Morgunblaðið - 25.09.2007, Page 32

Morgunblaðið - 25.09.2007, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ TORFÆRA Heimsbikarmótinu í torfæruakstri lauká sunnudaginn en tvær síðustu um-ferðir mótsins voru eknar umhelgina á Hellu. Veðurguðirnir léku ekki við torfærumenn um helgina því veðrið var afleitt báða keppnisdagana og þó öllu verra á sunnudeginum en þá var stormur og sandrok sem gerði bæði keppnishöldurum og keppendum erfitt fyrir. Finn Erik með yfirburðastöðu Alls voru eknar sex umferðir í Heimsbik- armótinu þetta árið en staða íslensku keppend- anna var ekki vænleg þegar kom að tveimur síð- ustu umferðunum þar sem engin þeirra hafði farið til Finnlands til þátttöku í tveimur fyrstu umferðum mótsins. Sex íslenskir keppendur í flokki sérútbúinna bíla tóku þátt í 3. og 4. um- ferð mótsins sem eknar voru í Skien í Noregi í byrjun september og var staða Gunnars Gunn- arssonar á Trúðnum vænlegust eftir þær keppn- ir en þó var ljóst að hann myndi eiga við ramm- an reip að draga þar sem var Norðmaðurinn Finn Erik Løberg en Finn Erik leiddi heimsbik- arkeppnina með 16 stiga forskot á Gunnar. Finn Erik mátti því ekki fá fleiri en þrjú stig í báðum keppnunum á Hellu og Gunnar varð að vinna báðar keppnirnar. Vonlítil barátta Gunnar Gunnarsson byrjaði sókn sína að Finn Erik Løberg vel og sigraði í keppninni á laug- ardeginum en þá strax varð ljóst að Gunnari myndi ekki takast að hafa titilinn af Finn Erik því hann náði þriðja sætinu og 6 stigum. Finn Erik Löberg var því búinn að tryggja sér tit- ilinn á laugardeginum og hann gerði síðan enn betur í lokaumferðinni og sigraði þar en Gunnar varð að láta sér lynda 5. sætið. Guðlaugur Sindri á uppleið Árangur Guðlaugs Sindra Helgasonar frá Fellabæ á Héraði vakti nokkra athygli en Guð- laugur náði 2. sæti í lokaumferð Heimsbikarmótsins. Guðlaugur Sindri hefur ver- ið að sækja í sig veðrið allt frá því hann mætti 17 ára gamall, með tíu daga gamalt ökuskírteini í vasanum í sína fyrstu torfærukeppni á Hellu fyrir fjórum árum. Kom með titilinn í vasanum Dalamaðurinn Bjarki Reynisson var eini Ís- lendingurinn sem fór til Noregs til að reyna að halda uppi heiðri Íslendinga í flokki breyttra götubíla en þar hitti hann fyrir ofjarl sinn sem var sænska torfæruprinsessan, Sofia Schollin- Borg. Sofia sigraði í tveimur fyrstu umferðum mótsins í Finnlandi og gekk svo vel í keppn- unum í Noregi að hún var búin að tryggja sér titilinn eftir fjórar keppnir. Sofia mætti til Ís- lands til að innsigla titilinn en gengi hennar á Hellu var ekki gott. Á laugardeginum bilaði vél- in í bíl hennar, Affe, í fyrstu braut og fékk hún varahluti í vélina það seint að henni tókst ekki að mæta í fleiri brautir þann daginn. Á sunnu- daginn braut hún hjöruliðskross og öxul, einnig í fyrstu braut en tókst að gera við bíl sinn. Missti hún af 2. brautinni og þurfti að fara aftur fyrir í 3. braut þar sem hún mætti of seint í hana. Þá lenti Sofia í erfiðleikum í ánni á Hellu og í mýrinni en ljóst var að hana skorti verulega afl til að vera samkeppnisfær þar. Sigur í fyrstu keppni Athygli vakti að sigurvegarinn í flokki breyttra götubíla á sunnudeginum, Ingvar A. Arason, var að keppa í sinni fyrstu torfæru- keppni en Ingvar hafði fengið N1 Willysinn lán- aðan hjá Ragnari Róbertssyni sem ákvað að hvíla þessa keppni. Ingvar var að vonum himin- lifandi eftir keppnina og mun það koma veru- lega á óvart ef hann á ekki eftir að taka þátt í fleiri keppnum á næstu árum. Ljósmynd/JAK Á siglingu Guðlaugur Sindri Helgason, sem þenur Galdragul hér í tímabrautinni, náði öðru sætinu en hann hefur sótt í sig veðrið frá því hann mætti 17 ára í sína fyrstu torfærukeppni. Í erfiðleikum Sofia Schollin-Borg berst við mýrina á Hellu en varð að játa sig sigraða þar sem hana skorti afl í svona erfiða braut. Hún tryggði sér hins vegar titilinn eftir fjórar keppnir. Titlarnir til Nor- egs og Svíþjóðar Kraftur Finn Erik Løberg sýndi fantagóðan akstur á bíl sínum og tryggði sér heimsbikarinn í Hróarslæknum. Efst Heimsbikarmeistararnir 2007, Sofia Schollin-Borg frá Svíþjóð og Finn Erik Løberg frá Noregi. Góður Ingvar A. Arason mætti ákveðinn til leiks í flokki breyttra götubíla og vakti mikla athygli er hann sigraði í sinni fyrstu torfærukeppni. jak@ismennt.is Sérútbúinn flokkur 1. Finn Erik Løberg, Racerunner, Nor. 2. Benedikt Eiríksson, Musso, Ísl. 3. Guðlaugur S. Helgason, Galdragulur, Ísl. 4. Ólafur Bragi Jónsson, Refurinn, Ísl. 5. Gunnar Gunnarsson, Trúðurinn, Ísl. 6. Sigurður Þór Jónsson, V-Power Tröllið, Ísl. 7. Hans Maki, Insane, Sví. 8. Eyjólfur Skúlason, Hlébarðinn, Ísl. 9. Erlingur Klemenzson, Hrafninn, Ísl. 10. Ásgeir Jamil Allansson, Green Thunder, Ísl. 11. Daníel G. Ingimundars., Green Thunder, Ísl. 12. Leó Viðar Björnsson, IronMaiden, Ísl. 13. Sigurjón Leifsson, Refsarinn, Ísl. Sérútbúnir götubílar 1. Ingvar A. Arason, N1 Willysinn, Ísl. 2. Christian Austad, Reloaded, Nor. 3. Geir Haug, Trollet, Nor. 4. Sofia Schollin-Borg, Affe, Sví. 5. Vignir Vignisson, N1 Willysinn, Ísl. 6. Sigfús Benediktsson, Hlunkurinn, Ísl. 7. Bjarki Reynisson, Dýrið, Ísl. 8. Sverrir Bergsson, N1 Willysinn, Ísl. 9. Benedikt Sigfússon, Hlunkurinn, Ísl. Úrslit keppninnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.