Morgunblaðið - 08.12.2007, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 08.12.2007, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 57 Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Bíóferð frá Bólstaðarhlíð 11. des. kl. 13.15, með rútu, farið verður að sjá myndina Veðramót eftir Guðnýju Halldórsd. Miðaverð 1.000 kr., rútugjald 500 kr. Skráning og greiðsla á skrifstofunni, s. 535 2760. Félag kennara á eftirlaunum | Fræðslu- og skemmtifundur á að- ventu í Stangarhyl 4 kl. 13.30. Félag kennara á eftirlaunum | Fræðslu- og skemmtifundur í Stangarhyl 4, kl. 13.30 í dag. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9. Hana-nú- ganga kl. 10. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Árleg laufabrauðsgerð hefst kl. 13. Hafa þarf með sér skurðbretti, hníf eða laufaskurðjárn. Kökurnar seldar á kostnaðarverði. Söng- urinn ómar frá Karlakór Kópa- vogs og ungir söngvarar syngja aðventusöngva. Heitt súkkulaði og meðlæti. Félagsstarf Gerðubergs | Gerðu- bergskórinn syngur við messu í Breiðholtskirkju á morgun kl. 14. Aldraðir taka þátt í athöfninni, á eftir eru kaffiveitingar í safn- aðarheimilinu. Miðvikud. 12. des. er „ljósarúntur“ í Reykjanesbæ, mæting kl. 12.45, lagt af stað kl. 13. Skráning á staðnum og í s. 575 7720. Grensáskirkja | Jólafundur Kven- félags Grensáskirkju verður hald- inn í safnaðarheimilinu 10. des- ember kl. 20. Hraunbær 105 | Kortadagur 11. des., ljósaferð á Hellu 13. des., jólagrautur, Oddakirkja heimsótt undir leiðsögn séra Guðbjargar Arnardóttur, jólaljósin í Reykjavík skoðuð á heimleiðinni, harm- onikkuleikari verður með. Verð 2.400 kr., skráning á skrifstofu eða í síma 411 2730. Hæðargarður 31 | Ferð á kvik- myndina Veðramót 11. des. kl. 14, panta þarf far. Bókmenntahópur um kvöldið kl. 20. Gestur er Dagný Kristjánsdóttir bók- menntafræðingur. Jólahlaðborð 14. des. kl. 17. Miðasala í eldhús- inu. Uppl. 568 3132. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snælandsskóla, Víðigrund, kl. 9.30. Uppl. í síma 564 1490. Kirkjustarf Aðventkirkjan á Suðurnesjum | Biblíurannsókn kl. 11. Gavin Ant- hony fer yfir efnið „þjáning og hógværð“. Gavin gaf nýverið út bók um hlutverk þjáningar í lífi okkar. Hann mun einnig predika í guðþjónustunni kl. 12. Súpa og brauð á eftir. Aðventkirkjan í Árnesi | Biblíu- rannsókn kl. 10 þar sem bæði full- orðnir og börn fá eitthvað við sitt hæfi. Guðþjónusta kl. 10.45. Guð- jóna Þorbjarnardóttir predikar. Aðventkirkjan í Reykjavík | Bibl- íurannsókn kl. 11. Efni umræðunn- ar verður þjáning og hógværð. Einnig umræðuhópur á ensku. Boðið er upp á unglinga- og barnadagskrá. Guðsþjónusta kl. 12. Björgvin Snorrason mun pre- dika. Tónlist. Aðventkirkjan í Vestmanna- eyjum | Biblíurannsókn kl. 10.30. Sérstök barnadeild. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Guðþjónusta og biblíurannsókn kl. 11. Maxwell Ditta er ræðumað- ur samkomunnar. Maxwell er frá Pakistan en starfar á Íslandi. Barna- og unglingadagskrá. Hressing í boði eftir samkomuna. dagbók Í dag er laugardagur 8. desember, 342. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem oss mun opinberast. (Rm. 8, 18.) Málvísindastofnun Háskól-ans og NORMS-samstarfsverkefnið efnaþessa helgi til ráðstefnu um fornöfn og eðli þeirra. Höskuldur Þráinsson prófessor við HÍ er einn skipuleggjenda dagskrár- innar: „NORMS er samstarfsnet rann- sóknarverkefna sem fást við sam- anburð á norrænum málum og við eigum aðild að því í gegnum verkefnið Tilbrigði í setningagerð, sem nýtur öndvegisstyrks í gegnum Rannís. Á ráðstefnunni hittast sérfræðingar og ræða um eðli fornafna í norrænum mál- um,“ segir Höskuldur. Að sögn Höskuldar gefur notkun for- nafna áhugaverða innsýn í eiginleika tungumála: „Í íslensku og færeysku er t.d. að finna málfyrirbæri sem ekki þekkjast í málun næstu nágranna- landa, en eiga sér hins vegar hlið- stæður í Afríkumálum og Asíumálum sem eru alls óskyld,“ segir Höskuldur. „Með samanburði náskyldra mála ann- ars vegar, eins og Norðurlandamál- anna, og óskyldra eða fjarskyldra tungumála hins vegar má reyna að skilja betur hvað það er sem í raun ger- ir tungumál ólík og hvað öll mál eiga sameiginlegt.“ Á ráðstefnunni verða fluttir ellefu fyrirlestrar: „Sérstakur gestafyrirles- ari er Ken Safir, frá Rutgers-háskóla í Bandaríkjunum, sem flytur kl. 14.30 á laugardag erindið „Modular bound- aries for the theory of anaphoric rela- tions“. Annar fyrirlesari er frá Ástralíu en aðrir fyrirlesarar koma allir frá Norðurlöndunum og fer ráðstefnan fram á ensku,“ segir Höskuldur. Fjórir fyrirlesaranna fjalla sér- staklega um íslensku, og er Höskuldur einn þeirra: „Íslensk fornafnanotkun þykir áhugaverð, og hefur vakið athygli málvísindamanna um allan heim,“ segir hann. „Áhuga fræðimanna á íslensk- unni má einkum rekja til þess að við höfum ítarlegri heimildir um okkar málsögu en flestar nágrannaþjóðirnar og svo hefur íslenska breyst minna en mörg nágrannamálin. Um leið er málið nægilega líkt þekktustu tungumálum, s.s. þýsku, ensku og frönsku, til þess að vera allaðgengilegt rannsakendum til samanburðar en nægilega ólíkt til að vera áhugavert.“ Nánari upplýsingar eru á hug- vis.hi.is. Fræði | Málvísindaráðstefna í Háskólanum á laugardag og sunnudag Fornöfn og eðli þeirra  Höskuldur Þrá- insson fæddist í Reykjavík 1946. Hann lauk B.A. prófi í íslensku og sagnfræði frá HÍ 1969, fyrrihluta- prófi í málvís- indum í Þýskalandi 1972, cand.mag.- prófi í íslenskri málfræði frá HÍ 1974 og doktorsprófi í málvísindum frá Harvardháskóla 1979. Höskuldur hef- ur verið prófessor við HÍ frá 1980 og var gistiprófessor við Harvardháskóla 1991-1995. Hann er kvæntur Sigríði Magnúsdóttur forstöðutalmeinafr. og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. Tónlist Grensáskirkja | Kirkjukór Grensáskirkju heldur aðventutónleika 9. des. kl. 17. Á efnisskrá eru aðventu- og jólalög eftir innlenda og erlenda höf- unda. Einnig verður tvísöngur og orgelleikur. Aðgangur er ókeypis. Hallgrímskirkja | Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju er kl. 12-17. Klais- orgelið 15 ára. Fjöldi kóra og orgelleikara kemur fram með Klais- orgelinu og viðstaddir syngja jólasöngva með. Aðgangur er ókeypis en safnað er til Hjálparstarfs kirkjunnar. Kaffihús í suðursal Hallgríms- kirkju. Sjá nánar á listvinafelag.is. Hallgrímskirkja | Jólatónlistarhátíð. Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar og Björn Steinar Sólbergsson organisti flytja jóla- tónlist eftir J. S. Bach. Sálmforleikir J.S. Bach eru leiknir á stóra Klais- orgelið, en Schola cantorum svarar með samsvarandi sálmi í fjögurra radda útfærslu Bachs. Verð kr. 2.000. listvinafelag.is. Bjartur Logi Guðnason heldur framhaldsprófstónleika í orgelleik 11. des. kl. 12. Á efnisskrá eru verk eftir D. Buxtehude, F. Mendelssohn og L. Boëllemann. Tónleikarnir eru liður í kantorsprófi Bjarts Loga. Kronkron | Hljómsveitin Sometime spilar í búðinni kl. 15. Tilgangurinn er tvíþættur, annarsvegar að fagna komu jólanna og hins vegar að halda upp á opnun á heimasíðunum www.kron.is og www.kronkron- .com. Báðar síðurnar eru hugsaðar sem sölusíður og þar verður hægt að sjá myndir af öllu sem í búðunum er. Boðið er upp á kakó. Langholtskirkja | Aðventutónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu verða 9. og 12. desember kl. 20 báða dagana. Einsöngvarar eru Nanna María Cortes og Aron Axel Cortes. Organisti er Steingrímur Þórhalls- son. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson. Miðasala er á midi.is, hjá kór- félögum og við innganginn. Norræna húsið | Katie Buckley hörpuleikari heldur tónleika kl. 15.15. Efnisskrá: Francisque: Pavane, Courante og Bransles; Alvars: Introduc- tion, Cadensa og Rondo; Liszt: Liebenstraume; Hindemith: Sónata fyrir hörpu; Kune: Fantasía um stef úr óperunni Eugene Onegin. Seltjarnarneskirkja | Sinfóníuhljómsveit áhugamanna heldur tónleika 9. desember kl. 17. Leikinn verður forleikurinn Fingalshellir eftir Mend- elssohn, Fiðlukonsert nr. 3 eftir Mozart og Sinfónía nr. 5 eftir Schubert. Einleikari á fiðlu er Hulda Jónsdóttir og stjórnandi er Óliver Kentish. Tónlistarskóli Akureyrar | Jólatónleikar píanódeildar Tónlistarskólans á Akureyri verða í sal skólans kl. 11. Víðistaðakirkja | Kvennakór Hafnarfjarðar og Grundartangakórinn halda sameiginlega jólatónleika í Víðistaðakirkju 9. desember kl. 16. Á dagskránni eru innlend og erlend jólalög ásamt klassískum verkum. Miðar eru seldir við innganginn. Miðaverð 1.500 kr. Myndlist ART 11 | Dagbjört Guðmundsdóttir og Helga Sigurðardóttir sýna nýj- ustu málverk sín á vinnustofu ART 11, Auðbrekku 4, Kópavogi. Opið á laugardögum og sunnudögum kl. 13-17. Söfn Gamli bærinn í Laufási | Jólastemning fortíðarinnar verður endur- lífguð 9. desember frá kl. 13.30 til 16 í Gamla bænum í Laufási við ut- anverðan Eyjafjörð. Þá mun gestum og gangandi gefast kostur á því að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveita- samfélaginu. Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Jón Kalman Stefánsson, Krist- ín Svava og Þórdís Björnsdóttir lesa úr verkum sínum við langeldinn í Aðalstræti kl. 15. Einnig les Karl Emil Gunnarsson upp úr þýðingu sinni á Yacoubian-byggingunni eftir Alaa Al Aswany. Uppákomur Austurvöllur | Hjálmar Sveinsson, höfundur bókarinnar Nýr penni í nýju lýðveldi: Elías Mar, býður upp á gönguferð á slóðum Elíasar Mars. Hjálmar lýsir sögusviðinu í skáldsögum Elíasar. Gangan hefst við Al- þingishúsið kl. 14 og endar á Hressó þar sem lesið verður upp úr bók- inni og lagið Chibaba, chibaba sett á fóninn. Ketilhúsið, Listagili | Norðlenskur handverksmarkaður. Þar má m.a. finna muni unna úr ull, beinum, steinum, silfri, gleri, viði, keramik o.fl. Veitingasala á vegum kvenfélagsins Baldursbrár. Opið kl. 13-18. Kvikmyndir Regnboginn | Hátíðin Cinema italiano. Ítölsk kvikmyndalist í dag býður upp á fimm nýjar kvikmyndir á hátíð sem stendur í 7 daga fram til mið- vikudagsins 12. desember. Kvikmyndirnar voru ýmist frumsýndar á þessu ári eða í fyrra. Fyrirlestrar og fundir Framsókn í Reykjavík | Opið hús verður í Framsóknarhúsinu, Hverf- isgötu 33, kl. 11-13. Kjörnir fulltrúar í spjalli og heitt á könnunni. Fréttir og tilkynningar Amnesty International | Í hinu árlega bréfamaraþoni Amnesty Int- ernational vinna gestir mannréttindastarf og skrifa kort til þolenda mannréttindabrota. Bréfamaraþonið verður haldið í hliðarsal Hornsins, Hafnarstræti 15 í Reykjavík kl. 13-17.30, í AkureyrarAkademíunni á Ak- ureyri kl. 13-17 og í Edinborgarhúsinu á Ísafirði kl. 13-17. AA-samtökin | Neyðarsími AA-samtakanna er 895 1050. GA- fundir (Gamblers Anonymous) | Er spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstandendur? Hægt er að hringja í síma 698 3888. Börn Dimmuborgir | Jólasveinarnir taka á móti gestum á Hallarflöt í Dimmuborgum í Mývatnssveit alla daga í desember kl. 13-15. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 70 ára afmæli. Mánudaginn10. desember verður Sig- urdór Eggertsson sjötugur. Í til- efni þess býður hann ættingjum og vinum í kaffi á morgun, sunnu- daginn 9. desember kl. 16, í Safn- aðarheimili Fríkirkjunnar, Lauf- ásvegi 13. FRÉTTIR SJÓKLÆÐAGERÐIN 66°Norður kom færandi hendi á fæðingardeild Landspítalans sl. miðvikudag með húfur, sokka og vettlinga að andvirði tæplega 2.000.000 kr. fyrir nýfædd börn. Myndin er frá afhendingunni en á henni eru f.v. Margrét Hallgrímsson, Helga Viðarsdóttir, markaðsstjóri 66°Norð- ur, Rósa G. Bragadóttir, Hjördís María Ólafsdóttir og Rannveig Rúnarsdóttir. Gefa nýfæddum börnum gjöf BÓKAÚTGÁFAN Omdúrman efnir til borgargöngu í miðborg Reykjavíkur í dag, laugardaginn 8. desember. Í göngunni verður slóð sögupersóna í skáldsögum rithöfundarins Elíasar Marar rakin. Í göngunni verður staðnæmst við gamla Hótel Skjaldbreið í Kirkjustræti, Sóðabar eða Langabar í Aðalstræti, Billjardstofu á Vesturgötu, gamla Sjálfstæðishúsið við Austurvöll og Hressing- arskálann. Leiðsögumaður í göngunni verður Hjálmar Sveinsson, höfundur bókarinnar „Nýr penni í nýju lýðveldi: Elías Mar“. Í göng- unni mun Hjálmar lýsa sögusviðinu í skáldsögum Elíasar og segja frá örlögum söguhetjanna. Gangan hefst við Alþingishúsið kl. 14 og endar á Hressingarskál- anum þar sem lesið verður upp úr bókinni um Elías Mar og lagið Chibaba, chibaba sett á fóninn. Gönguferð á slóðum Elíasar Marar VINSTRIHREYFINGINN – grænt framboð heldur fund í dag, laug- ardaginn 8. desember, kl. 11-12.30, Suðurgötu 3. Yfirskrift fund- arins er Erfðarmengið mitt – jólagjöfin í ár? Fjallað verður um hvað felst í þeim erfðaupplýsingum sem nú er hægt að kaupa af erfðafyrirtækjum. Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir á geðsviði LSH, veltir upp þessum spurningum á velferðarsmiðju VG um sið- fræði erfðavísinda. Umræðum stýrir Steinunn Þóra Árnadóttir, varaþingmaður og stjórnarmaður í ÖBÍ. Piparkökur, jólaöl og um- ræður. Fundur um erfðaupplýsingar           1. Meiri virkni. 2. Mun meiri andoxunarefni. 3. Minni líkur á aukaverkunum. 4. Meiri stöðugleiki og mun lengra geymsluþol eða 10 ár samanborið við 3ja ára geymsluþol hvíts ginsengs.     !  "  #  $ #  $    % # &     %  ' ( ) www.ginseng.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.