjárhagsáætlun fyrir árið 2008. Þegar ég hjól-
aði þann daginn með yngri dóttur mína á vöggustofuna
voru foreldrar og starfsfólk búin að loka aðgengi að
stofnuninni rétt eins og gert hafði verið á yfir 100 öðr-
um dagvistunarstofnunum í borginni,“ skrifar Rósa
Guðrún Erlingsdóttir blaðamaður, búsett í Kaup-
mannahöfn, á bloggsíðu sína, rosin.blog.is.
„Áætlanir voru um að skera niður yfir hundrað millj-
ónir danskra króna til dagvistunarmála [á ári] en þá
brast á mótmælahrina foreldra og starfsfólks á leik-
skólum, frístundaheimilum og vöggustofum. Meirihluti
jafnaðarmanna og vinstriflokka í borginni hlustaði á
samtök foreldra og lækkaði niðurskurðinn um tugi
milljóna. Hér stendur fólk saman. [...] Mikið væri gam-
an að sjá íslenska foreldra standa með starfsfólki (kon-
um) í umönnunarstörfum og fara hreinlega í verkfall
með þeim þangað til þær fá mannsæmandi laun fyrir
vinnu sína. Ég greiði um 3.600 danskar krónur fyrir
heilsdagsvistun fyrir báðar stelpurnar. Hildi 3 ára og
Katrínu 2 ára. Um 15.000 þúsund íslenskar fyrir hvora
þeirra eftir systkinaafslátt,“ skrifar Rósa.
Í frétt Berlingske Tidende kemur fram að foreldr-
arnir hafi mótmælt við a.m.k. 125 skóla í borginni.
„Hér stendur fólk saman“
!"
#$ !" ! !
!!
%
" !
&
&'
()*
*+,
&,
(+
'&'
,&*,
(''
)&,')
'+&*)
()
„ÞETTA hefur verið endalaus barningur við kerfið
sem byrjaði strax þegar ég var ólétt. Ég var náms-
maður og fékk 40 þúsund krónur í fæðingarorlof og
þegar ég ætlaði að finna dagmömmu fyrir dóttur mína
þegar hún var 7-8 mánaða, þá var það algjörlega út úr
myndinni. Það endaði með því að ég greip konu í Bónus
sem var að gera magninnkaup á stoðmjólk og spurði
hvort hún væri dagmamma og svo reyndist vera.“
Þannig lýsir einstæð móðir, sem nú er flutt út á lands-
byggðina, því þegar hún fyrir nokkrum mánuðum leit-
aði að vistun fyrir dóttur sína í Reykjavík. Ekki tók
betra við þegar hún þurfti að koma barninu á leikskóla
18 mánaða gömlu. „Ég gekk á milli leikskóla en alls
staðar voru biðlistar. Loks rættist þannig úr að ég var á
kaffihúsi þar sem kona heyrði á tal mitt og benti mér á
að pláss væri að losna á einkareknum skóla. Ég fór
beint þangað og fékk plássið.
Það hefur farið óhemju mikill tími og orka í þetta al-
veg frá því að ég var ólétt. Þegar upp er staðið snýst
„Algjörlega óþolandi“
þetta um heppni, mikla vinnu og kunningsskap.“
Svo vildi til að leikskólinn var hinum megin í bænum.
„Ég vildi reyna að vera sem mest með dóttur mína
heima og í vistun hluta úr degi, en það reyndist fjár-
hagslegt sjálfsmorð.“
Barnsfaðir konunnar fékk þrjá mánuði greidda í
fæðingarorlof þrátt fyrir að hann tæki stúlkuna ekkert
á þeim tíma, en rétturinn á orlofinu er ekki framselj-
anlegur. „Þetta bitnar allt saman mest á konum, líka
þeim sem eru í hjónabandi. Þetta hefur svo mikil marg-
földunaráhrif í samfélaginu, m.a. á atvinnulífið. Bæði
vegna þess að konur eru frá vinnu vegna þessa og að
þeim konum sem vinna við umönnun eru ekki greidd
mannsæmandi laun. Þetta er viðhorfið árið 2007. Þetta
er algjörlega óþolandi. Það er dýrt að lifa á Íslandi og
við þurfum að vinna mikið. Ofan á allt saman getur hið
opinbera ekki boðið upp á þessa grundvallarþjónustu. Í
því felst mikið óréttlæti. Það er mjög fráhrindandi til-
hugsun fyrir mig í dag að eignast annað barn.“
Engan niðurskurð Foreldrar og börn mótmæla fyrir utan leikskólann Krauseren á Austurbrú í Kaupmannahöfn.