Morgunblaðið - 25.09.2007, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 25
Hringbraut 32
Gengið inn Tjarnargötumegin
Opið hús í dag frá kl. 19:30-21:00
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is
Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
Björt og afar falleg 96 fm hæð í
þessu fallega húsi í miðbænum.
Samliggjandi stofa og borð-
stofa, eldhús uppgert í upprunalegum anda, 2 rúmgóð herbergi
og baðherbergi. Mikil lofthæð er í íbúðinni og stórir bogadregnir
gluggar fylla íbúðina birtu. Hús nýviðgert að utan. Allir gluggar
og gler er nýtt, hljóðvistargler að götu.
Eign sem vert er að skoða. Verð 34,9 millj.
Eignin verður til sýnis í dag, þriðjudag, frá kl. 19:30-21.
Verið velkomin.
M
b
l 9
14
21
2
Rannsóknir í sátt við
umhverfið
Verið velkomin á fyrirlestraröð
Umhverfisstofnunar
Fyrirlesarar eru: Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisfulltrúi
Landsvirkjunar og Sigurrós Friðriksdóttir, starfsmaður
Umhverfisstofnunar.
Ragnheiður og Sigurrós munu kynna niðurstöður norræns vinnu-
hóps um mögulegar aðgerðir til að draga úr umhverfisáhrifum
rannsókna.
Allir velkomnir.
Heitt á könnunni.
Fyrirlesturinn fer fram þriðjudaginn 25 sept.
að Suðurlandsbraut 24 , 5. hæð og hefst kl. 15:00.
UNG manneskja lendir í áföllum.
Hún veikist af geðsjúkdómi. Hún
leggst inn á geðdeild, í flestum til-
fellum, og fær þar
umönnun lækna og
annars fagfólks. Sjúk-
dómurinn er þess eðlis,
að hún gerir sér ekki
grein fyrir hvað hefur
komið fyrir hana og
hún er ráðvillt og
sjálfsmyndin brotin.
Smátt og smátt áttar
hún sig á að hún er
með geðsjúkdóm. Dóm
sem hún þarf að bera
alla ævi. Á þessu stigi
málsins getur Sam-
herji komið inn í líf
þessarar manneskju. Hann hefur
reynsluna, hann er búinn að vinna úr
helstu fylgifiskum geðveikinnar. Og
hann er í góðu andlegu jafnvægi.
Hann er það sem unga manneskjan
þarf að upplifa og sjá. Að geðveik-
isdómurinn er ekki endalok. Hún
þarf að vita að hún þarf að vinna heið-
arlega vinnu með sjálfa sig til að ná
góðum bata. Hún þarf að vita að sjálf-
sögðu að hún þarf leiðbeiningar geð-
læknis og annars fagfólks til að dæm-
ið gangi endanlega upp.
Samherjinn er ekki meðferðaraðili.
Hann er hlustandi, getur verið leið-
beinandi, en fyrst og fremst miðlar
hann, sé þess æskt, af reynslu sinni.
Þetta tilbúna dæmi hér að ofan er
klassískt fyrir þá leið sem geðfatl-
aður einstaklingur þarf að rata. Til að
ná bata þurfa púslurnar í lífi þess
geðfatlaða að falla saman í heila
mynd.
Eins og áður segir þurfa geðlækn-
ar og annað fagfólk að fá að stunda
sína vinnu og gefa þeim geðfatlaða
tíma og skilning. Samt
er það nú svo, að „sér-
hver er sérfræðingur í
sjálfum sér“ upp að
vissu marki. Stuðningur
og lyfjagjöf eru oftast
nauðsynleg.
Við í Hugarafli höfð-
um í eitt og hálft ár unn-
ið að því að mynda hóp
fólks innan okkar sam-
taka, hæfa í að tala við
aðra geðfatlaða og veita
þeim stuðning með
reynslu okkar að vopni.
Þetta eru Samherjarnir.
Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni
og nægir að nefna Peer Support í
Bandaríkjunum. Þar hefur þessi
þjónusta gefið góða raun. Þótt þessi
þjónusta Samherja hafi farið þokka-
lega af stað og við fengið þónokkrar
beiðnir vantar mikið á að við séum
ánægð með undirtektirnar. Teljum
við helst að þar sem þessi þjónusta er
ný af nálinni hérlendis njótum við
ekki stuðnings fagfólks í stöðunni.
Nú vil ég ekki halla á neinn en ég bið
meðferðaraðila að vera opna fyrir
þessu úrræði. Því við erum sammála
um í Samherjahópnum að ef slík
þjónusta hefði verið í boði þegar við
vorum að veikjast í fyrsta sinn þá
hefðum við tvímælalaust þegið hana.
Í tilefni geðheilbrigðisdagsins er
því tilvalið að landsmenn átti sig á að
til er fólk sem var geðveikt, en er nú í
góðum bata og hefur það sem eitt af
markmiðum sínum að hjálpa ein-
staklingum sem eru að byrja á þeirri
löngu leið sem leiðir til góðs bata. Og
vaða ekki í neinni villu um það að fag-
fólk vinnur mestu vinnuna. En eins
og áður sagði eru Samherjar nýtt úr-
ræði fyrir geðsjúka á Íslandi.
Samherjar
Herdís Benediktsdóttir skrifar
um nýtt úrræði fyrir geðsjúka
Herdís Benediktsdóttir
» Á þessu stigi geturSamherji komið inn í
líf þessarar manneskju.
Hann hefur reynsluna,
hann er búinn að vinna
úr helstu fylgifiskum
geðveikinnar.
Höfundur er meðlimur í Hugarafli.
HINN 11. maí 2005 samþykkti Al-
þingi breytingar á lögum um fjar-
skipti. Með breytingum á lögunum
kom m.a. fram nýtt ákvæði sem hér
fer á eftir:
„Samgönguráðherra
leggur á þriggja ára
fresti fram á Alþingi
tillögu til þingsálykt-
unar um fjarskipta-
áætlun sem leggur
grunn að framþróun ís-
lensks samfélags með
því að bjóða bestu,
ódýrustu og öruggustu
rafrænu samskiptin
með beitingu fjar-
skipta- og upplýsinga-
tækni. Í fjar-
skiptaáætlun skal
skilgreina markmið stjórnvalda sem
stefna skuli að og gera grein fyrir
ástandi og horfum í fjarskiptamálum
í landinu. Jafnframt skal mörkuð
stefna fyrir næstu sex ár. Þá skal í
fjarskiptaáætlun meta og taka tillit til
þarfa annarra þátta samfélagsins fyr-
ir bætt fjarskipti."
Þegar fjarskiptaáætlunin kom síð-
an fram var eftirfarandi t.d. að finna í
áætluninni:
Háhraðavæðing – markmið
Allir landsmenn sem þess óska geti
tengst háhraðaneti og notið hag-
kvæmrar og öruggrar fjarskiptaþjón-
ustu.
Menntastofnanir verði tengdar öfl-
ugu háhraðaneti.
Undirmarkmið
Að allir landsmenn
sem þess óska hafi að-
gang að háhraðateng-
ingu árið 2007.
Í kjölfar áætlunar-
innar var lagt fram
stjórnarfrumvarp á Al-
þingi um fjarskiptasjóð
sem þáverandi sam-
gönguráðherra, Sturla
Böðvarsson mælti fyrir.
Ráðherrann sagði
m.a:
„Með þessu er styrk-
ari stoðum rennt undir ályktun Al-
þingis um stefnu í fjarskiptamálum
fyrir árin 2005–2010 sem ég lagði
fram á hinu háa Alþingi síðasta vor og
var samþykkt 11. maí sl.“
Og enn fremur:
„Loks er gert ráð fyrir að sjóðurinn
taki þátt í kostnaði við uppbyggingu á
háhraðatengingum á þeim svæðum
sem ætla má að ekki verði þjónað á
markaðslegum forsendum.“
Kristján L. Möller, núverandi sam-
gönguráðherra, tók þátt í umræðunni
og sagði m.a:
„Ég er, virðulegi forseti, að reyna
að segja að ég er þeirrar skoðunar að
þetta átti að vera búið að gera fyrir
lifandi löngu, sérstaklega t.d. með há-
hraðatengingar til ýmissa smærri
staða á landsbyggðinni sem hafa setið
eftir og ekki setið við sama borð og
aðrir landsmenn vegna þess að þar
hafa menn ekki átt aðgang að há-
hraðatengingum fyrr en þá í fram-
haldi af stofnun þessa sjóðs"
Siv Friðleifsdóttir hafði m.a. eftir-
farandi fram að færa:
„Í upphafi þegar kom til tals að
selja Símann varð mikil umræðu um
það mál í Framsóknarflokknum, í
þingflokknum og á vettvangi flokks-
ins, og sitt sýndist hverjum. Að lok-
um var ákveðið að styðja sölu Símans
en við lögðum sérstaka áherslu á að
byggja upp fjarskiptakerfi um allt
land þannig að sem flestir landsmenn
hefðu aðgang að sambærilegri þjón-
ustu fyrir sambærilegt verð og að
sjálfstæður sjóður yrði stofnaður í því
skyni, þ.e. fjarskiptasjóður.“
Jón Bjarnason tók einnig þátt í
umræðum og sagði m.a:
„Frú forseti. Ég styð samt viðleitn-
ina þó að þarna sé hálfpartinn verið
að koma aftan að hlutunum. Miklu
betra væri ef þjóðin hefði átt sinn
Síma og getað beitt honum með eðli-
legum hætti til að byggja upp öflugt
og gott fjarskiptakerfi um allt land á
jafnræðisgrunni en þurfa ekki að fara
þessa fjallabaksleið til að reyna að
bjarga því sem bjargað verður í þeim
efnum.“
Hinn 9. des. 2005 voru lögin um
fjarskiptasjóð samþykkt á Alþingi. 51
þingmaður sagði já en
12 voru fjarverandi.
Af framansögðu má sjá að mikill
samhljómur var á Alþingi um að
greiða fyrir aðgengi fólks í hinum
dreifðu byggðum að háhraðateng-
ingum. Fjármunir voru/eru til reiðu í
kjölfar sölu Símans. Því miður virðist
minna um efndir. Enn meira miður
er, að íbúum og sveitarstjórnum í
dreifbýlissveitarfélögum berast litlar
fréttir af framgangi málsins þrátt
fyrir fyrirspurnir.
Það er athygli vert að um þessar
mundir er að koma fram þriðja kyn-
slóð farsíma þar sem fólk getur talast
við í mynd. Þessi þjónusta nær þó
eingöngu til höfuðborgarsvæðisins.
Látum það vera. Á sama tíma býr
hins vegar fjöldi fólks í landinu við
ISDN-nettengingu með þeim kostn-
aði sem slíkri tengingu fylgir. Það er
óþolandi.
Fólk sem við slíkar aðstæður býr
hefur ekki möguleika til bankavið-
skipta um tölvu né til fjarnáms, en við
Íslendingar höfum um langt skeið
gumað af því að jafnrétti skyldi vera
til náms. Fyrirtæki hafa ekki mögu-
leika til kynninga á framleiðslu sinni
vegna hins bága ástands. Því miður
skilur sá lítt hvernig við er að búa
sem ekki hefur reynt.
Mál sem tengjast Grímseyjarferju
fara hátt um þessar mundir. Mér seg-
ir svo hugur um að þar snúist málið
ekki endilega um hagsmuni Gríms-
eyinga, heldur leit að sökudólgi, sem
bætir stöðu vina minna í Grímsey
ekki nokkurn skapaðan hlut.
Með þessum greinarstúfi er und-
irritaður ekki að leita að sökudólgi,
heldur upplýsingum og efndum.
Háhraðatengingar á landsbyggðinni
Hvað líður aðgengi fólks
í hinum dreifðu byggðum að
háhraðatengingum? spyr
Sigbjörn Gunnarsson
» Fólk sem við slíkar aðstæður býr hefur
ekki möguleika til fjar-
náms. Því miður skilur
sá lítt hvernig við er að
búa sem ekki hefur
reynt.
Sigbjörn Gunnarsson
Höfundur er sveitarstjóri
í Þingeyjarsveit.
ÞAÐ heyrist ekki mikið frá okkur
öryrkjum, það er erfitt að skrifa
undir nafni og viðurkenna að vera
öryrki, að vera að berjast við þung-
lyndi og önnur veikindi. Það að geta
ekki unnið fyrir sér og
sínum er sárt, það var
erfitt að lækka í laun-
um þegar ég veiktist
fyrst, og það var mjög
erfitt að hætta að vera
það sem ég vann við
og verða að öryrkja.
Barátta fyrir hag
öryrkja hefur ekki
verið mjög sýnileg
þessi síðustu misseri,
við erum ekki sterkur
hagsmunahópur og
verðum oft eftir þegar
verið er að bæta hag
fólks, mér finnst erfitt
að skilja hvers vegna, allir virðast
skilja að þetta er eitthvað sem þarf
að laga. Ég er að skrifa þetta til að
reyna að koma af stað einhverri um-
ræðu um réttindamál öryrkja og
aldraðra.
Ég ætlast ekki til að verða ríkur
sem öryrki, en ég vil geta klætt mig
og fætt og vil geta gert eitthvað með
börnunum mínum annað en að labba
alltaf niður í bæ, sem er annars
mjög gaman og höfum við mikla
ánægu af, fara annað slagið í bíó,
vera „maður með mönnum“ en ekki
alltaf blankur og þurfa jafnvel að
leita til ættingja um peninga til að
eiga fyrir mat. Öryrkjar fá enga
desemberuppbót, samt eru líka jól
hjá okkur, við eigum börn, foreldra
og vini sem við viljum gleðja á jólum
eins og aðrir en það er erfitt þegar
bæturnar eru svona naumt skammt-
aðar. Er ekki kominn tími til að leið-
rétta þetta?
Fyrir kosningarnar núna í vor var
mikið talað um að bæta þyrfti hag
öryrkja og fór Jóhanna Sigurð-
ardóttir þar fyrir með mikilli rögg-
semi og hafði mörg orð um hvað
mætti betur fara, en núna virðist
sem hún sé orðin gleymin. Eldri
borgarar fengu einhverja leiðrétt-
ingu á sínum hag, sem betur fer, en
við öryrkjarnir virðumst hafa
gleymst. Laun mín eru það sem ég
fæ frá lífeyrissjóðnum
mínum og heilar 19,800
kr. frá Trygginga-
stofnun ríkisins. Satt
best að segja finnst
mér að lífeyrissjóð-
urinn sem ég vann fyrir
hörðum höndum ætti
ekki að lækka örorku-
lífeyrinn, mér finnst
eins og það sé verið að
stela frá mér. Að bæta
hag okkar þarf að gera
núna, það þarf ekki að
velta þessu fyrir sér
eða láta málið í nefnd,
bara að stíga fram, axla ábyrgð sína
og bæta hag okkar öryrkja. Ekki
veit ég hvaðan nafnið „öryrki“ kom
fyrst, en mér finnst þetta ljótt orð
fyrir þennan hóp af veiku fólki sem
getur ekki unnið fyrir sér, og von-
andi verður einhvern tímann hægt
að finna betra orð.
Það þarf að bæta hag öryrkja
strax, segir Trausti Rúnar
Traustason
Trausti Rúnar
Traustason
»Ég ætlast ekki til aðverða ríkur sem ör-
yrki, en ég vil geta klætt
mig og fætt og vil geta
gert eitthvað með börn-
unum mínum ...
Höfundur er öryrki.
Þunglyndur
öryrki í leit
að bættum hag