Morgunblaðið - 25.09.2007, Qupperneq 18
|þriðjudagur|25. 9. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Reðasafnið á rætur sínar í söfn-
un sem hófst sem græskulaust
gaman af hálfu Sigurðar Hjart-
arsonar. »20
daglegt
Skref til sjálfshjálpar í lestri og
ritun er námskeið sem veitir
kennurum innsýn í hvernig
hjálpa megi lesblindum. »20
menntun
Þ
að er mjög gefandi að fylgjast
með krökkunum þegar þau snúa
við blaðinu og sjá blikið í aug-
unum á þeim þegar þau uppgötva
hæfileika sína og lífsgleðina,“
segir Hrafndís Tekla Pétursdóttir, sálfræð-
ingur hjá ráðgjafarfyrirtækinu Nýrri leið, en
þar hefur verið boðið upp á námskeið fyrir
unglinga sem heitir Lífslistin. Þar eru farnar
nýjar leiðir til að takast á við vanlíðan og
hegðunarvandamál.
„Þetta er forvarnar- og meðferðarúrræði
sem er tilraunaverkefni og við erum að fara
af stað í þriðja sinn núna á næstu dögum.
Þetta er byggt upp eftir erlendri fyrirmynd
en prófessor Harvey Milkman hefur rekið
svona verkefni í Bandaríkjunum frá því árið
1974 og það hefur gefið góða raun. Við höf-
um verið í þjálfun hjá honum og hann fylgist
vel með starfinu okkar en við erum fyrst
landa í Evrópu til að fá leyfi hjá honum til
að fara af stað með svona námskeið.
Útgangspunkturinn í Lífslistinni er vellíðan
án vímuefna. Við drögum fram hæfileikana
sem unglingarnir búa yfir og virkjum sköp-
unargáfu þeirra og áhuga með listnámi. Við
bjóðum þeim upp á að taka þátt í leiklist,
tónlist, dansi og myndlist og í vetur verðum
við líka með kvikmyndagerð. Þessir krakkar
stríða oft við námsörðugleika og eiga erfitt
með bókleg fög, en þau búa kannski yfir
hæfileikum sem hafa ekki fengið að
blómstra. Þegar þau sýna okkur og foreldr-
unum árangurinn í lokaverkefni sínu, þá
verður öllum ljóst hvað þau eru klár og það
er mjög uppbyggjandi fyrir þau sjálf að upp-
götva það.“
Ævintýraferðir og aðstoð
við samskipti
Í námskeiðinu felst einnig hópmeðferð þar
sem hugrænni atferlismeðferð er beitt til að
kenna unglingunum nýjar leiðir til að bregð-
ast við erfiðum aðstæðum og auka félags-
færni þeirra. Einnig er farið í ævintýraferð-
ir.
Hrafndís Tekla segir að lögð sé áhersla á
að vinna náið með skólunum sem og fjöl-
skyldum barnanna.
„Á námskeiðinu er boðið upp á sálfræði-
viðtöl, bæði einkaviðtöl fyrir krakkana og
viðtöl fyrir foreldrana. Oft eru samskipta-
vandamálin mikil hjá þessum krökkum og
fjölskyldum þeirra og við þurfum að vinna
með allt umhverfið sem þau þrífast í. Þeim
finnst þau oft í lausu lofti þegar þau eru
hætt í neyslu af því að allir vinirnir tilheyra
þeim hópi. Þetta eru oft spennufíklar og við
erum í raun að kenna þeim að næra þá þörf
á heilbrigðan hátt. Við kennum þeim að lifa
lífinu lifandi. Við erum með fjölskyldukvöld
þar sem allir leika saman, spila eða syngja,
og þótt krakkarnir haldi að það sé glatað þá
skemmta yfirleitt allir sér mjög vel.“
Þegar unglingur er kominn á það stig að
honum finnst hann vera búinn að bregðast
foreldrum sínum, sjálfum sér og skólanum,
þá þarf hann á sjálfsstyrkingu að halda og
það þarf að veita allri fjölskyldunni ráð.
„Þessir krakkar leita oft í vímuefni til að
nálgast einhverja vellíðan sem þau vantar. Á
námskeiðinu leggjum við áherslu á að það er
hægt að finna vellíðan án þess að reykja
hass eða gera eitthvað annað neikvætt sem
brýtur þau niður. Við erum í raun að hjálpa
þeim að finna út hvað er hægt að gera í
staðinn, því þau kunna það oft hreinlega
ekki, heldur eru föst í þeirri hugsun að allt
sé ömurlegt og leiðinlegt og að þau kunni
ekki neitt og geti ekki neitt. Þau eru mjög
oft ofvirk, kvíðin, í uppreisn og sum eru farin
að fikta við áfengi og jafnvel vímuefni en eru
samt ekki komin á það stig að þau þurfi vist-
un á stofnun. Persónulega finnst mér of mik-
il áhersla á stofnanir hér á landi, við eigum
að leita annarra leiða fyrst, því það hentar
alls ekki öllum unglingum að fara á stofnun í
meðferð.“
Einn sótti um í Söngskólanum
og annar kominn í hljómsveit
Hrafndís Tekla segir að mikið sé lagt upp
úr því að mynda traust innan hópsins, bæði
milli krakkanna en einnig milli þeirra og ráð-
gjafanna. „Það ríkir fullur trúnaður í hópn-
um og við segjum foreldrum ekki frá því sem
krakkarnir treysta okkur fyrir. Þau átta sig
líka fljótt á að það skilar engu jákvæðu fyrir
þau að halda áfram í neyslu og að jákvætt
samskiptamunstur við foreldra er nokkuð
sem kemur sér vel fyrir þau sjálf.“
Lífslistin er fyrir krakka á aldrinum 14-18
ára og stendur yfir í þrjá mánuði þar sem
krakkarnir mæta tvisvar í viku, þrjá tíma í
senn. „Krökkunum gefst tækifæri til að
koma aftur á námskeið, sem er mjög gott því
þau eru góð fyrirmynd fyrir þau sem eru ný
og eins styrkjast þau enn frekar við það að
vera lengur.“ Hrafndís Tekla segir að reynsl-
an af fyrstu tveimur námskeiðunum sé góð.
„Við erum sannfærð um að það skiptir
máli að grípa inn í nógu fljótt, áður en
vandamálin eru orðin mjög djúptæk, auk
þess sem það sparar gríðarlega peninga fyrir
samfélagið að þurfa ekki að vista krakkana á
stofnunum. Og sumir þessir krakkar hafa
staðið sig virkilega vel. Ég man eftir stelpu
sem ætlaði ekki að fást til að fara upp á svið
og syngja og hafði enga trú á sjálfri sér, en
við fengum hana til að syngja stórt hlutverk
í söngleik og þar blómstraði hún, enda er
hún mjög hæfileikarík söngkona og við hjálp-
uðum henni til að komast í einkatíma í söng.
Einn af strákunum sem hafa verið hjá okkur
er búinn að sækja um í Söngskólanum og
annar er kominn í hljómsveit. Það er svo ár-
íðandi að koma þeirri hugsun að, bæði hjá
krökkunum og foreldrunum, að það er aldrei
allt vonlaust. Það er alltaf leið út til betra
lífs.“
Hrafndís Tekla segir að þau hjá Nýrri leið
langi til að bjóða upp á eftirfylgni að nám-
skeiði loknu og enn fjölbreyttari námskeið,
en það kosti peninga. „Það er eilíf barátta að
fá fjármagn í verkefnið og okkur langar að
gera meira af skemmtilegum hlutum fyrir
krakkana. Við erum vissulega með tveggja
ára samning við heilbrigðis- og félagsmála-
ráðuneytið og frá þeim fáum við 40% fjár-
magn og Minningarsjóður Margrétar Björg-
ólfsdóttur styrkti okkur um eina milljón og
eins safnaði SPRON fyrir okkur í átakinu
Gefðu styrk. En það vantar alltaf meira.“
Gaman að lifa Unglingar þurfa stundum
leiðsögn til að finna hæfileika sína og gleðina.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Nýjar leiðir Hrafndís Tekla segir Lífslistina reynast vel sem forvarnar- og meðferðarúrræði .
Vellíðan án vímuefna
Allir eru góðir í einhverju og all-
ir búa yfir hæfileikum. Kristín
Heiða Kristinsdóttir heyrði um
námskeið þar sem sköpunargáfa
unglinga er virkjuð til að styrkja
þá sem eru með áhættuhegðun
og kenna þeim að njóta lífsins án
neikvæðrar spennu.
Við bjóðum þeim upp á að taka
þátt í leiklist, tónlist, dansi og
myndlist og í vetur verðum við
líka með kvikmyndagerð. Þessir
krakkar stríða oft við námsörð-
ugleika og eiga erfitt með bók-
leg fög, en þau búa kannski yfir
hæfileikum sem hafa ekki feng-
ið að blómstra.
Kynningarfundur um Lífslistina verður í dag
kl. 17.30 í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5.
www.nyleid.is
ÞEIR líta óneitanlega girnilega út
diskarnir sem hér hefur verið raðað
upp og ekki órökrétt að álykta að hér
sé boðið til veislu þar sem ilmur fram-
andi rétta æsi upp hungur væntanlegra
veislugesta. Þessi veisla verður þó víst
aldrei nema fyrir augað því að réttirnir
eru búnir til úr grjóti. Þeir eru verk
Taívanbúans og steinastafnarans Hsu
Chun-I from Taiwan og þá er að finna
á listsýningu á Þjóðlistasafninu í Singa-
pore. Hsu hóf að safna steinum fyrir
tuttugu árum og hefur æ síðan leitast
við að nota þá til að búa til myndræna
líkingu flókinna kínverskra rétta.
Veisla fyrir augað
Reuters
Sannkallað lostæti Það er erfitt að trúa því að réttirnir séu ekki ætir.
Reuters