Morgunblaðið - 08.12.2007, Side 62

Morgunblaðið - 08.12.2007, Side 62
62 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARNÓTT og Flickr@Iceland (ljós- myndahópur fyrir Íslendinga og útlendinga sem búsettir eru á Íslandi, á Flickr- ljósmyndavefnum) efndu til ljósmyndasamkeppni á Menningarnótt í ágúst síðast- liðnum. Keppt var að því að fanga stemningu Menning- arnætur í víðum skilningi. Flickr@Iceland var stofnuð í byrjun árs af Svavari Ragn- arssyni, starfsmanni CCP og áhugaljósmyndara, sem átti hugmyndina að samkeppn- inni. Svavar hefur verið í hópi sjálfboðaliða sem hjálpað hafa til við ýmislegt sem við- kemur Menningarnótt síð- ustu 2-3 ár. Sjálfboðaliðarnir tóku upp á því að taka ljós- myndir fyrir Höfuðborgarstofu, til að ná stemningunni og hafa gaman af. 5.578 ljósmyndir Nú eru 455 meðlimir í Flickr@I- celand og komnar 5.578 ljósmyndir (þegar þetta var skrifað í gærmorg- un) frá þeim hópi sem skoða má á Flickr-vefnum. Keppt í sjö flokkum Keppt var í sjö flokkum og voru auk þess veitt aðalverðlaun, en þau hlaut Hörður Sveinsson fyrir ljós- myndina ,,Concert“, af útitónleikum á Miklatúni. Hörður átti einnig sig- urmyndirnar í flokkunum Maraþon- ið og Augnablikið. Aðrir flokkar voru Börn, Húmor, Manneskjan og Mannfjöldinn. ,,Somebody is watching you“, ljós- mynd Gunnars Salvarssonar, hlaut fyrstu verðlaun í flokknum Mann- eskjan og hlaut Gunnar einnig við- urkenningu fyrir myndina ,,Street music“ í flokknum Atburðurinn. Jóhann Smári Karlsson hlaut við- urkenningu í flokknum Börn fyrir myndina ,,Laugarnesstúlka á Menn- ingarnótt“. Örlygur Hnefill Örlyx fór með sigur af hólmi í flokknum Mannfjöldinn og Snorri Páll Har- aldsson í flokknum Húmorinn. Í að- alverðlaun voru ferð með Icelandair fyrir tvo til Evrópu. Einu skilyrðin fyrir þátttöku voru þau að vera í fyrrnefndum Flickr-hópi. Aðalverðlaunahafinn, Hörður, er atvinnuljósmyndari og var að taka myndir fyrir Fréttablaðið þetta kvöld, Menningarnótt. Verðlauna- myndin Concert er samsett úr tveimur ljósmyndum, annarri af himninum og hinni af sviði og áhorf- endum. Hörður er 26 ára Reykvík- ingur og starfar nú fyrir auglýs- ingastofuna Vatikanið, tekur allar ljósmyndir fyrir blaðið Mónitor. Hann nemur ljósmyndun við Me- dieskolerne í Viborg á Jótlandi. Hörður segist heppinn að geta unnið við það sem sér þyki skemmtilegast, að taka ljósmyndir af tónlist- armönnum og listafólki sem sé sér- deilis gaman. Í dómnefnd sem valdi bestu myndir keppninnar sátu: Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- sviðs Reykjavíkurborgar; Sif Gunn- arsdóttir, verkefnisstjóri viðburða hjá Höfuðborgarstofu; Kristín Við- arsdóttir bókasafnsfræðingur; Kristín Einarsdóttir frá skrifstofu borgarstjóra; Ómar Einarsson, sviðsstjóri ÍTR, og loks María Kar- en Sigurðardóttir, safnstjóri Ljós- myndasafns Reykjavíkur. Ljósmynd/Hörður Sveinsson Concert Hörður Sveinsson hlaut aðalverðlaun fyrir þessa mynd sem er tekin á útitónleikum á Miklatúni. Tónleikamynd þótti best Laugarnesstúlka Myndin hlaut verðlaun í flokknum Börn. Somebody is watching you Besta myndin í flokknum Manneskjan. Street Music Atburðamynd ársins. Ljósmynd/Gunnar Salvarsson Ljósmynd/Gunnar Salvarsson Ljósmynd/Jóhann Smári Karlsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.