Morgunblaðið - 08.12.2007, Page 58

Morgunblaðið - 08.12.2007, Page 58
58 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand RÚMIÐ MITT ER FULLT AF SMÁKÖKUMYLSNUM ER ÞETTA KODDAVER FULLT AF MJÓLK? RÉTT ER ÞAÐ HVAÐ ER EIGINLEGA Í GANGI HÉRNA?!? ÚPS ÞEIR TÓKU LÍKA SJÓN- VARPIÐ ERTU NOKKUÐ MEÐ RAÐNÚMERIÐ Á ÞVÍ? ÉG ER VISS UM AÐ ÞJÓFARNIR URÐU HRÆDDIR ÞEGAR ÞEIR SÁU AÐ ÞAÐ VAR TÍGRISDÝR Í HÚSINU! EKKI NÚNA KALVIN ÞAÐ VILL ENGINN VERA LENGI Á SAMA STAÐ OG TÍGRISDÝR Í LANGAN TÍMA! HOBBES HEFÐI ÖRUGGLEGA ÉTIÐ ÞÁ UPP TIL AGNA SEGÐU MÖMMU ÞINNI FRÁ ÞESSU ÞÚ ÆTTIR MIKLU FREKAR AÐ TAKA SKÝRSLU AF HOBBES! HANN VAR HÉRNA ALLAN TÍMANN ÉG ÞOLI EKKI ÞESSA VINNU HJÁLP! ÉG MAN HVAÐ ÉG VAR STOLT AF ÞVÍ AÐ VERA MEÐ HRÓLFI ÞEGAR ÉG VAR UNG HANN VARÐ FEITUR MJÖG UNGUR ÉG SAGÐI ÖLLUM FRÁ ÞVÍ HVAÐ HANN VAR STÓR OG MIKILL MAMMA, ÉG ER BÚINN AÐ FINNA EINHVERN TIL AÐ SLÁ BLETTINN KALLI ER BÚINN AÐ VERA Í SUMARBÚÐUNUM Í HEILAN DAG OG ÉG ÆTLA AÐ FARA Á VEFSÍÐUNA ÞEIRRA OG SJÁ HVERNIG ER ÞAÐ ER HELLINGUR AF MYNDUM AF KRÖKKUM HÉRNA... EN ENGIN MYND AF KALLA... HELDURÐU AÐ ÞAU HAFI TÝNT HONUM?!? ÉG MUNDI NÚ EKKI BÚAST VIÐ ÞVÍ SÁ SEM EYÐILAGÐI VALSLÖNGVUNA LAGÐI MYND- VERIÐ Í RÚST ÖRUGGLEGA TIL AÐ FELA ÖLL SÖNNUNARGÖGN EKKI HREYFA ÞIG! Æ, NEI! ÖRYGGIS- VÖRÐUR ÉG HEF ÞVÍ MIÐUR EKKI TÍMA FYRIR ÞETTA dagbók|velvakandi Það er erfitt að skrifa „góða“ matreiðslubók FYRIR nokkrum vikum kom út matreiðslubókin Eldað í dagsins önn eftir Stefaníu Valdísi Stefánsdóttur. Bók þessi er trú- lega besta mat- reiðslubókin sem út hefur komið í áraraðir. Það er erfitt að gefa út góða mat- reiðslubók. Góð mat- reiðslubók þarf að uppfylla margt. Hún þarf að vera auðlesanleg, auðskiljanleg, hráefni sem nota á í uppskriftina verður að vera fáanlegt í flestum verslunum, mælieiningar verða að vera réttar og nákvæmar og leið- beiningar góðar. Það sem er kannski hvað mik- ilvægast er að auðvelt sé að fara eft- ir leiðbeiningunum og leiðbeining- arnar þurfa að vera réttar. Það hafa komið út margar mat- reiðslubækur undanfarin ár, bæði ís- lenskar og þýddar. Þær bækur eru að sjálfsögðu misjafnar. Ég hef reynt að notast við ýmsar bækur við kennslu í heimilisfræðum á unglingastigi, en því miður hafa þær ekki nýst mér vel sem slíkar. Þegar uppskriftir eru settar niður á blað, verðum við að miða við að sá sem ætlar að nota uppskriftina kunni alls ekki neitt í heim- ilisfræðum. Það verður að útskýra allt ferlið mjög vel þannig að rétt- urinn mistakist ekki. Þá er mik- ilvægt að hafa öll mál í desilítrum, grömmum eða stykkjum. Uppskrift sem segir til dæmis: Eitt ýsuflak, hálf dós kókosmjólk, ½ laukur, 1 bakki sveppir, brauð- mylsna og ostur, getur haft mjög margar útfærslur. Ýsuflökin eru mjög misstór, kók- osmjólk er til í fleiri stærðum, ½ laukur getur verið jafnstór einum litlum. Þó svo ég viti í dag, hvað mik- ið er í einum bakka af sveppum, er ekki víst að sama magn verði í bakk- anum á næsta ári. Það er mikilvægt að uppskriftir falli sem næst ráðleggingum frá Lýðheilsustöð. Ein af leiðunum til að takast á við „ofeldi“ þjóðarinnar er að kenna fólki að elda góðan, vel samsettan mat. Ég hlakka til að nota þessa góðu bók til kennslu í heim- ilisfræðum. Guðrún Þóra Hjaltadóttir, næringarráðgjafi/kennari og formað- ur Félags hússtjórnar- og heim- ilisfræðikennara. Gjafapoki í óskilum GJAFAPOKI (skrautpoki) með tveimur gjöfum í fannst í Stjörnu- porti, bílastæðageymslu við Lauga- veg. Pokinn fannst um miðjan dag 6. desember sl. við greiðsluvélina. Þeim sem sakna gjafanna er bent á að vitja þeirra hjá vörðunum í Stjörnuporti. Opið er í Stjörnuporti til kl. 19 alla daga nema sunnudaga. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Guðrún Þóra Hjaltadóttir Konan á myndinni stendur í dyragætt gufubaðsins við Laugardalslaugina. Eflaust er gott að hita kaldan kroppinn eftir kuldann úti, á milli þess sem tekinn er sundsprettur í lauginni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eimbað við Laugardalslaug MÁLFUNDUR Mannréttinda- skrifstofu Íslands, Samtakanna ’78 og TransÍsland fer fram í dag, laug- ardaginn 8. desember, kl. 13.30 í Regnbogasalnum, Laugavegi 3. Málfundurinn er hluti af við- burðadagskránni Lifandi laug- ardagur og Evrópuári jafnra tæki- færa Fundurinn hefst á því að Anna Jonna Ármannsdóttir, formaður TransÍsland, segir frá reynslu sinni en síðan flytur Sandra Lyngdorf lögfræðingur, starfsmaður Mann- réttindaskrifstofu Íslands, erindi sem ber yfirskriftina Transgender – Lagalegt tómarúm á Íslandi. Erindi Söndru verður flutt á ensku og er aðgangur ókeypis og öllum opinn. Málfundur um „transgender“ Lykill að fortíðinni Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.