Morgunblaðið - 20.12.2007, Page 3

Morgunblaðið - 20.12.2007, Page 3
Pét- ang- eyfð virt- sér. r og mjög riðji s og p að p úr andi gröf rum mega n við um,“ alte- aður færi g nú pp á mum þýðir ætum m alls agði a nna r m r í a ast u ga. n m þeir egn Unit- m Ne- á on an on a- r rir m ki, nu ð ur nu- li en eó- nska m í son r MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 3 Ragna Ing-ólfsdóttir, Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna, sigraði Carolu Bott frá Þýskalandi í gær á alþjóðlegu móti sem fram fer í Grikklandi. Ragna tapaði fyrstu lotunni, 15:21, en hún sneri leiknum sér í hag í tveimur næstu lotum þar sem hún vann, 21:11 og 21:10. Ragna vann einnig dönsku stúlk- una Lotte Bonde í gær og leikur Ragna í 8-manna úrslitum í dag þar sem hún mætir Karin Schnaase frá Þýskalandi. Ragna er í Ólympíusæti, miðað við stöðuna í dag, samkvæmt lista sem Badmintonsamband Evr- ópu hefur birt yfir sterkasta bad- mintonfólk álfunnar. Ragna er í 16. sæti listans en 19 Evrópubúar fá keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári.    Padraig Harrington frá Írlandier kylfingur ársins 2007 að mati samtaka golfíþróttafréttamanna í Evrópu en hann er fjórði Írinn sem fær þessa viðurkenningu.    Á heimasíðu knattspyrnuliðsinsBarcelona á Spáni er greint frá því að franski landsliðsframherjinn Thierry Henry sé byrjaður að æfa með félaginu á ný eftir meiðsli. Allar líkur eru á því að Henry verði á með- al leikmanna Barcelona gegn Real Madrid á sunnudaginn en gríðarleg spenna er að myndast fyrir þá við- ureign.    Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraðisex mörk og Snorri Steinn Guðjónsson tvö þegar lið þeirra GOG frá Svendborg vann Fred- ericia, 34:31, í dönsku úrvalsdeild- inni í handknattleik í gærkvöldi. Hannes Jón Jónsson skoraði þrjú marka Fredericia og Gísli Krist- jánsson eitt en Fannar Þorbjörns- son komst ekki á blað en var að vanda fastur fyrir í vörninni eins og Gísli. Hann var reyndar veikur og gat ekki tekið þátt í nema hluta leiksins. Með sigrinum komst GOG í 2. sætið en Fredericia stendur í stað í 8. sæti.    ValdimarÞórsson skoraði 7 mörk fyrir HK Malmö sem lagði Trelle- borg 36:28 í sænsku úrvals- deildinni í hand- knattleik í gær- kvöld. Guðlaugur Arnarsson skoraði 2 mörk fyrir Malmö. Liðin voru í 12. og 13. sæti fyrir leikinn af alls 14 liðum sem eru í deildinni en Malmö náði að lyfta sér aðeins upp töfluna með sigrinum sem var mjög mikilvægur. Haukur Andrésson komst ekki á blað hjá Guif sem tap- aði á útivelli gegn Drott, 31:28. Fólk folk@mbl.is Eftir góðan leik og dýrmætan sigur á Val á sunnudaginn virtist Fram- liðið ekki vera klárt í annan baráttu- leik á skömmum tíma. Stjörnumenn léku frábæra vörn í fyrri hálfleik, Roland Eradze fór á kostum í mark- inu og sóknarleikurinn gekk svo að segja fullkomlega upp. Framliðið var mest allt úti á þekju, a.m.k. flestir burðarásar þess og engu var líkara en leikmenn hefðu haldið hlutirnir kæmu af sjálfu sér. „Við náðum virkilega að mæta Framliðinu af krafti og síðan virtist það vanmeta okkur. Þannig er það í þessum handbolta að komi menn ekki af heilum huga í leikina þá er þeim refsað. Það gerðist hjá Fram að þessu sinni og hefur svo sem einnig komið fyrir okkur í vetur,“ sagði Pat- rekur Jóhannesson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í leikslok og var eðlilega glaður í bragði eftir þennan örugga sigur. „Við lékum varnarleikinn af mikilli festu og sóknarleikurinn var ekkert sérstakur rétt í upphafi leiks en batnaði þegar á leið,“ sagði Patrekur ennfremur. „Ég veit ekki hvað var að burðar- ásum í liði mínu. Annað hvort voru þeir þreyttir eða yfirspenntir á taug- um. Þeir voru að minnsta kosti ekki sjálfum sér líkir að þessu sinni og því fengum við níu marka skell,“ sagði Ferenc Byday, þjálfari Fram, sem reyndi allan leikinn að stappa stálinu í sína menn en hafði ekki erindi sem erfiði. „Ég reyndi að búa menn eins vel undir leikinn og kostur var en án ár- angurs. Að þessu sinni reið reynsla Stjörnumanna baggamuninn og þeir unnu verðskuldaðan sigur. Stjarnan lék af mikilli skynsemi á meðan við lékum of hægt og af miklu örygg- isleysi. Sendingar manna á milli voru slakar, skotin slæm og síðan brennd- um við af fjórum vítaköstum,“ sagði Buday og bætti við að nú yrðu allir að leggjast á árarnar í janúar og halda áfram að þróa sig og bæta sem handknattleiksmenn. Það var aðeins á fyrsta stundar- fjórðungi leiksins sem leikurinn var jafn. Eftir það tóku Stjörnumenn öll völd og breyttu stöðunni úr 6:6, í 11:6. Frábær varnarleikur lokaði öll- um leiðum fyrir leikmenn Fram sem virkuðu mjög spenntir og sumum féll allur ketill í eld í sókninni. Má þar nefna Jóhann Gunnar Einarsson sem var hreinlega miður sín. Brotthvarf Kysil breytti engu Volodimyr Kysil, varnarmaður Stjörnunnar, var rekinn af leikvelli á 28. mínútu eftir að hafa gengið of hressilega út í Halldór Jóhann Sig- fússon sem lá óvígur eftir í nokkra stund. Brottför Kysil úr vörninni varð hins vegar ekki vatn á myllu sóknarleiks Fram. „Vandinn hjá Kysil í vetur hefur verið sá að okkar mati að hann hefur ekki verið nógu aðgangsharður. En nú þegar hann var ákveðnari þá varð hann of ákafur. Það komu hins vegar menn í hans stað og það kom ekki niður á varnarleik okkar í síðari hálf- leik,“ sagði Patrekur, aðstoðarþjálf- ari Stjörnunnar. Í upphafi síðari hálfleik freistuðu Framarar þess að hleypa meiri hraða í leik sinn og reyna þannig að slá Stjörnumenn út af laginu. Sú hernaðaraðferð gekk ekki upp, vopn- in snérust í höndum leikmanna Fram og það braust fram í vonleysi og ergelsi þeirra. Stjörnumenn héldu áfram að bæta við forskot sitt, þeir léku eins þeir sem valdið hafa og náðu um tíma tíu marka forskoti. Í örvæntingu á lokakaflanum fóru leikmenn Fram að leika „maður á mann“ í vörninni, en það var of lítið og of seint. Stjarnan gaf ekkert eftir og vann verðskuldaðan sigur í leik sem á köflum minnti á úrslitaleik lið- anna í bikarkeppninni í mars í fyrra. Eins og fram hefur komið lék Stjörnuliðið afar vel að þessu sinni. Fremstir meðal jafningja voru Heimir Örn Árnason, Gunnar Ingi Jóhannsson og Roland Eradze. Gunnar er að verða einn skemmti- legasti hornamaður deildarinnar sem nýtir færi sín vel, hvort heldur er í horninu eða í hraðaupphlaupum. Gunnar hefur sannarlega sprungið út á þessari leiktíð. Þá virðist Ólafur Víðir Ólafsson loks vera að ná sér á strik eftir að hafa átt erfitt uppdrátt- ar eftir erfið meiðsli í fyrra og Ragn- ar Helgason fellur betur inn í liðið með hverjum leiknum í stöðu horna- manns hægra megin. Björgvin Hólmgeirsson er hins vegar sem fyrr á tíðum full-ákafur en skemmtilegur leikmaður. Framliðið olli, sem fyrr segir, von- brigðum. Þar stóð vart steinn yfir steini. Eini leikmaður liðsins sem á hrós skilið er Jón Þorbjörn Jóhanns- son, sem vafalaust er einn allra besti varnarmaður deildarinnar. Hann reyndi sitt besta en mátti lítt við margnum að þessu sinni. Stjörnumenn tóku Framara í kennslustund Morgunblaðið/Golli Lok, lok og læs Rúnar Kárason, hin unga skytta Framliðsins, sækir að Volodimyr Kysil og Björgvini Hólmgeirssyni. Eins og svo oft í leiknum þá áttu Rúnar og samherjar hans erfitt uppdráttar gegn frábærri vörn Stjörnumanna. Með sigrinum tryggði Stjarnan sér annað sætið í N1-deild karla. STJÖRNUMENN tylltu sér í annað sæti úrvalsdeildar karla, N1 deildarinnar, þegar þeir tóku leik- menn Fram í kennslustund í hand- knattleik á heimavelli Fram í gær- kvöldi, lokatölur 35:26. Greinilegt var að leikmenn Stjörnunnar ætl- uðu sér ekki að endurtaka leikinn frá því í bikarleik liðanna á sama stað fyrir hálfum mánuði þar sem þeir glopruðu sigri úr höndum sér á lokakaflanum. Nú tóku þeir Fram- ara föstum tökum frá byrjun og voru nánast búnir að gera út um leikinn að loknum fyrri hálfleik. Þá var munurinn átta mörk, 18:10. Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is  Ekki stóð steinn yfir steini í leik Fram  Frábær vörn og Roland í ham ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknattleik er í áttunda sæti á stigalista Handknattleikssambands Evrópu sem gefin var út í gær. Það er fyllilega í samræmi við niðurstöðu heimsmeist- aramótsins sem fram fór í Þýskalandi í ársbyrjun. Þegar árang- ur 19 og 21 árs landsliðsins í undankeppni heimsmeistaramóts- ins er lagður saman við árangur A-liðsins eru íslensku karlalandsliðin samtals í 10. sæti í Evrópu. Danir eru í efsta sæti en yngri landslið þeirra stóðu sig vel á árinu. Kvennalandslið Íslands er í 24. sæti á Evrópulistanum en 49 þjóðir eru á listanum. Þegar árangur 19 og 21 árs landsliðanna í undankeppni heimsmeistaramótsins er lagður saman við stig A- landsliðsins er Ísland í 25. sæti sem er svipaður árangur og und- anfarin ár. Kvennalistinn hefur verið uppfærður eftir heims- meistaramótið sem lauk í Frakklandi um nýliðna helgi og for- keppni Evrópumótsins sem kvennalandsliðið tók þátt í fyrir skömmu í Litháen. Ísland í áttunda sæti RAMON Calderon, forseti Real Madrid, segir lið sitt vera svo gott um þessar mund- ir að það hafi ekki not fyrir brasilíska knattspyrnumanninn Kaká, sem á dögunum var kjörinn knattspyrnumaður ársins hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. „Það kann að vera að fullyrðing mín hljómi digurbarkalega en mér er sama. Eins og Real Madrid leikur um þessar mundir þá er ekkert pláss fyrir Kaká í liðinu,“ sagði Calderon í gær er hann var spurður hvort félagið hefði ekki reynt að bera víurnar í brasilíska knatt- spyrnukappann. „Real Madrid-liðið er mjög vel skipað um þessar mundir og erfitt að finna á því veikan blett. Þar af leiðir að erfitt er að gera það betra,“ segir Calderon glaður í bragði. Engin not fyrir Kaká Kaká CHELSEA tryggði sér sæti í undanúrslitum enska deildabik- arsins í gær með 2:0-sigri gegn Liverpool í gær á Stamford Bridge. Það gekk mikið á um miðjan síðari hálfleik þar sem Frank Lampard kom Chelsea yfir á 58. mínútu en skömmu síð- ar fékk Peter Crouch, framherji Liverpool, rautt spjald fyrir að því er virtist litlar sakir. Andrei Shevchenko skoraði síðan fyrir Chelsea undir lok leiksins en það vakti einnig athygli að Mich- ael Ballack fékk að spreyta sig með Chelsea í gær eftir margra mánaða fjarveru vegna meiðsla. Dregið var í gær um hvaða lið mætast í undanúrslitum keppninnar. Arsenal mætir Totten- ham og Chelsea leikur gegn Everton. Liðin eigast við tvívegis og Arsenal fær fyrst heimaleik gegn Tottenham. Chelsea mætir Everton fyrst á heimavelli en síðari leikurinn fer fram í Liverpool þann 21. janúar. Chelsea hefur titil að verja í þessari keppni en liðið lagði Arsenal í úrslita- leiknum s.l. vor, 2:1. „Slagur“ í London

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.