Morgunblaðið - 25.09.2007, Side 24

Morgunblaðið - 25.09.2007, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN YFIRVÖLD á Norðurlöndum senda árlega hundruð hælisleitenda til baka til stríðshrjáðra svæða þar sem þeir eiga mannréttindabrot og ofbeldi á hættu. Þetta er gert í trássi við viðmiðunarreglur og tilmæli Sam- einuðu þjóðanna. Í dag eru um það bil fjörutíu millj- ónir manna á vergangi víðsvegar um heiminn. Þetta er fleira fólk en býr á öllum Norðurlöndum til samans og fimmtán milljónum betur. Af öllum þessum milljónum manna leita að- eins um þrjátíu þúsund árlega hælis á Norðurlöndunum. Oft þarf fólk að bíða árum saman eftir ákvörðun stjórnvalda. Slík bið er mörkuð ótta og óvissu um framtíðina. Alltof oft er fólk síðan sent nauðugt aftur til landa þaðan sem það flúði stríðsátök og of- beldi. Endursendingar af þessu tagi eru ómannúðlegar og vanvirðandi og geta brotið í bága við alþjóðalög. Af þeim sökum hafa frjáls félagasamtök í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Nor- egi og Svíþjóð tekið höndum saman um norrænt átak þar sem skorað er á norræn stjórnvöld að tryggja að fólki sem flýr vopnuð átök þá vernd sem því ber. Það eru ótal ástæður fyrir því hvers vegna fólk leitar hælis á Norð- urlöndum; lífi blaðamanns sem skrif- aði um spillta stjórnmálamenn er ógnað, kynhneigð annars stofnar honum í hættu og heil fjölskylda er á flótta eftir að hafa þurft að flýja árás skæruliða í heimalandinu. Hvort þetta fólk finnur öryggi í öðru landi er komið undir ríkinu sem það flýr til. Þetta getur oltið á pólitísku andrúms- lofti á hverjum tíma en fyrst og fremst á því af hvaða orsökum það flýr. Það er staðreynd að sumar ástæður eru taldar gildari en a ðrar. Raunin er sú að fólk sem flýr vopnuð átök á á brattann að sækja á Norð- urlöndum; fólk sem flýr bara vopnuð átök fær sjaldnast vernd og hæli í okkar heimshluta. Í flóttamannasamningnum segir að flóttamaður teljist sá sem flýr af „ástæðuríkum ótta við að verða of- sóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar í sérstökum félags- málaflokkum eða stjórnmálaskoð- ana“. Á síðustu árum hafa stjórnvöld á Norðurlöndum tekið upp sífellt þrengri túlkun og talið einungis þá flóttamenn sem hafa þurft að þola persónulegar, einstaklingsbundnar ofsóknir. Samkvæmt þessu fær fólk ekki hæli á Norðurlöndum takist því ekki að sanna að ofbeldi sé beint að því sérstaklega, sem einstaklingum. Vopnuð átök eiga oft rætur að rekja til ágreiningsmála vegna kyn- þáttar, trúmála, þjóðernis og stöðu ólíkra félagslegra hópa eða stjórn- málaafla. Túlkun á flóttamannasamn- ingnum í samræmi við þetta myndi leiða til þess að fólk á flótta nyti ríkari verndar. Þó ríki Afríku og rómönsku Ameríku hafi tekið upp rýmri skil- greiningu, þar sem allir þeir sem flýja innanríkisátök eru skilgreindir sem flóttamenn, á þetta ekki við á Norð- urlöndum. Þrátt fyrir tilmæli Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna hafa Norðurlönd ekki staðið undir skyldu sinni gagnvart fólki sem flýr vopnuð átök og tryggt því nauð- synlega vernd. Norðurlönd hafa á undanförnum árum sent hælisleit- endur til baka til Írak, Srí Lanka og Afganistan í trássi við tilmæli Flótta- mannstofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna var stofnuð að frumkvæði allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna fyrir meira en fimmtíu árum til að að- stoða flóttafólk. En hvað hefur orðið um rétt fólks til að sækja um hæli? Mannréttindayfirlýsing Samein- uðu þjóðanna kveður á um rétt manna til að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum. Þessi réttur felur í sér að bannað er að senda fólk til baka þangað sem það á ofsóknir á hættu eða lífi þess og frelsi er ógnað. Þessi grundvallarregla er ófrávíkj- anleg og mega ríki aldrei brjóta gegn henni. Það er ómannúðlegt að senda fólk til ríkja eða svæða þar sem lífi þess er ógnað vegna vopnaðra átaka eða annars ofbeldis. Norðurlöndin styðja Flóttamannastofnun Samein- uðu þjóðanna með fjárveitingum en það dugar skammt ef vernd- arskyldur gagnvart flóttamönnum eru ekki uppfylltar. Velferðarsam- félög Norðurlanda ættu að vera öðr- um ríkjum fyrirmynd og vinna sam- an að því að efla réttindi flóttafólks. Átján samtök á Norðurlöndum skora á ríkisstjórnir landanna að axla ábyrgð og sýna í verki samstöðu með fólki sem hefur neyðst til að flýja heimkynni sín undan ofbeldi og ofsóknum. Stjórnvöld eru hvött til samvinnu bæði á norrænum og al- þjóðlegum vettvangi með það að markmiði að efla alþjóðlega vernd flóttafólks til að tryggja að rétturinn til hælis sé í reynd virtur. Skorað er á ríkisstjórnir allra Norðurlanda að fara ætíð að tilmælum og viðmið- unarreglum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna þegar ákvarð- anir eru teknar sem lúta að mál- efnum fólks á flótta. Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði kross Íslands og Íslandsdeild Amnesty International hvetja al- menning til að taka þátt í áskor- uninni en nánari upplýsingar er að finna á heimasíðum samtakanna þriggja. Knúið á lokaðar dyr? Guðrún D. Guðmundsdóttir, Kristján Sturluson og Jóhanna K. Eyjólfsdóttir skora á stjórn- völd að efla alþjóðlega vernd flóttafólks » Yfirvöld á Norð-urlöndum senda árlega hundruð hæl- isleitenda til baka til stríðshrjáðra svæða þar sem þeir eiga mann- réttindabrot og ofbeldi á hættu. Guðrún Dögg er framkvæmdstjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, Kristján er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands og Jóhanna er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Kristján Sturluson Guðrún Dögg Guðmundsdóttir NÝLEGA ritaði ég ykkur, forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra, opið bréf um afstöðu ykkar til NATÓ. Nú vil ég beina til ykkar spurningum um auð- lindir Íslands. Við stöndum á tímamótum. Við stöndum frammi fyrir því að fyrirtæki og fjármálamenn nái eignarhaldi á orkufyr- irtækjum landsmanna og þar með orkuauð- lindunum. Þeir standa í röðum og bíða þess að ná þeim til sín. Ferlið hefur verið þannig að veitufyrirtæki í al- mannaeign hafa haft einkarétt á nýtingu náttúruauðlinda til hagsbóta fyrir almenn- ing. Þeim er síðan breytt í hlutafélög og oft jafnframt gefið leyfi til framsals sveitarfé- lagsins á einkarétti til hlutafélagsins. Þegar aðrir aðilar kaupa sig síðan inn í hlutafélagið öðlast þeir einkaréttinn sem upp- haflega var veittur á þeim forsendum að hann væri í höndum opinberra að- ila í almannaþjónustu. Lögmæti þessa tel ég vera álitamál sem nauðsynlegt er að fara rækilega í saumana á. Hið sama á við um pólitískar hliðar máls- ins. Ég hef hlýtt á flokkssystkin ykkar mæla sölu orkugeirans bót. Við- skiptaráðherra segir brýnt að breyta lögum um fjárfestingar útlendinga, væntanlega svo þeir geti ásamt FL Group keypt íslensk orkufyrirtæki og þar með Hellisheiðina! Aðrir liðsmenn ykkar og pólitískir félagar segja að mikilvægt sé að fá Goldman Sachs bankann og önnur ámóta fyrirtæki með í útrás íslenska orkugeirans. Nauðsynlegt sé hins vegar að sjá til þess að skattborgarinn verði ekki gerður ábyrgur fyrir fjármála- ævintýrum. Þess vegna þurfi að hluta- félagavæða, aðgreina og helst selja. Í þessu sambandi ber þess að geta að íslensk orkufyrirtæki í almanna- eign hafa verið í útrás og plumað sig bærilega án þess að fjárfestar af markaði kæmu þar að. Það vantar eitthvað mikið í röksemdafærslu þeirra sem láta í veðri vaka að þeir verndi almannaeigur með þessum hætti fyrir ævintýra- mönnum. Ef þetta vekti fyrir ráðamönnum myndu þeir einfaldlega hvetja þá Bjarna Ár- mannsson, Ólaf Jóhann Ólafsson, Hannes Smárason, bankastjór- ana og alla hina fjárfest- ana til að fara í sína út- rás án atbeina sam- félagsins. Mergurinn málsins er að sjálfsögðu sá að til að dæmið gangi upp fyrir þessa menn verða þeir að fá al- mannaeignir til ráðstöf- unar. Reynslan kennir að þá geta þeir makað krókinn. Viðskiptavildin, sem Guðmundur Þórodds- son, forstjóri OR, nú um sinn forstjóri Reykjavík Energy Invest, segir vera hjá OR, er að sjálf- sögðu í fyrsta lagi þekk- ingin sem þar er, í öðru lagi bakhjarl- inn sem er samfélagið og í þriðja lagi og ekki síst sjálf Hellisheiðin, eða auðlindirnar sem tengjast íslensku orkufyrirtækjunum. Hið alvarlega við einkavæðingu orkugeirans er hve örlagarík hún er. Hve erfitt yrði að vinda ofan af henni? Þjóðnýting er nefnilega ekki beint í tísku á okkar tímum. Mín spurning til ykkar er þessi: Ætlið þið að láta óátalið að þjóðin verði svipt orkulindunum? Eða ætlið þið að bregðast við með lagasetningu sem tryggir eignarhald þjóðarinnar á auðlindunum og að grunnþjónusta verði ekki færð einkafyrirtækjum í einokunaraðstöðu? Ábyrgð ykkar er mikil. Allt sem kemur til með að ger- ast á þessu sviði gerist fyrir atbeina stjórnvalda, með ykkar stuðningi, beinum eða óbeinum eða gjörðum ykkar eða aðgerðarleysi. Í þessu máli er ekki til neitt sem heitir hlutleysi. Annað opið bréf til Geirs og Ingibjargar Ögmundur Jónasson skrifar opið bréf Ögmundur Jónasson »Mín spurn-ing til ykkar er þessi: Ætlið þið að láta óátalið að þjóðin verði svipt orkulindunum? Höfundur er alþingismaður. SÍÐUSTU þrjár helgar hefur lög- reglustjóraembættið á höfuðborg- arsvæðinu aukið verulega sýnilega löggæslu í miðborg Reykjavíkur á næturnar um helgar. Árangurinn hef- ur ekki látið á sér standa. Lögreglu- samþykktinni hefur verið fylgt eftir af meiri einurð en oft áður, umgengni hefur batnað og íbúar í mikilli nálægð við veitingastaði hafa lýst því yfir að ónæði sé minna og merkjanlega meiri virðing borin fyrir þeirra nánasta um- hverfi. Samfylkingin hefur um langt skeið talað fyrir aukinni sýnilegri löggæslu í Reykjavíkurborg og talið að hún hafi afar mikilvægu hlutverki að gegna þegar kemur að öryggi borgaranna, öryggistilfinningu og ekki síst til að fylgja eftir góðri umgengni. Lög- reglustjóri höfuðborgarsvæðisins á hrós skilið fyrir að vera fyrsti lög- reglustjórinn um langa hríð sem skil- ur þessa þörf þó ekki séu greinarhöf- undar sammála öllum skoðunum lögreglustjórans. Afgreiðslutíminn Lögreglustjóri hefur talað fyrir því að þeir veitingastaðir sem hafi opið lengur en til klukkan 1 eða 2 skuli staðsettir í öðrum hverfum borg- arinnar, hverfum þar sem enga íbúa er að finna. Þessi yfirlýsing lög- reglustjórans er ótímabær og vekur í raun furðu í ljósi þess að aukin sýni- leg löggæsla skilar greinilega miklum árangri í miðbænum um helgar. Skynsamlegra væri að halda áfram á sömu braut og láta á það reyna hvort veitingastaðir, lögreglan og íbúar geti í sameiningu fundið lausn sem allir sætta sig við. Það er ekki erfitt að spá fyrir um hvað gerist verði skemmtistöðum í Reykjavík lokað fljótlega eftir mið- nætti. Í mörg ár var hópasöfnun á Lækjartorgi vandamál, skemmti- staðagestir fundu skemmtanaþörf sinni farveg á götum úti, pústrar og skemmdarverk sköpuðu vandamál og gleðin hélt gjarnan áfram í heima- húsum, sérstaklega í miðbænum. Úthverfaskemmtistaðir? Það er ekkert sem bannar skemmtistaði í iðnaðarhverfum en einhverra hluta vegna eru þeir ekki margir árið 2007. Þeir yrðu af- skekktir, í illa upplýstum hverfum og það er vitað mál að umgengni og virð- ing fyrir öðrum skánar síst við slíkar aðstæður. Skuggasundin eru óþarf- lega mörg og bjóða hættunni heim á margvíslegan hátt, ekki síst með ör- yggi kvenna í huga. Dreifing skemmtistaða dreifir einnig lög- regluþjónum um borg og bý sem ger- ir löggæsluna síst sýnilegri og öflugri. Gullaldarskeið stóru diskótekanna, Broadway, Sigtúns og Klúbbsins, er liðið undir lok. Þegar bjórinn var leyfður árið 1989 spruttu upp krár, barir, pöbbar og kaffihús sem áður voru ekki til, Reykjavík fór að líkjast öðrum borgum sem Íslendingar heimsóttu og nutu þess að þræða þar kaffihús og bari. Oft er sagt að bjór- inn hafi einfaldlega drepið stóra næt- urklúbbinn en gleymum því ekki að slagsmálin á böllunum í gamla daga voru svo algeng að þau þóttu hluti af dagskránni. Umburðarlyndi fólks í dag er minna, í dag er tekið hart á of- beldismálum og í dag er einnig tekið hart á smávægilegum brotum á lög- reglusamþykkt sem tengjast virðingu fyrir umhverfinu. Gott mál og við hvetjum lögregluna til að halda áfram á sömu braut. Sambýli íbúa og skemmtistaða Í sumar hefur skiljanlega reynt á þolrif íbúa sem búa næst skemmti- stöðum vegna óvenju blíðrar veðráttu og reykingabanns sem saman skópu karníval- stemningu á götum úti. Eins hefur bruninn í Austurstræti 22 fært miðpunkt skemmtana- lífsins upp Banka- strætið og þar með nær þéttri íbúabyggð. Það er mjög eðlilegt að skoða vel hvað borgar- yfirvöld geta gert til að koma til móts við íbúa í miðbænum og skapa sátt. Rétt eins og íbúar á Miklubraut finna sannarlega fyrir umferðar- þunga, finna íbúar í miðbænum sann- arlega fyrir návíginu við veitinga- staði, skemmtistaði, ferðamenn og hótel í þessu fjölsóttasta hverfi borg- arinnar. Miðbærinn hefur kosti og galla en miðbærinn er sameign allra borgarbúa og landsmanna, öll um- ræða um miðbæinn verður að taka mið af því. Kraftmikil, skemmtileg og örugg borg Allir hafa skoðun á því hvort við Ís- lendingar högum okkur vel eða illa undir áhrifum áfengis en samkvæmt könnunum er drykkjumynstur ungs fólks á Íslandi í takti við það sem ger- ist erlendis. En rót áfengisvanda er ekki að finna í afgreiðslutíma skemmtistaða, staðsetningu skemmtistaða eða hitastigi dósabjórs. Þær rætur eru samfélagslegar og þær glímum við við með markvissum forvörnum, opinskárri umræðu og velferðarþjónustu. Meginþorri gesta á skemmtistöð- um Reykjavíkurborgar um nætur hegða sér vel, skemmta sér vel og finna ekki til óöryggis. Unga fólkið á tíunda áratugnum hætti ekki að skemmta sér þó skemmtistaðir væru lokaðir klukkan þrjú, skemmtanalífið færðist út á götu og í heimahús. Af- greiðslutími er visst stýritæki og hingað til hefur honum verið stýrt með það í huga að halda aftur af hóp- amyndun sem eykur öryggi, fækkar alvarlegum ofbeldisbrotum og greiðir fyrir umferð. Höldum áfram að auka við sýnilega löggæslu sem festir Reykjavík í sessi sem kraftmikla, skemmtilega og örugga borg. Oddný Sturludóttir og Dagur B. Eggertsson skrifa um löggæslumál Dagur B. Eggertsson »Höldum áfram aðauka við sýnilega löggæslu sem festir Reykjavík í sessi sem kraftmikla, skemmti- lega og örugga borg. Dagur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík og Oddný er borgarfulltrúi. Oddný Sturludóttir Sýnileg löggæsla ber árangur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.