Morgunblaðið - 25.09.2007, Síða 8

Morgunblaðið - 25.09.2007, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GÁMAKERRAN Sprettur var vígð í á Grundartanga síðastliðinn föstudag. Þetta kemur fram á vef Faxaflóahafna. Upp- og útskipunarfyrirtækið Klafi á Grundartanga keypti gámakerruna nýlega, og mun hún vera sú eina sinnar tegundar hér á landi, að því ef fram kemur á heimasíðunni. Sprettur er 55 tonn að þyngd og getur lyft allt að 50 tonnum í einu. Helstu kostir Spretts, að sögn framkvæmda- stjóra Klafa, Smára Guðjóns- sonar, eru að hann getur flutt tvo 20 feta gáma í einu og fer hratt yfir. Reiknað er með að Sprettur verði keyrður allan sólarhringinn á þrískiptum vöktum og muni þannig geta annað öllum gáma- akstri frá skipshlið í verksmiðjur Norðuráls og Járnblendifélags. Reiknað er með að heildargáma- fjöldi sem fer um Grundartanga- höfn verði árlega um það bil 30.000. Ljósmynd/Faxaflóahafnir Afköst Hin nýja gámakerra Sprettur er afar afkastamikil. Ný gámakerra flytur alla gáma á Grundartanga ENN á ný hefur það gerst að öku- menn mótorkrosshjóla hafa lagt leið sína á Arnarvatnsheiði og vald- ið þar töluverðum landsskemmdum með akstri á viðkvæmu landi, segir á fréttavefnum Skessuhorni. Að þessu sinni hefur stóru svæði við Krókavatn verið spillt með akstri á viðkvæmu og blautu landi. „Það er engu líkara en þarna hafi verið sett upp keppni á stóru svæði. Djúp spor eru í landinu og það mun taka mörg ár að gróa, ef það þá gerir það,“ er haft eftir Snorra Jóhannessyni, bónda og veiðiverði á Arnarvatns- heiði. Snorri var í göngum í liðinni viku þegar hann ásamt fleiri bændum úr ofanverðum Borgarfirði reið fram á skemmdirnar. „Við erum alveg ákveðnir í að leggja fram kæru á hendur þessum mönnum og höfum nú þegar aflað okkur vísbendinga um hverjir voru þarna á ferðinni. Þetta verður því kært til lögreglu,“ sagði Snorri. Vinsælt Keppni á vélhjólum verður stöðugt vinsælli, en full ástæða er til að sýna aðgát á viðkvæmu landi. Tjón á við- kvæmu landi FORSETI Alþingis, Sturla Böðvarsson, mun ásamt öðr- um forsetum þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkj- anna heimsækja Georgíu dagana 23.-25. september nk. Í för með forseta verður Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis. Ferðin er hluti af sameiginlegu verkefni þingforseta landanna og er markmið hennar að styðja við lýðræð- isþróunina í Georgíu. Mun m.a. verða rætt um með hvaða hætti þessi þing geti stutt við þjóðþing Georgíu í þeirri þróun. Þingforsetarnir munu eiga fundi með Saakashvili, forseta Georgíu, Nogaideli forsætisráð- herra og Burjanadze þingforseta og öðrum ráðamönnum. Þá munu forsetarnir jafnframt taka þátt í tveimur pallborðsumræðum um málefni tengd heimsókninni. Þingforsetar til Georgíu Sturla Böðvarsson ELDUR kom upp í sófa á svölum á bakhúsi milli Laugavegar og Hverf- isgötu 44 um klukkan hálffimm í fyrrinótt. Að sögn slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins var útlitið slæmt í fyrstu. Það logaði glatt í sófanum og mikill reykur mynd- aðist. Í húsinu dvelja um 30 leigu- liðar og var í fyrstu óttast um ör- yggi þeirra en greiðlega gekk að slökkva eldinn og reykræsta stiga- hús. Ekki er vitað um upptök elds- ins. Eldur í sófa á svölum á bakhúsi FUNDUR um virkjanir og vænt- ingar verður haldinn á Gamla Bauk á Húsavík föstudaginn 5. október klukkan 16.30-18.30. Örlygur Hnefill Jónsson setur fundinn og síðan flytur Smári Geirsson. bæjarfulltrúi í Fjarða- byggð erindi sem hann nefnir: Hvers vegna stóriðju á lands- byggðinni? Jóhannes Hauksson, Glitnir/GeysirGreenEnergy hf. flytur erindið: Hvers vegna erum við í orkugeiranum? Hvar og fyr- ir hvern erum við að virkja? nefnist erindi Edvards G Guðna- sonar, deildarstjóra stóriðju hjá Landsvirkjun. Halldór Blöndal, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, flytur erindið: Hvers vegna eru stjórnmálamenn með skoðanir? Að erindum loknum verða um- ræður og fyrirspurnir. Að þeim loknum verða stofnuð Samtök um náttúruvernd og umhverfi í Þing- eyjarsýslum, SNUÞ. Virkjanir og vænt- ingar á Húsavík FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók á sunnudag við verð- launum fyrir forystu á alþjóðavett- vangi í baráttunni gegn loftslags- breytingum og fyrir að stuðla að nýrri sýn á nýtingu hreinnar orku víða um heim. Verðlaunin eru veitt af Louise T. Blouin-stofnuninni sem sett var á laggirnar fyrir fáeinum árum og efn- ir árlega til leiðtogafundar í New York sem helgaður er þörfinni á nýrri forystu í alþjóðamálum – Global Creative Leadership Summit. Verðlaunin voru veitt í hátíðar- kvöldverði leiðtogafundarins en þau hafa áður hlotið m.a. William Jeffer- son Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Abdullah II kon- ungur Jórdaníu. Louise T. Blouin og Elie Wiesel, handhafi Friðarverð- launa Nóbels, afhentu forseta Ís- lands verðlaunin, að því er fram kemur í frétt frá skrifstofu forseta Íslands. Leiðtogafundinn í New York sæk- ir fjöldi stjórnenda alþjóðastofnana, forystumenn ýmissa ríkja, vísinda- menn og sérfræðingar sem og áhrifafólk á vettvangi fjölmiðla og lista. Á fundinum tók forseti Íslands þátt í hringborðsumræðum um ný viðhorf til loftslagsbreytinga og hvernig unnt er að virkja almenning og fyrirtæki í þeirri baráttu. Þá var einnig fjallað um baráttuna gegn fá- tækt í Afríku og tækifærin sem ný tækni skapar í þeim efnum. Forseti Malaví var málshefjandi á þeim hluta fundarins. Auk þess verður á málstofum ráðstefnunnar fjallað um stöðuna í Mið-Austurlöndum, áhrif alþjóðavæðingar á viðskipti og borgarsamfélag og breytingar í skólum og á menntakerfi sem ætlað er að búa nýjar kynslóðir betur und- ir að takast á við vandamál í nýjum heimi. Tók við alþjóðlegri viður- kenningu í New York Ljósmynd/Stephanie Berger Viðurkenning Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tekur við verð- launum úr hendi Louise T. Blouin í New York síðastliðinn sunnudag. Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞAÐ hafa verið að eiga sér stað töluvert miklar breytingar á fíkni- efnamarkaðnum, sem allar eru í þá átt sem menn hafa verið að sjá erlendis,“ segir Karl Steinar Valsson, yfir- maður fíkniefna- deildar lögregl- unnar á höfuðborgar- svæðinu. Hann segir meira fara fyrir hörðum efnum en að sama skapi er hass ekki jafn ríkjandi á markaðnum og það var áður. Yfirheyrslur í Fáskrúðsfjarðar- málinu svonefnda stóðu yfir í gær- dag auk þess sem Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur sakborningum. Þeir sæta varðhaldi til 18. október nk. Til verndar rannsóknarhagsmunum var dómur Hæstaréttar ekki birtur öðrum en verjendum sakborninga og saksóknara. Karl Steinar tjáir sig ekki efn- islega um rannsókn málsins en seg- ir atburðarás undanfarinna daga sýna að verið sé að kljást við menn sem vinna með mjög skipulögðum hætti, og því sé nauðsynlegt að lög- regla geri slíkt hið sama. „Þetta kemur allt út á það sama. Við erum að tala um mjög skipulagða starf- semi og eina leið yfirvalda til að sporna við því er að vera með mjög skipulagðar aðgerðir sjálfir, og það teljum við okkur hafa gert. Það er í raun og veru eina leiðin til að berj- ast á móti auk þess að fylgjast með því sem er að gerast erlendis, bæði flutningsaðferðum og meðhöndlun á efnum til þess að reyna að koma þeim framhjá yfirvöldum. Þetta snýst ekki um neitt annað en að reyna að vera skrefi á undan.“ Breytingar á kannabismarkaði Spurður hvort hægt sé að merkja aukningu í framleiðslu á fíkniefnum hér á landi, s.s. í ljósi þess að lagt var hald á 1,8 lítra af kókaíni í fljótandi formi sl. föstu- dag, kveðst Karl Steinar ekki geta fullyrt það og minnist aðeins tveggja tilvika þar sem um var að ræða framleiðslu á amfetamíni frá grunni. „Síðan eru þessi dæmi um að menn séu að koma með efni inn á öðru stigi, og þá er kannski ekki jafn flókið ferli að gera það neyslu- hæft.“ Hins vegar nefnir Karl Steinar að mest af því maríjúana sem er á fíkniefnamarkaðnum sé ræktað hér á landi, og það er breyting á til- tölulega fáum árum. Snýst ekki um annað en að vera einu skrefi á undan Lögregla fylgist vel með erlendum fíkniefnamörkuðum Karl Steinar Valsson SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að krafa ferðaskrifstofunnar Heims- ferða til viðskiptavina sinna árið 2006 um viðbótargreiðslur vegna gengis- falls íslensku krónunnar samræmist ekki lögum. Forstjóri Heimsferða segir úrskurðinn ekki svara þeirri spurningu hvernig standa eigi að lög- legum verðbreytingum. „Það er alveg afdráttarlaust í lög- um að það er heimilt að hækka verð vegna breyttra forsendna. Um það er enginn ágreiningur,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða. Í lögum um svokallaðar alferðir eru slíkar breytingar heimilaðar en bæði Neytendastofa og samgönguráðu- neytið komust að þeirri niðurstöðu að sé það gert þá þurfi nákvæmlega að koma fram í samningi við kaupanda hvernig hið breytta verð sé reiknað út. Kemur fram í úrskurði samgöngu- ráðuneytisins að sá háttur sem Heimsferðir viðhöfðu hafi verið við- hafður af íslenskum ferðaskrifstofum um langa hríð. Tóku hluta fallsins á sig „Það sem er sérkennilegt í þessum úrskurði er að ráðuneytið bendir ekki á hvernig á að gera hlutina. Mér finnst eiginlega eins og þeir kasti vandanum bara frá sér. Við ætlum þess vegna að funda með þeim í næstu viku og athuga hvort þeir geti ekki útfært nánar hvernig þessu eigi að vera háttað. Við viljum bara fá leik- reglur til að vinna eftir – það er það sem allir þurfa.“ Andri tekur einnig fram að Heims- ferðir hafi á sínum tíma tekið á sig stóran hluta gengisfellingarinnar. Heimsferðir vilja skýrari reglur um verðbreytingar Í HNOTSKURN » Árið 2006 féll krónan meðþeim afleiðingum að for- sendur verðlagningar utan- landsferða breyttust. » Í málinu sem Neyt-endastofa úrskurðaði í hafði neytandi verið rukkaður um rúmar 13 þúsund krónur aukalega vegna þessa. » Talið var að Heimsferðirhefðu ekki gert nægilega grein fyrir reikniaðferðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.