Morgunblaðið - 08.12.2007, Page 32

Morgunblaðið - 08.12.2007, Page 32
daglegt líf 32 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lýsing slæm á fyrr- greindum vegamótum. Þótt margt hafi verið gert til þess að auka ör- yggi á þessari leið á meðan framkvæmdir standa enn yfir hefur einfaldlega ekki verið nóg að gert. Sums stað- ar er lýsing góð, annars staðar ekki. Þetta ástand versnar um allan helming í rigningu og roki og full ástæða til að grípa til frekari aðgerða til þess að forða slysum þar til framkvæmdum er end- anlega lokið. Þegar tvöföldun Reykjanes- brautar verður endanlega lokið er öryggi vegfarenda margfalt betur tryggt en nú og þá ganga í garð nýir tímar fyrir þá, sem fara daglega á milli vegna vinnu sinnar eða annarra erinda. En sá tími sem eftir er þangað til framkvæmdum lýkur er hættulegur og alveg sérstaklega yfir veturinn. Sú hætta snýst um skyggni og lýs- ingu. Það þarf að bæta lýsinguna strax. Ella geta alvarleg slys orðið. Þess vegna eru þeir, sem ábyrgð bera á þessum framkvæmdum hvattir til þess að bæta úr lýsingunni og ganga þannig frá vegamótum á milli tvöfaldrar brautar og einfaldr- ar að ekki sé hætta á ferðum. Tvöföldun Reykja-nesbrautar er mikilvæg framkvæmd og augljóst af þeim vegaköflum, sem þegar hafa verið tvöfaldaðir hversu mikil breyting það verður, þegar framkvæmdum við alla brautina er lokið og fólk ekki í lífshættu dag hvern, sem ekið er milli höfuðborg- arsvæðisins og Suð- urnesja. En jafnframt er ekki hægt að loka augunum fyrir því, að á meðan þessar framkvæmdir standa yfir er hætta á ferðum, ekki sízt yfir dimmasta árstímann. Skyggni er oft mjög slæmt á þess- um árstíma, ekki sízt á morgnana, þegar enn er dimmt og umferðin er mikil og síðdegis og á kvöldin. Lýsingin á Reykjanesbraut er yf- irleitt góð en staðreynd er að þegar ekið er af tvöfaldri braut yfir á ein- falda og þar með á móti umferð er hætta á ferðum. Upplýstar örvar gera sitt gagn fyrir þá, sem eru í nokkurri fjarlægð en koma hins veg- ar að litlu gagni, sem lýsing á þeim vegamótum, þegar ekið er af tvö- faldri braut. Víkverji var þarna á ferð árla morguns í vikunni og fann mjög fyr- ir því, hvað skyggni var slæmt og     víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is L inda trúði mér fyrir því að hana langaði í lækna- nám en það væri dýrt og engir möguleikar væru á styrkjum fyrir fátæka stúlku eins og hana. Eftir að hafa hugsað málið og rætt við forsvarsmenn sjálfboðaliða- samtakanna International Human- istic Alliance ákvað ég að láta það verða mitt verkefni að styrkja hana til náms næstu þrjú árin enda er Linda eldklár stelpa, sem dreymir um að verða læknir,“ segir Gígja Árnadóttir, 65 ára náms- og starfs- ráðgjafi við Kennaraháskóla Íslands, sem varð fyrir miklum hughrifum í ferð, sem hún fór í til Kenýa í sumar. Lifað af í hörðum heimi Gígja fór ásamt dóttur sinni Rósu Hjartardóttur og tíu öðrum Íslend- ingum til Kenýa þar sem hópurinn dvaldi í 24 daga. Ferðast var á vegum sjálfboðaliðasamtakanna Int- ernational Humanistic Alliance um þorp og borgir í vesturhluta Kenýa og meðal annars var stærsta fá- tækrahverfi Nairóbí sótt heim. „Þar inni í miðju hverfinu rekur Mama Lucy, 56 ára gömul átta barna móðir, skólann Little Bees fyrir börn. Við þurftum vörð með okkur inn í hverfið, en þarna var sá stærsti sorphaugur sem við höfðum augum litið. Mitt í öllu þessu er Lucy að rækta maís og hlúa að börnum og ungum mæðrum. Íslendingar hafa verið að styrkja börn þarna og vinna að uppbyggingu á kofunum. Í fyrra kom upp eldur hjá Lucy með þeim af- leiðingum að nokkrar skólastofur eyðilögðust. Þarna sitja börn á gólf- inu og eru að læra að skrifa og lesa. Það er alveg ótrúlegt að upplifa hvað verið er að gera þarna mitt í allri eymdinni enda er Lucy hreint ótrú- leg kona,“ segir Gígja. Þrátt fyrir að hafa sótt sjálfboða- liðanámskeið hjá Vinum Kenýa á Ís- landi áður en lagt var í’ann, fengu þær mæðgur auðvitað hálfgert menningarsjokk þegar út var komið. „Við fengum innsýn í þann ömurlega veruleika, sem margir innfæddir búa við. Erfitt var að horfa upp á þá miklu fátækt, sem blasir við og hvernig alnæmi hefur sett mark sitt á líf og lífsafkomu þessa fólks, en sjúkdómurinn hefur náð sums staðar nánast þurrkað út eina kynslóð þann- ig að ömmurnar stóðu eftir til að líta eftir ungviðinu. Einnig var sérstakt að upplifa það fórnfúsa hjálparstarf, sem unnið er að á vegum samtakanna og hvernig margt smátt getur gert gæfumuninn fyrir svo marga. Við vorum líka snortnar af gleði og gest- risni heimamanna því bros skein úr hverju andliti þrátt fyrir mikla ör- birgð og það var dansað og sungið fyrir okkur hvar sem við komum sem er kannski svar heimamanna við hörðum heimi til að komast af. Alla- vega hef ég sjaldan dansað eins mikið og í þessari ferð,“ segir Gígja, sem segir ferðina seint gleymast enda sé þetta í fyrsta sinn sem þær mæðgur ferðist til svo framandi lands. Starf Vina Kenýa hér á landi felst í verkefnum, sem eru unnin í sam- vinnu við hópa sjálfboðaliða í vest- urhluta Kenýa, aðallega í Kisumu, Migori, Nakuru og í höfuðborginni Nairóbí. Helstu verkefni félagsins eru fósturbarnaverkefni þar sem munaðarlaus börn njóta stuðnings fólks á Íslandi. Verkefnið snýst líka um stuðning við starf kvennahópa, sem eru að reyna að ala önn fyrir Karlaveldið Sveitastrákar raða sér upp, en stelpa horfir á úr fjarlægð sem er að sögn Gígju um margt svolítið dæmigert fyrir kenýska karlaveldið. Gleði skein úr hverju andliti heimamanna þrátt fyrir örbirgðina. Mæðgurnar Gígja Árnadóttir ásamt dóttur sinni Rósu Hjartardóttur í Nakuru-þjóðgarðinum, en þær ferðuðust til Kenýa á vegum sjálfboðaliða- samtakanna International Humanistic Alliance. Skólaumhverfi Hreinlætiskröfur í kringum Little Bees skólann eru svo sannarlega aðrar en íslensk skólabörn eiga að venjast. „Hef trú á konu eins og Lindu“ Verðandi læknir Linda Awino Haga hefur nú hafið nám í hjúkrun- argreinum við Kampala Inter- national University í Úganda með hjálp Gígu Árnadóttur. Gætið þess að kerti séu vel stöðug og föst í kertastjakanum Munið að slökkva á kertunum i l Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.