Morgunblaðið - 25.09.2007, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðmundur G.Pétursson, öku-
kennari og leigubif-
reiðarstjóri, fæddist
í Ólafsvík 12. ágúst
1925. Hann lést að-
faranótt fimmtu-
dagsins á líkn-
ardeild Landspítala
á Landakoti 13.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Ingibjörg
Ólafsdóttir, f. 28.6.
1904, d. 25.6. 1985,
og Pétur Ásbjarn-
arson, f. 19.5. 1904, fórst með
togaranum Apríl 1.12. 1930. Guð-
mundur bjó í Ólafsvík til 10 ára ald-
urs en flutti þá til Reykjavíkur með
afa sínum, Ásbirni Eggertssyni, og
ömmu, Ragnheiði Eyjólfsdóttur,
sem tóku hann að sér og ólu upp.
Systkini Guðmundar eru Ásbjörn,
f. 1926, og Guðrún, f. 1927, d. 1993.
Hálfsystkini hans sammæðra eru
Haraldur, f. 1933, d. 2006, Theo-
dóra, f. 1935, d. 1960, Gunnleifur, f.
1941, d. 2007, og Pétur, f. 1946.
Guðmundur kvæntist 20.3. 1948
Báru Sigurðardóttur, f. 1.3. 1928,
d. 31.5. 1982. Foreldrar hennar
voru Sigurður Pétur Guðbjartsson
og Esther Helga Ólafsdóttir. Börn
Guðmundar og Báru eru: 1) Est-
her, f. 10.7. 1948, gift Björgvini
Jónssyni. Dætur þeirra eru: a)
félags Íslands á árunum 1946-1960
skyndihjálp og björgun úr sjáv-
arháska um land allt. Einnig sá
hann um umferðarfræðslu í skól-
um. Jafnframt kenndi hann skyndi-
hjálp fyrir Rauða kross Íslands, í
Iðnskólanum í Reykjavík og Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti. Guð-
mundur var framkvæmdastjóri
Umferðarnefndar Reykjavík-
urborgar og Stöðumælasjóðs
1960–1965. Hann hóf ökukennslu
1955 en gerði hana að sínu að-
alstarfi 1965 til 1985 er hann gerð-
ist einnig leigubifreiðarstjóri. Guð-
mundur starfaði innan
skátahreyfingarinnar, fyrst sem
ylfingaforingi og síðan skátafor-
ingi. Hann var í stjórn Skátafélags
Reykjavíkur og í stjórn Bandalags
íslenskra skáta. Auk þess gegndi
hann ýmsum nefndarstörfum á
vegum hreyfingarinnar. Guð-
mundur sat í stjórn Ökukenn-
arafélags Íslands í mörg ár bæði
sem varaformaður og formaður og
var heiðursfélagi Ökukenn-
arafélagsins. Hann var formaður
Andvara, félags leigubifreiða-
stjóra, um skeið. Guðmundur átti
sæti í Umferðarráði og í nokkrum
nefndum sem fjölluðu um bætta
umferðarmenningu, um ökupróf
og aukna og betri ökukennslu. Út-
för Guðmundar verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Bára, f. 1970, d. 1991.
Var í sambúð með
Birni Ingvarssyni. b)
Helga Dögg, f. 1974,
gift Bjarna Hauks-
syni og eiga þau
Björgvin Hauk og
Ingu Sif. c) Ragnheið-
ur, f. 1980, gift Jó-
hannesi Andra Kjart-
anssyni og er þeirra
sonur Atli Þór. 2) Sig-
ríður, f. 14.2. 1954,
gift Kristjáni Ey-
steinssyni. Dóttir
þeirra er Ragnheiður
Merima, f. 1993. Fyrir á Kristján
Eystein og Úlf. 3) Pétur Steinn, f.
13.5. 1958, kvæntur Önnu Toher.
Sonur þeirra er Róbert Orri, f.
1992.
Seinni kona Guðmundar var
Kristjana Gunnarsdóttir, f. 30.4.
1938, d. 6.1. 2003. Foreldrar henn-
ar voru Gunnar Leó Þorsteinsson
og Guðmunda Sveinsdóttir. Synir
Kristjönu og Guðmundar Sigurðs-
sonar eru Örn Leó, Guðmundur
Leó og Geir Leó.
Guðmundur bjó hjá afa sínum og
ömmu á Skólavörðustíg og lauk
barnaskólaprófi frá Austurbæj-
arskóla. Hann lauk námi í uppeldis-
og kennslufræðum frá Kennarahá-
skóla Íslands 1976. Guðmundur
fékk snemma áhuga á kennslu og
kenndi sem erindreki Slysavarna-
Öll eigum við í hugskotinu leiftur-
myndir úr æsku, sem gaman er að.
Enn skemmtilegra er þó þegar hægt
er að tengja minninguna persónum
sem verða á vegi manns löngu síðar á
lífsleiðinni. Ég minnist þess þegar ég
var smápatti, á Húsavík, að auglýst
var sýning á kvikmynd sem heitir
„Björgunin við Látrabjarg.“ Móðir
mín sem var ötul í slysavarnafélagi
staðarins fór í fararbroddi fyrir fjöl-
skyldunni í bíó. Ég man að myndin
var spennandi og hafði mikil áhrif á
mig. Minnisstæðara er þó hvernig
farið var að því að sýna hana. Hávax-
inn maður kom fyrir sýningarvél á
miðju gólfi „Samkomuhússins“. Fullt
af snúrum, kössum og dóti, suðandi
vélin og áhorfendur sátu allt um
kring. Sú hugsun hvarflaði auðvitað
ekki að mér þá að þarna stæði tilvon-
andi tengdafaðir minn. En svona er
lífið.
Meira en þrjátíu árum síðar hitti
ég „sýningarmanninn“ sem tengda-
sonur, en hann mundi reyndar ekkert
eftir mér, guttanum sem kom sér fyr-
ir sem næst kvikmyndasýningarvél-
inni. Ég skil það svo sem, þeir voru
margir peyjarnir sem hann hitti á
þessum ferðum sínum um landið.
Guðmundur hefur nú lagt upp í
sína hinstu för. Hún var honum lang-
þráð eftir löng og erfið veikindi.
Þrautirnar eru að baki. Nú „ekur
hann væntanlega beina, örugga og
breiða braut, með grösugar lendur á
báðar hendur“.
Öryggismál og slysavarnir voru
honum hjartans mál og þessum mál-
um helgaði hann sitt líf. Í áraraðir
vann Guðmundur að fræðslumálum
og við erindrekstur hjá Slysavarna-
félagi Íslands. Hann starfaði sem
ökukennari og leigubílstjóri í áratugi
og bar því vel skynbragð á það sem
ógnað gat öryggi vegfarenda. Þessi
mál ræddum við oft og einatt og vor-
um oftast sammála. Saman erum við
búnir að skipuleggja umferðarmálin í
borginni, til langrar framtíðar, en það
er önnur saga.
Öðru máli gegndi um pólitíkina,
þar tókum við margan snúninginn.
Aldrei rifumst við þó en „Framsókn-
armennska“ mín var honum ekki allt-
af að skapi. Guðmundur var „pólitísk-
ur“ í þess orðs bestu merkingu.
„Íhaldsmaður“ alla sína tíð, en sagð-
ist þó ekki átta sig á öllu í stefnu
„flokksins“ á síðari árum. Ég spurði
hann fyrir stuttu hvort hann væri
ekki í raun orðinn krati, og hann svar-
aði „Jú, sjálfstæður íhaldskrati.“
Þessi kraftakarl, sjálfsprottinn í
því harða umhverfi sem hann ólst upp
í, endurspeglaði lífskraft og sjálf-
stæðisvilja Íslendingsins. Guðmund-
ur, tengdafaðir minn, er búinn að fara
í gegn um marga „Látrabjargasjói“ á
sinni lífsleið. Af þeim hefur hann sagt
mér marga söguna. Áður en Guð-
mundur lagðist á sjúkrahús í síðasta
sinn áttum við margar góðar stundir
þegar við elduðum okkur saman sig-
inn fisk eða saltkjöt, horfðum á fót-
bolta og „formúlu“ eða tókum bara
snerru í pólitíkinni. Það voru fín sam-
kvæmi.
Ég vil nú við leiðarlok kveðja þenn-
an ljúfa mann fyrir þær góðu stundir
sem við höfum átt saman. Þær mun
ég geyma í minningunni rétt eins og
bíósýninguna í „Samkomuhúsinu“
forðum.
Hvíl þú í friði.
Kristján Jón Eysteinsson.
Fyrir rúmum tíu árum sótti afi mig
heim, nú skyldi ég læra að keyra.
Þessi fyrsti ökutími gekk hálfbrösu-
glega, hvort sem það var snjónum
sem huldi göturnar að kenna eða
reynsluleysi unglingsins sem hafði
ekki hugmynd um hvar tengslin á
bílnum voru. Smám saman hvarf þó
snjórinn og ökulagið batnaði og í
kringum sautjánda afmælisdaginn
var ég komin með bleika skírteinið í
hendurnar. Ökuskírteinið var þó ekki
eini afrakstur ökutímanna því á þess-
um tíma kynntist ég afa mínum á nýj-
an hátt. Eftir því sem minni tími fór í
að leiðbeina mér urðu frásagnirnar af
yngri árum afa og öðrum fjölskyldu-
meðlimum fleiri.
Ég kvaddi afa í síðasta sinn fyrir
rúmum mánuði en þá var það nokkuð
ljóst að ég myndi ekki sjá hann aftur
á lífi. Vegna þess hve veikur hann var
orðinn var það mikils virði að hann
skyldi koma í brúðkaupsveislu okkar
Guðmundur G. Pétursson
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
✝
Ástkær dóttir okkar, systir, barnabarn og mágkona,
EDDA SIGRÚN JÓNSDÓTTIR,
Álftamýri 8,
lést þriðjudaginn 11. september.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn
25. september kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins.
Anna Reynisdóttir, Jón Baldvin Sveinsson,
Halldór Jónsson, Helena H. Júlíusdóttir,
Guðbjörg R. Jónsdóttir, Brynjar Ingason,
Sigurður R. Jónsson, Svala Hilmarsdóttir,
Kristinn S. Jónsson, Hólmfríður E. Gunnarsdóttir,
Kjartan V. Jónsson, Olga B. Bjarnadóttir,
Svandís E Jónsdóttir, Ólafur Þráinsson,
Hrefna V. Jónsdóttir, Tómas Rúnarsson,
Anna Sigurjónsdóttir, Kristján J. Ólafsson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
PÁLL INGI JÓNSSON,
Útskálum 3,
Hellu,
andaðist á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu, fimmtu-
daginn 20. september 2007.
Útförin fer fram frá Oddakirkju laugardaginn
29. september kl. 11.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Dvalarheimilið
Lund.
Þórný Guðbjörg Oddsdóttir,
Oddrún María Pálsdóttir, Magnús Kristjánsson,
Ingþór, Gísli Svan, Almar,
Jóna Björg Pálsdóttir,
Steina Guðbjörg, Baldvin Páll, Þórný Björg.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma, og langalangamma,
GUÐBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR
sjúkraliði,
sem lést á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli,
föstudaginn 14. september, verður jarðsungin frá
Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2 Reykjavík
föstudaginn 28. september kl. 15.00.
Þeir sem vilja minnast hennar er bent á ABC
barnahjálp í síma 414 0990.
Daníel Jónasson, Ase Johanne Jónasson,
Dóra Mirjam Jónasdóttir, Ernst Olsson,
Guðjón Jónasson, Þóra Jenný Hendriksdóttir,
Ríkarður Bergstað Jónasson, María Árnadóttir,
Rebekka Jónasdóttir, Yngvi Guðnason,
Guðný Ragnhildur Jónasdóttir, Hinrik Þorsteinsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN EBENEZERSSON,
Borgarholtsbraut 29,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtu-
daginn 27. september kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð.
Halldóra Gísladóttir,
Aðalheiður Kristjánsdóttir, Haukur Bergmann,
Halldóra Rún, Þóra Lilja og Hekla Lind.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
LILLÝ KRISTJÁNSSON,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
27. september kl. 11.00.
Karl Harrý Sigurðsson, Hrönn Helgadóttir,
Ari Guðmundsson, Fríður Sigurðardóttir,
Kristjana G. Guðmundsdóttir, Jonathan Motzfeldt,
Guðrún Guðmundsdótttir, Guðmundur E. Hallsteinsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar,
móður okkar og ömmu,
GRÉTU JÓNSDÓTTUR
húsfreyju,
Efri-Grímslæk,
Ölfusi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæsludeildar á
Landspítalanum við Hringbraut.
Gunnar Konráðsson,
Konráð Gunnarsson,
Jón Gunnarsson,
Gunnar Gunnarsson,
Viktor Jónsson.