Morgunblaðið - 25.09.2007, Síða 40

Morgunblaðið - 25.09.2007, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SAMBIO.IS SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDIVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára BRATZ kl. 5:30 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 6 LEYFÐ LICENSE TO WED kl. 6 - 8 B.i. 7 ára THE BOURNE ULTIMATUM kl. 8 - 10 B.i. 14 ára THE TRANSFORMERS kl. 10:30 B.i. 10 ára DIGITAL / KRINGLUNNI CHUCK AND LARRY kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP MR. BROOKS kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16.ára BRATZ kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ DISTURBIA kl. 8 - 10:30 B.i.14.ára ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ ASTRÓPÍA LÚXUS VIP kl. 6 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:30 LEYFÐ / ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG Á SELFOSSI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA HVERSU LANGT MYNDIRU GANGA FYRIR BESTA VIN ÞINN? SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK ALLIR EIGA SÍN LEYNDARMÁL ÓVÆNTASTI SÁLFRÆÐITRYLLIR ÁRSINS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI eeee – KVIKMYNDIR.IS eee – L.I.B TOPP5.IS BANDARÍSKA gamanmyndin I Now Pronounce You Chuck and Larry var mest sótta myndin í ís- lenskum kvikmyndahúsum um helgina. Þar með er íslenska æv- intýramyndin Astrópía fallin úr efsta sætinu, en þar hefur hún setið í heilar fjórar vikur. Rétt tæplega 4.000 manns sáu I Now Pronounce You Chuck and Larry um helgina, en myndin fjallar um tvo menn sem ákveða að þykjast vera samkyn- hneigðir til þess að öðlast réttindi hjóna. Sæbjörn Valdimarsson kvik- myndagagnrýnandi er ekki hrifinn af myndinni og fær hún aðeins tvær stjörnur hjá honum í Morgunblaðinu í dag. Tæplega 2.500 manns skelltu sér á Astrópíu um helgina, en alls hafa nú um 39.000 manns séð myndina sem verður að teljast mjög góður árang- ur þegar tekið er mið af því að um ís- lenska mynd er að ræða. Þá er íslenska kvikmyndin Veðra- mót að sækja í sig veðrið, en nú hafa tæplega 10.000 manns séð þá mynd. Hasar og hákarlar Auk myndarinnar um þá Chuck og Larry voru tvær myndir frum- sýndar fyrir helgi, en hvorug þeirra náði miklum vinsældum. Teiknimyndin Shark Bait sem trúlega er ætluð yngstu kynslóðinni situr í fimmta sætinu. Myndin fjallar um ástir og örlög lífveranna neð- ansjávar. Hasarmyndin Shoot ’Em Up er svo í sjötta sætinu, en myndin skart- ar þeim Clive Owen, Paul Giamatti og Monicu Bellucci í aðalhlut- verkum. Myndin segir sögu manns sem tekur að sér að vernda ungbarn fyrir brjáluðum leigumorðingja. Vinsælustu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum Chuck og Larry stöðvuðu sigurgöngu Astrópíu        4%G ""  #2""                         ! "#$ %& '"! () #  *  +)! *! ,-' .# /!! )00 1 2 +  + !3 ! 14) 5 6 .#               Hýrir Kevin James úr King Of Queens sjónvarpsþáttunum og Adam Sand- ler í hlutverkum sínum sem slökkviliðsmennirnir Chuck og Larry. OFURHASARMYNDIN Skot- leikur (Shoot ‘em Up) fellur í ein- falda gildru. Hasarmyndahefðin hef- ur nefnilega allt frá því á 9. áratugnum boðið upp á afskaplega takmarkað rými fyrir íróníu og grín- útúrsnúninga, en slíkir útúrsnún- ingar eru einmitt helsti útgangs- punktur Skotleiks. Ástæðan er sú að lítið er upp úr því að hafa að gera grín að kvikmyndahefð sem ómögu- legt er að taka alvarlega og býr að mörgu leyti yfir innbyggðri sjálfs- paródíu. En Skotleik má kannski sjá sem birtingarmynd ákveðinnar kreppu sem blasir við hasarmynda- hefðinni í kjölfar lykilverka Hong Kong-jöfursins John Woo. Við- brögðin felast í því að ýkja hasarinn enn meira en Woo gerði, færa hefð- ina yfir í annað veldi, og reka sig þannig á vegg gríneftirlíking- arinnar. En sá veggur er vandyf- irstiginn, eins og hér sést, því út- koman virðist bæði tilgangslaus og endurtekningasöm. Myndina má reyndar lesa sem ákveðna tilraun um hasar, spurt er hvort frásögn og persónusköpun skipti yfirleitt ein- hverju máli eða hvort óhætt sé að varpa slíkum hlutum fyrir róða ef nóg er af drápum, fögrum fljóðum og æsilega hönnuðum hasaratriðum. En tilraunin mistekst. Fyrsta atriðið af þessum toga í myndinni hefur e.t.v. eitthvað fram að færa en eftir það skýtur myndin sig í fótinn og fellur á eigin bragði. Skotleikur „En Skotleik má kannski sjá sem birtingarmynd ákveðinnar kreppu sem blasir við hasarmyndahefðinni í kjölfar lykilverka Hong Kong- jöfursins John Woo,“ segir Heiða Jóhannsdóttir m.a í dómnum. Hasarmynd í kreppu KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Sam- bíóin Akureyri Leikstjórn: Michael Davis. Aðalhlutverk: Clive Owen, Paul Giamatti og Monica Belluci. Bandaríkin, 86 mín. Skotleikur (Shoot ‘em Up)  Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.