Morgunblaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
AUSTURLAND
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
SAMBAND íslenskra sveitarfé-
laga hefur beðið Hagfræðistofnun
Háskóla Íslands um ítarlega úttekt
á áhrifum kvótaskerðingarinnar á
sveitarfélögin. Er niðurstöðu að
vænta innan skamms og brýnt að
ljóst liggi fyrir hvernig mótvægis-
aðgerðir ríkisstjórnarinnar koma
út gagnvart bæjar- og hafnasjóð-
um sveitarfélaganna. Þetta kom
m.a. fram í máli Halldórs Halldórs-
sonar, formanns sambandsins á að-
alfundi Sambands sveitarfélaga á
Austurlandi, sem haldinn var á
Vopnafirði á föstudag og laugar-
dag.
Fjölga þarf skattstofnum
Fjölmargar ályktanir voru að
vanda samþykktar á aðalfundin-
um. M.a. ályktaði allsherjarnefnd
að ríkisvaldið hæfi nú þegar heild-
arendurskoðun á tekjustofnum
sveitarfélaganna með það að mark-
miði að fjölga skattstofnum. T.d.
með hlutdeild í fjármagnstekju-
skatti og skatti af einkahlutafélög-
um og orkumannvirkjum. Einnig
að tekin verði upp ný vinnubrögð í
samskiptum ríkis og sveitarfélaga
svo þessi tvö stjórnsýslustig geti
átt eðlileg samskipti.
Sambandið fagnar jákvæðum til-
lögum að byggðaðagerðum ríkis-
stjórnarinnar vegna niðurskurðar
aflaheimilda og telur mikilvægt að
grunngerð landsbyggðarinnar
verði styrkt enn frekar, t.d. með
fjárfestingu ríkisins í samgöngum,
menntun og aukinni atvinnuþróun.
Þó komi ríkisstjórnin ekki nægj-
anlega til móts við hina miklu
kjaraskerðingu sem blasi við sjó-
mönnum, landverkafólki og ein-
yrkjum í sjávarútvegi.
SSA hvetur sveitarstjórnir á
sambandssvæðinu til að setja sér
jafnréttisáætlanir og minnir á
ábyrgð þeirra í jafnréttismálum.
Þjóðgarðsvinnan hafin
Meðal þess sem fjallað var um á
aðalfundinum var Vatnajökuls-
þjóðgarður. Sagði Eiríkur Bj.
Björgvinsson, bæjarstjóri Fljóts-
dalshéraðs, að eiginleg undirbún-
ingsvinna væri nú hafin. Gríðarleg
vinna væri framundan við að yf-
irfara reglugerðir, ræða við land-
eigendur sem hlut eiga að máli og
kynna verkefnið vel. Reiknað er
með að um 1.150 milljónum verði
varið til sveitarfélaganna næstu
fimm árin vegna þjóðgarðsins og
næsta ár verður t.d. hafist handa
um byggingu gestastofa, t.d. á
Skriðuklaustri og Klaustri. Þá þarf
að huga að byggingu landvörslu-
stöðva og upplýsingamiðstöðva,
auk ráðningar þjóðgarðsvarða.
Þórður Ólafsson hefur verið ráðinn
starfsmaður stjórnar Vatnajökuls-
þjóðgarðs.
Kristján Þ. Júlíusson, 1. þing-
maður NA-kjördæmis, sagði þing-
menn kjördæmisins nýverið hafa
átt sameiginlegan fund og standi til
fundaferð þeirra um kjördæmið
allt dagana 23. til 25. október nk.
Meðal stærstu verkefna sveitar-
félaganna framundan má telja
uppbyggingu Vatnajökulsþjóð-
garðs, eflingu námsmöguleika,
þ.á m. háskólanáms og sameigin-
legar úrlausnir á úrgangs- og sorp-
málum.
Formaður SSA er Björn Hafþór
Guðmundsson, sveitarstjóri
Djúpavogshrepps.
Samþykktir aðalfundar SSA má
sjá á vefnum ssa.is.
Austfirskar sveitarstjórnir kalla eftir nýjum vinnubrögðum í samskiptum
Samskipti sveitarfélaga
og ríkis ofarlega á baugi
Spjall Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveit-
arfélaga, og Kristján L. Möller samgönguráðherra ræða málin. Sam-
gönguráðuneyti tekur málefni sveitarfélaga yfir um næstu áramót.
Í HNOTSKURN
»Sveitarfélögin á Austur-landi telja nú rúmlega 15
þúsund íbúa, eða um 5% lands-
manna, sem er um 1% aukning
frá því fyrir byggingu álvers
og virkjunar.
»Sveitarfélögin eru níu tals-ins og búa 67% íbúa í
Fjarðabyggð og á Fljótsdals-
héraði.
»Helstu verkefni SSA eruefling háskólanáms, úr-
lausnir í úrgangs- og sorp-
málum og uppbygging Vatna-
jökulsþjóðgarðs.
»Kallað er eftir bættu sam-starfi við ríkisvaldið.
Reyðarfjörður | Hringrás á Reyðarfirði
hefur verið gert að hætta allri móttöku úr-
gangs á svæði sínu, hreinsa lóð sína á
Hjallaleiru og koma efni til útskipunar án
tafar. Starfsleyfi Hringrásar rann út nú í
haust og hafnaði Heilbrigðiseftirlit Austur-
lands því að gefa út nýtt starfsleyfi vegna
vanefnda á aðgerðum til úrbóta á svæði
þess á Reyðarfirði. Sótti Hringrás í kjölfar-
ið um undanþágu til umhverfisráðuneytis
vegna tímabundinnar starfsemi án starfs-
leyfis og hefur því verið hafnað. Einar Ás-
geirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar,
segir núverandi stöðu ekki vefjast sérstak-
lega fyrir Hringrás, en mikið efni falli til á
Austurlandi. Tæplega 90% tilskilinna fram-
kvæmda á vinnslusvæðinu á Reyðarfirði sé
lokið, þær verði kláraðar og starfsemi haldi
áfram við að hreinsa landið og miðin. Að-
staðan á Reyðarfirði verði í hæsta gæða-
flokki og fengur fyrir Austfirðina að hafa
jafnfullkomna aðstöðu og þessa.
Hringrás vinnur
að úrlausn mála
Fáskrúðsfjörður | Þessar ungu dömur
ákváðu á dögunum að leggja Rauða kross-
inum á Fáskrúðsfirði lið og söfnuðu 8.447
krónum í því skyni. Þær heita Arna Lísa
Ingimarsdóttir, Gígja Guðnadóttir, Freydís
Guðnadóttir og Guðrún Birta Hafsteins-
dóttir og eru búsettar á Fáskrúðsfirði.
Styðja starf
Rauða krossins
Morgunblaðið/Albert Kemp
SAMHERJI hefur ákveðið að
hætta allri skreiðarverkun á Hjalt-
eyri við Eyjafjörð, en starfsmönn-
um þar, 11 talsins, verður boðin
vinna í öðrum deildum fyrirtækis-
ins skv. upplýsingum fram-
kvæmdastjóra landvinnslu þess.
Trúnaðarmaður starfsmanna segir
þá reyndar heldur trega til að
þiggja þá vinnu og oddviti Arnar-
neshrepps segir ákvörðun Sam-
herja vonbrigði og hreppurinn
verði af töluverðum tekjum vegna
þessa.
Hagræðing og nýsköpun
Starfsmönnum Samherja var til-
kynnt ákvörðun fyrirtækisins á
fimmtudaginn og vinnslu þegar
hætt.
„Það er ljóst að minna verður af
fiski til að vinna á næsta ári og við
erum að bregðast við því. Hluti af
því hráefni sem þarna hefur verið
unnið verður sendur í hausaþurrk-
un okkar á Dalvík en hluti fer ann-
að,“ er haft eftir Gesti Geirssyni,
framkvæmdastjóra landvinnslu
Samherja hf., í fréttatilkynningu
sem fyrirtækið sendi frá sér í gær.
Gestur segir ennfremur: „Þetta
er fyrsta skrefið til að bregðast við
minnkandi veiðiheimildum í þorski.
Við ætlum okkur að mæta niður-
skurðinum með hagræðingu, ný-
sköpun og öflugt markaðsstarf að
vopni.“
Starfsstöð Samherja á Hjalteyri
hefur verið stærsti vinnustaðurinn
í Arnarneshreppi og að sögn Axels
Grettissonar oddvita kemur þetta
sér illa fyrir hreppinn.
„Okkur var tilkynnt þetta form-
lega á föstudaginn og munum eiga
fund með Gesti, framkvæmda-
stjóra landvinnslu Samherja, um
málið í næstu viku þegar hann
verður kominn frá útlöndum,“
sagði Axel við Morgunblaðið í gær.
Axel segir fyrstu viðbrögð
hreppsins vonbrigði en í stöðunni
sé ekki annað hægt að gera en bíða
aðeins og sjá hvernig mál þróast.
„Starfsemin hefur farið fram í hús-
næði sem er í eigu hreppsins og ég
reikna með að þeim leigusamningi
verði sagt upp. Þar verðum við af
tekjum og ekki fáum við útsvar frá
fólkinu ef það þiggur ekki þá vinnu
sem nú verður í boði eða flytur
annað.“
Axel segir hreppinn vitaskuld
helst hafa viljað starfsstöð Sam-
herja áfram á staðnum en úr því
sem komið sé verði athugað hvort
önnur fyrirtæki vilji hefja þar
starfsemi. „Við hefðum kosið að fá
einhvern atvinnurekanda í þetta
húsnæði og helst að sá tæki að
minnsta kosti eitthvað af fólkinu í
vinnu.“
Axel segir tvö lítil fyrirtæki
reyndar þegar haft samband við
sig en hann kveðst ekki vilja hefja
slíkar viðræður á meðan Samherji
er með húsið á leigu.
Hreppsnefnd hittist á fundi í dag
til þess að fara yfir stöðu mála.
Mun minna hráefni
„Okkur var mörgum óneitanlega
brugðið,“ segir Egill Ragnarsson,
trúnaðarmaður starfsmanna Sam-
herja á Hjalteyri, spurður um við-
brögð starfsfólksins eftir fundinn á
fimmtudaginn þar sem því var til-
kynnt ákvörðun fyrirtækisins.
Egill segir reyndar mun minna
hráefni hafa borist undanfarið en
löngum fyrr – aðeins uppundir 8
tonn frá því eftir sumarfrí – og fólk
því gert sér grein fyrir því að svona
kynni hugsanlega að fara, en tíð-
indin samt komið á óvart. Egill
bendir á að flestir starfsmennirnir
séu komnir á þann aldur að líklega
verði ekki gott að komast aftur út á
vinnumarkaðinn. „Flestir eru 55
ára eða eldri,“ segir hann. Fáeinir
munu vera komnir fast að eftir-
launaaldri.
Samherji hefur boðið starfsfólk-
inu vinnu hjá fyrirtækinu á Dalvík,
en Egill segir að menn virðist held-
ur tregir til þess að vinna þar, mið-
að við fyrstu viðbrögð. Flestir búa
á Hjalteyri, sem er í rúmlega 25 km
fjarlægð frá Dalvík, en þrír eru bú-
settir á Akureyri, en þaðan eru 25
km að Hjalteyri og því 50 km til
Dalvíkur.
Samherji býðst til þess að aka
starfsfólkinu frá Hjalteyri til Dal-
víkur sem er „sem er ágætlega
boðið,“ segir Egill en sumum finnst
samt dálítið langt að fara, ekki síst
fyrir Akureyringana þrjá.
Samherji hættir skreiðarverkun á Hjalteyri en býður fólkinu vinnu á Dalvík
Fólki óneitanlega brugðið
Morgunblaðið/Kristján
Dalvík Samherji er með mikla starfsemi á Dalvík, þar sem myndin er
tekin í frystihúsinu. Fólkinu frá Hjalteyri hefur verið boðin vinna þar.
Í HNOTSKURN
»Aðeins búa 176 manns íArnarneshreppi og starfs-
stöð Samherja var stærsti
vinnustaðurinn í hreppnum.
Þar unnu 11 manns.
»Egill Ragnarsson, trún-aðarmaður starfsfólks hjá
Samherja á Hjalteyri, hefur
starfað í skreiðarverkun fyr-
irtækisins þar síðastliðin 17 ár
og hann segir flesta starfs-
menn hafa verið svo lengi.
» „Þetta hefur verið góðvinna,“ sagði Egill í gær.
Oft hefur verið unnið lengi en
undanfarið 8 tíma á dag.
ÞRÍR voru fluttir á Sjúkrahúsið á Ak-
ureyri til skoðunar eftir mjög harðan
árekstur tveggja fólksbíla á gatnamót-
um Þingvallastrætis og Mýrarvegar
seinnipartinn í gær. Enginn var alvar-
lega slasaður en viðkomandi fundu fyrir
eymslum og var því farið með þá á
slysadeild til öryggis. Bílarnir eru hins
vegar mjög skemmdir, annar reyndar
úrskurðaður ónýtur á staðnum því ekki
borgar sig að gera við hann, að sögn
lögreglu. Annar bíllinn kom niður Þing-
vallastræti og yfir Mýrarveginn, en hin-
um var ekið upp upp Þingvallastrætið
og beygði sá til vinstri, suður Mýrarveg
í veg fyrir hinn.
Ónýt bifreið en
enginn slasaðist
VINIR Akureyrar, sem staðið hafa að há-
tíðinni Einni með öllu á Akureyri um
verslunarmannahelgina undanfarin ár,
hafa ákveðið að láta
gott heita og halda há-
tíðina ekki framar
breyti bæjaryfirvöld
ekki settum viðmiðum
varðandi aðgang ung-
menna að tjaldstæð-
unum umrædda helgi.
Meirihluti bæjar-
stjórnar Akureyrar
ákvað skömmu fyrir
verslunarmannahelg-
ina síðustu að setja
þau viðmið að ung-
mennum á aldrinum 18-23 ára yrði ekki
hleypt inn á tjaldsvæði bæjarins þá helgi,
í því skyni að skapa ró á tjaldsvæðunum
á meðan Ein með öllu stæði yfir.
Vinir Akureyrar, félagsskapur hags-
munaaðila í verslun og þjónustu, voru af-
ar ósáttir og tilkynntu fyrrgreinda
ákvörðun sína nýverið á samráðsfundi
allra sem að hátíðinni komu með ein-
hverjum hætti.
Koma ekki áfram
að Einni með öllu
Sýning Einni með
öll lauk ætíð með
flugeldasýningu.