Morgunblaðið - 25.09.2007, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 25.09.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 17 SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavík | Nemendum Fjölbrauta- skóla Suðurnesja heldur áfram að fjölga. Nú er svo komið að skólahús- næðið sem var stækkað fyrir þremur árum rúmar varla alla nemendurna. Á haustönn stunda um þúsund nemendur nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í dagskóla, um 200 fleiri en fyrir þremur árum þegar nýtt húsnæði var tekið í notkun. Auk þess eru 150 nemendur í kvöldskóla og rúmlega 200 grunnskólanemendur af öllum Suðurnesjum stunda nám við skólann í einstökum áföngum. Ástæðan fyrir fjölgun nemend- anna er fjölgun íbúa á Suðurnesjum auk þess sem hlutfallslega fleiri nemendur úr hverjum árgangi sækja framhaldsskóla en áður var. „Við sáum þetta fyrir í okkar áætl- unum og sóttum á sínum tíma um stækkun húsnæðisins í samræmi við það,“ segir Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari. Bitnar á sameiginlegu rými Húsnæði skólans var síðast stækkað fyrir örfáum árum. Stækk- un um 3000 fermetra var tekin í notkun haustið 2004 en stjórnendur skólans og fulltrúar sveitarfélaganna töldu þá þörf á að stækka hann um 5000 fermetra til að mæta fyrirsjá- anlegri fjölgun. Ólafur Jón viður- kennir að fjölgunin hafi orðið enn ör- ari en hann hafi gert ráð fyrir og nú sé húsnæðið farið að þrengja veru- lega að. Niðurskurður í áformum um upp- byggingu bitnaði mest á sameigin- legu rými, almenningi eins og Ólafur orðar það, en nú er einnig farið að þrengja að með kennslustofur. „Nemendum hér á svæðinu mun fjölga áfram á næstu árum en ljóst er að skólinn getur ekki tekið við mikið fleiri nemendum án þess að byggja enn frekar við húsnæðið,“ segir skólameistari. Ólafur Jón hefur tekið húsnæðis- mál skólans upp í skólanefnd og leggur áherslu á að leysa þurfi málin til frambúðar. Hann segir að ágætis möguleikar séu á stækkun húsnæðis skólans til norðurs. Stækkun hagkvæmari Hugmyndir hafa verið reifaðar um uppbyggingu nýs framhaldsskóla í Grindavík og framhaldsskóla í nýrri hverfum Reykjanesbæjar. Þannig hafa bæjaryfirvöld í Grindavík kom- ið hugmyndum sínum um nýjan einkarekinn skóla þar, á svipuðum grunni og nýr Menntaskóli Borgar- fjarðar, á framfæri við stjórnvöld. Ólafur Jón segir að til athugunar séu hugmyndir um samstarf um að bjóða upp á sérhæfða námsleið í Grindavík sem tengist atvinnulífinu þar. Sigmar Eðvarðsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir upp- byggingu veiðafæradeildar þar geta orðið ágætis grunnur að einhverju meira. Ólafur segir að mun hagkvæmara sé að byggja áfram upp Fjölbrauta- skóla Suðurnesja en að hefja upp- byggingu nýs framhaldsskóla á Suð- urnesjum. Hagkvæmni stærðarinn- ar gildi í þessum rekstri eins og fleiru auk þess sem meiri mögu- leikar séu á fjölbreytni í námsfram- boði í stærri skólum og betra að koma til móts við einstaklingsbundn- ar þarfir nemenda. Sáum þessa þróun fyrir Ljósmynd/Víkurfréttir Skóli Enn á ný er farið að þrengja að nemendum fjölbrautaskólans. Í HNOTSKURN »Á stúdentsbrautum eruliðlega 480 nemendur. »Liðlega 130 eru á iðn-brautum og rúmlega 100 á starfsnámsbrautum. Mest fjögun hefur verið á almenn- um brautum. Nemendum FS fjölgar og ný viðbygging þegar orðin of lítil Reykjanesbær | Minnt var á mikil- vægi forvarna og þau verkefni kynnt sem eru í gangi á því sviði á forvarnaviku sem lokið er í Reykja- nesbæ. Við upphaf vikunnar döns- uðu eldri borgarar Macarena í Sel- inu ásamt nemendum úr 1. bekk Njarðvíkurskóla. Margar stofnanir, félög og fyrir- tæki tóku þátt í forvarnavikunni með því að leggja sérstaka rækt við forvarnir í starfi sínu. Meðal atriða má nefna fyrirlestra um mikilvægi hreyfingar og mataræðis. Sérstök dagskrá var um umferð- ina sem beint var að ungum öku- mönnum, meðal annars í 1. bekk Fjölbrautaskóla Suðurnesja og seg- ir Ása Eyjólfsdóttir forvarna- fulltrúi að góð þátttaka hafi verið. Á leikskólanum Gimli hófst verk- efni um forvarnastarf gagnvart kynferðislegu ofbeldi gegn börn- um. Fjallað var um áfengis- og vímuvarnir, meðal annars meðal nemenda Fjölbrautaskóla Suður- nesja, og forvarnastarf sem fram fer á því sviði í 88-húsinu kynnt. Sérstakur strætódagur var í for- varnavikunni þar sem áhersla var lögð á að auka öryggi í umferðinni og draga úr umferð við skólana. Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Minnt á forvarnastarfið HEILBRIGÐISSTOFNUN Suður- nesja stendur fyrir námskeiði fyrir sykursjúka, maka þeirra og aðstand- endur. Námskeiðið verður haldið í Eldborg í Svartsengi dagana 25. til 27. október en skráning fer fram í þessari viku, frá miðvikudegi til föstudags. Innifalið í námskeiðinu er gisting í tvær nætur, fullt fæði og fræðslufundir með hjúkrunarfræð- ingi, næringarráðgjafa, lækni, íþróttakennara og sálfræðingi, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Sykursjúkir á námskeið Grundarfjörður | Við upphaf ný- byrjaðs skólaárs var tekin upp sú nýbreytni í grunnskólanum í Grundarfirði að bjóða upp á ávexti sem aukabita í nestis- tímum. Það er fyrirtækið Guð- mundur Runólfsson hf. sem styrk- ir ávaxtakaupin í tilraunaskyni til áramóta. Að sögn Ragnheiðar Þórarins- dóttur skólastjóra hefur þessi til- raun tekist vel til þessa, en boðið er upp á tvær tegundir ávaxta á hverjum degi í tengslum við nest- istímana í bekkjunum. Langflestir krakkanna hafa tekið þessari ný- breytni fagnandi, að sögn Ragn- heiðar, en með þessari ávaxtagjöf er skólinn að stuðla að bættri líð- an og heilsu því eins og allir vita eru ávextir sneisafullir af vítam- ínum og auk þess er mun hollara að fá náttúrulegan sykur eða kol- vetni úr ávöxtum en unnum vörum. Krakkarnir í 6. bekk voru augsýnilega mjög hrifin af því að fá ávexti sem aukabita með nest- inu þegar fréttaritari var á ferð í grunnskólanum á dögunum. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Ávöxtum útbýtt í skólanum Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Breiðafjörður | Unnið er að rann- sókna- og vöktunaráætlun fyrir Breiðafjörð. Drög að áætlun verða væntanlega lögð fyrir Breiðafjarð- arnefnd í byrjun næsta mánaðar. „Nauðsynlegt er að hafa upplýs- ingar um svæðið þegar fjallað er um verndun þess,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands í Stykk- ishólmi, en hann er í hópi sérfræð- inga sem unnið hafa að rannsókna- og vöktunaráætlun fyrir Breiða- fjörð. Segir hann að það hafi komið berlega í ljós hvað mikið skorti á þekkinguna þegar breytingar hafi orðið í lífríkinu. Nefnir hann hrun hörpudiskstofnsins sem dæmi, erf- itt hafi verið að skýra það með fyr- irliggjandi gögnum. Einnig nefnir hann erfiðleika sjófuglanna. Talið sé að þeir tengist sandsílinu sem afar lítið hafi verið rannsakað. Helstu sérfræðingar funduðu Breiðafjarðarnefnd hafði frum- kvæðið að gerð rannsóknaáætlunar fyrir Breiðafjörð með því að óska eftir því að náttúrustofurnar á Vesturlandi og Vestfjörðum og Náttúrufræðistofnun ynnu að því verki. Fyrr í mánuðinum var hald- inn fundur þar sem helstu sérfræð- ingar landsins um lífríki Breiða- fjarðar komu saman. Fulltrúar stofnananna þriggja auk Háskóla- seturs Snæfellsness og Sjávarrann- sóknasetursins Varar undirbjuggu fundinn og vinna úr niðurstöðum hans. Róbert Arnar segir að fund- urinn hafi verið mikilvægur liður í þessari vinnu og býst við að drög að rannsókna- og vöktunaráætlun verði tilbúin í byrjun október. Þau verða lögð fyrir Breiðafjarðar- nefnd. Skráning á heimsminjaskrá „Það hefur margt verið gert en greinilegt er að það þarf að spýta í lófana,“ segir Róbert og nefnir sér- staklega upplýsingar um það hvernig hinir ýmsu þættir lífríkis- ins tengjast. Telur hann að rann- sókna- og vöktunaráætlun geti stuðlað að því að vísindamenn og stofnanir fái stuðning til að auka rannsóknir á Breiðafirði. Breiðafjörður er merkilegt nátt- úrufyrirbrigði sem nýtur verndar samkvæmt sérstökum lögum frá Alþingi. Stefnt er að því að sækja um að Breiðafjörður komist á heimsminjaskrá UNESCO, Menn- ingarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórnin samþykkti svæðið á yfirlitsskrá í flokki nátt- úru- og menningarminja sem er fyrsta skrefið til umsóknar. Róbert telur líklegt að auka þurfi mjög rannsóknir á lífríki fjarðarins til þess að uppfylla skilyrði UNESCO. Hann telur jafnframt að það gæti haft mikla þýðingu fyrir svæðið að fá slíka viðurkenningu. Það myndi auka áhuga á því og tekjur aukast vegna fjölgunar ferðafólks. Mikið skortir á þekk- ingu á lífríki fjarðarins Morgunblaðið/Golli Konungur fuglanna Mikið fuglalíf er við Breiðafjörð en þar er aðeins einn konungur. Þörf er talin á auknum rannsóknum á lífríki Breiðafjarðar. Egilsstaðir | Afl starfsgreinafélag fordæmir það að fyrirhugað er að hætta vinnslu mjólkur á Egilsstöð- um og stjórn Kaupfélags Héraðsbúa lýsir yfir þungum áhyggjum vegna málsins. Stjórnendur Mjólkursamsölunnar kynntu á dögunum áform um að hætta vinnslu mjólkur í mjólkurstöð- inni á Egilsstöðum og breyta henni í dreifingar- og þjónustustöð. Áform- að er að kynna málið á fulltrúaráðs- fundi eigenda Mjólkursamsölunnar næstkomandi fimmtudag. Bændur og aðrir heimamenn hafa lagst gegn áformum stjórnenda MS, meðal annars bæjarstjórn Fljóts- dalshéraðs. Nú hafa Afl starfs- greinafélag og stjórn Kaupfélag Héraðsbúa sent frá sér yfirlýsingar vegna málsins. Í yfirlýsingu Afls segir að lokun stöðvarinnar sé enn ein aðförin að hefðbuninni búsetu og atvinnulífi dreifbýlisins. Bendir félagið á að mjólkurstöðin er síðasta mjólkurbú fjórðungsins og að reynslan annars staðar sýni að fljótlega minnki fram- leiðsla búanna. Því hafi þessi ákvörð- un í för með sér stórfellda byggð- aröskun á Austurlandi. Bent er á að þetta sé ákveðið á sama tíma og framkvæmdir og fiskvinnsla á Aust- urlandi fari minnkandi. Í samþykkt stjórnar Kaupfélags Héraðsbúa er lögð áhersla á að bændur á Austurlandi standi jafn- fætis öðrum bændum á Íslandi varð- andi kostnað og að koma mjólkinni í vinnslu og að neytendur á Austur- landi sitji við sama borð og aðrir varðandi kostnað við flutning mjólk- ur á markað. Telur stjórnin að hags- munum bænda og neytenda sé best borgið með eflingu mjólkursamlags- ins á Egilsstöðum. Fordæma lokun mjólk- urstöðvar LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.