Morgunblaðið - 25.09.2007, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 25.09.2007, Qupperneq 21
Fréttir í tölvupósti „Þetta byrjaði sem algjört grín, en þegar menn fara að safna einhverju gerast þeir ástríðufullir og vilja þá bæði stækka og bæta safnið sitt. Auk þess er ég mikill sérvitringur og hef gaman af því að stuða og ögra án þess þó að vilja móðga fólk. Fyrsta eintakið barst mér undan bola af Snæfellsnesi árið 1974 þegar ég var skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akranesi. Kynfærum nautgripa var aldrei hent í gamla daga heldur voru þau hengd upp og þurrkuð og notuð sem svipur eða pískir. Upp frá þessu fóru kennarar við skólann, sem réðu sig í sumarvinnu við hvalstöðina í Hvalfirði, að stríða mér með því að færa mér kynfæri hvala. Sú hug- detta kviknaði þá í kollinum á mér að gaman væri að safna kynfærum fleiri dýrategunda,“ segir Sigurður, sem opnaði safn sitt í húsnæði við Laugaveg í Reykjavík með 63 ein- tökum. Sigurður kenndi sögu og spænsku við Menntaskólann í Hamrahlíð í 25 ár og segist ekki hafa haft efni á því að vera með safnið í miðborg Reykjavíkur eftir að hann komst á eftirlaun, auk þess sem það húsnæði hafi verið orðið alltof lítið undir alla safngripina. Hann brá því á það ráð að gerast efnahagslegur flóttamað- ur, flutti norður á Húsavík vorið 2004 og kom safninu sínu fyrir í Hlöðufelli, húsnæði sem áður hýsti skemmtistað, en er nú í eigu Glitnis. Nú státar safnið af 257 alvöru ein- tökum af 90 tegundum. Þar af tilheyra 195 eintök 45 teg- undum íslenskra spendýra. „Svo er ég með 22 þjóðfræðileg eintök, sem tilheyra til dæmis huldu- mönnum, jólasveinum og marbendl- um, sem verða að eiga sína fulltrúa á safninu. Sjálfur hef ég aldrei séð huldumannstyppið þar sem ég er karlmaður. Sumar konur sjá það hinsvegar og þegar ég geng á þær og bið þær að lýsa því fyrir mér, þá ber þeim ótrúlega vel saman. Ég sé enga ástæðu til að rengja þessar ágætu lýsingar, trúi þeim bara eins og nýju neti.“ Skrýtnasta safn í heimi Reðasafnið á Húsavík var í sum- arbyrjun tilnefnt sem skrýtnasta safn í heimi á heimasíðunni Odd- Edge.com. Sigurður segist hafa ver- ið einkar stoltur með þá nafnbót enda hafi verið um fína auglýsingu að ræða. „Ég hef varla haft frið fyrir fjölmiðlamönnum að undanförnu eft- ir að spænski blaðamaðurinn Xavier Moret skrifaði grein um safnið mitt og birti í El Períódico fyrir skömmu. Ég var til dæmis í þremur útvarps- viðtölum í síðustu viku, í Kanada, Kólumbíu og á Írlandi auk þess sem ég fékk heilsíðugrein í Times með mynd af mér, þó að ég myndist eins og sjálfur andskotinn.“ Sigurður lætur vel að aðsókn sum- arsins enda lætur nærri að um 5.500 gestir hafi sótt safnið heim í sumar, 25% fleiri en í fyrrasumar. „Hróður safnsins fer því vaxandi. Á því leikur enginn vafi. Auk alvörutóla er ég hér með þrjú hundruð listgripi af kyn- færum alls staðar að úr heiminum og hér má líka afla sér fróðleiks um reð- urfræði og reðurdýrkun enda held ég nákvæmar skýrslur yfir öll mín typpi á átta tungumálum. Ég hef líka verið að dunda mér við að skera út í tré og bera bæði ferðabarinn minn og fundahamarinn vott um þetta áhugamál mitt,“ segir Sigurður og bætir við að safngripirnir berist sér eftir ýmsum leiðum. Sjálfur hafi hann aldrei drepið dýr og ekkert dýr hafi verið drepið safnsins vegna. Sigurður hefur að undanförnu verið að velta því fyrir sér hvers kon- ar gesti hann fái á safnið sitt og hef- ur komist að því að 70% gestanna eru útlendingar og 60% gesta eru kvenkyns. „Sjálfur hef ég komist að svolítið merkilegum niðurstöðum eftir sálfræðilega og félagsfræðilega rannsókn, sem lýtur að greindar- vísitölum og húmorsvísitölum mann- fólksins. Talið er að um helmingur mann- kyns sé undir meðalgreind. Aðeins um þriðjungur þeirra, sem eru yfir meðalgreind, ná hinsvegar meðal- húmorsvísitölu. Það er því ekki nema einn þriðji af þeim helmingi, sem kemur til Húsavíkur eða sjötti hver gestur á Húsavík, sem hefur andlega burði til þess að koma á safnið mitt og meta það. Konur eru þar að sjálf- sögðu í meirihluta enda eru þær mun greindari en karlar og hafa auk þess að jafnaði mun betri húmor.“ Athyglin Reðasafnið, sem minnir óneitanlega myndarlega á sig í miðbæ Húsavíkur, vekur athygli ferðamanna, sem þangað koma. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Legstaður Búið er að finna lim Páls Arasonar stað í sýningarrýminu. Reðasafnið á Húsavík er opið dag- lega frá kl. 12 til 18 á sumrin og á veturna fyrir hópa, sé þess óskað. www.phallus.is MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 21 ÞAÐ hreinlega stirnir á fyrirsætuna sem gekk eftir sýningarpallinum hjá Giorgio Armani í gær, enda klædd gylltu frá toppi til táar. Tískuvikan í Mílanó stendur nú yfir og munu ítalskir fatahönnuðir næstu daga keppast við að sýna tísku komandi sumars. Reuters Glitrandi og gyllt klæði flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Glæsilegar nýjar íbúðir á Stjörnubíósreit í hjarta Reykjavíkur. Húsið er lyftuhús og er sérlega mikið lagt í sameign og íbúðir hússins. Íbúðirnar eru 2ja og 3ja herbergja og eru frá 70 til 95 fm. Íbúðirnar eru fullfrá- gengnar með eikarinnréttingum og eikarplankaparketi á gólfum. Baðherbergi er flísalagt með Granít flí- sum í hólf og gólf, innfeldum innréttinum með speglahurðum, og stórum sturtuklefa. Þvottahúsið er flísalagt með Granít flísum á gólfi. Í eldhúsi eru keramik helluborð, blásturofn, vifta, ísskápur og uppþvot- tavél allt frá AEG. Öllum íbúðunum fylgja svalir. Allt gler í suðurhlið hússins er Sun-stopp gler. Að utan er húsið fullfrágengið og sérlega vandað í alla staði og að mestu viðhaldsfrítt. Bílastæði á baklóð hússins fyl- gir öllum íbúðunum. Verð á íbúðunum er frá 29,5 m. Undirritaðir verða á staðnum á milli kl. 16.00 og 18.00 í dag. Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalarOpið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 Opið hús í dag á milli kl. 16.00 og 18.00 Laugavegi 86-94. Reykjavík Daníel Björnsson Ragnar Ingvarsson www.heimili.is Kaffistjóri er Davíð Þór Jónsson, þýðandi Allir velk omnir! Hvað kostar hamingjan? Efnisleg gæði og lífshamingjan. Dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hjá Hagfræðideild Háskóla Íslands og dr. Ragna Benedikta Garðarsdóttir hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ætla að ræða málið. Annað Vísindakaffið í KVÖLD 25.sept. - vísindamenn segja frá rannsóknum sem koma öllum við – á mannamáli Kaffistofa Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi frá kl. 20.00 – 21.30

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.