Morgunblaðið - 25.09.2007, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 39
Stærsta
kvikmyndahús
landsins
Miðasala á
Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á
www.haskolabio.is Sími - 530 1919
Chuck and Larry kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára
Hairspray kl. 5:30 - 8 - 10:30
Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára
Astrópía kl. 6
The Bourne Ultimatum kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára
eeeee
- LIB, TOPP5.IS
eeeee
- SV, MBL
eeee
- JIS, FILM.IS
eee
- FBL
ÞAR SEM REGLURNAR
BREYTAST
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 8 og 10:30 B.i. 14 ára
Sagan sem mátti ekki segja.
eeee
- S.V., MORGUNBLAÐIÐ
eeee
- B.B., PANAMA.IS
eeee
- E.E., DV
eeee
- S.G., Rás 2
eeee
- R.H., FBL
eeee
- VJV, TOPP5.IS
eeee
- R.V.E., FRÉTTABLAÐIÐ
eeee
- S.V., MORGUNBLAÐIÐ - T.V., KVIKMYNDIR.IS
Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20 B.i. 12 ára
HVERSU LANGT
MYNDIRU GANGA
FYRIR BESTA
VIN ÞINN?
Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:20
- T.V., KVIKMYNDIR.IS
eeee
- R.V.E., FRÉTTABLAÐIÐ
eeee
- S.V., MORGUNBLAÐIÐ
HVERSU LANGT
MYNDIRU GANGA
FYRIR BESTA
VIN ÞINN?
-bara lúxus
Sími 553 2075
Það er ekki merkilegt í sjálfusér að menn skrifi mikinnglæpasagnabálk með eina
höfuðpersónu, en vissulega óvenju-
legra ef sú höfuðpersóna er sífellt
að þróast, verða raunverulegri og
trúverðugri með hverri bókinni.
Eins og þeir fjölmörgu þekkja sem
lesið hafa bækur Ians Rankins um
John Rebus þá er Rebus einmitt per-
sóna sem hefur breyst í gegnum ár-
in, tekið út þroska án þess þó að
breytast í aðalatriðum. Lykillinn að
því er sjálfsagt sá að Rebus hefur
elst í gegnum tíðina og nú þegar
sautjánda bókin kemur út, Exit Mu-
sic, þá er hann kominn á aldur og
hættir í lögreglunni í Edinborg.
Exit Music er semsé lokabókinum lögregluforingjann John
Rebus, gallagripinn þverlundaða
sem finnst ekkert skemmtilegra en
vera yfirmönnum sínum óþægur ljár
í þúfu; hatast við prjál og yfirborðs-
mennsku og kann illa að meta millj-
ónunga og stjórnmálamenn. Það er
því viðeigandi að í sínu síðasta verk-
efni sem lögregluforingi, en bókin
gerist á tíu síðustu vinnudögum Re-
bus, þurfi hann einmitt að glíma við
spillta stjórnmálamenn, nýríka uppa
og yfirmenn sína, en inn í blönduna
blandast líka rússneskir auðjöfrar
og gamall djöfull Rebus, Morris „Big
Ger“ Cafferty, en samskipti þeirra á
síðustu blaðsíðu bókarinnar eru í
senn óttaleg og bráðfyndin.
Fyrsta bókin um John Rebus,
Knots & Crosses, kom út 1987 og
síðan hefur hver bókin rekið aðra,
sautján alls eins og getið er. Tíminn
hefur liðið í bókunum líkt og í raun-
veruleikanum og því gerast atburðir
Exit Music tuttugu árum eftir at-
burði Knots & Crosses, enda tuttugu
ár liðin frá því sú kom út. Rebus er
fertugur í Knots & Crosses og því
sextugur í Exit Music og kominn á
aldur miðað við skoska lög-
reglumenn (það var rætt á skoska
þinginu að breyta lögum um eft-
irlaunaaldur lögreglumanna til að
tryggja fleiri Rebus-bækur, en ekk-
ert varð úr).
Rebus-bækur Rankins eru mestseldu glæpasögur í Bretlandi
og vinsældir þeirra eru litlu minni
víða um heim. Hann hefur fengið
ýmis verðlaun fyrir bækurnar;
Chandler-Fulbright-verðlaunin,
verðlaun samtaka breskra glæpa-
sagnahöfunda, Gullrýtinginn og
Demantsrýtinginn, Edgar-
verðlaunin, Þýsku glæpasagnaverð-
launin, smásagnaverðlaun CWA,
bresku bókaverðlaunin og frönsku
verðlaunin Grand Prix du Roman
Policier. Einnig hafa verið gerðir
sjónvarpsþættir um Rebus.
Í viðtali við Morgunblaðið á síð-asta ári sagðist Rankin ekki vita
hver framvindan yrði þegar Rebus
færi loks á eftirlaun: „Kannski tekur
Siobhan við sem aðalpersóna en Re-
bus verður í aukahlutverki, kannski
skrifa ég eitthvað allt annað, hver
veit,“ sagði hann og vissulega virtist
sem hann væri að gera Siobhan að
veigameiri persónu í þarsíðustu
bók, The Naming of the Dead, en í
henni fáum við til að mynda að hitta
foreldra hennar. Það er þó erfitt að
sjá það fyrir sér að hún nái að
standa undir seríu á viðlíka hátt og
Rebus, hún er ekki nógu mikill töff-
ari og ekki nógu gölluð til að vera
ekta.
Að þessu sögðu þá hef ég öruggarheimildir fyrir því að næsta
bók Ians Rankins verði um Rebus,
en muni þá segja frá atvikum áður
en fyrsta bókin, Knots & Crosses, og
sama heimild hefur eftir Rankin að
bókin sú muni væntanlega segja frá
því er Rebus var í hernum. Það rím-
ar vel við orð Rankins í áðurnefndu
viðtali: „Ég hef haldið áfram að
skrifa bækur um John Rebus vegna
þess að ég á enn eftir að komast að
kjarna hans. Ég veit ekki allt það
sem er um hann að vita og held því
áfram.“
Það má líka lesa sitthvað út úr Ex-it Music, til að mynda þá spurn-
ingu sem réttarmeinafræðingur
beinir til Rebus hvort hann ætli að
sækja um vinnu í SCRU, deild rann-
sóknarlögreglumanna á eft-
irlaunum sem skoða óleyst mál. Eins
hugsar Siobhan fulloft til þess hvað
Rebus hafi verið duglegur að halda
að henni gömlum málum, „köldum
málum“, sem bendir til þess að
Rankin vilji undirbúa menn fyrir
nýtt líf lögregluforingjans. Ég sé því
fyrir mér að Rebus eigi eftir að lifa
með okkur lengi enn og fagnaðar-
efni á meðan bækurnar halda áfram
að batna. Hann tekur örugglega
uppklapp.
Lokasprettur lögregluforingjans
» Það er viðeigandi að ísínu síðasta verkefni
þurfi Rebus að glíma við
spillta stjórnmálamenn,
nýríka uppa og yf-
irmenn sína.
Iðinn Skoski rithöfundurinn Ian Rankin er einn vinsælasti glæpasagnahöf-
undur heims fyrir bækur sínar um John Rebus. arnim@mbl.is
AF LISTUM
Eftir Árna Matthíasson