Morgunblaðið - 25.09.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 25.09.2007, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT London. AFP. | Alþjóðasamfélagið og ríki heimsins hafa brugðist og sýnt sinnuleysi gagnvart sívaxandi straumi flóttafólks frá Írak til ná- grannalandanna, einkum Sýrlands og Jórdaníu. Þetta er mat mann- réttindasamtakanna Amnesty Int- ernational en þau sendu frá sér harðorða skýrslu um málið í gær. Amnesty hrósar stjórnvöldum í Sýrlandi og Jórdaníu fyrir að hafa haldið landamærum sínum opnum þannig að flóttafólk frá Írak hefur komist í öruggt skjól. Slæleg við- brögð annarra ríkja við vandanum eru hins vegar gagnrýnd og athygli vakin á því að Sýrland og Jórdaníu hafa ekki fengið tilhlýðilega aðstoð til að mæta þörfum þeirra tveggja milljóna Íraka sem löndin hýsa. Lýsir Amnesty sérstökum áhyggjum sínum af því að yfirvöld bæði í Sýrlandi og Jórdaníu hafi nú innleitt nýjar reglur um dvalarleyfi í löndunum, en þær muni gera það að verkum að færri Írakar geti nú leitað þar hælis. Fjórar milljónir manna á flótta Að minnsta kosti fjórar milljónir Íraka hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín, að sögn Amnesty. Í Sýr- landi séu nú 1,4 milljónir Íraka, í Jórdaníu rúmlega hálf milljón og 2,2 milljónir Íraka séu á flótta í eig- in landi undan ófremdarástandinu sem þar geisi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynnti sér aðstæður íraskra flótta- manna í Jórdaníu í júlí. AP Til Sýrlands Íraskir flóttamenn fylla út skjöl við Al-Tanaf-landamærin milli Íraks og Sýrlands, um 275 km norðaustur af Damaskus. Írakar hafa mætt sinnuleysi Pristina. AP. | Tveir fórust og níu særðust þegar sprengja sprakk í verslunarmiðstöð í miðborg Pristina, höfuðborg Kosovo, í fyrri- nótt. Þetta var ein öflugasta sprengjuárásin í Pristina frá því í stríði Atlantshafsbandalagsins og stjórnarinnar í Serbíu 1999. Yfirvöld í Pristina sögðu sprengjutilræðið ekki tengjast við- ræðum um framtíð héraðsins sem fram hafa farið milli Kosovo- Albana og Serba fyrir milligöngu erindreka Sameinuðu þjóðanna. Fullyrtu þau að tilræðið tengdist glæpastarfsemi í Kosovo. Sprengingin varð í verslunar- húsnæði við Bill Clinton-breið- strætið og urðu miklar skemmdir á fjórum verslunum. Fatmir Sejdiu, forseti Kosovo, sagði að árásin ógn- aði stöðugleika í héraðinu og lagði áherslu á að hafa þyrfti hendur í hári ódæðismannanna. „Kosovo er við það að fá sjálfstæði,“ sagði í yf- irlýsingu hans. „Einangra verður þá sem leggja á ráðin um svona árásir og framkvæma þær og sækja þá til saka.“ AP Tilræði Sprengingin olli miklum skemmdum á fjórum verslunum. Tveir týndu lífi í Pristina Tókýó. AFP. | Shinzo Abe bað japönsku þjóðina í gær af- sökunar á því að hafa sagt skyndilega af sér sem for- sætisráðherra, en stjórnarflokkurinn í Japan valdi á sunnudag Yasuo Fukuda í hans stað. Fukuda tók form- lega við af Abe sem forsætisráðherra í gær. Abe kom í gær fram opinberlega í fyrsta sinn síðan hann sagði af sér fyrir tæpum tveimur vikum og lagðist inn á sjúkrahús. Hann talaði heldur hægt og þótti veiklu- legur á fréttamannafundi sem hann hélt á sjúkrahúsi í Tókýó. Tveir læknar sátu við hlið hans en Abe er sagður hafa þjáðst af streitu og ofþreytu. Mun hann hafa lést um 5 kg á undanförnum mánuðum, en spilling og hneykslismál settu svip sinn á tæplega árslanga forsætisráðherratíð Abes. „Mig langar til að biðja fólk afsökunar á því að hafa valdið því ama,“ sagði Abe á fréttamannafund- inum. „Ég harma það að ég skuli ekki hafa staðið undir væntingum al- mennings.“ Abe biður þjóð sína afsökunar Shinzo Abe YFIRMENN hjá Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu (ÖSE) vonast enn til þess að pólsk stjórnvöld heimili ÖSE að viðhafa eftirlit með þingkosningum sem fram eiga að fara í Póllandi í næsta mánuði. Pólsk stjórnvöld hafa áður sagt að slíkt þurfi ekki, lýðræði sé virt að fullu í landinu. Eftirlit í Póllandi? ÞÚSUNDIR manna hafa flúið heim- kynni sín vegna átaka í austurhluta Kongó síðustu daga, að sögn emb- ættismanna Sameinuðu þjóðanna. Þeir segja að alls hafi 300.000 manns flúið heimili sín á átaka- svæðinu á einu ári. Flóttafólki fjölgar GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti spáir því að Hillary Clinton beri sigurorð af Barack Obama í forkosningum demókrata vegna forsetakosninganna á næsta ári. Hann telur hins vegar að Clinton muni tapa fyrir frambjóðanda Repúblikanaflokksins í forseta- kosningunum. Bush forspár? Forval Hillary Clinton er sigurstrangleg. STJÓRN Bandaríkjanna kvaðst í gær hafa miklar áhyggjur af hand- töku nokkurra stjórnarand- stöðuleiðtoga í Pakistan að und- anförnu og hvatti til þess að fangarnir yrðu látnir lausir. Á móti handtökum Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is RÍKISLÖGMAÐUR Ísraels, Mena- hem Mazuz, fyrirskipaði í gær lög- reglunni að hefja rannsókn á fast- eignakaupum Ehuds Olmerts forsætisráðherra. Olmert er grunaður um að hafa í raun þegið mútur þegar hann keypti íbúðarhús í vesturhluta Jerúsalem- borgar árið 2004 á verði sem talið er vera langt undir markaðsverði. Grunur leikur á að Olmert og sam- starfsmenn hans hafi í staðinn hjálp- að fyrirtæki, sem seldi honum húsið, að fá ábatasamt byggingarleyfi í Jerúsalem. Olmert var borgarstjóri Jerúsalem á árunum 1993 til 2003. Olmert sagði í gær að ekkert væri athugavert við kaupin á húsinu og verðið hefði verið sanngjarnt. Fjölmiðlar í Ísrael segja að Ol- mert og eiginkona hans hafi keypt húsið fyrir jafnvirði 75 milljóna króna og er kaupverðið talið um átján milljónum undir markaðsverði. Á þessum tíma var Olmert ráðherra í ríkisstjórn Ísraels. Þetta er í annað skipti sem lög- reglunni er falið að rannsaka meinta spillingu Olmerts frá því að hann varð forsætisráðherra í maí á síðasta ári. Lögreglan hefur þegar hafið rannsókn á því hvort Olmert hafi sem fjármálaráðherra árið 2005 haft afskipti af einkavæðingu næst- stærsta banka Ísraels, Leumi-bank- ans. Olmert er sakaður um að hafa hlaupið undir bagga með tveimur kaupsýslumönnum, sem hann var í vinfengi við, og reynt að tryggja þeim bankann. Ríkisendurskoðandi Ísraels, Micha Lindenstrauss, hefur einnig sakað Olmert um að hafa misnotað áhrif sín sem viðskiptaráðherra árið 2003 til að tryggja samstarfsmanni sínum ríkisstyrk. Lindenstrauss hef- ur ráðlagt ríkislögmanninum að fyr- irskipa einnig rannsókn á því máli. Nýja lögreglurannsóknin er áfall fyrir Olmert sem hefur sótt í sig veðrið að undanförnu eftir að hafa verið rúinn trausti í marga mánuði vegna hneykslismála og hernaðarins gegn Hizbollah-hreyfingunni í Líb- anon í fyrrasumar. Skoðanakannan- ir benda til þess að vinsældir for- sætisráðherrans hafi aukist skyndilega eftir að skýrt var frá því að Ísraelsher hefði gert loftárás á sýrlenskt landsvæði fyrr í mánuðin- um. Rannsókn á meintri spillingu Olmerts Grunaður um að hafa keypt hús langt undir markaðsverði og aðstoðað seljandann við að fá ábatasamt byggingarleyfi Reuters Spilltur? Ehud Olmert (t.h.) og Ehud Barak varnarmálaráðherra á fundi. Í HNOTSKURN » Rannsóknin kemur á við-kvæmum tíma fyrir við- ræður Olmerts og forseta Pal- estínumanna um meginatriði friðarsamnings fyrir ráð- stefnu sem Bandaríkjaforseti hefur boðað síðar á árinu. Kabúl. AP. | Tólf ára afganskur drengur sem leikur eitt aðal- hlutverkanna í kvikmynd eftir bók Khaleds Hosseinis, Flugdreka- hlauparanum, óttast að hann og fjölskylda hans muni sæta útskúf- un, jafnvel árásum, vegna nauðg- unarsenu í myndinni sem hann seg- ist hafa verið tregur til að leika í og sem fjölskylda hans vill að verði klippt út úr myndinni. Ahmad Khan Mahmidzada leikur Hassan, ungan dreng sem er nauðgað af fanti einum í Kabúl, en þessi atburður skiptir miklu um framvinduna í metsölubók Hossein- is. Hassan er besti vinur aðalsögu- hetjunnar, Amirs, en Amir verður einmitt vitni að atburðinum, gerir hins vegar ekkert til að hjálpa vini sínum og harmar það alla tíð, at- burðurinn breytir eðli vináttu þeirra varanlega. Spenna í samskiptum þjóðanna Fjölskylda Ahmads segir að þessi sena í myndinni muni móðga alla Afgana. „Nauðganir eru algerlega bannaðar í Afganistan. Þær ganga gegn mannlegri reisn í augum Afgana. Þær eru ósamrýmanlegar afganskri menningu,“ segir Ahmad Jaan Mahmidzada, faðir drengsins. Bennett Walsh og Rebecca Yeld- ham, framleiðendur Flug- drekahlauparans, segjast hafa orðið afar undrandi er þau heyrðu að fað- ir Ahmads væri ósáttur við þessa erfiðu senu. Þau hefðu lagt alla áherslu á að drengjunum sem leika í myndinni liði vel. „Þegar við átt- um fund með leikurunum í mynd- inni og fjölskyldum þeirra í Kabúl fyrr á þessu ári þá lýstu fjölskyld- urnar áhyggjum sínum en sögðust engar mótbárur gera vegna þessa atriðis, ef fyllstu nærgætni yrði gætt við upptökur,“ segja Walsh og Yeldham. Mahmidzada eldri segist óttast að sagan stuðli að spennu í sam- skiptum þjóðarbrotanna í Afganist- an, enda ali hún á ímynd pastúna sem þjóðar sem sýni hinum þjóð- arbrotunum í landinu yfirgang (en nauðgarinn er pastúni), en hazarar birtist þar sem undirmálsfólk (Hassan er hazari í sögu Hosseini). Pastúnar eru fjölmennasta þjóðin í Afganistan og börðust m.a. við hazara í borgarastríðinu í landinu sem braust út eftir brotthvarf Sovétmanna 1989. Sambúð þjóð- arbrotanna í Afganistan hefur verið tiltölulega góð frá falli talibana- stjórnarinnar 2001 en Afganar ótt- ast þó að ekki þurfi mikið til að kveikja aftur í púðurtunnunni. Ahmad Khan fékk greidda 10.000 dollara fyrir að leika Hassan, sem er gríðarlegt fé í Afganistan. Pilt- urinn segir hins vegar að hann hefði aldrei tekið að sér hlutverkið ef hann hefði vitað að Hassan væri nauðgað í sögunni. Faðir hans deildi við kvikmyndagerðarmennina á upptökustað – myndin var tekin í Kína – en þeir sögðu honum að myndin gengi ekki upp án þessarar tilteknu senu. „Fólk í Afganistan mun ekki skilja að atriðið er leikið. Menn munu halda að þetta hafi gerst í raun og veru,“ segir Mah- midzada. Óttast að nauðgunarsena valdi spennu í Afganistan AP Flugdrekahlaupari Ahmad Khan Mahmidzada leikur Hassan í kvikmynda- gerð Flugdrekahlauparans, metsölubók Khaleds Hosseinis. Flugdrekahlaup- arinn frumsýndur í nóvember

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.