Morgunblaðið - 08.12.2007, Síða 23

Morgunblaðið - 08.12.2007, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 23 Hallgrímskirkja kl. 12-17  Söngur og orgeltónlist á jólaföstu. Klais-orgelið 15 ára. 12.00 Hörður Áskelsson segir frá orgelinu. 12.30 Hörður Áskelsson og Hljóm- skálakvintettinn leika á klukkuspil og lúðra í kirkjuturninum. 13.00 Aðventu- og jólasöngvar fyrir alla. Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar leiðir almennan söng. 13.30 Björn Steinar Sólbergsson leik- ur franska jólatónlist fyrir orgel. 14.00 Drengjakór og félagar úr Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar leiða sönginn og flytja jólalög. 14.30 Hörður Áskelsson leikur org- elverk samin fyrir Klais-orgelið. 15.00 Aðventu- og jólasöngvar fyrir alla. Dómkórinn í Reykjavík leiðir almennan söng. 15.30 Jólasöngvasveigur. Kvennakór við Háskóla Íslands flytur jólalög m.a. úr Söngvasveig eftir Benjam- in Britten undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. 16.00 Aðventu- og jólasöngvar fyrir alla. Kvennakór Háskóla Íslands leiðir almennan söng. 16.15 Hafdís Huld syngur, börn og fullorðnir syngi með. 16.30 Guðný Einarsdóttir leikur jóla- og aðventutónlist eftir Bach og Buxtehude. Skálholtsdómkirkja kl. 15 og 18  Aðventutónleikar Skálholtskórsins og Barna- og kammerkórs Biskups- tungna. Jólalag Skálholts 2007, eftir Hildi- gunni Rúnarsdóttur, verður frum- flutt. Einsöngvarar: Sigrún Hjálm- týsdóttir og Egill Árni Pálsson. Kammersveit Hjörleifs Valssonar leikur með og Hilmar Örn Agnarsson stjórnar. Fríkirkjan í Reykjavík kl. 17  Kvöldlokkur á jólaföstu. Blásarakvintett Reykjavíkur og fé- lagar leika verk eftir Beethoven, Schubert og Krommer. Langholtskirkja kl. 22  Jólatónleikar Graduale nobili. Kórinn syngur Ceremony of Carols eftir Benjamin Britten og Dancing Day eftir John Rutter. Elísabet Waage leikur með á hörpu og Jón Stefánsson stjórnar. Á morgun Bústaðakirkja kl. 16.30  Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna. Létt jólalög. Einleikari á fiðlu: Hjör- leifur Valsson, einleikari á flautu: Magnea Arnardóttir; Krisztina Szklenár stjórnar. Hallgrímskirkja kl. 17  Bach og jólin. Björn Steinar Sólbergsson organisti og Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar flytja jólatónlist eftir Bach. Seltjarnarneskirkja kl. 18  Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna. Fingalshellir eftir Mendelssohn, Fiðlukonsert nr. 3 eftir Mozart og Sinfónía nr. 5 eftir Schubert. Einleik- ari er Hulda Jónsdóttir; Oliver Kent- ish stjórnar. Langholtskirkja kl. 20  Himnamóðirin bjarta Aðventutónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu. Flutt verða íslensk og erlend Maríukvæði og jólalög frá ýmsum löndum, m.a. Frakklandi, Englandi, Úkraínu og Norðurlönd- unum. Einsöngvarar eru Nanna María Cortes og Aron Axel Cortes; Magnús Ragnarsson stjórnar. Hjallakirkja kl. 20  Aðventutónleikar. Kór Hjallakirkju flytur fjölbreytta aðventu- og jólatónlist úr ýmsum átt- um og frá ýmsum tímum; Jón Ólafur Sigurðsson stjórnar. Um helgina Í DAG HIN klassíska jólasýning leik- hópsins á Senunni, Ævintýrið um Augastein, verður á sínum stað í Hafnarfjarðarleikhúsinu annan og þriðja í aðventu líkt og undanfarin ár. Höfundur leikritsins er Felix Bergsson og kom sagan fyrst út á bók árið 2003 hjá Máli og menn- ingu. Ævintýrið byggist á hinni sí- gildu sögu um Grýlu og jólasvein- ana en sagan um litla drenginn, sem nefndur er Augasteinn, er miðpunktur leikritsins. Augasteinn lendir fyrir tilviljun í höndunum á hinum hrekkjóttu jólasveinum en sveinarnir skrýtnu eru, öllum til mikillar undrunar, hræddir við lítil börn. Þeir læra þó smám saman að elska litla drenginn og annast hann en þegar Grýla kemst á snoðir um tilveru snáðans tekur við æsispennandi flétta. Ná jóla- sveinarnir að bjarga Augasteini úr klóm Grýlu og Jólakattarins áður en jólin ganga í garð? Felix Bergsson fer sjálfur með öll hlutverkin í leikritinu, en brúð- ur og leikmynd eru eftir Helgu Arnalds, lýsingu hannaði Jóhann Bjarni Pálmason og tónlist er út- sett af Hróðmari Inga Sig- urbjörnssyni fyrir Háskólakórinn undir stjórn Hákons Leifssonar. Leikstjóri er Kolbrún Halldórs- dóttir. Aðeins örfáar sýningar eru í boði (9. og 16. desember) og er hægt að nálgast miða á www.midi- .is. Ævintýrið um Augastein Augasteinn Felix Bergsson í jólaleikritinu Ævintýrið um Augastein. Espressó-kaffivélar, bjóðum upp á mikið úrval. Tilvalin jólagjöf handa heimilisfólkinu. Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is / Í Fyrir jólin Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali. Gæðaryksugur frá Siemens. Virkilega þrífandi hrífandi. Þessi er nauðsynleg við jólabaksturinn. Er ekki upplagt að fá sér ný ljós fyrir jólin? A T A R N A / K M I / F ÍT Jólaþrifin verða leikur einn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.