Morgunblaðið - 25.09.2007, Side 34

Morgunblaðið - 25.09.2007, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand IRMA, SÁPAN Á KARLAKLÓSETTINU ER BÚIN TAKK, JÓN EKKI SNERTA BORÐIÐ! ÖRYGGI!! HMMPH! JÁ... ÉG ER ÖRUGGUR Í HEIMSKU MINNI EF ÞÚ VISSIR BARA HVAÐ ÞÚ LÍTUR HEIMSKULEGA ÚT HALDANDI Á ÞESSU TEPPI! ER ÞÉR ALVEG SAMA HVAÐ ÞÚ LÍTUR HEIMSKULEGA ÚT SVO LENGI SEM ÞÚ ERT ÖRUGGUR... GOTT AÐ SJÁ AÐ VIÐ ERUM KOMIN HEIM GET ÉG AÐSTOÐAÐ YKKUR HERRAMENNINA? GÆTIR ÞÚ SAGT MÉR HVAÐA FISKUR ER Í RÉTTI DAGSINS? EKKI VERA KJÁNI... ÞAÐ STENDUR Á MATSEÐLINUM ÞAÐ ER FISKUR DAGSINS! ÞETTA ER BARA KJÁNALEGT! ÉG VEIT EKKI EINU SINNI AF HVERJU HUNDAR GELTA ALLTAF Á BRÉFBERA! GETUM VIÐ EKKI BARA LIFAÐ Í SÁTT OG SAMLINDI? ÞEIR HAFA ALDREI GERT MÉR NEITT! HEFUR ÞÚ TEKIÐ EFTIR ÞVÍ HVAÐ KALLI ER ORÐINN HÁÐUR TÖLVULEIKJUM? HÁÐUR? ÉG VEIT AÐ HANN SPILAR ÞÁ... SPILAR ÞÁ?!? HANN HUGSAR EKKI UM ANNAÐ! HANN DREYMIR ÞÁ ÖRUGGLEGA LÍKA! EKKI LÁTA SVONA! ÞÚ ERT AÐ ÝKJA! ÉG ER EKKI AÐ ÝKJA HAFÐU ÞETTA! OG ÞETTA! HELDUR ÞÚ AÐ ÞETTA HAFI VERIÐ KÓNGULÓAR- MAÐURINN? NEI, ÞETTA VAR ÖRUGG- LEGA EINHVER Á LEIÐ Á GRÍMUBALL EÐA KANNSKI EKKI KONUNNI MINNI FINNST KANNSKI GAMAN AÐ LEIKA Í KVIKMYNDUM EN ÞETTA ER ÞAÐ EINA SEM HENTAR MÉR! dagbók|velvakandi Lágu launin SENNILEGA hefur sjaldan eða aldrei verið eins erfitt að skrimta af lágu laununum eins og nú. Ég veit um konu sem leigir á 90 þúsund á mánuði og er með 125 þús. í laun fyr- ir skatt, fyrir 8 tíma vinnu. Hún veiktist og þurfti að leita á bráðamót- töku. Þegar hún nokkrum klukkutímum seinna fór heim hljóðaði reikningur hennar eitthvað á þessa leið: Mynda- taka 10 þús., blóðtaka eitt þúsund krónur, komugjald 3.700. Hvernig á fólk með þessi laun að geta borgað svona mikið fyrir læknishjálp? Margt það fólk sem er í þessum sporum og þarf að leigja á almennum leigumarkaði má greiða 120-130 þús- und fyrir 2ja til 3ja herb. íbúð. Her- bergið kostar 60-80 þúsund, húsa- leigubætur eru hæstar 12.500 kr. Það sjá allir að þetta er ekki hægt. Og hvers vegna svo lág laun í þessu gósenlandi allsnægta? Fjölmiðlar fjalla lítið um mál af þessum toga. Hins vegar er það sagan endalausa um hversu fyrirtækin og bankar geri það gott. Það er ágætt, en það þarf að lagfæra hlut láglaunafólks. Í komandi kjarasamningum ætti það að vera skýlaus krafa að lægstu laun hækki í 250 þús. á mánuði og ekki krónu minna en það og skatt- leysismörkin fari upp í 150 þúsund. Það þarf að meta betur störf verka- fólks en gert hefur verið hingað til. Hvað mundi gerast ef þetta fólk mundi einn daginn ekki mæta til vinnu? Ég er hrædd um að hjól atvinnu- lífsins myndu lamast. Það eru stórir hópar af fólki sem er á þessum laun- um og það má helst ekki tala um þessa hluti. Því er við að bæta að þessi kona leitaði hjálpar hjá velferð- arsviði Reykjavíkurborgar eftir þessi veikindi því hún þurfti líka að leysa út rándýr lyf sem hún þarf að vera á um ótilgreindan tíma, en hún fékk synjun um aðstoð. „Ég verð víst að fara út að betla, fullvinnandi manneskjan,“ sagði kon- an. Ég vil segja að lokum að þetta er til skammar fyrir þetta ríka sam- félag að fara svona með verkafólkið. Sigrún Reynisdóttir. Þáttur á röngum tíma og miðli UNDANFARIN ár hefur á laugar- dögum verið þáttur í útvarpi sem nefnist Úti um græna grundu. Ágæt- ur þáttur og fróðlegur, spannar landafræði, sögu þjóðarinnar og ferðasögur. Að mínu mati of kröfu- harður á athygli hlustenda á síðasta vikudeginum þegar stærsti hluti þjóðarinnar er að hvíla sig eftir ann- ríki vikudaganna. Aftur á móti er þáttur sem nefnist Stefnumót tekinn af dagskrá þennan sama vikudag, þessi þáttur var vinsæll hjá hlust- endum á þessum degi. Þátturinn Úti um græna grundu ætti frekar heima í sjónvarpi, ef ekki, mætti flytja hann á útsendingartíma Rásar 1 sem hent- ar betur fólki sem vill leggja á sig að einbeita huganum að efni sem krefst meiri athygli en á laugardags- morgnum. Hlustandi. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is MIKIÐ og fjölbreytt fuglalíf er á Álftanesi þar sem þessir tveir vaðfuglar leituðu að æti í gogginn. Álftanes er mikilvægur viðkomustaður farfugla og sjaldgæfra fuglategunda. Morgunblaðið/Ómar Stinga saman nefjum Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, ekki í síma eða á netinu. Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is Elsta fyrirtækjasalan á landinu. Óvenjuleg tækifæri 1. Gamla mjólkur– og ostabúðin á Selfossi er til sölu. Skemmtilegt fyrirtæki fyrir fyrrverandi bóndahjón sem flutt eru á mölina. Þarna versla allir bændur í sveitinni og Selfyssingar ungir sem gamlir.Ekki þarf sérkunnáttu umfram framsóknargenið og góða skapið. Hafið samband við okkur sem fyrst. Ótrúlega gott verð. 2. Söluskáli á Suðurlandi. Til sölu er einn skemmtilegasti og þekktasti söluskáli á Suðurlandi. Þar er bensínsala, bílavörusala, matarsala, íssala, skyndibitasala, sælgætissala, lottó, spilakassar, veislueldhús, samkomur, nýjar innréttingar og mikið ný- legt. Þegar samgöngur við Vestmannaeyjar komast á frá Bakka þá verður sölusprenging þarna og er mikil fyrir. Glæsilegur framtíðarstaður. Vínveit- ingar á staðnum. Tækjalisti til staðar. Einstakur framtíðarstaður. 3. Glæsieign á Reykjanesi. Nýupptekið einbýlishús á dýrasta og glæsilegasta hátt sem um getur. Flott eldhús og baðherbergi. Einnig innréttuð góð skemma fyrir hundahótel eða hundaræktun, eins og nú er. Heitur pottur, golfvöllur við hliðina, stórkost- leg fjara og miðnætursól, margvísleg aðstaða. Lesið um þessa glæsieign á netinu og sjáið ótrúlegar myndir .Farið inn á fyrirtaeki.is og kallið fram Hafurbjarnarstaði. Glæsilegur framtíðarstaður. Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.