Morgunblaðið - 25.09.2007, Page 35

Morgunblaðið - 25.09.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 35 Krossgáta Lárétt | 1 planta, 4 loð- skinns, 7 ílátin, 8 trassar, 9 nóa, 11 vitlaus, 13 grein, 14 ófullkomið, 15 kúnst, 17 máttar, 20 gyðja, 22 rotin, 23 brennur, 24 dagsláttu, 25 heyið. Lóðrétt | 1 landræmur, 2 gljúfrin, 3 meðvitund, 4 kák, 5 látin, 6 harma, 10 hús, 12 aðgæsla, 13 saurga, 15 blítt, 16 úr- koma, 18 iðngreinin, 19 benin, 20 klettanef, 21 feiti. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 flakkarar, 8 bokka, 9 tínir, 10 fár, 11 tjara, 13 aurar, 15 hosan, 18 hluta, 21 ala, 22 fleðu, 23 ruddi, 24 flatmagar. Lóðrétt: 2 lukka, 3 krafa, 4 aftra, 5 annir, 6 ábót, 7 frár, 12 róa, 14 ull, 15 höfn, 16 svell, 17 naust, 18 harka, 19 undra, 20 alin. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Velgengni þín er í beinu sambandi við hversu einbeittur þér tekst að vera. Vertu því ekki að safna í sarpinn, það dreifir athyglinni. (20. apríl - 20. maí)  Naut Peningarnir flæða til þín. Vinnan er minnsta málið – þú laðar að þér mikla fjárhagslega heppni með því að vera eins og þér er eðlilegt. Hvílíkur gleðidagur! (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Franskt orðatiltæki segir: „Til að geta gleymt einhverju þarf að hugsa um það.“ Að loka málinu fyrir fullt og allt er lykillinn að því að gleyma algerlega. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Einhver kallar: „Bjargið mér!“ En meinar þessi manneskja það? Þú ætt- ir að komast að því áður en þú mögulega setur sjálfan þig í hættu út af engu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þegar þú ert á veiðum – ljónið sjálft – ættu önnur frumskógardýr að draga sig í hlé. Þú ert alveg til í að vera vingjarn- legur, en því miður, þú ert svangur! (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er sama hversu þróað sjálfs- öryggi þú hefur, það er alltaf smuga fyrir smáefa til að laumast að þér. Hleyptu honum inn. Það gerir þig vingjarnlegri. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Áhugamál þín og hæfileikasvið eru svo mörg og misjöfn að það er synd ef fólk vill raða þér á bás. Það er gott að vinnan er opin í báða enda. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Nýleg viðskiptaævintýri þín eru farin að spyrjast út. Þér þætti betra ef fólk talaði ekki um líf þitt – en það er ekki þér að kenna ef fréttir af þér eru alltaf safaríkar. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Finnst þér þú fá dillur? Nennir jafnvel ekki að hugsa rökrétt? Þú ert bara svo andlegur að efnislegar áhyggjur gærdagsins eru flognar út í veður og vind. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Hæfni þín til gagnrýni hefur þjónað þér vel undanfarinn mánuð. Þú hefur ekki farið ofan í skotgrafir, heldur leyst vandamál. Nú er mál að slaka á. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Yndi þitt á dramatík kemur upp á yfirborðið. Fólkið í kringum þig nýtur þess en þú gerir það seinna meir þegar þú lítur baka á þessar skemmtilegu uppákomur. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Til að forðast það að brenna út í náinni framtíð skaltu koma reglu á orkuna þína. Hvíldu þig vel og lengi og segðu fólki að þú sért ekki latur bara klár. stjörnuspá Holiday Mathis STAÐAN kom upp á heimsmeistara- móti FIDE sem stendur nú yfir í Mexíkó. Ísraelski stórmeistarinn Boris Gelfand (2.733) hafði hvítt gegn rússneskum kollega sínum Alexander Morozevich (2.758). 28. Rxg7! Hxg7 hvítur hefði einnig stað- ið til vinnings eftir 28. … Bxg7 29. Hf7. 29. Bh3! Hxg4+ 30. Bxg4+ Kd8 31. Hxf6 Bxd5 32. a3 b5 33. h4 hvítur hefur nú unnið tafl þó að það hafi tekið sinn tíma að innbyrða vinninginn. 33. … b4 34. axb4 axb4 35. Hf4 b3 36. Bf5 Bf7 37. Kf2 Ke7 38. Ke1 Kf6 39. Bd3+ Kg7 40. Kd2 Be6 41. Kc3 Bf7 42. Bc4 Bxc4 43. Hxc4 Kg6 44. e4 Re6 45. Kxb3 Kh5 46. e5 d5 47. Hb4 Kg6 48. Hb8 Rd4+ 49. Kb2 Rf5 50. Hf8 og svart- ur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Rökstudd ágiskun. Norður ♠KG872 ♥ÁK5 ♦K6 ♣Á63 Vestur Austur ♠95 ♠4 ♥DG1086 ♥732 ♦G953 ♦D10842 ♣94 ♣D875 Suður ♠ÁD1063 ♥94 ♦Á7 ♣KG102 Suður spilar 7♠. Sagnhafi þarf að finna laufdrottn- ingu til að vinna slemmuna. Það verður á endanum ágiskun, en með réttum undirbúningi gæti það orðið RÖKSTUDD ágiskun. Útspilið er hjartadrottning. Sagnhafi drepur með ás, tekur trompin í tveimur um- ferðum, spilar svo hjartakóngi og trompar hjarta. Ef vestur fylgir lit í hjörtun með sexu og áttu getur sagn- hafi með góðum rökum reiknað með upphaflegum fimmlit. Ásamt tvíspili í trompi er þá vitað um sjö spil á hendi vesturs, en aðeins fjögur á hendi austurs. „Rýmið“ fyrir laufdrottn- inguna er þar með meira í austur – það eru níu „laus sæti“ í austur á móti sex lausum sætum í vestur. Þótt ekkert sé öruggt eru þetta nokkur rök fyrir því að staðsetja laufdrottn- inguna í austur. En vestur átti auðvitað að fylgja lit í hjörtun tvö með tíu og gosa. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Hvar var loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna ígær haldin? 2 Ragnar Bjarnason er að fara að stíga aftur á svið.Hvar? 3 Hver er nýr sjónvarpsstjóri Skjás eins? 4 Hvað fengu Framarar greitt fyrir leikstjórnandann,Sigfús Pál Sigfússon? Svör við spurningum gærdagsins: 1. 32 íslenskir keppendur eru á leið á Special Olympics. Hvar eru leikarnir haldnir? Svar: Sjanghæ í Kína. 2. Mik- illi bílasýningu lauk um helgina. Hvar var hún haldin? Svar: Í Frankfurt. 3. Hverjir stjórna hinum nýja spurn- ingaþætti sjónvarps, Útsvari? Svar: Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. 4. Hvað- an er Avram Grant sem tók við af Mourinho sem fram- kvæmdastjóri hjá Chelsea? Svar: Ísrael. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig NORRÆNU félögin í höfuðborgum Norðurlandanna efna til höfuð- borgamóta til skiptis, árlega, í höf- uðborgum landanna. Að þessu sinni er mótið haldið í Reykjavík í tengsl- um við 85 ára stofnafmæli Norræna félagsins á Íslandi. Þema mótsins að þessu sinni er „Sameiginlegur arfur í norrænu goðafræðinni og tengsl hans inn í nútímann og kristni“. Boðið verður upp á dagskrárliði í Reykjavík dagana 28.-30. september sem hefst með dagskrá í Perlunni, föstudaginn 28. september kl. 15. Þar munu Vigdís Finnbogadóttir, Þórarinn Eldjárn, Terry Gunnell og Þorvaldur Friðriksson fjalla um þema höfuðborgamótsins frá ýmsum sjónarhornum. Göngukort gefið út Þá hefur verið gefinn út vegvísir með tilstyrk SPRON og Reykjavík- urborgar með göngukorti um þann hluta Reykjavíkur þar sem götur eru nefndar eftir norrænum goðum. Hátíð verður á Óðinstorgi í Reykjavík laug- ardaginn 29. september en þá fagnar Norræna félagið 85 ára af- mæli og býður borgarbúum og gestum Reykja- víkur að njóta þess með félags- mönnum á Óðins- torgi milli kl. 14 og 17. Höfuðborgamóti verður slitið eftir norræna hátíðarmessu í Hallgríms- kirkju sunnudaginn 30. september kl. 11. Ritningargreinar dagsins verða lesnar af þátttakendum frá öll- um Norðurlöndunum. Sálmar og tónlist verða einnig af norrænum toga, en biskup Kaupmannahafnar, hr. Erik Norman Svendsen, predik- ar. Þessi messa er ætluð öllum al- menningi en á ekki síst erindi til þeirra sem eiga rætur og tengsl á hinum Norðurlöndunum, segir í fréttatilkynningu. Norræn goð og kristin trú á höfuðborgamóti Vigdís Finnbogadóttir RÖÐ hádegisfyrirlestra Sagnfræð- ingafélags Íslands, „Hvað er Evr- ópa?“ heldur áfram í dag, þriðju- daginn 25. september. Magnús Árni Magnússon Evrópufræðingur spyr í erindi sínu „Erum við þá Rómverj- ar núna?“. Í fyrirlestri Magnúsar verður fjallað um grunnspurninguna „Hvað er Evrópa?“ út frá tengslum við táknmyndir fortíðar og spurn- ingunni um hvaða máli þær kunna að skipta í stjórnmálum samtímans. Hádegisfyrirlestrar Sagnfræð- ingafélagsins fara fram í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafnsins og standa frá klukkan 12.05 til klukk- an 12.55. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fyrirlestur um Evrópu HEIMDALLUR telur ríkisfyrir- tækið Íslandspóst ohf. vera komið langt út fyrir hlutverk sitt, sem er „að veita almenna og sérhæfða bréfa-, pakka- og sendingarþjón- ustu fyrir einstaklinga og fyrir- tæki“. Samkvæmt framtíðaráformum fyrirtækisins hyggst það útvíkka starfsemina og hefja sölu á ýmsum vörum, eins og skrifstofuvörum, pappír, geisladiskum, kortum og öðrum svipuðum vörum. Eins vill ríkisfyrirtækið bjóða fólki upp á að kaupa netaðgang, prenta út gögn og ljósmyndir, skanna og ljósrita svo eitthvað sé nefnt. Allt er þetta þjónusta sem einkaaðilar hafa verið fullfærir um að sjá um hingað til, segir í ályktun Heimdallar. „Heimdallur telur þetta afar nei- kvæða þróun og telur Íslandspóst ohf. færa sér í nyt aðstöðu sína sem fyrirtæki í opinberri eign. Þessi þróun er óásættanleg og ekki leng- ur hægt að horfa upp á fyrirtækið ríkisvæða fleiri fyrirtæki eða þröngva sér inn á samkeppnis- markað í skjóli stöðu sinnar sem ríkisfyrirtæki. Heimdallur telur tímabært að fyrirtækið Íslands- póstur verði einkavætt líkt og önn- ur ríkisfyrirtæki sem ekki er leng- ur þörf fyrir, þar sem virk sam- keppni er fyrir á markaðinum,“ segir m.a. í ályktuninni. Íslandspóstur einkavæddur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.