Morgunblaðið - 25.09.2007, Side 11

Morgunblaðið - 25.09.2007, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 11 FRÉTTIR -     !" #  $#"# %   !  .    !" #  $#"# %   !  /#   !" #  $#"# %   !  0 #  !" #  $#"# %   !  &'  &( )&' &* & &) + & )& )& ) &             * * *      ) ,    ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) )             ( (  *( * (  )( ) (  !  !  ! " !  !  !  !  !  ! " !  !  ! -. /.# 0#  1# -  23 4 ! 52  . 23 4 ! 52  0 23 4 ! 52   &1 + + + + + + + + + 2 " ! 3 $ 4 6 7#2 889# "  . # #:  . #  ! 7  ! ; 7 7"  !  !  ! " !  !  ! -5  ! 2 $ 6 4 %#  #  '& 2"" 7 . #  ! ; 7" ""  # 82 0 .  *& 2"" .  # 7 ' ,  " " "" #  #  ; ; ##  "  #  #    #   $# VERÐ á laxi lækkaði um 2% á er- lendum mörkuðum í síðustu viku. Þar með hefur laxaverð lækkað fimm vikur í röð. Meðalverðið í síð- ustu viku var 26,4 norskar krónur á kíló en var í vikunni þar á undan um 27,0 norskar krónur Þetta kemur fram í tölum norsku hagstofunnar. Laxaverð hefur haldist á bilinu 25- 30 norskar krónur síðastliðið ár. Verðstöðugleiki mikilvægur Sagt er frá þessu í Morgunkorni Glitnis. „Verðið nú er ásættanlegt fyrir flesta framleiðendur þar sem framleiðslukostnaður þeirra er á bilinu 16-21 norskar krónur. Verðið er einnig ásættanlegt fyrir flesta kaupendur. Spár gera ráð fyrir tals- verðu framboði af laxi frá framleið- endum það sem eftir er árs sem ætti að öðru óbreyttu að þrýsta á verðið til lækkunar. Hins vegar er eftir- spurn á mikilvægustu mörkuðum, til að mynda Evrópumarkaði, mikil og eru horfur á áframhaldandi sterkri eftirspurn á síðari hluta ársins. Stöðugleiki í verði er mikilvægur fyrir bæði framleiðendur og kaup- endur, til dæmis Alfesca. Ágætar líkur eru á nokkuð stöðugu verði á næstunni í ljósi nægs framboðs frá helstu framleiðendum,“ segir í Morgunkorninu. Verð á laxi lækkar           ', ' ), ) ,  ,    / ## 0      ' , ,, ') <  4 % 4 < < = > ? @4 < < = > ? @ <  4 % 4 < < = ÚR VERINU MJÖG rólegt er nú á markaðnum fyr- ir leigukvóta. Eftirspurn er eftir þorski á 200 krónur og heyrzt hafa hærri upphæðir en framboðið er nán- ast ekkert. „Það vantar alla kvóta eft- ir niðurskurðinn. Það munar um minna en þriðjung,“ segir Björn Jóns- son, kvótamiðlari hjá LÍÚ. Hann telur að framboðið verði mjög lítið á þessu fiskveiðiári, en seg- ir þó erfitt að meta stöðuna svona í upphafi þess. Menn séu enn að fara yfir stöðuna hjá sér eftir kvótaára- mótin og meta framhaldið. Það sé þó allt útlit fyrir það að erfitt verði á stóla á leigumarkaðinn. Þar komi bæði til lítið framboð og væntanlega hátt verð. Hvað varðar sölu varanlegra afla- heimilda er sama staðan uppi. Það er nánast engin hreyfing og engar sölur skráðar hjá LÍÚ. Í síðustu viðskipt- um með aflahlutdeild í þorski var verðið um 2.800 krónur á kílóið. Björn segir að staðan þarna sé mjög óljós en þó séu margir með litlar heimildir sem vilji selja nú. Þarna setji þorsk- skerðingin einnig strik í reikninginn. Þeir sem hafi haft lítið fyrir megi ekki við þriðjungs niðurskurði. Annars sé illmögulegt að spá nokkuð fyrir um gang mála. Rólegt í leigunni Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur í New York bab@mbl.is INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra og Þórunn Svein- bjarnardóttir umhverfisráðherra tóku í gær þátt í ráðstefnu Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, um loftslagsbreyt- ingar í höfuðstöðvum SÞ í New York ásamt 150 ráðherrum og leiðtogum aðildarríkja SÞ. Ingibjörg Sólrún tók til máls í einni af málstofum ráðstefn- unnar og sagðist, í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi, hafa rætt mik- ilvægi þess að ríki heims stefndu eindregið að því að ná niðurstöðu í loftslagsmálum og að þau gerðu með sér skuldbindandi samkomulag í þeim efnum. „Ég lagði líka áherslu á að þó að það sé mikilvægt að iðnríki heims, stóru þjóðirnar, sýni ákveðið frum- kvæði þá megi ekki taka þessi mál út af vettvangi Sameinuðu þjóðanna,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Niðurstaðan í loftslagsmálunum verður að vera á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, hún verður að vera skuldbindandi fyrir allar þjóðir. Það er líka mikilvægt að smáríki eigi aðild að þessu og að til verði niðurstaða sem bæði iðnríkin geta lifað við sem og þróunarríki.“ Ingibjörg Sólrún segir að á ráð- stefnunni hafi mátt finna skýra af- stöðu þess efnis að loftslagsmál séu „mál málanna“ í dag á alþjóðavett- vangi. Og það er lögð „áhersla á að ná samkomulagi sem verði skuldbind- andi fyrir þjóðir heims,“ segir hún. Þar eru bundnar vonir við Loftslags- ráðstefnu SÞ sem haldin verður á Balí í desember en þar verður lagður grunnurinn að annarri slíkri ráð- stefnu sem haldin verður í Kaup- mannahöfn á næsta ári. Þar er vonast til að þýðingarmiklir samningar ná- ist. Vinnur með Íslandi að vera smáríki Að ráðstefnunni lokinni sat Ingi- björg Sólrún tvíhliðafundi með öðr- um utanríkisráðherrum þar sem meginumræðuefnið var framboð Ís- lands til setu í öryggisráði SÞ. Slíkum fundum verður haldið áfram í dag og fram eftir vikunni. Ingibjörg Sólrún segir fundina hafa byrjað vel og að hún finni almennt fyrir góðum und- irtektum vegna framboðs Íslands. Aðspurð nefnir hún nokkur atriði til sögunnar sem vinna með framboðinu: „Við erum smáríki og stór hluti ríkja heims er smáríki. Þau greiða öll at- kvæði – eitt ríki er með eitt atkvæði – og það hjálpar okkur í þessari bar- áttu. Við erum heldur ekki með hags- muni sem neinum stendur ógn af. Og svo erum við norrænt framboð og það vinnur með okkur,“ segir Ingibjörg Sólrún. Brýnasta úrlausnarefni samtímans Þórunn Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra tók einnig þátt í loftslagsráðstefnunni í New York í gær og sat síðan tvíhliðafundi með öðrum umhverfisráðherrum fram eftir degi. Í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði hún hin pólitísku skilaboð ráðstefnunnar hafa verið mjög skýr. „Við þurfum að ná öllum þjóðum að samningaborðinu og utan- ríkisráðherra tók undir þetta sjónar- mið,“ segir Þórunn. „Þetta er brýn- asta úrlausnarefni samtímans og verður að vinnast í sameiningu en það er ekki þar með sagt að allir þurfi að grípa til sömu aðgerða, því aðstæður eru auðvitað ólíkar eftir löndum.“ Aðspurð segir Þórunn ljóst að loftslagsmál þyki almennt orðið eitt allra mikilvægasta úrlausnarefnið á alþjóðavettvangi. „Það að hér skuli mættir fulltrúar 150 ríkja segir sína sögu. Og hér talar enginn sem dregur í efa mikilvægi þess að bregðast við loftslagsbreytingum. En síðan er hægt að deila um leiðir og til þess að fá botn í það þarf að fá öll ríkin að samningaborðinu. Og það er ekki að ástæðulausu að höfuðáhersla er lögð á að loftslagssamningaferlið fari fram hér því það er ekkert sambærilegt því þegar aðildarríki Sameinuðu þjóð- anna koma saman,“ segir Þórunn. AP Ráðstefna Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin er í New York. „Niðurstaðan í loftslagsmálum verður að vera á vettvangi SÞ“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á ráðstefnu Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ, um loftslagsmál Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Þórunn Svein- bjarnardóttir Í HNOTSKURN » Leiðtogar og fulltrúar frá150 ríkjum funda nú hjá SÞ um hvernig best sé að eiga við hlýnun loftslags á jörðinni. » Fundurinn er sá stærstisem SÞ hafa haldið um hlýnun loftslags en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanrík- isráðherra, lagði þar áherslu á að málið yrði leyst á vettvangi SÞ. » Þórunn Sveinbjarn-ardóttir, umhverfis- ráðherra, segir að þótt ríki heims verði að vinna í samein- ingu að málinu þá þurfi þau ekki öll að grípa til sömu að- gerða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.