Morgunblaðið - 25.09.2007, Síða 13

Morgunblaðið - 25.09.2007, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 13 ERLENT Eftir Davíð Loga Sigurðsson og Boga Þór Arason „HIÐ illa er komið,“ sagði á forsíðu dagblaðsins New York Daily News í gær en fyrirsögnin vísaði til þess að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, kom til Bandaríkjanna í gær. Fleiri blöð í New York slógu þennan sama tón, New York Post kallaði Ahmadinejad „brjálæðing“ og „óheiðursgest“. Heimsókn Ah- madinejads hefur þrátt fyrir þetta vakið umræðu um málfrelsi, en margir eru ósáttir við að Írans- forseta skuli hafa verið boðið að flytja fyrirlestur við virta mennta- stofnun í New York, Columbia-há- skóla, í ljósi þess að hann er í hópi þeirra sem neita því að helförin hafi átt sér stað. Ahmadinejad ávarpar allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna í dag – nokkru á eftir George W. Bush Bandaríkjaforseta en spenna í samskiptum Írans og Bandaríkj- anna er mikil um þessar mundir og hafa verið uppi vangaveltur um að Bandaríkjastjórn undirbúi árás á kjarnorkuver Írana. Setur sú deila, og spennan sem nú ríkir í sam- skiptum landanna, talsverðan svip á heimsókn Ahmadinejads. Fær ekki að skoða staðinn þar sem World Trade Center stóð Ahmadinejad hafði óskað eftir því að fá að skoða staðinn þar sem World Trade Center stóð áður. Þeirri beiðni var hins vegar hafnað af borgaryfirvöldum. Lögreglan sagði öryggisástæður hafa valdið því að útilokað var talið að heimila Ahmadinejad að heimsækja stað- inn þar sem um 3.000 manns týndu lífi í hryðjuverkaárásum 11. sept- ember 2001 en margan grunar þó að aðrar ástæður hafi legið hér til grundvallar. Sjálfur segist Ahmad- inejad undrandi á því að fá ekki að votta fórnarlömbum hryðjuverka- árásanna virðingu sína og kveðst ekki skilja að heimsókn sín myndi særa tilfinningar Bandaríkja- manna. Er rifjað upp í því sam- hengi að þúsundir ungmenna í Íran mættu á minningarathafnir í Te- heran sem boðað var til eftir at- burðina 11. september 2001. Að þessu sinni var hins vegar ákveðið að heimila heimsókn Ah- madinejads í Columbia-háskóla en í fyrra, þegar forsetinn mætti á allsherjarþing SÞ, var slík heim- sókn blásin af. Gríðarlegar öryggisráðstafanir höfðu verið gerðar í gær vegna komu Ahmadinejads í háskólann en á götunum í kring mátti sjá fólk með mótmælaspjöld og þar höfðu m.a. verið rituð ýmis þau ummæli sem Ahmadinejad hefur viðhaft um Ísraelsríki. Sem kunnugt er hefur forsetinn lýst því yfir að eyða beri Ísrael af landakortinu. „Ekki gefa hatri gjallarhorn,“ sagði á einu spjaldi sem haldið var á lofti og á öðrum var Ahmadinejad lýst sem „litlum Hitler“. „Grimmur einræðisherra“ Lee Bollinger, rektor Columbia- háskóla, varði þá ákvörðun að bjóða Ahmadinejad að heimsækja skólann. Hann sagði að menn yrðu að gæta að því að málfrelsið væri mikilvægt og sömuleiðis frelsi menntastofnana til að hugleiða brýnustu spursmál samtímans, hversu óviðeigandi sem þau kynnu að virðast. Hét Bollinger því að leggja erf- iðar spurningar fyrir Ahmadinejad og rektorinn stóð við það loforð þegar hann ávarpaði forsetann í háskólanum síðdegis í gær. „Herra forseti, þú sýnir öll merki lítilmótlegs og grimms ein- ræðisherra,“ sagði Bollinger. Rekt- orinn gagnrýndi síðan Ahmadine- jad fyrir mannréttindabrot, umdeilda kjarnorkuáætlun Írana og afstöðuna til helfararinnar í síð- ari heimsstyrjöld, þ.e. tilraunar nasista til að útrýma öllum gyð- ingum í Þýskalandi. Ahmadinejad tók gagnrýnina óstinnt upp, kvartaði yfir „móðg- unum“, „rangfærslum“ og „óvin- samlegum móttökum“ gestgjafans. Þegar forsetinn var spurður um helförina kvaðst hann einfaldlega vilja að allar hliðar sögunnar yrðu rannsakaðar til hlítar. Hann bætti við að Ísraelar hefðu notfært sér helförina til að réttlæta illa með- ferð þeirra á Palestínumönnum. Þegar forsetinn var spurður um illa meðferð á konum og samkyn- hneigðu fólki í Íran svaraði hann: „Það er ekkert samkynhneigt fólk í Íran eins og í landi ykkar“. „Ekkert stríð í uppsiglingu“ Ahmadinejad sagði fyrr um dag- inn í viðtali við fréttastofuna AP að Íranar myndu ekki gera árás á Ísr- ael að fyrra bragði. Hann kvaðst ekki telja að Bandaríkjastjórn væri að undirbúa stríð við Íran. Daginn áður sagði Ahmadinejad í sjónvarpsviðtali að Íran hefði alls enga þörf fyrir kjarnorkusprengju. „Það er ekkert gagn að kjarnorku- sprengjum í pólitískum samskipt- um ríkja í dag. Ef þær væru gagn- legar þá hefðu þær líka komið í veg fyrir fall Sovétríkjanna,“ sagði hann. „Það er líka rangt að halda að Íran og Bandaríkin séu á leið í stríð. Hver heldur slíku fram? Hvers vegna skyldum við fara í stríð? Það er ekkert stríð í uppsigl- ingu.“ Reuters Umdeild heimsókn Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, flytur ræðu í Columbia-háskóla í New York. Forseti Írans gagnrýndur í heimsókn til háskóla í New York Ahmadinejad segir að ekki sé hætta á stríði Ekki velkominn Hópur fólks stóð fyrir mótmælum við Columbia-háskóla í gær og fyrradag vegna heimsóknar Mahmouds Ahmadinejads í skólann. Í HNOTSKURN » Þetta er þriðja heimsóknMahmouds Ahmadinejads Íransforseta til New York á þremur árum. » Ahmadinejad var kjörinnforseti Írans í kosningum sem haldnar voru 2005. » Forseti Írans er ekkivaldamesti maðurinn í landinu, þrátt fyrir þá athygli sem Ahmadinejad fær á Vest- urlöndum. Ali Khameini erki- klerkur hefur þá stöðu. AP bmvalla.is Söludeild :: Breiðhöfða 3 :: Sími: 412 5050 Opið mánudaga til föstudaga 8–18 og laugardaga 9–14. Uppspretta af hugmyndum fyrir sælureitinn þinn! Nýja handbókin er komin Handbókin okkar kveikir ótal nýjar hugmyndir. Landslagsarkitekt okkar í Fornalundi aðstoðar þig síðan við að breyta garðinum þínum í sannkallaðan sælureit. Hringdu í síma 412 5050 og fáðu tíma í ráðgjöf. Pantaðu handbókina í síma 800 5050 eða á bmvalla.is ar gu s 0 7 -0 4 7 1 Flekar Óðalshleðsla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.