Morgunblaðið - 25.09.2007, Qupperneq 15
Látbragð Marcel Marceau hvítmál-
aður í kunnu hlutverki trúðsins.
FRANSKI látbragðsleikarinn Mar-
cel Marceau er látinn, 84 ára að aldri.
Marceau, sem hét Marcel Mangel
réttu nafni, var einn þekktasti lát-
bragðsleikari heimsins.
Hann varð fyrst þekktur fyrir hlut-
verk trúðsins Bip árið 1947, en Bip er
trúður með hvítt andlit og í röndóttri
peysu með svartan kúluhatt.
Árið 1978 setti hann á stofn lát-
bragðsleikaraskólann Ecole de
Mimodrame í París. Hann stofnaði
sinn eigin látbragðshóp og var hann
sá eini sinni tegundar starfandi í
heiminum á sjötta og sjöunda ára-
tugnum.
Eitt af frægustu hlutverkum Marc-
eaus var að segja einu setningu
myndarinnar Silent Movie eftir Mel
Brooks. Marceau gerði einnig nokkr-
ar kvikmyndir, m.a. Un Jardin Public
og Barbarella með Jane Fonda.
Marceau fæddist í Strasbourg árið
1923 og lærði hjá látbragðsmeist-
aranum Etienne Decroux í París.
Innblásturinn að því að gerast lát-
bragðsleikari fékk Marceau frá
Hollywoodleikurum þöglu myndanna
eins og Charlie Chaplin, Buster
Keaton og Harry Langdon.
Árið 2001 var hann kosinn sendi-
herra Sameinuðu þjóðanna fyrir eldri
kynslóðina.
Marceau kom fram á skemmtunum
vel fram á áttræðisaldur.
Marceau
látinn
Einn þekktasti lát-
bragðsleikari heims
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 15
MENNING
AMERÍSKI rit-
höfundurinn og
kvikmyndafram-
leiðandinn Mir-
anda July vann
írsku Frank
O’Connor-smá-
sagnaverðlaunin
sem afhent voru
við hátíðlega at-
höfn í Millennium
Hall í Cork á sunnudagskvöldið.
Þetta er í þriðja sinn sem þessi verð-
laun eru veitt en þau eru stærstu
smásagnaverðlaun sem afhent eru í
heiminum. July fékk þau fyrir smá-
sagnasafnið No One Belongs Here
More Than You.
Sex rithöfundar voru tilnefndir til
verðlaunanna í ár og meðal þeirra var
Ólafur Jóhann Ólafsson sem var til-
nefndur fyrir bók sína Aldingarðinn.
Allir rithöfundarnir sex voru við-
staddir athöfnina á sunnudaginn og
komu fram á Frank O’Connor-
smásagnahátíð sem átti sér stað í
borginni í seinustu viku.
Miranda July, eða Miranda Jenni-
fer Grossinger eins og hún heitir
réttu nafni, fæddist árið 1974 í Ver-
mont. Auk þess að vera rithöfundur
er hún listamaður, tónlistarkona,
leikkona og kvikmyndagerðarkona.
July var alin upp í Berkeley í Kali-
forníu í bókmenntafjölskyldu en báð-
ir foreldrar hennar eru rithöfundar.
No One Belongs Here More Than
You kom út í maí síðastliðnum og er
224 blaðsíðna safn af sögum.
Ásamt July og Ólafi voru eftirtaldir
höfundar tilnefndir til verðlaunanna:
Simon Robson, Etgar Keret, Char-
lotte Grimshaw og Manuel Munoz.
O’Connor-
verðlaunin
Miranda July
FJÓRÐU tónleikar tónleika-
raðar Jazzklúbbsins Múlans á
þessu hausti verða á morgun,
miðvikudaginn 26. september.
Að þessu sinni mun hljóm-
sveitin Burkina Faso koma
fram. Sveitin leikur fönkaðan
jazz úr smiðju manna eins og
John Scofield og Joshua Red-
man. Meðlimir sveitarinnar
eru Ásgeir Ásgeirsson gít-
arleikari, Ólafur Hólm
trommuleikari, Róbert Þórhallsson bassaleikari
og Vignir Þór Stefánsson hljómborðsleikari.
Tónleikarnir á DOMO bar hefjast kl. 21 og er
aðgangseyrir 1.000 kr.
Tónleikar
Burkina Faso
á Múlanum
Tveir af meðlimum
Burkina Faso.
AFRÍKA sunnan Sahara – í
brennidepli er heiti á nýútkom-
inni íslenskri bók sem ætlað er
að auka almennan fróðleik og
skilning á álfunni, sögu hennar
og samtíma. Útgefendur bók-
arinnar eru félagið Afríka
20:20, félag áhugafólks um
málefni Afríku sunnan Sahara,
og Háskólaútgáfan. Bókin er
sneisafull af litríku myndefni
ásamt því sem umfjöllunar-
efnið er einstaklega fjölbreytt. Tólf höfundar
skrifa hver sinn kafla en bókin skiptist í fjóra
hluta: Sagan, lifnaðarhættir og lífsafkoma, listir
og bókmenntir og Afríka og umheimurinn.
Bókmenntir
Afríka sunnan Sa-
hara – í brennidepli
Afríka sunnan Sa-
hara- í brennidepli.
ELLEFU íslenskir, græn-
lenskir og danskir listamenn
opna í dag samsýningu í Græn-
landshúsinu í Kaupmannahöfn.
Frá Íslandi sýna: Anna
Gunnarsdóttir, Hrefna Harð-
ardóttir, Ragnheiður Björk
Þórsdóttir, Sigríður Ágústs-
dóttir og Sveinbjörg Hall-
grímsdóttir. Grænlensku lista-
mennirnir eru: Camilla
Nielsen og Naja Rosing og frá
Danmörku sýna: Else Marie Gert Nielsen, Anette
Andersen, Heidrun Sörensen og Ingelise Busach-
er. Sýningin stendur til 2. nóvember 2007.
Grænlandshúsið er að Løvstræde 6.
Samsýning
Ísland, Grænland
og Danmörk
Íslensku lista-
konurnar.
Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur
sigridurv@mbl.is
FYRIR 25 árum stunduðu Sólrún
Bragadóttir og Sigurður Flosason
tónlistarnám í Indiana-háskóla í
Bandaríkjunum. Mörgum árum síð-
ar heimsótti Sigurður Sólrúnu á
heimili hennar í Danmörku. Það var
þá sem Sólrún sagðist þurfa að bera
undir hann hugmynd. Hvernig væri
ef þau prófuðu að spila saman?
„Sigurður leit svolítið undarlega á
mig,“ segir Sólrún hlæjandi. Það er
enda ekki á hverjum degi sem
óperusöngkona og saxófónleikari
leiða saman hesta sína.
„Seinna spurði hann mig hvort við
ættum ekki að prófa. Við fórum að
fikta við þetta og fannst þetta svona
líka svakalega gaman. Á endanum
kölluðum við til fjölskylduna, stillt-
um henni upp og létum hana hlusta.
Við vissum í raun ekkert hvernig
þetta hljómaði í eyrum annarra.
Þeim fannst þetta hins vegar svo
skemmtilegt að við ákváðum að
halda áfram,“ segir Sólrún.
Tilraunastarfsemin vatt upp á sig
og óperusöngkonan og saxófónleik-
arinn spreyttu sig á æ fleiri lögum.
Tveimur árum síðar er geisladisk-
urinn Dívan og jazzmaðurinn kom-
inn út. Af því tilefni halda þau tón-
leika í Laugarneskirkju annað
kvöld.
Allt mögulegt getur gerst
Lögin sem Sólrún og Sigurður
flytja eru þekkt íslensk lög í óhefð-
bundnum útsendingum, sem frjáls-
um spuna er blandað saman við. Þar
má nefna lög eftir Sigfús Einarsson,
Pál Ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns og
Jón Ásgeirsson. Sólrún syngur og
Sigurður spilar á saxófón en ekki er
um frekari undirleik að ræða.
„Við erum með ákveðna beina-
grind en inni í lögunum höfum við
ákveðið frelsi. Við ákveðum kannski
að ég geri eitthvað þarna og hann
þarna og allt mögulegt getur gerst.
Síðan erum við líka með syrpu þar
sem fyrir koma í einni bendu setn-
ingar úr öllum mögulegum lögum,“
segir Sólrún. „Við vitum aldrei hvað
gerist!“
Tuttugu ára starfsafmæli
Sólrún hefur sungið óperur um
víða veröld og átti raunar 20 ára
starfsafmæli fyrir rétt rúmri viku:
Hinn 17. september 1987 steig hún á
svið í Kaiserslautern í Þýskalandi og
söng Mimi í La Bohéme. Fyrir
óperusöngkonu hlýtur óneitanlega
að vera óvenjulegt að spinna við
djass-saxófón …
„Já, það er það. Þessi búningur er
nýstárlegur og mér finnst hann
vekja hjá mér ofsalegan sköp-
unarkraft. Það er gaman að gera
hvort tveggja og mér finnst það
styðja hvort annað. Mér finnst það
hafa ýtt við einhverju nýju í mér.“
Sólrún bendir á að þegar óperu-
söngvarar komu upprunalega fram
hafi allir beðið eftir aríunum. Í þeim
hafi söngvararnir fengið að sýna
hvað í þeim byggi. „Það sem þeir
gerðu var allt spunnið á staðnum en
þetta hætti smám saman. Núna eru
aríurnar meira og minna niðurnjörv-
aðar,“ segir hún.
„Það sem við Sigurður gerum er
aldrei eins því við erum bæði að
spinna. Fyrir klassíska söngkonu
eins og mig er þetta náttúrlega
svakalega gaman. Það er frábært að
fá tækifæri til að láta ímyndunar-
aflið fara á fullt en ekki vera föst í
ákveðnu formi. Fyrst var ég mjög
feimin og tók þessi skref varlega en
Sigurður var duglegur að hvetja mig
áfram. Við erum gamlir vinir og það
skilar sér svo sannarlega í samstarf-
inu. Við þurfum ekki að segja mikið,
enda þekkst lengi.“
Gaman að ferðast og syngja
Dívan og djassmaðurinn eru ný-
komin úr tónleikaferð um landið þar
sem þau léku á Ísafirði, Höfn í
Hornafirði, Stykkishólmi og í Eyja-
firði. „Mér finnst ofsalega gaman að
ferðast um Ísland og syngja. Hver
einasti áhorfandi er mikilvægur og
það skiptir í raun ekki máli hvort
það er í stóru óperuhúsi eða annars
staðar. Maður vandar sig alltaf jafn-
mikið,“ segir Sólrún.
Tónleikarnir annað kvöld hefjast
kl. 20.30 í Laugarneskirkju.
„Veit aldrei hvað gerist!“
Tilraunaverkefni dívu og djassmanns endaði með tónleikahaldi og geisladiski
Morgunblaðið/Þorvaldur Örn
Djassmaður og díva Sigurður Flosason og Sólrún Bragadóttir nálgast
þjóðlög og íslensk klassísk sönglög með óvenjulegum hætti.
Í HNOTSKURN
» Hjá Dimmu er nýútkominngeisladiskurinn Dívan og
jazzmaðurinn.
» Diskurinn inniheldur þjóð-lög og klassísk íslensk söng-
lög í útsetningu dívunnar Sól-
rúnar Bragadóttur og
djassmannsins Sigurðar Flosa-
sonar.
» Sólrún og Sigurður frum-fluttu lögin á Listahátíð í
fyrra.
Í KVÖLD leikur tríóið Frisell Proj-
ekt tónlist eftir bandaríska gítarleik-
arann Bill Frisell í Salnum í Kópa-
vogi.
„Þetta verða óvenjulegir tónleikar
og þarna verður eitthvað fyrir alla –
blús, rokk, djass, þjóðlagatónlist, nú-
tíma klassík og svo framvegis,“ segir
trommuleikarinn Scott McLemore.
Auk Scotts eru í tríóinu Róbert
Þórhallsson á bassa og Sunna Gunn-
laugsdóttir á rafpíanó. Eins og Scott
bendir á verða tónleikarnir því gít-
arlausir. Píanóleikarinn Sunna mun
hins vegar leika á 30 ára gamalt
Wurlitzer-rafpíanó sem hún á. „Það
hljómar mjög ólíkt venjulegu
píanói,“ útskýrir Scott.
Fjórtán ára trommuleikari
Scott var 14 ára gamall þegar
hann byrjaði að leika á trommur og
segir hlæjandi að langan tíma hafi
tekið að telja foreldra sína á að leyfa
sér að koma trommusetti fyrir á
heimilinu. Í dag kennir Scott fólki á
öllum aldri í Mosfellsbæ að spila á
trommur en hann og kona hans
Sunna fluttu frá New York til Ís-
lands fyrir tæplega þremur árum.
Tónleikar Frisell Projekts hefjast
kl. 20 í Salnum í Kópavogi.
Gítarlaus gítar-
tónlist í Salnum
Trommuleikari Scott McLemore kennir Íslendingum að tromma.
♦♦♦