Morgunblaðið - 25.09.2007, Síða 36
Þá er íslenska kvik-
myndin Veðramót að
sækja í sig veðrið … 40
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„GALLERÍIÐ er í Prato sem er rétt við Flór-
ens. Það heitir Project Gentili og er alveg nýtt,
þetta er fyrsta sýningin í því,“ segir Darri Lor-
enzen myndlistarmaður sem opnaði einkasýn-
ingu á Ítalíu á laugardaginn. „Þeir ætla að vera
með listamenn í yngri kantinum, eru búnir að
búa til prógram ár fram í tímann. Þeir eru að
gera mjög spennandi hluti,“ segir Darri enn
fremur um Project Gentili. En hvernig kom
það til að hann var beðinn að sýna í galleríinu?
„Annar þeirra sem reka galleríið er frá New
York og hann sá sýningu sem ég var með þar í
borg í fyrra,“ segir Darri, en um er að ræða
hans fyrstu sýningu á Ítalíu. Auk Bandaríkj-
anna og Íslands hefur hann hins vegar sýnt í
Belgíu og í Berlín, þar sem hann býr.
Aðspurður segir Darri opnunina hafa gengið
rosalega vel. „Þetta var náttúrulega fyrsta
opnunin hérna þannig að það komu mjög marg-
ir. Ég veit þó ekki nákvæma tölu enda var
þetta löng opnun, frá sjö til miðnættis,“ segir
hann og bætir við að rýmið sé mjög stórt.
„Þetta er alveg risa rými, rosa flott. Þetta er
gömul vefnaðarverksmiðja.“
Sex litlir pallar
Darri segir svolítið erfitt að lýsa því sem
hann er að sýna með orðum, en gerir þó til-
raun.
„Þetta er samtvinnað verkefni sem ég vann
sérstaklega fyrir þessa sýningu og þetta rými,“
segir hann. „Ég er með video-innsetningu á
risastórum skjá sem er 4 x 4 metrar. Svo er líka
hljóðinnsetning með nokkrum skúlptúrum. Svo
er ég með svona platform, og print,“ segir
Darri, en verkið var allt unnið á svæðinu í
kringum galleríið. „Ég smíðaði sex litla palla
sem við fórum með út í skóg um miðja nótt. Í
myndbandinu er karakter sem er með vasaljós,
öxi og kaðal. Hann finnur sér tré og prílar upp í
það og kemur pallinum þar fyrir. Hann notar
öxina til að forma það til, svo það passi. Svo
prílar hann upp á pallinn,“ segir Darri sem fer
sjálfur með „aðalhlutverkið“ í myndbandinu.
„Þetta eru sex mismunandi pallar og þeir eru
sýndir hver á eftir öðrum þannig að þetta er
nokkuð langt myndband, 50 til 60 mínútur.“
Að skrúfa skrúfur
Þá segir Darri að gestir sýningarinnar hafi
sín áhrif á myndbandið því skuggi þeirra kem-
ur inn á það. „Þetta er líka reiknað út þannig að
það sem er á skjánum er í raunstærð. Þetta er
eins og gluggi út í skóg. En svo eru pallarnir
sjálfir á öðrum stað í rýminu og inni í þeim eru
hátalarar þaðan sem spiluð er hljóðupptaka af
því ferli þegar farið var með pallinn upp í tréð.
Þetta er sex rása innsetning.“
Eins og áður segir býr Darri í Berlín þar
sem hann hefur verið við nám. Hann segist
ekkert vera á förum þaðan, enda sé borgin góð-
ur staður fyrir myndlistarmenn. „Það er mikið
að gera í Berlín, mikil stemning og gróska í
myndlist og tónlist. Það er gott að vera þar,“
segir Darri og viðurkennir að vissulega geti
verið erfitt að lifa af listinni. Hann seldi þó sitt
fyrsta stóra verk fyrir skömmu, verk sem hann
sýndi í leikfimisal Austurbæjarskóla á menn-
ingarnótt. „Þannig að þegar ég var að skrúfa
skrúfurnar í verkinu hérna á Ítalíu fór ég að
hugsa að maður væri hálfpartinn að fá borgað
fyrir að skrúfa þessar skrúfur.“
Prílað á pöllum í Prato
Vegnar vel Þessa trjámynd, sem er tekin úr myndbandsverki, segir Darri Lorenzen vera aðal kennileiti sýningarinnar sem hann opnaði nýlega í galleríinu Project Gentili á Ítalíu.
www.projectgentili.it
www.darrilorenzen.net
Darri Lorenzen opnaði einkasýningu í nýju galleríi á Ítalíu sem ætlar að sýna verk yngri listamanna
Pétursson gítarleikari, Birgir Bald-
ursson trommuleikari, Jakob Smári
Magnússon bassaleikari og Arndís
Hreiðarsdóttir, sem leikur á píanó
og klukkuspil.
Hin stórefnilega hljómsveit
Mammút hitar upp og hefjast tón-
leikarnir á Organ stundvíslega kl.
21.00.
Verð aðgöngumiða er aðeins
1.000 kr .
Á MORGUN, miðvikudaginn 26.
september, heldur Elíza Geirsdóttir
Newman útgáfutónleika á tónleika-
staðnum Organ til að fagna fyrstu
sólóbreiðskífu sinni, Empire Fall.
Elíza er þekkt í íslensku tónlist-
arlífi sem söngkona hljómsveitanna
Kolrössu krókríðandi/Bellatrix og
Skandinavíu, en hún hefur verið
búsett erlendis og starfað við tón-
list um nokkurt skeið. Verða þetta
fyrstu tónleikar Elízu á Íslandi í
rúm þrjú ár.
Með Elízu, sem syngur og spilar á
fiðlu, kemur fram ný hljómsveit
hennar, hana skipa: Guðmundur
Elíza með út-
gáfutónleika
Elíza Með útgáfutónleika á morgun
á Organ ásamt nýrri hljómsveit.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Í gamla daga Elíza var fyrst þekkt á Íslandi sem söngkonan í hljómsveit-
inni Kolrössu krókríðandi sem átti marga aðdáendur hér á landi.
www.myspace.com/elizanewman
www.myspace.com/lava-
landrecords