Morgunblaðið - 25.09.2007, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Heilsa
Mikið úrval fæðubótarefna
Prótein - Kreatín - Glútamín - Gainer
Ármúla 32. Sími 544 8000
Opið mán.-fös. frá kl. 10-18.
Nudd
Heilnudd, svæðanudd,
sogæðanudd, saltnudd og regndropa-
meðferð. Öll almenn snyrting.
Snyrtistofan Hrund,
Grænatúni 1, Kópavogi.
Sími 554 4025.
Heimilistæki
Símens eldavél með keramik
hellum til sölu. Kostaði kr. 120.000
fyrir 7árum. Mjög barnvæn með
tökkum sem falla inn og gleri á ofni
sem verður ekki heitt. Verðtilb. kr
45.000. Upplýsingar í síma 892 7828.
Húsnæði í boði
Leigusali
auglýstu frítt
Leigjandi
leitaðu frítt
Leiga.is býður
Leiguráðgjöf
Mat á leigjendum
Gerð leigusamninga
og trygginga
Leiga.is
Löggild leigumiðlun
Geymslur
Stafnhús Eyrarbakka.
Geymsla - vöktun - viðgerðir.
Erum núna að taka á móti ferðabílum,
hjólhýsum o.fl. Verð m² X 3.500 yfir
veturinn. Upplýsingar og móttaka í
sími 899 1128.
Sumarhús
Sumarhús - orlofshús .
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Námskeið
Upledger höfuðbeina og spjald-
hryggjarmeðf. Byrjendanámskeið í
Upledger höfuðb. og spjaldhryggjar-
meðf. verður haldið dagana 4.-7.
október næstkomandi í Reykjavík.
Uppl. og skráning í s: 466-3090 og
einnig á www:upledger.is
Handverksnámskeið
Þjóðleg námskeið, baldýring – hekl –
prjón – leðursaumur- orkering -
sauðskinnsskór – víravirki
tóvinna – þjóðbúningasaumur –
o.m.fl.
HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN
Nethyl 2E- 110Reykjavík
s. 551-7800 895-0780
www.heimilisidnadur.is
skoli@heimilisidnadur.is
Handverksnámskeið
Þjóðleg námskeið, baldýring – hekl –
prjón – leðursaumur- orkering -
sauðskinnsskór – víravirki
tóvinna – þjóðbúningasaumur –
o.m.fl.
HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN
Nethyl 2E- 110Reykjavík
s. 551-7800 895-0780
www.heimilisidnadur.is
skoli@heimilisidnadur.is
Tómstundir
Vorum að fá sendingu af púslu-
spilum í miklu úrvali.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 587 0600.
www.tomstundahusid.is
Til sölu
Tékkneskar og slóvenskar
kristalsljósakrónur. Mikið úrval.
Frábær verð.
Slóvak Kristall, Dalvegi 16b,
201 Kópavogi, s. 544 4331.
www.skkristall.is.
Þjónusta
Traktorsgrafa
Case 590 K 4x4. Tek að mér
skurðgröft og aðra jarðvinnu .
Uppl. í síma 567 2424 og 892 9011.
Hitaveitur/vatnsveitur
Þýskir rennslismælar fyrir heitt og
kalt vatn.
Boltís sf.,
s. 567 1130 og 893 6270.
Byggingavörur
Hjallabrekku 1 • Kópavogi
Símar: 564 3000 – 564 0030
www.loft.is
Ekið inn Dalbrekku
PÍPULAGNIR
Nútíma lausnir
Heitt og kalt
Kaldsuða
HTA® SYSTEM
www.vidur.is
Harðviður til húsbygginga. Vatns-
klæðning, panill, pallaefni, parket
o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði.
Sjá nánar á vidur.is.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Einangrunarplast - takkamottur
Framleiðum einangrunarplast,
takkamottur fyrir gólfhitann, fráveitu-
brunna Ø 400, 600 og 1000 mm,
vatnslásabrunna, vatnsgeyma, sand-
föng, olíuskiljur, fituskiljur, rotþrær,
vegatálma og sérsmíðum.
Verslið beint við framleiðandann,
þar er verð hagstætt.
Einnig efni til fráveitulagna í jörð.
Borgarplast, Seltjarnarnesi,
sími 561 2211,
Borgarplast, Mosfellsbæ,
sími 437 1370.
Heimasíða: www.borgarplast.is
Ýmislegt
GreenHouse haust -vetrarvaran
er komin. Verið velkomin að sækja
frían bækling.
Opið í dag, þriðjudag 13-19.
GreenHouse, Rauðagerði 26.
Bílar
Toyota Hilux 4x4 96 módel
Ekinn 195.000. Breyttur 33”.
Bíll í fínu standi. Tengdamömmubox
fylgir, skoðaður 08.Verð 590.000.
Nánari upplýsingar s. 661 3315 og
861 3727.
Hjólbarðar
Góð Goodyear nagladekk
notuð tæpan vetur. Stærð 175/70
með felgum sem passa undir Polo og
Skoda Fabia. Verðtilboð 45.000 kr.
Upplýsingar í síma 892 7828.
Mótorhjól
Til sölu Suzuki GSX - R 600
2002 árg. ekið aðeins 11.000 þ. í
toppstandi. Verð 600.000.
Upplýsingar í síma 669 1487.
Hippar
Á afmælistilboði 298.000 þús, með
götuskráningu. 250 cc, með fjarstarti,
þjófavörn, rollbar, töskum, abs brem-
sur, 2 litir, svart og vínrautt.
Ítalskar vespur
50cc, með fjarstarti og þjófavörn, abs
bremsukerfi, breið dekk, 4 litir. Verð
188.000 þús, með hjálmi, götu-
skráningu og boxi að aftan.
Skoðið vefsíðu okkar:
www.motorog sport.is
Mótor og sport ehf.
Stórhöfði 17
110 Reykjavík
Sölusímar 567 1040, 845 5999
Varahlutir og viðgerðaþjónusta
567 1040.
Þjónustuauglýsingar 5691100
EVRÓPUMEISTARAMÓT í
flokkum barna- og unglinga lauk sl.
sunnudag í Zagreb í Króatíu en alls
tóku þrjú íslensk ungmenni þátt.
Hjörvar Steinn Grétarsson (2.168)
hóf keppni í flokki 14 ára og yngri
með miklum krafti þegar hann fyrstu
þrjár skákir sínar. Í næstu fjórum
umferðum náði hann hins vegar ein-
göngu einum vinningi en vann tvo
góða sigra í lokaumferðunum og lauk
því keppni með 6 vinninga af 9 mögu-
legum og lenti í 6.-14. sæti af 84 þátt-
takendum. Sverrir Þorgeirsson
(2.068) tefldi í flokki 16 ára og yngri
og náði einnig góðum endaspretti
þegar hann fékk 2½ vinning í síðustu
þrem umferðunum svo að hann lauk
keppni með 4½ vinning og hafnaði í
38.-52. sæti af 88 keppendum. Hall-
gerður Helga Þorsteinsdóttir tefldi í
flokki stúlkna 16 ára og yngri og fékk
fjóra vinninga sem gerði að verkum
að hún lenti í 43.-50. sæti af 71 kepp-
anda.
Hjörvar Steinn tefldi nokkrar
áhugaverðar skákir á mótinu en hann
tapaði m.a. fyrir verðandi Evrópu-
meistaranum, rússneska alþjóðlega
meistaranum Sanan Sjuriov (2.407),
en sá fékk hvorki fleiri né færri en 8½
vinning af 9 mögulegum. Ein besta
skák Hjörvars var gegn þýska skák-
manninum Felix Graf (2.273). Eftir
nokkuð sérstaka byrjun þar sem
Hjörvar stýrði hvítu mönnunum fékk
hann biskupaparið á meðan andstæð-
ingurinn hrókeraði langt og hugðist
hefja sókn á kóngsvæng. Í stað þess
að loka taflinu að hleypti svartur hvít-
um of langt með peð sín á drottning-
arvæng og það nýtti Hjörvar sér í 24.
leik:
24. c6! Bc8 25. Bxa5!
Með þessari biskupsfórn opnast
allar línur að svarta kóngnum og við
það getur svartur ekki ráðið með
góðu móti. Framhaldið varð:
25. … bxa5 26. d5+ Kb8 27. b6
exd5?
Svartur hefði fremur getað varist
eftir 27. … Ba6 28. Hfb1 Ka8.
28. Hfb1 d4 29. Db3! cxb6 30.
Dxb6+ Bb7 31. Da6 og svartur gafst
upp.
Af taflmennsku Hjörvars verður
ráðið að hann er að bæta sig og ljóst
að ef hann leggur áfram rækt við
skákina verða framfarirnar mjög örar
á næstu misserum. Hann mun hækka
um 19 stig á mótinu í Króatíu en
Sverrir hækkaði um 9 stig og Hall-
gerður um 11 stig. Nánari upplýsing-
ar um mótið er að finna á www.skak-
.blog.is.
Jón Viktor efstur á Boðsmóti TR
Taflfélag Reykjavíkur bryddaði
upp á þeirri nýjung í ár að gera Boðs-
mót félagsins að alþjóðlegu móti þar
sem tveir íslenskir alþjóðlegir meist-
ara taka þátt og einn frá Litháen.
Þetta gerði ungum og efnilegum
skákmönnum félagsins kleift að eygja
möguleika á að verða sér úti um
áfanga að alþjóðlegum meistaratitli.
Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor
Gunnarsson (2.427) hefur leitt mótið
allan tímann og hafði sex vinninga af
sjö mögulegum þegar þessar línur
voru ritaðar. Næstir á eftir honum
komu Daninn Espen Lund (2.396) og
Guðmundur Kjartansson (2.306) með
fimm vinninga. Nánari upplýsingar
um mótið er að finna á heimasíðu TR,
www.taflfelag.is.
Anand með vinningsforskot á HM
Að loknum níu umferðum af fjórtán
hefur stigahæsti skákmaður heims,
Indverjinn Viswanathan Anand
(2.792), eins vinnings forskot á Boris
Gelfand (2.733) frá Ísrael á heims-
meistaramótinu í skák sem fer fram
þessa dagana í Mexíkó. Í níundu um-
ferðinni gerði Anand stutt jafntefli við
Armenann Levon Aronjan (2.750) á
meðan bæði Gelfand og rússneski
heimsmeistarinn Vladimir Kramnik
(2.769) töpuðu sínum skákum. Rúss-
inn Alexander Grischuk (2.726) lagði
Gelfand að velli í langri skák og
Kramnik hugðist með svörtu tefla
djarft gegn landa sínum Alexander
Morozevich (2.758) en það átti ekki
við hann og Mórinn, eins og Moroze-
vich er stundum kallaður, innbyrti
vinninginn eftir að hafa haft betur alla
skákina. Skákirnar eru sýndar í
beinni útsendingu á vefslóðinni http://
partidas.chessmexico.com/ en þær
hefjast kl. 20.00 að íslenskum tíma.
Mótinu lýkur 30. september næst-
komandi.
SKÁK
Zagreb í Króatíu
EVRÓPUMEISTARAMÓT Í BARNA-
OG UNGLINGAFLOKKUM
14.-23. september 2007
daggi@internet.is
Helgi Áss Grétarsson
Að tafli Hjörvar Steinn Grétarsson.
Hjörvar á meðal
efstu manna á EM