Morgunblaðið - 25.09.2007, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.09.2007, Qupperneq 12
Á AÐALFUNDI Alfesca í gær var samþykkt heim- ild til stjórnar að skrá hlutafé félagsins í evrum. Þá var og samþykkt heim- ild til stjórnar að auka hlutafé Alfesca um tæp- lega 30%. „Stjórnin mun beita sér fyrir því að þetta [skrán- ing í evrum] verði fram- kvæmt eins fljótt og kost- ur er og tæknilegar lausnir hjá kauphöllinni og seðlabanka ríkisins liggja fyrir,“ sagði Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir hlutafjáraukninguna skiptast í tvennt, helmingurinn sé án forkaupsréttar sem stjórnin geti þá ráðstafað sem greiðslu vegna frekari fjárfestinga. Hinn hluta hlutafjáraukningarinnar eigi að bjóða út á mark- aði. Ólafur segir að m.a. sé búið að kynna þá aukningu í Ósló og Lundúnum og áhugi fjárfesta á félaginu hafi reynst umtalsverður. Aukning Ólafur Ólafsson segir hlutafjáraukn- ingu m.a. ætlaða vegna frekari fjárfestinga. Alfesca fer í evrur um leið og kostur er Morgunblaðið/Árni Sæberg 12 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● BRESKI bankinn HSBC, þriðji stærsti banki heims, hefur ákveðið að leggja niður starfsemi Decision One Mortgage, dótturfélags síns í Bandaríkjunum. Ástæðan er ástand- ið á veðlánamarkaði en félagið hefur séð um ótrygg veðlán HSBC í þrem- ur ríkjum Bandaríkjanna. Wall Street Journal segir Decision One hafa ver- ið með áhrifamestu aðilum á mark- aðnum með ótrygg veðlán og vitnar í miðlara sem segir að með lokun fé- lagsins sé endanlega hægt að lýsa yfir andláti þess markaðar. HSBC hefur fengið sinn skerf af vandamál- unum en að sögn WSJ olli Decision One ekki þeim vanda. Ákvörðunin sé hins vegar til marks um þá stefnu hjá bankanum að taka upp meiri aga í lánveitingum sínum. Til marks um meiri aga      !     "#$%&  ' ()* !)++, 78"     %" "%  %    "  %   %  %" " %"  % %    " % %                                                +  !# 82 # "# A !   # -8  *)* (*  ')) (**  )*(() ''('( * )  ' ' * )'( + '')' )'*' )()) *'  ) ( )'  * + )(** (  ()''' + (' + )'( + + ) &) &) * &* &*(  *&)( (& ) ''&  + )&)( &)  &* ))'& )& )'& (&  )&  + * + + )  * &((  &*( *&(( &)( )  &*( ) )&* &( &*( )(& )& )&( (& &( )& '&) + *)* )&( &(( :  !# 82  *  * (* + *' ) (  )   + ' * )) +  +  + + @# 2" "  !#  !#          )        )    )    ' ( 9  :  " %2  B8 C. D : B8 C. 6E #2 C. 5 B8 C. B 2"  " C. . 6 # 8.F $#"# GH "  B8 C. -8; " " C. 5"#" $#"# C. 4# H #C "# C. 2 +D!7# 7. C. A C. I## C. ; 9# < = " *( C. %. #H C. %2"2 H J 2  J, 6 D"  B8 C. K  D" GH " H B8 C. 4  C. ?9C  C. A  " !#2:! " C. L ""##2:! " C.  " > "6 < ? ! M "2 % "  M D B" C.  8 !" C. >4N @ >4N A "   &% '%   >4N B C DN   " &% &%   @O <" # ?#P    '%" '%   A 6 @%N  " &% '%   >4N D)( >4N >     % '%   ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi stóð því sem næst í stað í gær og er nú í 7.889 stigum en velta með hlutabréf nam um 10,8 milljörðum króna. Mest hækkun varð á gengi bréfa Atorku Group eða 1% en mest lækkun varð á gengi bréfa FL Group og 365 eða um 1,6% hjá báðum fé- lögum. Rólegt yfir mörkuðum ● FINNSKA trygg- ingafélagið Sampo, sem Ex- ista er stærsti hluthafi í, fær sæti í kjörnefnd sænska stór- bankans Nordea. Frá þessu greinir sænska frétta- þjónustan Direkt og vitnar í fréttatilkynningu frá Nor- dea. Sampo hefur á undanförnum mán- uðum hamstrað hlutafé í bankanum og byggt þar upp stóra stöðu þrátt fyrir að Björn Wahlroos, forstjóri finnska félagsins, hafi sífellt neitað því að hann hygðist ná völdum í Nor- dea. Það að Sampo skuli hafa sóst eftir sæti í kjörnefnd bendir hins veg- ar til annars því kjörnefnd tilnefnir einstaklinga til setu í stjórnum fé- laga og fylgja því mikil áhrif setu í kjörnefnd. Sampo fær sæti í kjörnefnd Nordea Björn Wahlroos ● BANDARÍSKA matsfyrirtækið Standard & Poor’s staðfesti í gær lánshæfiseinkunn hollenska bank- ans NIBC, sem Kaupþing yfirtók ný- lega. Langtímaeinkunn bankans er A-, með stöðugar horfur, og skamm- tímaeinkunnin er A-2, með neikvæð- ar horfur. Í fréttatilkynningu frá S&P segir að neikvæðar horfur endurspegli efa- semdir S&P um að full samlegðar- áhrif náist til skamms tíma og að samþættingarhætta sé töluverð. Einkunnin staðfest HÆKKUN tólf mánaða verðbólgu í september var ekkert einsdæmi ef marka má nýja verðbólguspá greiningardeildar Landsbankans. Samkvæmt henni mun vísitala neysluverðs hækka um 0,8% í október og mælast 278,8 stig. Vísi- tala neysluverðs í október í fyrra mældist 266,2 stig og gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 4,8% og hækka um 0,6 pró- sentustig frá september. Í verðbólguspá Landsbankans segir að ástæðuna fyrir hárri verð- bólgu megi m.a. rekja til áhrifa út- söluloka, áframhaldandi hækkunar húsnæðisverðs og veikingar krón- unnar; veiking hennar frá því upp- hafi ágústmánaðar muni að ein- hverju leyti skila sér inn í vöruverð í mánuðinum. Bent er á að íslenska krónan sé nú 7% veik- ari en þegar hún var sterkust á árinu. Gengisbreytingar skili sér hins vegar með nokkurri töf inn í vöruverð. Þá segir greiningardeild Lands- bankans að gera megi ráð fyrir að hækkun heimsmarkaðsverðs á hrá- olíu hafi einhver áhrif en olíuverð hefur aldrei verið hærra en um þessar mundir. Spá mikilli hækk- un verðbólgu Morgunblaðið/Golli OR hluthafi í Landsneti ● Á HLUTHAFAFUNDI í Landsneti hf. sem haldinn var í gær var stjórn fé- lagsins heimilað að hækka hlutafé félagsins um fjögur hundruð milljónir króna með útgáfu nýrra hluta til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) gegn því að OR leggi tilteknar eignir inn í Landsnet. Eftir þessar breytingar verður eignarhlutur Landsvirkjunar í Landsneti 64,7% Rafmagnsveitna ríkisins 22,5% Orkuveitu Reykjavíkur 6,8% og Orkubús Vestfjarða 6%. Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is VANDRÆÐI þau sem Northern Rock lenti í virðast að vísu vera liðin hjá í bili en þau eru engu að síður vís- bending um þær hættur sem gætu leynst handan við hornið í Bretlandi, þ.e. áhrif af alþjóðlegri lánsfjár- kreppu á breska fasteignamarkað- inn og síðan á breska hagkerfið allt. Um þetta er fjallað í nýrri grein í The Wall Street Journal en þar er bent á hvernig kreppan vegna ótryggra veðlána vestur í Bandaríkj- unum gæti teygt sig til Bretlands; fleiri lánveitendur á borð við North- ern Rock eigi nú erfiðleikum með að fá fjármagn til frekari lánveitinga sem geti síðan haft áhrif á fasteigna- markaðinn sem virðist vera á toppi uppsveiflunnar. Þetta geti haft í för með sér að niðursveiflan á fasteigna- markaðinum verði meiri og dýpri en reikna hefði mátt með. Áhrif á neyslu og hagvöxt Howard Archer, aðalhagfræðing- ur hjá Global Insight, segir að ef þetta gerist muni það síðan að öllum líkindum draga úr neyslu breskra heimila og þar með úr hagvextinum. Hagvöxturinn í ár er um 3% en Archer telur að kreppa á fjármála- mörkuðum muni verða til þess að hagvöxturinn fari niður fyrir 2% á næsta ári. Veðskuldir heimilanna hafa vaxið hröðum skrefum í Bret- landi – þær hafa tvöfaldast á einum áratug og nema nú um 80% af vergri landsframleiðslu. Fasteignaverð hefur snarhækkað og aukin eigna- myndun í gegnum húsnæðismarkað- inn hefur bein áhrif á neyslu heim- ilanna. Þannig skiluðu auknar lántökur heimilanna vegna hækk- andi fasteignaverðs þeim um 13,2 milljörðum punda á fyrsta fjórðungi ársins en það gerði um 6,1% af ráð- stöfunartekjum þeirra. Fari svo að fasteignaverð lækki, kannski veru- lega, myndi það snarlega draga úr neyslunni, auk þess sem fjöldi fólks, sem hefur tekið lán í botn út á fast- eignir sínar, gæti lent í að skulda meira í fasteigninni en fengist fyrir hana á markaði. Alvarleg áhrif kreppu á fasteignamarkaðinn Hækkanir Húsnæðisverð í London hefur rokið upp á síðustu árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.