Morgunblaðið - 25.09.2007, Page 41

Morgunblaðið - 25.09.2007, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2007 41 WWW.SAMBIO.IS / KEFLAVÍK / SELFOSSI CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára BRATZ kl. 8 LEYFÐ DISTUBIA kl. 10:10 B.i. 14 ára / AKUREYRI SHOOT'EM UP kl. 8 - 10 B.i. 16 ára MR. BROOKS kl. 8 B.i. 16 ára VACANCY kl. 10 B.i. 16 ára BRATZ kl. 6 LEYFÐ ASTRÓPÍA SÍÐUSTU SÝNINGAR kl. 6 SÝND Á AKUREYRI eeee - E.E., DV eeee - S.V., MBL eeee - S.G., Rás 2 SÝND Á SELFOSSISÝND Á SELFOSSI eeee JIS, fIlm.IS BÝR RAÐmORÐINGI Í ÞÍNU HVERfI? SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK 4 VIKUR Á TOPPNUM eeee - JIS, FILM.IS eeee - A.S, MBL eeee - RÁS 2 VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SKEMMTILEGUSTU VINKONUR Í HEIMI ERU MÆTTAR. MYND Í ANDA CLUELESS OG MEAN GIRLS. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, KEFLAVÍK OG AKUREYRI SÝND Á AKUREYRI KNOCKED UP kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára VEÐRAMÓT kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára 22.09.2007 3 9 28 31 34 3 0 3 0 4 7 19.09.2007 5 8 14 33 35 36 3218 28 2 9 2 0 8 ÞAU leiðu mistök urðu í dómi gagn- rýnanda Morg- unblaðsins við umsögn á leik- sýningunni Óhappi að nafn leikkonunnar Kötlu Margrétar Þorgeirsdóttur var misritað og hún sögð heita Katla María. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. LEIÐRÉTT Katla Margrét Katla Margrét Þorgeirsdóttir BRESKI söngvarinn James Blunt segir landa sína hafa lítið tískuvit. Hann kennir þjóðerni sínu um sinn lélega fatasmekk. „Eins og þið sjáið hef ég ekkert nef fyrir tísku enda breskur,“ sagði Blunt í veislu sem GQ tímaritið hélt í seinustu viku. Þrátt fyrir óheillandi fataskáp náði stjarnan athygli óþekktrar ljósku sem hann yfirgaf veisluna með. Aðrir gestir í GQ veislunni voru m.a Kanye West, Beyoncé Knowles, Jay-Z, P. Diddy, LL Cool J og Cindy Crawford. Fyrr í þessum mánuði við- urkenndi Blunt að hann notaði frægð sína til að sofa hjá grúppíum. „Ég hef alltaf talið það til skyldu minnar að hitta fallegar konur. Fólk hefur sagt mér að ég eigi ekki að láta sjá til mín á skemmtistöðum með fal- legum konum, en ég get ekki séð hvers vegna. Hvers vegna ætti ég annars að vera poppstjarna,“ sagði kappinn um kvensemi sína. „Ég skemmti mér vel og ég er hreinskilinn um það hvernig ég lifi lífinu.“ Reuters Larfar James Blunt illa klæddur? Kvensamur Blunt ÓRÁÐNI maðurinn er nýtt verk eft- ir Þorvald Þorsteinsson sem frum- sýnt var í Tjarnarbíói síðastliðinn laugardag. Í fréttatilkynningu er tekið fram að höfundur verksins hafi samið það „sérstaklega fyrir leik- hópinn Stoppleikhús“ og að „við- fangsefnið sé í senn sígilt og óvenju- legt; nefnilega leit mannsins að „réttu útgáfunni“ af sjálfum sér inni í öllum þeim aragrúa hlutverka sem hann verður að leika á lífsleiðinni“. Svolítið heimspekilegt en gott og vel. Þetta er góð lýsing á viðfangsefni margra frægra leikrita, alveg frá Hamlet eftir Shakespeare fram að Sex persónur í leit að höfundi eftir Pirandello, en það kann að vera að Þorvaldur hafi fundið einhvern nýj- an flöt á þessu sígilda viðfangsefni sem höfðar ágætlega til Íslendinga í dag. Einhvers staðar í þessu öllu var þó söguþráður. Það er líka tekið fram að verkið fjalli einnig um „leik- arahjón sem virðast hafa lokast inni í eigin leikhúsi“. Því miður vantaði ýmislegt í dæm- ið til að það gengi upp eins og ætlað var. Í fyrsta lagi hefði einhver hjá Stoppleikhúsinu átt að sjá til þess að Tjarnarbíó troðfylltist af áhorf- endum og þá helst af börnum og unglingum sem leikhópurinn segist sérhæfa sig í að þjóna. Í staðinn sát- um við í hálftómu leikhúsi með nán- ast enga stemningu. Þegar Magnús Guðmundsson leikari stóð upp úr sæti sínu og byrjaði að leika datt ein- hverjum áhorfanda í hug að svara honum og tala við hann eins og hann væri sjálfur að taka þátt í þessu. Kannski var hann fenginn til þess en ef svo var virkaði það illa á mig. Byrjunin sem sagt lofaði ekki góðu. Hins vegar vantaði ekki kraft í leikhópinn. Magnús Guðmundsson, Sigurður Eyberg Jóhannesson og Katrín Þorkelsdóttir gáfu allt sem þau áttu í hlutverk sín og skiptu jafnoft á búningum og á persónum. Margt var vel gert og hæfilega fram- andi og oftar en ekki leiddi snögg breyting á hlutverkum leikenda eða skipting um umræðuefni til þess að við vissum ekki hvort við værum að horfa á harmleik eða gamanleik. Þetta var sennilega aðaltilgangur verksins – að halda okkur einhvers staðar mitt á milli hláturs og gráts, svona óráðnum. Hvort þetta er þægilegt að hanga svona í lausu lofti er annað mál. Morgunblaðið/G.Rúnar Óráðni maðurinn „Því miður vantaði ýmislegt upp í dæmið til að það gengi upp eins og ætlað var.“ Óráðni maðurinn – eða þrjár verur í leit að sjálfum sér LEIKLIST Tjarnarbíó Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson. Leik- stjóri: Sigrún Sól Ólafsdóttir. Leikmynd og búningar: Þorvaldur Þorsteinsson. Leikarar: Katrín Þorkelsdóttir, Magnús Guðmundsson og Sigurður Eyberg Jó- hannesson. Ferðasýning fyrir grunn-/framhaldsskóla o.fl. Frumsýnt 22. september. Óráðni maðurinn Martin Regal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.