Morgunblaðið - 25.09.2007, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 37
Leikhúsin í landinu
www.mbl.is/mm/folk/leikh/
Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga
vikunnarfrá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um
breyttan sýningartíma er að ræða.
MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200
MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17
W.LEIKFELWW AG.IS
ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS
Óvitar! Aukasýningar í sölu núna!
Kortasala í fullum gangi!
Fim 27/9 kl. 20 6.kortas. UPPSELT
Fös 28/9 kl. 20 7.kortas. UPPSELT
Lau 29/9 kl.16 AUKASÝN UPPSELT
Lau 29/9 kl. 20 8.kortas. UPPSELT
Sun 30/9 kl. 20 AUKASÝN UPPSELT
Fim 4/10 kl. 20 9.kortas. UPPSELT
Fös 5/10 kl. 20 10.kortas. UPPSELT
Lau 6/10 kl. 20 11.kortas. UPPSELT
Sun 7/10 kl. 20 AUKASÝN UPPSELT
Fim 11/10 kl. 20 AUKASÝN örfá sæti laus
Fös 12/10 kl. 20 12.kortas. UPPSELT
Lau 13/10 kl. 16 AUKASÝN UPPSELT
Lau 13/10 kl. 20 almenn sýn. í sölu núna
Fim 18/10 kl. 20 AUKASÝN í sölu núna
Fös 19/10 kl. 20 13.kortas. örfá sæti laus
Lau 20/10 kl. 20 14.kortas. UPPSELT
Sun 21/10 kl. 20 AUKASÝN í sölu núna
Næstu sýn: 26., 27. október
LEIKRITIÐ Gott kvöld sem frum-
sýnt var í Kúlunni síðastliðinn
sunnudag er byggt á samnefndri
bók eftir Áslaugu Jónsdóttur og
fjallar um strák sem er skilinn eftir
einn heima á meðan pabbi hans
skreppur frá. Þegar strákurinn ger-
ir sér grein fyrir því að pabbi hans
er farinn verður hann smeykur og til
að stappa í sig stálinu þykist hann
vera að vernda bangsann sinn gegn
ófreskjum. Bangsinn lifnar síðan við
og þeir félagar hitta alls konar verur
í ímynduðum heimi, verur sem þeir
þurfa að fást við á einhvern hátt.
Þessar verur eru „búnar til“ úr
þekktum orðum og orðatiltækjum
sem við notum daglega en hugsum
okkur þau venjulega sem formlaus.
Þannig að fýlupokinn er í þessu til-
felli sýndur sem talandi poki sem
heldur á svipmikilli leiðindaskjóðu.
Allt þetta er í höndum þriggja leik-
ara og frábærlega vel gert en að-
allega er það Baldur Trausti Hreins-
son sem fær að njóta sín í mörgum
mismunandi gervum. Búningar,
brúður og skuggaleikhús eiga
óvenju stóran þátt í sýningunni og
eru hönnuð af Helgu Arnalds með
aðstoð Steinunnar Gunnlaugsdóttur.
Sigurður Bjóla sá um tónlist og
hljóðmynd en það er óhætt að segja
að fullkomið samspil sé á milli allra
þátta sýningarinnar.
Bók Áslaugar er snjöll en yf-
irfærslan í leikritsform er tóm snilld.
Það var leikstjórinn, Þórhallur Sig-
urðsson, sem taldi Áslaugu trú um
að vel væri hægt að túlka þetta á
sviði og það er enginn vafi í mínum
huga um að hann hafði rétt fyrir sér.
Skilaboðin eru einföld og vel kunn –
aðeins sá sem þekkir hræðslu getur
sýnt hugrekki – en útfærslan á þess-
ari hugmynd er bæði fersk og gríp-
andi. Sýningin er ætluð börnum frá
3–10 ára en Áslaug er ófeimin við að
nota flókin orð og hugtök sem eldri
börn og fullorðnir kunna að meta.
Með því tekur hún áhættu og heppn-
ast það vel.
Vignir Rafn og Þórunn Erna
passa sérstaklega vel saman í hlut-
verk stráksins og bangsans með til-
heyrandi kátínu. Söngrödd Þór-
unnar er mjög tær og hún geislar af
gleði. Baldur Trausti fer á kostum í
öllum hlutverkum sínum en er fram-
úrskarandi sem Hávaðaseggurinn
og Fýlupokinn. Það er gott jafnvægi
á milli hláturs og ótta og auk þess
galdraheimur sem krökkunum á
frumsýningunni fannst ekki síður
spennandi.
Stutt, skemmtilegt og óvenjulega
gefandi – og enn sem komið er fylgir
henni engin markaðsherferð!
Gott kvöld „Þannig að fýlupokinn er í þessu tilfelli sýndur sem talandi
poki sem heldur á svipmikilli leiðindaskjóðu.“
Einn en ekki
yfirgefinn
Leiklist
Þjóðleikhúsið
Höfundur: Áslaug Jónsdóttir. Leikstjóri:
Þórhallur Sigurðsson. Tónlist og hljóð-
mynd: Sigurður Bjóla. Leikmynd, brúðu-
gerð og búningar: Helga Arnalds. Lýsing:
Páll Ragnarsson. Leikarar: Baldur
Trausti Hreinsson,Vignir Rafn Valþórsson
og Þórunn Erna Clausen.
Gott kvöld
Martin Regal