Morgunblaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.09.2007, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. DAUÐAGILDRUR Fyrir tæpum þremur árum létu104 ungmenni lífið í eldsvoða ádiskóteki í Buenos Aires í Argentínu. Ein af ástæðunum fyrir þessum harmleik var að eigendur staðarins höfðu læst öllum neyðarút- göngum til að koma í veg fyrir að fólk laumaðist inn á staðinn án þess að borga. Árið 1942 létust 492 menn og hundruð slösuðust í eldsvoða á skemmtistað. Neyðarútgöngunum hafði verið lokað með logsuðu til að viðskiptavinirnir hlypu ekki frá reikningnum. Af hverju er ástæða til að rifja upp þessa atburði? Í Morgunblaðinu í gær segir frá því að lögregla og slökkvilið hafi um helgina sinnt eldvarnaeftirliti á skemmtistöðum og gert athuga- semdir á átta stöðum af þeim 19 sem skoðaðir voru. Á fjórum stöðum voru gerðar alvarlegar athugasemdir vegna þess að flóttaleiðir voru mjög torfærar. Á einum skemmtistað hafði neyðarútgangi verið læst með lykli. Þetta gáleysi er með ólíkindum og óverjandi að stefna grunlausum al- menningi í slíka hættu. „Það sem ger- ist þegar flóttaleiðum er læst er að þá skapast hætta á stórslysi,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri for- varnasviðs slökkviliðsins. „Þetta er í raun og veru vítalaus og glórulaus ósvífni veitingamanns við sína gesti sem eiga að geta farið og skemmt sér, öryggir í þeirri vissu að þarna sé allt í lagi eins og annars staðar.“ Staðurinn þar sem neyðarútgang- inum hafði verið læst heitir Café Vict- or eins og fram kemur í Morgun- blaðinu í dag. Þeir sem reka staðinn höfðu verið varaðir við munnlega í þrígang og einu sinni skriflega þegar eftirlitsferðin var farin um helgina. Enn voru dyrnar læstar og voru gerð- ar við það athugasemdir. Á sunnu- dagskvöld barst lögreglu tilkynning um að dyrnar væru ennþá læstar. Lögreglan kom þá á staðinn og ítrek- aði viðvörunina. Í gærmorgun voru loks gerðar úrbætur. Steinþór Hilmarsson, varðstjóri og rannsóknarlögreglumaður hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu, seg- ir að framvegis verði ekkert lát á eft- irliti með veitingastöðum í borginni: „Svona hlutir verða að vera í lagi, enda geta verið á milli fimm og átta hundruð manns inni á einum skemmtistað og þeir verða að vera öruggir um að geta komist út í neyð- artilfellum.“ Veitingamenn bera mikla ábyrgð og verða að standa undir henni. Það er ekki hægt að líða að fjölsóttir veit- ingastaðir séu gerðir að dauðagildr- um. Hér í upphafi voru nefnd tvö dæmi um harmleiki þar sem fjöldi manns lét lífið vegna þess að bruna- varnir voru ófullnægjandi. Dæmin eru miklu fleiri. Kröfur um bruna- varnir og neyðarútganga eru ekki bara eitthvert nöldur, sem hægt er að virða að vettugi svo vikum skiptir. Þeir, sem reka veitingahús, verða að gera sér grein fyrir því hvað er í húfi og þegar tilmælum er ekki sinnt á einfaldlega að loka stöðunum. MISRÆMI Í GREIÐSLUM FORELDRA Nú er svo komið að sumir foreldr-ar í Reykjavík þurfa að punga út 60 þúsund krónum á mánuði til að fá vistun fyrir barn sitt hjá dagfor- eldrum. Og það eru foreldrar sem eru svo heppnir að fá pláss. Þetta er veruleiki sem margir for- eldrar búa við þrátt fyrir að niður- greiðslur borgarinnar til dagfor- eldra hafi hækkað um tæp 40% á hvert dvalargildi um síðustu áramót. Ef ekki hefði komið til þeirrar hækkunar hefði ástandið líklega versnað enn frekar, því útlit var fyr- ir flótta úr greininni. Þrátt fyrir að dvalarstundum hjá dagforeldrum hafi fjölgað um 18% frá því í fyrra, og þjónustan því auk- ist, er það engan veginn nóg til að mæta vaxandi eftirspurn. Dagfor- eldrar eru sjálfstætt starfandi, verðskráin því frjáls og sumstaðar hefur þróunin verið sú að gjöld for- eldra hafa hækkað umtalsvert. Í gær voru nefnd í Morgunblaðinu tvö dæmi um greiðslur foreldra, annars vegar 55 þúsund á mánuði og hins vegar rúmar 60 þúsund krónur. Í seinna tilvikinu höfðu foreldrarnir pantað pláss fyrir barn sitt hjá dag- móður með löngum fyrirvara og kom ekki í ljós fyrr en aðlögun var lokið og skrifað var undir samning hversu hátt gjaldið var. „Ég hefði aldrei trúað því að gjaldið gæti verið svona hátt,“ sagði annað foreldrið og bætti við að slík- ar greiðslur hlytu að reynast þungur baggi á ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í lífinu og koma sér upp fjölskyldu. Það er auðvitað óviðunandi að sumir foreldrar þurfi að greiða tæp 60 þúsund fyrir dagvistun á meðan aðrir foreldrar greiða tæp 40 þúsund fyrir sömu þjónustu. Á sama tíma greiða foreldrar leikskólakrakka að- eins 20 þúsund, en þar er ætlun borgarstjórnarmeirihlutans að koma upp ungbarnadeild fyrir börn á aldrinum eins árs til átján mánaða. Það er ljóst að misræmið er mikið í útgjöldum foreldra vegna barna sinna. Þess vegna er jákvætt að það vinnur starfshópur á vegum borgar- innar að samstarfssamningi við dag- foreldra, þar sem setja á þak á greiðslur foreldra fyrir dagvistun. Samningar munu vera á lokastigi og bíða afgreiðslu fjárhagsáætlunar í borgarstjórn. Það hlýtur að vera markmiðið í slíkum samningi að taka upp sama fyrirkomulag og í Garða- bæ, þar sem foreldrar greiða sömu upphæð fyrir vistun hjá dagforeldri og leikskóla. Og til langs tíma hlýtur markmið- ið að vera að samræma gjöld for- eldra barna á öllum skólastigum, enda engin rök fyrir því að foreldrar þurfi að greiða fyrir skólagöngu barna sinna í leikskólum þegar öll skólagangan er ókeypis að öðru leyti. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Lengi hefur kraumað undirniðri en nú virðist almenn-ingur vera búinn að fánóg: Mótmælin í Búrma síðustu daga gegn grimmri og spilltri herforingjaklíkunni sem stýrir landinu eru þau fjölmennustu sem orðið hafa í landinu síðan 1988, talið er að alls hafi um 100.000 manns tekið þátt í þeim í höfuðborg- inni Rangoon [sem einnig er kölluð Yangon], Mandalay og fleiri borgum í gær. Í þetta sinn eru það ekki stúd- entar sem hafa tekið forystuna eins og 1988 heldur búddamunkar og -nunnur. Það sem endanlega varð til þess að mælirinn fylltist var fyrirvaralaus og allt að 500% hækkun á eldsneyti í ágúst, með tilheyrandi verðhækkun- um á ýmsum nauðsynjum. Í kjölfar þessara ráðstafana fóru stúdentar að mótmæla óstjórn og spillingu. Flestir leiðtoga þeirra voru hand- teknir en í liðinni viku tóku munk- arnir forystuna í aðgerðunum og þá breyttist andófið skyndilega í fjölda- hreyfingu. Efnahagur á heljarþröm Herforingjar hafa stýrt Búrma með harðri hendi í rúma fjóra ára- tugi og tekist að koma efnahagnum í landi, sem er afar ríkt frá náttúrunn- ar hendi, gersamlega á heljarþröm. Stjórnarfarið er á köflum allt að því súrrealískt. Voldugasti maður lands- ins, hinn 73 ára gamli Than Shwe, hershöfðingi og yfirmaður Ríkisfrið- ar- og þróunarráðsins [SPDC], eins og klíkan kallar sig, er sagður vera afar hjátrúarfullur og oft leita ráða hjá stjörnuspekingum um ákvarðan- ir sínar. Fjölmiðlar í Búrma eru allir múl- bundnir og nefna vart mótmælin, hvarvetna eru óeinkennisklæddir snuðrarar stjórnvalda látnir fylgjast með „hættulegu“ fólki. En útlægir andófsmenn ráða yfir útvarpsstöðv- um, m.a. í Noregi og herforingjun- um hefur ekki tekist að stöðva áróð- urs- og upplýsingastraum frá stjórnarandstæðingum um Netið. Fólkið flykkist nú um málstaðinn. Einn af ráðherrunum varaði í gær munkana við, hvatti þá til að hlíta lögum og virtist beinlínis hóta því að beitt yrði vopnavaldi til að kveða stórveldi, Indverjar, hafa grafið undan viðskiptar Vesturveldanna með þessa Kínverjar eru staðráðnir í a sér aðgang að miklum olíu indum í landgrunni Búrma fjárfest mikið í landinu. Kínverjar komu fyrr á ár fyrir að öryggisráð SÞ g mannréttindabrot Búrma sögðu að ráðið væri ekki r vangurinn fyrir þá umr hvað getur valdið því að istastjórnin í Peking, sem mjúkum höndum um andó eigin landi, reyni nú að ha hald á borðalögðum vinum grannríkinu? „Stjórn Búrma sættir sig mælin og grípur ekki til gegn munkunum vegna frá Kínverjum,“ er haft eft greindum diplómata frá A íulandi í skeyti AP-fréttas „Peking verður gestgjaf sumarólympíuleika. Allir Kína er helsta stuðningsrík ingjaklíkunnar og þess ve andófið í kútinn. Margir óttast að niðurstaðan verði blóðbað og sagan frá 1988 endurtaki sig. Þá lágu um 3000 manns í valnum þegar stjórnin braut mótmælendur á bak aftur. En búddamunkarnir njóta geysi- mikils álits meðal almennings og ljóst er að ráðamenn vita ekki fylli- lega hvernig þeir eiga að bregðast við þessari nýju stöðu. Andófið er talið vera vel skipulagt og tekist hef- ur að halda fast við friðsamlegt yf- irbragð þess, þrátt fyrir vaxandi reiði og örvæntingu almennings sem í áratugi hefur stunið undan okinu. Ef mótmælin verða kæfð í blóðbaði eins og 1988 mun reiðin í garð spilltra harðstjóranna eflast enn. En sitji herforingjarnir með hendur í skauti eiga þeir á hættu að mótmæl- in færist enn í aukana og niðurstað- an verði svipuð og í ríkjum komm- únista: hrun gamla kerfisins. Enn hika þeir við að beita byss- unum og í grein á vefsíðu blaðsins International Herald Tribune í gær er sagt að skýringarnar geti verið margvíslegar. Ein er að augu um- heimsins hvíla nú af enn meiri áhuga á Búrma en fyrir tveim áratugum, meðal annars vegna meðferðarinnar á friðarverðlaunahafanum Aung San Suu Kyi, helsta leiðtoga stjórnar- andstöðunnar. Stjórnvöld hafa sætt aukinni gagnrýni fyrir kúgun og gegndarlausa spillingu, æðstu menn eru sagðir flæktir í gróðavænlegt fíkniefnasmygl. Grannríkin í vandræðalegri stöðu Búrma var hleypt í samtök Suð- austur-Asíuríkja, ASEAN, fyrir ára- tug án þess að sett væru raunveru- leg skilyrði um breytta stefnu. En aðild landsins er með árunum orðin sífellt vandræðalegra mál fyrir sam- tökin, Bandaríkjamenn hafa hunsað suma fundi með fulltrúum ASEAN í mótmælaskyni við aðild Búrma. Þessa dagana heyrast harðar gagn- rýnisraddir frá Filippseyjum, Singa- púr og fleiri ríkjum sem krefjast um- bóta í Rangoon og vara um leið herforingjana við valdbeitingu. IHT segir að þrýstingur af hálfu helsta bandamanns herforingja- stjórnarinnar, Kína, geti haft veru- leg áhrif. Þaðan koma nær öll vopn sem herforingjastjórnin kaupir og Kínverjar eru stærsta viðskiptaþjóð Búrmamanna. Þeir og annað Asíu- Andóf Ungur maður í Rangoon heldur á spjaldi þar sem krafist er betri kjara og jafnframt að pólitískir voru það búddamunkar sem voru í fararbroddi göngumanna í gær þegar um 100.000 manns tóku þátt í Mannréttindabrot og gegndarlaus spilling herforingjaklíkunnar í Búrma h hópast vopnlausir og örvæntingarfullir borgarar út á göturnar og krefjast Vopnlaus gegn byssustingjunu Í HNOTSKURN »Búrma, sem einnig nefnt Myanmar, var bresk nýlenda en fékk s stæði upp úr seinni heim styrjöld. Herforingjar u stjórn Ne Wins hershöfð tóku völdin 1962. Hefur inn síðan ráðið landinu. »Árið 1988 kom til frsamlegra mótmæla herforingjaklíkunni og stúdentar í fararbroddi mælin voru barin niður hörku og talið að um 3.0 manns hafi fallið. »Flokkabandalag unforystu Aung San S vann yfirburðasigur í fr um þingkosningum sem leyfðar voru 1990, fékk 90% atkvæða. Voru kos arnar þá lýstar ógildar. »Suu Kyi, sem nú er 6ára, fékk friðarverð Nóbels árið 1990. Hún h lengst af verið í stofufa í landi sínu eftir að hún heim frá Bretlandi 1988

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.